Skera upp herör gegn öflugum gróðurhúsalofttegundum í kælibúnaði Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2021 15:41 Loftræstitæki utan á íbúðablokk í New York. Vetnisflúorkolefni eru notuð í slíkjum tækjum og hluti þeirra lekur út í andrúmsloftið þar sem þau eiga þátt í hlýnun jarðar. AP/Jenny Kane Umhverfisstofnun Bandaríkjanna tilkynnti um verulega hertar reglur um framleiðslu svonefndra vetnisflúorkolefna, öflugra gróðurhúsalofttegunda sem eru notaðar í ískápum og loftkælitækjum. Vetnisflúorkolefni (HFC) komu í staðinn fyrir ósoneyðandi efni sem voru bönnuð með Montreal-sáttmálanum árið 1987 í ýmsum kælibúnaði. Þau hafa hins vegar hundrað til þúsund sinnum meiri hlýnunarmátt en koltvísýringur. Því var ákveðið að draga verulega úr notkun vetnisflúorkolefna með svonefndum Kigali-viðauka við Montreal-sáttmálann árið 2016. Samkvæmt honum eiga Bandaríkin og önnur stór iðnríki að draga úr losun efnanna um 85% fyrir árið 2036. Viðaukinn á að koma í veg fyrir allt að hálfrar gráðu viðbótarhlýnun jarðar fyrir árið 2100. Nýju reglurnar sem kynntar voru í dag eiga að taka í gildi í október. Þær eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem jafnast á við 4,5 milljarða tonna af koltvísýringi fyrir árið 2050. Gina McCarthy, loftslagsráðgjafi Bandaríkjastjórnar, sagði það jafnast á við þrjú ár af losun bandaríska orkugeirans. Bandaríkin hafa þó enn ekki staðfest Kigali-viðaukann. Donald Trump, fyrrverandi forseti, lagði hann aldrei fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings og afnam aðgerðir sem áttu að ná markmiðum hans. Joe Biden, núverandi forseti, lofaði að fullgilda viðaukann en hann hefur enn ekki lagt hann fyrir þingið til samþykkis, að sögn Washington Post. Í tölum sem Umhverfisstofnun birti fyrr á þessu ári kom fram að losun frá kælimiðlum hefði aukist um 27% frá 2018 til 2019. Losun frá kælimiðlum var um sjö prósent af þeirri losun sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Stofnunin taldi að losun frá kælimiðlum hefði náð hámarki árið 2019 vegna aðgerða sem gripið hefur verið til og að hún eigi eftir að minnka mikið fyrir árið 2030. Loftslagsmál Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Vetnisflúorkolefni (HFC) komu í staðinn fyrir ósoneyðandi efni sem voru bönnuð með Montreal-sáttmálanum árið 1987 í ýmsum kælibúnaði. Þau hafa hins vegar hundrað til þúsund sinnum meiri hlýnunarmátt en koltvísýringur. Því var ákveðið að draga verulega úr notkun vetnisflúorkolefna með svonefndum Kigali-viðauka við Montreal-sáttmálann árið 2016. Samkvæmt honum eiga Bandaríkin og önnur stór iðnríki að draga úr losun efnanna um 85% fyrir árið 2036. Viðaukinn á að koma í veg fyrir allt að hálfrar gráðu viðbótarhlýnun jarðar fyrir árið 2100. Nýju reglurnar sem kynntar voru í dag eiga að taka í gildi í október. Þær eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem jafnast á við 4,5 milljarða tonna af koltvísýringi fyrir árið 2050. Gina McCarthy, loftslagsráðgjafi Bandaríkjastjórnar, sagði það jafnast á við þrjú ár af losun bandaríska orkugeirans. Bandaríkin hafa þó enn ekki staðfest Kigali-viðaukann. Donald Trump, fyrrverandi forseti, lagði hann aldrei fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings og afnam aðgerðir sem áttu að ná markmiðum hans. Joe Biden, núverandi forseti, lofaði að fullgilda viðaukann en hann hefur enn ekki lagt hann fyrir þingið til samþykkis, að sögn Washington Post. Í tölum sem Umhverfisstofnun birti fyrr á þessu ári kom fram að losun frá kælimiðlum hefði aukist um 27% frá 2018 til 2019. Losun frá kælimiðlum var um sjö prósent af þeirri losun sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Stofnunin taldi að losun frá kælimiðlum hefði náð hámarki árið 2019 vegna aðgerða sem gripið hefur verið til og að hún eigi eftir að minnka mikið fyrir árið 2030.
Loftslagsmál Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira