Ert þú raunverulega að hugsa um eigin hagsmuni og lýðræðislegu réttindi í þessum kosningum? Bergljót Tul. Gunnlaugsdóttir skrifar 22. september 2021 15:00 Flest gefum við okkur þá staðreynd að við búum í lýðræðislegu samfélagi, það er eiginlega hluti af næstum sjálfgefinni sjálfsmynd okkar. Að búa í vestrænu velferðarríki þar sem allt fer eftir lýðræðislegum lögum og reglum sem engin getur breytt til hagsbóta fyrir sjálfan sig eða tengda hagsmunaaðila. Margir hafa staðið í þeirri trú að við byggjum í nokkurnveginn stéttlausu jafnaðarsamfélagi en sú mynd hefur að vísu horfið úr félagsvitund landans í takt við hraðvaxandi misskiptingu og harðandi baráttu hópa sem telja sig hlunnfarna af eðlilegri skiptingu landsgæða. En þannig hafa framfarir verið knúnar áfram, bætt réttindi fólks hafa í gegnum aldirnar aðeins fengist í gegn með fórnum og þrotlausri baráttu. Lýðræðið fékkst heldur ekki gefins eða án blóðúthellinga, heldur þróaðist í skrefum á milli byltinga í gegnum tímann þangað til gildismat meirihlutans og tíðarandinn greiddi götu þess. Ekkert í sambandi við lýðræði eða réttlátt samfélag er sjálfsagt eða gefið - og verður aldrei. Þó máttur fjöldans hafi, hafið okkur, rétt eins og önnur vestræn ríki, upp til meiri velferðar og réttlátari skiptingar, eru andstæðir hagsmunir þjóðfélagshópa að sjálfsögðu ekki úr sögunni og verða það aldrei. Mismunandi hagsmunir kaupenda og seljenda eru þegar kemur að vinnuframlagi, vörum og þjónustu og átök um samninga eru þar stundum erfitt en eðlilegt ferli. Að þessu ferli kemur ríkisvaldið ekki, því er hinsvegar gefið það hlutverk að sjá um og reka þann sameiginlega grundvöll sem allir hópar standa á. Það er m.a. að gæta jafnræðis, líka í velferðarkerfinu, tryggja réttlátar efnismeðferðir fyrir alla hópa, stuðla að efnahagslegri velferð þjóðar í heild, ma. með nýtingu sameiginlegra eigna og auðlinda í þágu hennar, vernda náttúru og lífríki landsins til framtíðar, gæta mannréttinda allra og tryggja að allir séu jafnir fyrir lögum – líka á sviði efnahagsbrota. Á síðastnefnda sviðinu, ætti ekki að vera hægt fyrir neina í valdastöðu að vera með sýndarleik og leiða hjá sér staðreyndir um fjármálagjörninga samstarfsfólks. Þó staðreyndir séu lunknar við að skila sér upp á yfirborðið, þá ætti það ekki að vera tilviljunum háð. Gegnsæi, heiðarleg hagsmunaskráning, viðurlög við vísvitandi rangfærslum og opið bókhald eru grundvallarkröfur þegar kemur að stjórnmálamönnum. Sést hafa örugg dæmi þess að valdamiklir einstaklingar leggi sig fram um að leyna vafasömum fjármálagjörningum sínum og jafnvel reyna að nota til þess vald sitt. Ef bleiki fíllinn fær að vera í stofunni er það ávísun á verra samfélag. Einnig þegar hreint valdboð, þvert á allar heilbrigðar reglur, setur lögbann á upplýsingar sem gefa rétta mynd af ferli. Það fólk sem fer með valdið hverju sinni er tímabundið ráðið til þess á góðum kjörum, vegna þess að það hefur sannfært kjósendur um að fyrir þeim vaki að vinna af heilindum og gera þjóðinni gagn. Aðstöðumunur þeirra sem sækjast eftir kjöri er himinhrópandi, þarna byrja langt í frá allir keppendur í jafnristöðu en kosningastyrkur sá sem samþykktur var á þingi af stjórnarflokkunum, m.a. sjálfum sér til handa var hlutfallslegur, þ.e. sá flokkur með flest þingsætin fékk stærstan styrkinn. Flokkar efnameiri hagsmunaaðila, hafa ómælt fé til kaupa á almannatengslaráðgjöfum og til að láta sýbylju áróðurs dynja á landsmönnum með missönnum skilaboðum. Það verður að teljast spurning hvort þessar leikreglur þættu lýðræðislegar og væru samþykktar annars staðar í samfélaginu. Um flest okkar gildir það að í vinnunni okkar, þurfum við að sinna við því hlutverki sem við erum ráðin til að gera. Ef við svíkjum það hlutverk, vendum okkar kvæði í kross og förum að ganga okkar eigin persónulegu erinda eða jafnvel annarra, okkur til hagsbóta, lendum við að öllum líkindum í alvarlegum vandræðum með samstarfsfólkið og yfirmanninn. Ef starfið er þingmennska, þá kjósendur. Bendir sú staðreynd að við fyrirgefum endalaust svikin kosningaloforð til þess að við séum kannski aðeins of pikkföst í einhverjum stjórnmálaflokki og hefð sem misbýður okkur ? Það eru ekki margir sem að halda því fram að jafnræði ríki hjá landsmönnum þegar kemur að atvinnulífinu, hvort sem það eru kjör erlendra vs innlendra verkamanna eða þegar kemur að því að hafa lífsviðurværi af fiskveiðum. Þar hefur ríkt áratuga ríkisstyrkt spilling, vangaveltur hafa verið uppi um að styrkurinn gangi í báðar áttir, á milli útgerðar og ríkisvalds, þótt í ólíku formi sé. Þögnin í kringum hina spilltu og ósnertanlegu er ærandi. Íslendingar eru vel læsir, sæmilega menntaðir og ættu að hafa alla burði til að læra af sögunni. Hér skal nefnt aðeins eitt dæmi. Fyrir rúmum 100 árum, ullu norðmenn lífríki sjávar óbætanlegum skaða með ofveiði á hvölum, aðallega í kringum vestfirði. Ekki hafa allar hvalategundirnar sem þá voru ofveiddar náð að koma aftur. Arðurinn af þessum útflutningi, fór sömuleiðis úr landi. Skaðinn á lífríkinu og rústirnar sátu eftir. Nú eiga aðilar sömu erlendu þjóðar, eldiskvíar í nánast öllum fjörðum vestfjarða og aðstöðugjöld þeirra eru um 100 milljónir en fyrir sama magn af laxi alið við strendur Noregs hefði fyrirtækið greitt um 4,3 milljarða Náttúruvernd sem pólitísk skiptimynt er eitt, vernd íslensk lífríkis er allt annar raunveruleiki. Arðinn heim, enn annar. Til að stuðla að efnahagslegri velferð þjóðar í heild, þarf að setja græðgi frumskógarfjármagns-eigenda nauðsynlegar skorður. Biðin eftir þeirri nauðsynlegu aðgerð er orðin nokkuð löng. Í ljósi aðgerðarleysis síðustu ára er alveg ljóst að ríkisstjórn eins og sú sem hefur setið síðustu ár mun engu breyta á þessu sviði, hún mun kjósa að hafa sama fyrirkomulag. Svona ríkisstjórn mun ekki breyta því að þrátt fyrir gífurlegar náttúruauðlindir landsins, munu innviðirnir í samfélagi okkar, ekki njóta arðsins af þeim. Kannski í orði en á borði mun arðurinn af þeim renna áfram í einkavasa æ fjársterkari aðila, þvert ofan í vilja mikils meirihluta þjóðarinnar. Þetta getur stjórnin m.a. af því að það stendur ekki ennþá skýrum stöfum í þeirri stjórnarskrá sem er í gildi að sameiginlegar náttúruauðlindir til sjós og lands séu ævarandi eign þjóðarinnar og þar með arðurinn. Það stendur hins vegar í uppfærðri stjórnarskrá fólksins sem meirihluti samþykkti 2012 eftir eitt það lýðræðislegasta ferli sem átt hefur sér stað hérlendis. Á þessum tímum þegar heilbrigðiskerfið á í vök að verjast þvert ofan í vilja þorra landsmanna, virðist einnig vera vissara að tryggja ,, félagsleg réttindi og rétt til heilbrigðisþjónustu” sem einnig er ákvæði um í stjórnarskrá fólksins sem meirihluti samþykkti 2012. Á þessum tímum þegar lýðræðislegar aðferðir virðast ekki eiga upp á pallborðið hjá öllum stjórnaraðilum er vissara að hafa ákvæði um ,,Félagafrelsi, fundafrelsi, ferðafrelsi, trúfrelsi, atvinnufrelsi. Frelsi fjölmiðla, menningar og mennta.” Sem er einnig í stjórnarskrá fólksins sem meirihluti samþykkti 2012. Efnahagsmál einstakra þingmanna og ráðherra kallar sannarlega á ákvæði um ,,Hagsmunaskráningu og vanhæfi og Upplýsinga- og sannleikskyldu og sjálfstæðar ríkisstofnanir” það á ekki að vera hægt að loka eftirlitsstofnunum af því þær henta ekki þeim málum sem einstaka maður er í. Einnig ákvæði í stjórnarskrá fólksins sem meirihluti kjósenda samþykkti 2012. Tökum eigin örlög í eigin hendur og kjósum þá flokka sem að styðja nýju stjórnarskrána, X-P, eða X-S eða X-J. Höfundur er Evrópufræðingur, leiðsögukona og upplýsingarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Stjórnarskrá Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Flest gefum við okkur þá staðreynd að við búum í lýðræðislegu samfélagi, það er eiginlega hluti af næstum sjálfgefinni sjálfsmynd okkar. Að búa í vestrænu velferðarríki þar sem allt fer eftir lýðræðislegum lögum og reglum sem engin getur breytt til hagsbóta fyrir sjálfan sig eða tengda hagsmunaaðila. Margir hafa staðið í þeirri trú að við byggjum í nokkurnveginn stéttlausu jafnaðarsamfélagi en sú mynd hefur að vísu horfið úr félagsvitund landans í takt við hraðvaxandi misskiptingu og harðandi baráttu hópa sem telja sig hlunnfarna af eðlilegri skiptingu landsgæða. En þannig hafa framfarir verið knúnar áfram, bætt réttindi fólks hafa í gegnum aldirnar aðeins fengist í gegn með fórnum og þrotlausri baráttu. Lýðræðið fékkst heldur ekki gefins eða án blóðúthellinga, heldur þróaðist í skrefum á milli byltinga í gegnum tímann þangað til gildismat meirihlutans og tíðarandinn greiddi götu þess. Ekkert í sambandi við lýðræði eða réttlátt samfélag er sjálfsagt eða gefið - og verður aldrei. Þó máttur fjöldans hafi, hafið okkur, rétt eins og önnur vestræn ríki, upp til meiri velferðar og réttlátari skiptingar, eru andstæðir hagsmunir þjóðfélagshópa að sjálfsögðu ekki úr sögunni og verða það aldrei. Mismunandi hagsmunir kaupenda og seljenda eru þegar kemur að vinnuframlagi, vörum og þjónustu og átök um samninga eru þar stundum erfitt en eðlilegt ferli. Að þessu ferli kemur ríkisvaldið ekki, því er hinsvegar gefið það hlutverk að sjá um og reka þann sameiginlega grundvöll sem allir hópar standa á. Það er m.a. að gæta jafnræðis, líka í velferðarkerfinu, tryggja réttlátar efnismeðferðir fyrir alla hópa, stuðla að efnahagslegri velferð þjóðar í heild, ma. með nýtingu sameiginlegra eigna og auðlinda í þágu hennar, vernda náttúru og lífríki landsins til framtíðar, gæta mannréttinda allra og tryggja að allir séu jafnir fyrir lögum – líka á sviði efnahagsbrota. Á síðastnefnda sviðinu, ætti ekki að vera hægt fyrir neina í valdastöðu að vera með sýndarleik og leiða hjá sér staðreyndir um fjármálagjörninga samstarfsfólks. Þó staðreyndir séu lunknar við að skila sér upp á yfirborðið, þá ætti það ekki að vera tilviljunum háð. Gegnsæi, heiðarleg hagsmunaskráning, viðurlög við vísvitandi rangfærslum og opið bókhald eru grundvallarkröfur þegar kemur að stjórnmálamönnum. Sést hafa örugg dæmi þess að valdamiklir einstaklingar leggi sig fram um að leyna vafasömum fjármálagjörningum sínum og jafnvel reyna að nota til þess vald sitt. Ef bleiki fíllinn fær að vera í stofunni er það ávísun á verra samfélag. Einnig þegar hreint valdboð, þvert á allar heilbrigðar reglur, setur lögbann á upplýsingar sem gefa rétta mynd af ferli. Það fólk sem fer með valdið hverju sinni er tímabundið ráðið til þess á góðum kjörum, vegna þess að það hefur sannfært kjósendur um að fyrir þeim vaki að vinna af heilindum og gera þjóðinni gagn. Aðstöðumunur þeirra sem sækjast eftir kjöri er himinhrópandi, þarna byrja langt í frá allir keppendur í jafnristöðu en kosningastyrkur sá sem samþykktur var á þingi af stjórnarflokkunum, m.a. sjálfum sér til handa var hlutfallslegur, þ.e. sá flokkur með flest þingsætin fékk stærstan styrkinn. Flokkar efnameiri hagsmunaaðila, hafa ómælt fé til kaupa á almannatengslaráðgjöfum og til að láta sýbylju áróðurs dynja á landsmönnum með missönnum skilaboðum. Það verður að teljast spurning hvort þessar leikreglur þættu lýðræðislegar og væru samþykktar annars staðar í samfélaginu. Um flest okkar gildir það að í vinnunni okkar, þurfum við að sinna við því hlutverki sem við erum ráðin til að gera. Ef við svíkjum það hlutverk, vendum okkar kvæði í kross og förum að ganga okkar eigin persónulegu erinda eða jafnvel annarra, okkur til hagsbóta, lendum við að öllum líkindum í alvarlegum vandræðum með samstarfsfólkið og yfirmanninn. Ef starfið er þingmennska, þá kjósendur. Bendir sú staðreynd að við fyrirgefum endalaust svikin kosningaloforð til þess að við séum kannski aðeins of pikkföst í einhverjum stjórnmálaflokki og hefð sem misbýður okkur ? Það eru ekki margir sem að halda því fram að jafnræði ríki hjá landsmönnum þegar kemur að atvinnulífinu, hvort sem það eru kjör erlendra vs innlendra verkamanna eða þegar kemur að því að hafa lífsviðurværi af fiskveiðum. Þar hefur ríkt áratuga ríkisstyrkt spilling, vangaveltur hafa verið uppi um að styrkurinn gangi í báðar áttir, á milli útgerðar og ríkisvalds, þótt í ólíku formi sé. Þögnin í kringum hina spilltu og ósnertanlegu er ærandi. Íslendingar eru vel læsir, sæmilega menntaðir og ættu að hafa alla burði til að læra af sögunni. Hér skal nefnt aðeins eitt dæmi. Fyrir rúmum 100 árum, ullu norðmenn lífríki sjávar óbætanlegum skaða með ofveiði á hvölum, aðallega í kringum vestfirði. Ekki hafa allar hvalategundirnar sem þá voru ofveiddar náð að koma aftur. Arðurinn af þessum útflutningi, fór sömuleiðis úr landi. Skaðinn á lífríkinu og rústirnar sátu eftir. Nú eiga aðilar sömu erlendu þjóðar, eldiskvíar í nánast öllum fjörðum vestfjarða og aðstöðugjöld þeirra eru um 100 milljónir en fyrir sama magn af laxi alið við strendur Noregs hefði fyrirtækið greitt um 4,3 milljarða Náttúruvernd sem pólitísk skiptimynt er eitt, vernd íslensk lífríkis er allt annar raunveruleiki. Arðinn heim, enn annar. Til að stuðla að efnahagslegri velferð þjóðar í heild, þarf að setja græðgi frumskógarfjármagns-eigenda nauðsynlegar skorður. Biðin eftir þeirri nauðsynlegu aðgerð er orðin nokkuð löng. Í ljósi aðgerðarleysis síðustu ára er alveg ljóst að ríkisstjórn eins og sú sem hefur setið síðustu ár mun engu breyta á þessu sviði, hún mun kjósa að hafa sama fyrirkomulag. Svona ríkisstjórn mun ekki breyta því að þrátt fyrir gífurlegar náttúruauðlindir landsins, munu innviðirnir í samfélagi okkar, ekki njóta arðsins af þeim. Kannski í orði en á borði mun arðurinn af þeim renna áfram í einkavasa æ fjársterkari aðila, þvert ofan í vilja mikils meirihluta þjóðarinnar. Þetta getur stjórnin m.a. af því að það stendur ekki ennþá skýrum stöfum í þeirri stjórnarskrá sem er í gildi að sameiginlegar náttúruauðlindir til sjós og lands séu ævarandi eign þjóðarinnar og þar með arðurinn. Það stendur hins vegar í uppfærðri stjórnarskrá fólksins sem meirihluti samþykkti 2012 eftir eitt það lýðræðislegasta ferli sem átt hefur sér stað hérlendis. Á þessum tímum þegar heilbrigðiskerfið á í vök að verjast þvert ofan í vilja þorra landsmanna, virðist einnig vera vissara að tryggja ,, félagsleg réttindi og rétt til heilbrigðisþjónustu” sem einnig er ákvæði um í stjórnarskrá fólksins sem meirihluti samþykkti 2012. Á þessum tímum þegar lýðræðislegar aðferðir virðast ekki eiga upp á pallborðið hjá öllum stjórnaraðilum er vissara að hafa ákvæði um ,,Félagafrelsi, fundafrelsi, ferðafrelsi, trúfrelsi, atvinnufrelsi. Frelsi fjölmiðla, menningar og mennta.” Sem er einnig í stjórnarskrá fólksins sem meirihluti samþykkti 2012. Efnahagsmál einstakra þingmanna og ráðherra kallar sannarlega á ákvæði um ,,Hagsmunaskráningu og vanhæfi og Upplýsinga- og sannleikskyldu og sjálfstæðar ríkisstofnanir” það á ekki að vera hægt að loka eftirlitsstofnunum af því þær henta ekki þeim málum sem einstaka maður er í. Einnig ákvæði í stjórnarskrá fólksins sem meirihluti kjósenda samþykkti 2012. Tökum eigin örlög í eigin hendur og kjósum þá flokka sem að styðja nýju stjórnarskrána, X-P, eða X-S eða X-J. Höfundur er Evrópufræðingur, leiðsögukona og upplýsingarfræðingur.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun