Skera upp herör gegn öflugum gróðurhúsalofttegundum í kælibúnaði Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2021 15:41 Loftræstitæki utan á íbúðablokk í New York. Vetnisflúorkolefni eru notuð í slíkjum tækjum og hluti þeirra lekur út í andrúmsloftið þar sem þau eiga þátt í hlýnun jarðar. AP/Jenny Kane Umhverfisstofnun Bandaríkjanna tilkynnti um verulega hertar reglur um framleiðslu svonefndra vetnisflúorkolefna, öflugra gróðurhúsalofttegunda sem eru notaðar í ískápum og loftkælitækjum. Vetnisflúorkolefni (HFC) komu í staðinn fyrir ósoneyðandi efni sem voru bönnuð með Montreal-sáttmálanum árið 1987 í ýmsum kælibúnaði. Þau hafa hins vegar hundrað til þúsund sinnum meiri hlýnunarmátt en koltvísýringur. Því var ákveðið að draga verulega úr notkun vetnisflúorkolefna með svonefndum Kigali-viðauka við Montreal-sáttmálann árið 2016. Samkvæmt honum eiga Bandaríkin og önnur stór iðnríki að draga úr losun efnanna um 85% fyrir árið 2036. Viðaukinn á að koma í veg fyrir allt að hálfrar gráðu viðbótarhlýnun jarðar fyrir árið 2100. Nýju reglurnar sem kynntar voru í dag eiga að taka í gildi í október. Þær eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem jafnast á við 4,5 milljarða tonna af koltvísýringi fyrir árið 2050. Gina McCarthy, loftslagsráðgjafi Bandaríkjastjórnar, sagði það jafnast á við þrjú ár af losun bandaríska orkugeirans. Bandaríkin hafa þó enn ekki staðfest Kigali-viðaukann. Donald Trump, fyrrverandi forseti, lagði hann aldrei fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings og afnam aðgerðir sem áttu að ná markmiðum hans. Joe Biden, núverandi forseti, lofaði að fullgilda viðaukann en hann hefur enn ekki lagt hann fyrir þingið til samþykkis, að sögn Washington Post. Í tölum sem Umhverfisstofnun birti fyrr á þessu ári kom fram að losun frá kælimiðlum hefði aukist um 27% frá 2018 til 2019. Losun frá kælimiðlum var um sjö prósent af þeirri losun sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Stofnunin taldi að losun frá kælimiðlum hefði náð hámarki árið 2019 vegna aðgerða sem gripið hefur verið til og að hún eigi eftir að minnka mikið fyrir árið 2030. Loftslagsmál Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Vetnisflúorkolefni (HFC) komu í staðinn fyrir ósoneyðandi efni sem voru bönnuð með Montreal-sáttmálanum árið 1987 í ýmsum kælibúnaði. Þau hafa hins vegar hundrað til þúsund sinnum meiri hlýnunarmátt en koltvísýringur. Því var ákveðið að draga verulega úr notkun vetnisflúorkolefna með svonefndum Kigali-viðauka við Montreal-sáttmálann árið 2016. Samkvæmt honum eiga Bandaríkin og önnur stór iðnríki að draga úr losun efnanna um 85% fyrir árið 2036. Viðaukinn á að koma í veg fyrir allt að hálfrar gráðu viðbótarhlýnun jarðar fyrir árið 2100. Nýju reglurnar sem kynntar voru í dag eiga að taka í gildi í október. Þær eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem jafnast á við 4,5 milljarða tonna af koltvísýringi fyrir árið 2050. Gina McCarthy, loftslagsráðgjafi Bandaríkjastjórnar, sagði það jafnast á við þrjú ár af losun bandaríska orkugeirans. Bandaríkin hafa þó enn ekki staðfest Kigali-viðaukann. Donald Trump, fyrrverandi forseti, lagði hann aldrei fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings og afnam aðgerðir sem áttu að ná markmiðum hans. Joe Biden, núverandi forseti, lofaði að fullgilda viðaukann en hann hefur enn ekki lagt hann fyrir þingið til samþykkis, að sögn Washington Post. Í tölum sem Umhverfisstofnun birti fyrr á þessu ári kom fram að losun frá kælimiðlum hefði aukist um 27% frá 2018 til 2019. Losun frá kælimiðlum var um sjö prósent af þeirri losun sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Stofnunin taldi að losun frá kælimiðlum hefði náð hámarki árið 2019 vegna aðgerða sem gripið hefur verið til og að hún eigi eftir að minnka mikið fyrir árið 2030.
Loftslagsmál Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira