Af hverju Samfélagsbanki? Bergvin Eyþórsson skrifar 23. september 2021 09:16 Sósíalistar tala um að stofna samfélagsbanka, til dæmis úr Landsbankanum. En til hvers? Hvað myndi breytast ef við ættum samfélagsbanka? Rekstur bankanna Á 12 mánaða tímabili, þ.e. seinni hluta árs 2020 og fyrri hluta árs 2021 högnuðust bankarnir um 67 milljarða, 67.000.000.000 krónur. Á einu kjörtímabili eru það 268.000.000.000. Hvernig verður þessi gríðarlegi hagnaður til? Jú, bankarnir reka sig á útlánum. Það þýðir að þeir sem taka lán hjá bönkunum borga hagnaðinn. Hver borgar brúsann? Eðli máls samkvæmt þarf fólk sem á ekki peninga að taka lán. Þeir sem eru vel settir fjárhagslega ýmist þurfa ekki lán eða hafa valfrelsi um ódýrari lán í krafti fjárhagsstöðu. Það segir okkur að meginþorri lántakenda og skulda bönkunum eru þeir sem standa verst. Með öðrum orðum þá er hagnaður bankanna búinn til með því að níðast á fátækasta fólkinu. Ef við gerum ráð fyrir að helmingur þjóðarinnar ýmist þurfi ekki lán eða sé í aðstöðu til að velja ódýrari lán, þá er hagnaður bankanna borinn uppi af helmingi þjóðarinnar, eða um 185.000 manns, þá leggur hver þeirra til ríflega 362.000 krónur árlega. Það er ríflega 30.000 krónur á mann á mánuði. Það sem hjón með 2 börn leggja til í hagnað bankanna er þá 120.000 krónur á mánuði að jafnaði. Þarf þetta að vera svona? Stutta svarið er nei. Ef við ákveðum að hætta að féfletta þá sem minnst eiga stofnum við samfélagsbanka sem þarf aðeins að reka sig, ekki að skila hagnaði. Í dæminu hér að undan höfum við ekki talið með rekstrarkostnað bankanna, þannig að fyrir fjögurra manna fjölskyldu getum við lækkað greiðslubyrði um 120.000 krónur á mánuði. Viljum við það ekki? Hverjir tapa á þessu? Þá spyr maður sig, ef hægt er að spara svona mikla peninga fyrir fólkið í landinu, hver tapar á þessu? Hinn helmingur þjóðarinnar sem þarf ekki að láta féfletta sig með vaxtakostnaði í dag, verður áfram í sömu stöðu. Þeir tapa engu. Það er orðin skrýtin staða, að helmingur þjóðarinnar öðlist stóraukið ráðstöfunarfé án þess að taka það af hinum helmingnum. Við erum ekki vön svona útreikningum. Eðlilega tapar einhver á þessu, en hver er það? „Stöðugleikinn" sem við búum við í dag er stöðug stefna, ekki stöðug kyrrstaða. Stefnan er sú að einka(vina)væða bankana þannig að þeir lendi í höndunum á fólki sem á mikla peninga í dag, með þeim afleiðingum að fátæka fólkið geti stritað myrkranna á milli til að afhenda ríka fólkinu milljarðana „sína".Stöðugleikinn virkar nefnilega þannig að hluti þjóðarinnar getur stritað stöðugt til að þeir ríku verði stöðugt ríkari. Niðurstaðan Niðurstaðan er sú að við höfum val um tvær leiðir: Viðhalda stöðugleikanum svo hinir fátæku geti stritað stöðugt til að þeir ríku verði stöðugt ríkari. Eða… Stofnað samfélagsbanka sem bætir stórlega stöðu hálfrar þjóðarinnar og hinir ríku halda áfram að vera ríkir, bara ekki ógeðslega miklu ríkari en þeir eru í dag. Setjum X við J og gefum Sósíalistaflokknum tækifæri til að bæta samfélagið okkar! Höfundur skipar 5. sæti á lista Sósíalistaflokksins í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Norðvesturkjördæmi Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Sósíalistar tala um að stofna samfélagsbanka, til dæmis úr Landsbankanum. En til hvers? Hvað myndi breytast ef við ættum samfélagsbanka? Rekstur bankanna Á 12 mánaða tímabili, þ.e. seinni hluta árs 2020 og fyrri hluta árs 2021 högnuðust bankarnir um 67 milljarða, 67.000.000.000 krónur. Á einu kjörtímabili eru það 268.000.000.000. Hvernig verður þessi gríðarlegi hagnaður til? Jú, bankarnir reka sig á útlánum. Það þýðir að þeir sem taka lán hjá bönkunum borga hagnaðinn. Hver borgar brúsann? Eðli máls samkvæmt þarf fólk sem á ekki peninga að taka lán. Þeir sem eru vel settir fjárhagslega ýmist þurfa ekki lán eða hafa valfrelsi um ódýrari lán í krafti fjárhagsstöðu. Það segir okkur að meginþorri lántakenda og skulda bönkunum eru þeir sem standa verst. Með öðrum orðum þá er hagnaður bankanna búinn til með því að níðast á fátækasta fólkinu. Ef við gerum ráð fyrir að helmingur þjóðarinnar ýmist þurfi ekki lán eða sé í aðstöðu til að velja ódýrari lán, þá er hagnaður bankanna borinn uppi af helmingi þjóðarinnar, eða um 185.000 manns, þá leggur hver þeirra til ríflega 362.000 krónur árlega. Það er ríflega 30.000 krónur á mann á mánuði. Það sem hjón með 2 börn leggja til í hagnað bankanna er þá 120.000 krónur á mánuði að jafnaði. Þarf þetta að vera svona? Stutta svarið er nei. Ef við ákveðum að hætta að féfletta þá sem minnst eiga stofnum við samfélagsbanka sem þarf aðeins að reka sig, ekki að skila hagnaði. Í dæminu hér að undan höfum við ekki talið með rekstrarkostnað bankanna, þannig að fyrir fjögurra manna fjölskyldu getum við lækkað greiðslubyrði um 120.000 krónur á mánuði. Viljum við það ekki? Hverjir tapa á þessu? Þá spyr maður sig, ef hægt er að spara svona mikla peninga fyrir fólkið í landinu, hver tapar á þessu? Hinn helmingur þjóðarinnar sem þarf ekki að láta féfletta sig með vaxtakostnaði í dag, verður áfram í sömu stöðu. Þeir tapa engu. Það er orðin skrýtin staða, að helmingur þjóðarinnar öðlist stóraukið ráðstöfunarfé án þess að taka það af hinum helmingnum. Við erum ekki vön svona útreikningum. Eðlilega tapar einhver á þessu, en hver er það? „Stöðugleikinn" sem við búum við í dag er stöðug stefna, ekki stöðug kyrrstaða. Stefnan er sú að einka(vina)væða bankana þannig að þeir lendi í höndunum á fólki sem á mikla peninga í dag, með þeim afleiðingum að fátæka fólkið geti stritað myrkranna á milli til að afhenda ríka fólkinu milljarðana „sína".Stöðugleikinn virkar nefnilega þannig að hluti þjóðarinnar getur stritað stöðugt til að þeir ríku verði stöðugt ríkari. Niðurstaðan Niðurstaðan er sú að við höfum val um tvær leiðir: Viðhalda stöðugleikanum svo hinir fátæku geti stritað stöðugt til að þeir ríku verði stöðugt ríkari. Eða… Stofnað samfélagsbanka sem bætir stórlega stöðu hálfrar þjóðarinnar og hinir ríku halda áfram að vera ríkir, bara ekki ógeðslega miklu ríkari en þeir eru í dag. Setjum X við J og gefum Sósíalistaflokknum tækifæri til að bæta samfélagið okkar! Höfundur skipar 5. sæti á lista Sósíalistaflokksins í NV-kjördæmi.
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar