Hvað kostar krónan okkur? Guðmundur Ragnarson skrifar 22. september 2021 10:16 Það er vaxandi umræða um gjaldmiðilinn krónuna nú í aðdraganda kosninganna enda hefur hún valdið miklum kostnaði, með háum vöxtum og stökkbreyttum lánum í gegnum áratugina. Þó svo saga hennar og kostnaður okkar af henni sé flestum kunn, er enn verið að loka augunum fyrir því og hún dásömuð sem hin eina sanna lausn fyrir okkur, sem er svipað og hrósa brennuvargi, eftir hvern stórbrunann á fætur öðrum. Að mínu viti er búið að fullreyna allar hugmyndir og aðferðir sem mönnum hafa dottið í hug á örgjaldmiðlinum krónunni til að búa til stöðuleika. Í Gautaborg búa sexhundruð þúsund manns og í Bergen búa tvöhundruð og áttatíu þúsund manns. Engum myndi nokkru sinni detta í hug, að taka upp fljótandi sjálfstæðan gjaldmiðil í Gautaborg eða Bergen og ef einhverjum dytti slíkt í hug væri sá hinn sami væntanlega ekki talinn allsgáður. Alþjóðlegt traust á krónunni er enda ekkert erlendis, sem sést best á því að ekki er hægt að skipta henni erlendis eins og flestir þekkja. Slík staða er ekki samboðin nokkurri þjóð. Saga krónunnar er í raun hamfarasaga, með verðbólgu, háum vöxtum, stökkbreyttum lánum og áföllum heimila og fyrirtækja. Ef litið er til baka og tölur um verðbólgu og vaxtastig skoðaðar þá veltir maður því fyrir sér hvernig fólk hefur komist í gegnum þetta. Heimili sem eru að ljúka afborgunum af húsnæðislánum á Íslandi, hafa borgað a.m.k. eina auka íbúð umfram fólk sem hefur evruna sem gjaldmiðil, vegna miklu hærri vaxta og þá eru stökkbreytt lán undanskilin. Með öðrum orðum þá hefur sparnaður þessara heimila á Íslandi verið skertur um sömu upphæð. Margar fjölskyldur og einstaklingar hafa því miður lent í enn meiri hremmingum og jafnvel tapað aleigunni og heilsunni um leið. Stór hluti þeirra sem átt hafa við mesta vandann að etja í samfélaginu eru einmitt fórnarlömb óstöðugleika í efnahagmálum á misjöfnum tíma. Jafnvel fólk sem er að fara á eftirlaun eftir ævistritið er skuldum vafið og hefur áhyggjur af framtíð sinni. Fólk sem er búið að færa ótrúlega miklar fórnir fyrir þröngan hagsmunahóp sem vill halda í gjaldmiðilinn. Það er komið nóg. Krónan kostar þjóðina þrjá Landspítala á ári! Erum við meðvituð um hvað krónan hefur og er að kosta okkur t.d. umfram evru? Hvers vegna er ekki miklu meiri umræða um slíkt? Beita má ýmsum aðferðum til að meta kostnað krónunnar umfram evru. Ein aðferð er að skoða langtímavaxtamun á milli krónu og evru, en sá munur hefur verið á bilinu 3-6% eða jafnvel meiri, en þá er ekki tekinn með margvíslegur annar kostnaður krónunnar. Heildarskuldir heimila, atvinnulífs, ríkis og sveitarfélaga eru um 6.300 ma.kr. Auka vaxtakostnaður innan krónunnar umfram það sem er innan evrunnar, af þessum skuldum er því tæpar 200 ma.kr. á hverju ári, ef miðað er við 3% vaxtamun, sem er varlega áætlað, sem er svipuð fjárhæð og rekstur eða bygging þriggja Landspítala sem kostar um 75 ma.kr. hver. Skuldir ríkisins er um 1.500 ma.kr. og vaxtamunur á ríkisskuldabréfum á milli krónu og evru er um 4%, kostnaður ríkisins af krónunni er því 60 ma.kr. á hverju ári. Væri nú ekki nær að nýta þessa fjármuni í fjársvelt velferðar- og heilbrigðiskerfi. Það skiptir svo sem engu hvar er borið niður við erum með allt niðrum okkur í rekstri samfélagsins, hvort það er málefni barna, sálfræðiþjónusta, málefni aldraðar eða annað. Við verðum að komast í efnahagslegan stöðugleika, með stöðugan gjaldmiðil með varanlega lága vexti, aukinn kaupmátt (30%) og heilbrigða samkeppni, með miklum ávinning fyrir alla. Í framsetningu ASÍ frá 2011 var komist að því að aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru gæti aukið kaupmátt um 30 prósent. Við verðum að taka mark á slíku. Aukum sjálfstæði þjóðarinnar með aðild að ESB og evru Flest stórfyrirtæki í landinu hafa þegar greitt atkvæði og kosið evruna, með uppgjöri ársreikninga og eru í lánaviðskiptum beint við erlenda banka. Þetta gera þessi fyrirtæki til að auka sína hagkvæmni og auka um leið efnahagslegt sjálfstæði þeirra með bættri afkomu og meira öryggi. Það er einungis almenningur og minni fyrirtækin sem eru enn innan múra krónunnar. Kosningar nú snúast m.a. um að frelsa almenning og minni fyrirtæki frá þessum múrum og leyfa þeim að að njóta öryggis og ávinnings evrunnar í lágum vöxtum og stöðugleika eins og stærri fyrirtæki hafa nú þegar. Það er mikið réttlætismál sem og hagkvæmnismál allra, ungra, miðaldra, aldraðra, sjómanna, bænda, verkafólks, kennara, fólks í heilsugæslu, í raun allra stétta og þjóðarinnar allra. Gefum framtíðinni tækifæri Það fór af stað mikil umræða um nýtt Ísland eftir COVID-19 eins og var eftir hrunið 2008 sem gleymdist fljótt eins og oft áður þegar allt fór á fullt í hagkerfinu, með enn einni tilrauninni með örgjaldmiðlinum krónunni. Ef gera á breytingar þá verður að fara í rót vandans til að hafa góðan grunn til að byggja þær á. Aðild að ESB og upptaka evru skapar nýja möguleika í nýsköpun atvinnulífsins og veitir möguleika að betri aðgengi að styrkjum úr byggða- og landbúnaðarsjóðum ESB, sem munu efla byggðir og landbúnað. Aðild að ESB mun lækka vexti, efla atvinnulíf og útflutning, hagvöxt, framleiðni og lækka matvælaverð. Aðild að ESB og upptaka evru er því eitt mikilvægasta og stærsta verkefni á sviði efnahags- sjálfstæðis- og stjórnmála hér á landi, sem myndi auka sjálfstæði, fullveldi, bæta kaupmátt og lífskjör almennings umtalsvert og varanlega í öllum byggðum landsins. Gefum framtíðinni tækifæri og kjósum Viðreisn. Höfundur skipar fjórða sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Íslenska krónan Viðreisn Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Það er vaxandi umræða um gjaldmiðilinn krónuna nú í aðdraganda kosninganna enda hefur hún valdið miklum kostnaði, með háum vöxtum og stökkbreyttum lánum í gegnum áratugina. Þó svo saga hennar og kostnaður okkar af henni sé flestum kunn, er enn verið að loka augunum fyrir því og hún dásömuð sem hin eina sanna lausn fyrir okkur, sem er svipað og hrósa brennuvargi, eftir hvern stórbrunann á fætur öðrum. Að mínu viti er búið að fullreyna allar hugmyndir og aðferðir sem mönnum hafa dottið í hug á örgjaldmiðlinum krónunni til að búa til stöðuleika. Í Gautaborg búa sexhundruð þúsund manns og í Bergen búa tvöhundruð og áttatíu þúsund manns. Engum myndi nokkru sinni detta í hug, að taka upp fljótandi sjálfstæðan gjaldmiðil í Gautaborg eða Bergen og ef einhverjum dytti slíkt í hug væri sá hinn sami væntanlega ekki talinn allsgáður. Alþjóðlegt traust á krónunni er enda ekkert erlendis, sem sést best á því að ekki er hægt að skipta henni erlendis eins og flestir þekkja. Slík staða er ekki samboðin nokkurri þjóð. Saga krónunnar er í raun hamfarasaga, með verðbólgu, háum vöxtum, stökkbreyttum lánum og áföllum heimila og fyrirtækja. Ef litið er til baka og tölur um verðbólgu og vaxtastig skoðaðar þá veltir maður því fyrir sér hvernig fólk hefur komist í gegnum þetta. Heimili sem eru að ljúka afborgunum af húsnæðislánum á Íslandi, hafa borgað a.m.k. eina auka íbúð umfram fólk sem hefur evruna sem gjaldmiðil, vegna miklu hærri vaxta og þá eru stökkbreytt lán undanskilin. Með öðrum orðum þá hefur sparnaður þessara heimila á Íslandi verið skertur um sömu upphæð. Margar fjölskyldur og einstaklingar hafa því miður lent í enn meiri hremmingum og jafnvel tapað aleigunni og heilsunni um leið. Stór hluti þeirra sem átt hafa við mesta vandann að etja í samfélaginu eru einmitt fórnarlömb óstöðugleika í efnahagmálum á misjöfnum tíma. Jafnvel fólk sem er að fara á eftirlaun eftir ævistritið er skuldum vafið og hefur áhyggjur af framtíð sinni. Fólk sem er búið að færa ótrúlega miklar fórnir fyrir þröngan hagsmunahóp sem vill halda í gjaldmiðilinn. Það er komið nóg. Krónan kostar þjóðina þrjá Landspítala á ári! Erum við meðvituð um hvað krónan hefur og er að kosta okkur t.d. umfram evru? Hvers vegna er ekki miklu meiri umræða um slíkt? Beita má ýmsum aðferðum til að meta kostnað krónunnar umfram evru. Ein aðferð er að skoða langtímavaxtamun á milli krónu og evru, en sá munur hefur verið á bilinu 3-6% eða jafnvel meiri, en þá er ekki tekinn með margvíslegur annar kostnaður krónunnar. Heildarskuldir heimila, atvinnulífs, ríkis og sveitarfélaga eru um 6.300 ma.kr. Auka vaxtakostnaður innan krónunnar umfram það sem er innan evrunnar, af þessum skuldum er því tæpar 200 ma.kr. á hverju ári, ef miðað er við 3% vaxtamun, sem er varlega áætlað, sem er svipuð fjárhæð og rekstur eða bygging þriggja Landspítala sem kostar um 75 ma.kr. hver. Skuldir ríkisins er um 1.500 ma.kr. og vaxtamunur á ríkisskuldabréfum á milli krónu og evru er um 4%, kostnaður ríkisins af krónunni er því 60 ma.kr. á hverju ári. Væri nú ekki nær að nýta þessa fjármuni í fjársvelt velferðar- og heilbrigðiskerfi. Það skiptir svo sem engu hvar er borið niður við erum með allt niðrum okkur í rekstri samfélagsins, hvort það er málefni barna, sálfræðiþjónusta, málefni aldraðar eða annað. Við verðum að komast í efnahagslegan stöðugleika, með stöðugan gjaldmiðil með varanlega lága vexti, aukinn kaupmátt (30%) og heilbrigða samkeppni, með miklum ávinning fyrir alla. Í framsetningu ASÍ frá 2011 var komist að því að aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru gæti aukið kaupmátt um 30 prósent. Við verðum að taka mark á slíku. Aukum sjálfstæði þjóðarinnar með aðild að ESB og evru Flest stórfyrirtæki í landinu hafa þegar greitt atkvæði og kosið evruna, með uppgjöri ársreikninga og eru í lánaviðskiptum beint við erlenda banka. Þetta gera þessi fyrirtæki til að auka sína hagkvæmni og auka um leið efnahagslegt sjálfstæði þeirra með bættri afkomu og meira öryggi. Það er einungis almenningur og minni fyrirtækin sem eru enn innan múra krónunnar. Kosningar nú snúast m.a. um að frelsa almenning og minni fyrirtæki frá þessum múrum og leyfa þeim að að njóta öryggis og ávinnings evrunnar í lágum vöxtum og stöðugleika eins og stærri fyrirtæki hafa nú þegar. Það er mikið réttlætismál sem og hagkvæmnismál allra, ungra, miðaldra, aldraðra, sjómanna, bænda, verkafólks, kennara, fólks í heilsugæslu, í raun allra stétta og þjóðarinnar allra. Gefum framtíðinni tækifæri Það fór af stað mikil umræða um nýtt Ísland eftir COVID-19 eins og var eftir hrunið 2008 sem gleymdist fljótt eins og oft áður þegar allt fór á fullt í hagkerfinu, með enn einni tilrauninni með örgjaldmiðlinum krónunni. Ef gera á breytingar þá verður að fara í rót vandans til að hafa góðan grunn til að byggja þær á. Aðild að ESB og upptaka evru skapar nýja möguleika í nýsköpun atvinnulífsins og veitir möguleika að betri aðgengi að styrkjum úr byggða- og landbúnaðarsjóðum ESB, sem munu efla byggðir og landbúnað. Aðild að ESB mun lækka vexti, efla atvinnulíf og útflutning, hagvöxt, framleiðni og lækka matvælaverð. Aðild að ESB og upptaka evru er því eitt mikilvægasta og stærsta verkefni á sviði efnahags- sjálfstæðis- og stjórnmála hér á landi, sem myndi auka sjálfstæði, fullveldi, bæta kaupmátt og lífskjör almennings umtalsvert og varanlega í öllum byggðum landsins. Gefum framtíðinni tækifæri og kjósum Viðreisn. Höfundur skipar fjórða sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður .
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun