Án gerenda eru engir þolendur Brynja Dan Gunnarsdóttir skrifar 22. september 2021 10:01 Á síðustu vikum höfum við enn og aftur fengið áminningu um það þjóðfélagsmein sem kynbundið ofbeldi er. Það er á ábyrgð okkar allra að vinna gegn því með öllum tiltækum ráðum. Best væri auðvitað ef ofbeldi ætti sér aldrei stað. Því án gerenda eru engir þolendur. Forvarnir og fræðsla eiga að vera grunnstoðir vinnunnar gegn ofbeldi, ekki hvað síst meðal barna og ungmenna. Með forvörnum og fræðslu barna og ungmenna getum við stuðlað að því að fækka gerendum, þ.e. að gerendur verði hreinlega ekki til. Slíkt verkefni krefst samvinnu allra hlutaðeigandi aðila, m.a. skólayfirvalda, ríkis, sveitarfélaga og foreldra. Vissulega hefur margt verið gert. Þegar hafa verið samþykktar þingsályktanir um aðgerðir gegn ofbeldi og forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi meðal barna og ungmenna. Staða samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs hefur verið lögfest og viðamiklar lagabreytingar í þágu barna á vegum félags- og barnamálaráðherra. Þó er enn langt í land. Samvinna Efla þarf samvinnu milli lögreglu, sýslumanna og skóla- og velferðarsviða sveitarfélaganna. Þessir aðilar eru oft fyrstir til að greina erfiða stöðu barna. Lögregla og sýslumenn eru nauðsynlegur hluti innleiðingar kerfisbreytinga í þágu barna sem nú hafa verið lögfestar og þurfa þessir aðilar að taka fullan þátt. Tilkynningar Meginþorri ofbeldisatvika tilkynnast ekki. Sú staða er óviðunandi enýmsar ástæður eru fyrir því að einstaklingur ákveður að tilkynna ekki. Því verðum við að sýna skilning, en á sama tíma mynda umgjörð sem tekur á móti þolanda á þann hátt að hann sjái ekki eftir því að tilkynna ofbeldi. Bæta þarf rannsókn og saksókn mála sem varða kynferðisbrot og ofbeldi í nánum samböndum. Á sama tíma og við hvetjum þolendur til að kæra mál verðum við að tryggja að málin séu unnin bæði hratt og af mikilli fagmennsku. Leggja verður af hagræðingarkröfu við gerð fjárlaga þegar kemur að rannsókn og saksókn þessara mála. Jafnframt þarf að skýra lagaákvæði um bótaskyldu íslenska ríkisins vegna brota sem fyrnast í höndum ákæruvaldsins, þó slík fyrning eigi auðvitað helst að heyra sögunni til. Þróa verður áfram samstarf lögreglu og sveitarfélaga gegn ofbeldi, og fara í nauðsynlegar laga-og reglugerðarbreytingar til að styðja enn betur við þolendur og fá betri úrlausn fyrir gerendur. Ný og stafræn ógn Á síðastliðnum árum hefur ný ógn vaxið óðfluga. Stafræn ofbeldisbrot verða sífellt stærri þáttur kynbundins ofbeldis. Konur og stúlkur verða fyrir ofbeldi á netinu í formi líkamlegra hótana, kynferðislegrar áreitni og ofsókna af hendi eltihrella og nettrölla. Hvorki lög, réttarvörslukerfið eða þjónusta við þolendur virðist ná yfir þessa nýju og miklu ógn. Það liggur augum uppi að nauðsynlegt er að ganga í breytingar og framfarir á stafrænni löggæslu til að sporna við þessari þróun og ná utan um þau mál sem falla þarna undir. Við viljum bæta og uppfæra samfélagið okkar. Það gerum við með að koma í veg fyrir að gerendur beiti ofbeldi og með því taka utan um þolendur þegar ofbeldi á sér stað. Höfundur er í 2. sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynja Dan Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Kynferðisofbeldi Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum höfum við enn og aftur fengið áminningu um það þjóðfélagsmein sem kynbundið ofbeldi er. Það er á ábyrgð okkar allra að vinna gegn því með öllum tiltækum ráðum. Best væri auðvitað ef ofbeldi ætti sér aldrei stað. Því án gerenda eru engir þolendur. Forvarnir og fræðsla eiga að vera grunnstoðir vinnunnar gegn ofbeldi, ekki hvað síst meðal barna og ungmenna. Með forvörnum og fræðslu barna og ungmenna getum við stuðlað að því að fækka gerendum, þ.e. að gerendur verði hreinlega ekki til. Slíkt verkefni krefst samvinnu allra hlutaðeigandi aðila, m.a. skólayfirvalda, ríkis, sveitarfélaga og foreldra. Vissulega hefur margt verið gert. Þegar hafa verið samþykktar þingsályktanir um aðgerðir gegn ofbeldi og forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi meðal barna og ungmenna. Staða samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs hefur verið lögfest og viðamiklar lagabreytingar í þágu barna á vegum félags- og barnamálaráðherra. Þó er enn langt í land. Samvinna Efla þarf samvinnu milli lögreglu, sýslumanna og skóla- og velferðarsviða sveitarfélaganna. Þessir aðilar eru oft fyrstir til að greina erfiða stöðu barna. Lögregla og sýslumenn eru nauðsynlegur hluti innleiðingar kerfisbreytinga í þágu barna sem nú hafa verið lögfestar og þurfa þessir aðilar að taka fullan þátt. Tilkynningar Meginþorri ofbeldisatvika tilkynnast ekki. Sú staða er óviðunandi enýmsar ástæður eru fyrir því að einstaklingur ákveður að tilkynna ekki. Því verðum við að sýna skilning, en á sama tíma mynda umgjörð sem tekur á móti þolanda á þann hátt að hann sjái ekki eftir því að tilkynna ofbeldi. Bæta þarf rannsókn og saksókn mála sem varða kynferðisbrot og ofbeldi í nánum samböndum. Á sama tíma og við hvetjum þolendur til að kæra mál verðum við að tryggja að málin séu unnin bæði hratt og af mikilli fagmennsku. Leggja verður af hagræðingarkröfu við gerð fjárlaga þegar kemur að rannsókn og saksókn þessara mála. Jafnframt þarf að skýra lagaákvæði um bótaskyldu íslenska ríkisins vegna brota sem fyrnast í höndum ákæruvaldsins, þó slík fyrning eigi auðvitað helst að heyra sögunni til. Þróa verður áfram samstarf lögreglu og sveitarfélaga gegn ofbeldi, og fara í nauðsynlegar laga-og reglugerðarbreytingar til að styðja enn betur við þolendur og fá betri úrlausn fyrir gerendur. Ný og stafræn ógn Á síðastliðnum árum hefur ný ógn vaxið óðfluga. Stafræn ofbeldisbrot verða sífellt stærri þáttur kynbundins ofbeldis. Konur og stúlkur verða fyrir ofbeldi á netinu í formi líkamlegra hótana, kynferðislegrar áreitni og ofsókna af hendi eltihrella og nettrölla. Hvorki lög, réttarvörslukerfið eða þjónusta við þolendur virðist ná yfir þessa nýju og miklu ógn. Það liggur augum uppi að nauðsynlegt er að ganga í breytingar og framfarir á stafrænni löggæslu til að sporna við þessari þróun og ná utan um þau mál sem falla þarna undir. Við viljum bæta og uppfæra samfélagið okkar. Það gerum við með að koma í veg fyrir að gerendur beiti ofbeldi og með því taka utan um þolendur þegar ofbeldi á sér stað. Höfundur er í 2. sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun