Góð tíðindi Haraldur Ingi Haraldsson skrifar 22. september 2021 16:16 Kærleikshagkerfið sem sósíalistar boða er góð tíðindi. Það fjallar um að auka lýðræði, hlusta á vilja almennings og fara eftir honum. Styðja við þá veiku og fátæku. Lyfta samfélaginu upp frá botninum ekki smyrja öllu upp á blá toppinn sem hrynur svo yfir okkur öll. Við viljum kerfisbreytingar og segjum hreint út að ekkert dugi nema þær. Smáplástrapólitíkin skilar engum árangri. Gott dæmi um það er hækkun barnabóta í tíð síðustu ríkistjórnar. Vissulega hækkuðu barnabætur. Það var smáplástur, Hann var svo rifin af í skyndi hinumegin í ríkisreikningum. Verðhækkanir gerðu ávinninginn að engu. Stjórnarliðar, sérstaklega forystufólk VG hreykja sér mikið af hækkun barnabóta en forðast að segja alla söguna. Þannig er smáplástrapólitíkin fyrst og fremst áróðurstæki til að viðhalda óbreyttu ástandi. Ekkert nema kerfisbreytingar geta komið til leiðar varanlegum ávinningi launafólks, bótaþega, einstæðra mæðra og annarra sem nýfrjáshyggjukerfið neitar um réttlátan skerf í samfélaginu. Fyrir því vill Sósíalistaflokkurinn berjast. Það eru góð tíðindi. Með því að breyta ríkisfjármálum, hefta græðgi fjármálakerfisins, taka upp félagslega bankastarfsemi með samfélagsbönkum og skattleggja þau ríku svo þau greiði sinn réttláta skerf skjótum við efnahagslegum stoðum undir það verkefni að byggja upp samfélag sem hefur hagsmuni almennings að kjölfestu og hafnar rörsýn á hagsmuni fjármagnseigenda, stórfyrirtækja og bankakerfis. Við viljum gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi sem nær til alls landsins, gjaldfrjálsar samgöngur um land allt, nýtt fiskveiðikerfi sem færir auðinn til þjóðarinnar og setur hömlur á auðræði þeirra fáu. Skilum þeirri skömm sem er fátækt barna og þeirra lægstlaunuðu. Sama á við um fátækt aldraðra og öryrkja, grimmilegar skerðingar og skattkerfi sem níðist á almenningi en eys forréttindum yfir þá ríku. Hefjum stórátak í byggingu félagslegra íbúða. Þetta eru lausnir ekki smáplástrar. Látum ekki skrökva því að okkur að þetta sé ekki hægt. Við lifum í einhverju auðugasta landi veraldarinnar. Jöfnuður og sanngjörn skipting er allt sem þarf. Það eru góð tíðindi Og núna 25. september snúum við vörn í sókn. Sósíalistaflokkurinn þorir Sósíalistaflokkurinn getur Þú kjósandi góður hefur aflið til að gefa okkur. Þetta eru mikilvægustu kosningar í langan tíma; annarsvegar er hörð hægristefna með einkavæðingu og auðmannadekri og hins vegar er kærleikur félagshyggjunnar og loksins raunveruleg andstaða við sérhagsmunastefnu stjórnvalda. Kjörklefinn stendur þér opinn til að til þess að velja á milli. Með því að setja x við j á kjördag hefjum við löngu tímabæra baráttu og hefjum nýtt tímabil andstöðu við auðvaldið og uppbyggingu félagslegra gilda Kjósum með hjartanu. Skilum Rauðu – X-J á kjördag. Höfundur er oddviti Sósíalista í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Haraldur Ingi Haraldsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Kærleikshagkerfið sem sósíalistar boða er góð tíðindi. Það fjallar um að auka lýðræði, hlusta á vilja almennings og fara eftir honum. Styðja við þá veiku og fátæku. Lyfta samfélaginu upp frá botninum ekki smyrja öllu upp á blá toppinn sem hrynur svo yfir okkur öll. Við viljum kerfisbreytingar og segjum hreint út að ekkert dugi nema þær. Smáplástrapólitíkin skilar engum árangri. Gott dæmi um það er hækkun barnabóta í tíð síðustu ríkistjórnar. Vissulega hækkuðu barnabætur. Það var smáplástur, Hann var svo rifin af í skyndi hinumegin í ríkisreikningum. Verðhækkanir gerðu ávinninginn að engu. Stjórnarliðar, sérstaklega forystufólk VG hreykja sér mikið af hækkun barnabóta en forðast að segja alla söguna. Þannig er smáplástrapólitíkin fyrst og fremst áróðurstæki til að viðhalda óbreyttu ástandi. Ekkert nema kerfisbreytingar geta komið til leiðar varanlegum ávinningi launafólks, bótaþega, einstæðra mæðra og annarra sem nýfrjáshyggjukerfið neitar um réttlátan skerf í samfélaginu. Fyrir því vill Sósíalistaflokkurinn berjast. Það eru góð tíðindi. Með því að breyta ríkisfjármálum, hefta græðgi fjármálakerfisins, taka upp félagslega bankastarfsemi með samfélagsbönkum og skattleggja þau ríku svo þau greiði sinn réttláta skerf skjótum við efnahagslegum stoðum undir það verkefni að byggja upp samfélag sem hefur hagsmuni almennings að kjölfestu og hafnar rörsýn á hagsmuni fjármagnseigenda, stórfyrirtækja og bankakerfis. Við viljum gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi sem nær til alls landsins, gjaldfrjálsar samgöngur um land allt, nýtt fiskveiðikerfi sem færir auðinn til þjóðarinnar og setur hömlur á auðræði þeirra fáu. Skilum þeirri skömm sem er fátækt barna og þeirra lægstlaunuðu. Sama á við um fátækt aldraðra og öryrkja, grimmilegar skerðingar og skattkerfi sem níðist á almenningi en eys forréttindum yfir þá ríku. Hefjum stórátak í byggingu félagslegra íbúða. Þetta eru lausnir ekki smáplástrar. Látum ekki skrökva því að okkur að þetta sé ekki hægt. Við lifum í einhverju auðugasta landi veraldarinnar. Jöfnuður og sanngjörn skipting er allt sem þarf. Það eru góð tíðindi Og núna 25. september snúum við vörn í sókn. Sósíalistaflokkurinn þorir Sósíalistaflokkurinn getur Þú kjósandi góður hefur aflið til að gefa okkur. Þetta eru mikilvægustu kosningar í langan tíma; annarsvegar er hörð hægristefna með einkavæðingu og auðmannadekri og hins vegar er kærleikur félagshyggjunnar og loksins raunveruleg andstaða við sérhagsmunastefnu stjórnvalda. Kjörklefinn stendur þér opinn til að til þess að velja á milli. Með því að setja x við j á kjördag hefjum við löngu tímabæra baráttu og hefjum nýtt tímabil andstöðu við auðvaldið og uppbyggingu félagslegra gilda Kjósum með hjartanu. Skilum Rauðu – X-J á kjördag. Höfundur er oddviti Sósíalista í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar