Án gerenda eru engir þolendur Brynja Dan Gunnarsdóttir skrifar 22. september 2021 10:01 Á síðustu vikum höfum við enn og aftur fengið áminningu um það þjóðfélagsmein sem kynbundið ofbeldi er. Það er á ábyrgð okkar allra að vinna gegn því með öllum tiltækum ráðum. Best væri auðvitað ef ofbeldi ætti sér aldrei stað. Því án gerenda eru engir þolendur. Forvarnir og fræðsla eiga að vera grunnstoðir vinnunnar gegn ofbeldi, ekki hvað síst meðal barna og ungmenna. Með forvörnum og fræðslu barna og ungmenna getum við stuðlað að því að fækka gerendum, þ.e. að gerendur verði hreinlega ekki til. Slíkt verkefni krefst samvinnu allra hlutaðeigandi aðila, m.a. skólayfirvalda, ríkis, sveitarfélaga og foreldra. Vissulega hefur margt verið gert. Þegar hafa verið samþykktar þingsályktanir um aðgerðir gegn ofbeldi og forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi meðal barna og ungmenna. Staða samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs hefur verið lögfest og viðamiklar lagabreytingar í þágu barna á vegum félags- og barnamálaráðherra. Þó er enn langt í land. Samvinna Efla þarf samvinnu milli lögreglu, sýslumanna og skóla- og velferðarsviða sveitarfélaganna. Þessir aðilar eru oft fyrstir til að greina erfiða stöðu barna. Lögregla og sýslumenn eru nauðsynlegur hluti innleiðingar kerfisbreytinga í þágu barna sem nú hafa verið lögfestar og þurfa þessir aðilar að taka fullan þátt. Tilkynningar Meginþorri ofbeldisatvika tilkynnast ekki. Sú staða er óviðunandi enýmsar ástæður eru fyrir því að einstaklingur ákveður að tilkynna ekki. Því verðum við að sýna skilning, en á sama tíma mynda umgjörð sem tekur á móti þolanda á þann hátt að hann sjái ekki eftir því að tilkynna ofbeldi. Bæta þarf rannsókn og saksókn mála sem varða kynferðisbrot og ofbeldi í nánum samböndum. Á sama tíma og við hvetjum þolendur til að kæra mál verðum við að tryggja að málin séu unnin bæði hratt og af mikilli fagmennsku. Leggja verður af hagræðingarkröfu við gerð fjárlaga þegar kemur að rannsókn og saksókn þessara mála. Jafnframt þarf að skýra lagaákvæði um bótaskyldu íslenska ríkisins vegna brota sem fyrnast í höndum ákæruvaldsins, þó slík fyrning eigi auðvitað helst að heyra sögunni til. Þróa verður áfram samstarf lögreglu og sveitarfélaga gegn ofbeldi, og fara í nauðsynlegar laga-og reglugerðarbreytingar til að styðja enn betur við þolendur og fá betri úrlausn fyrir gerendur. Ný og stafræn ógn Á síðastliðnum árum hefur ný ógn vaxið óðfluga. Stafræn ofbeldisbrot verða sífellt stærri þáttur kynbundins ofbeldis. Konur og stúlkur verða fyrir ofbeldi á netinu í formi líkamlegra hótana, kynferðislegrar áreitni og ofsókna af hendi eltihrella og nettrölla. Hvorki lög, réttarvörslukerfið eða þjónusta við þolendur virðist ná yfir þessa nýju og miklu ógn. Það liggur augum uppi að nauðsynlegt er að ganga í breytingar og framfarir á stafrænni löggæslu til að sporna við þessari þróun og ná utan um þau mál sem falla þarna undir. Við viljum bæta og uppfæra samfélagið okkar. Það gerum við með að koma í veg fyrir að gerendur beiti ofbeldi og með því taka utan um þolendur þegar ofbeldi á sér stað. Höfundur er í 2. sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynja Dan Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Kynferðisofbeldi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum höfum við enn og aftur fengið áminningu um það þjóðfélagsmein sem kynbundið ofbeldi er. Það er á ábyrgð okkar allra að vinna gegn því með öllum tiltækum ráðum. Best væri auðvitað ef ofbeldi ætti sér aldrei stað. Því án gerenda eru engir þolendur. Forvarnir og fræðsla eiga að vera grunnstoðir vinnunnar gegn ofbeldi, ekki hvað síst meðal barna og ungmenna. Með forvörnum og fræðslu barna og ungmenna getum við stuðlað að því að fækka gerendum, þ.e. að gerendur verði hreinlega ekki til. Slíkt verkefni krefst samvinnu allra hlutaðeigandi aðila, m.a. skólayfirvalda, ríkis, sveitarfélaga og foreldra. Vissulega hefur margt verið gert. Þegar hafa verið samþykktar þingsályktanir um aðgerðir gegn ofbeldi og forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi meðal barna og ungmenna. Staða samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs hefur verið lögfest og viðamiklar lagabreytingar í þágu barna á vegum félags- og barnamálaráðherra. Þó er enn langt í land. Samvinna Efla þarf samvinnu milli lögreglu, sýslumanna og skóla- og velferðarsviða sveitarfélaganna. Þessir aðilar eru oft fyrstir til að greina erfiða stöðu barna. Lögregla og sýslumenn eru nauðsynlegur hluti innleiðingar kerfisbreytinga í þágu barna sem nú hafa verið lögfestar og þurfa þessir aðilar að taka fullan þátt. Tilkynningar Meginþorri ofbeldisatvika tilkynnast ekki. Sú staða er óviðunandi enýmsar ástæður eru fyrir því að einstaklingur ákveður að tilkynna ekki. Því verðum við að sýna skilning, en á sama tíma mynda umgjörð sem tekur á móti þolanda á þann hátt að hann sjái ekki eftir því að tilkynna ofbeldi. Bæta þarf rannsókn og saksókn mála sem varða kynferðisbrot og ofbeldi í nánum samböndum. Á sama tíma og við hvetjum þolendur til að kæra mál verðum við að tryggja að málin séu unnin bæði hratt og af mikilli fagmennsku. Leggja verður af hagræðingarkröfu við gerð fjárlaga þegar kemur að rannsókn og saksókn þessara mála. Jafnframt þarf að skýra lagaákvæði um bótaskyldu íslenska ríkisins vegna brota sem fyrnast í höndum ákæruvaldsins, þó slík fyrning eigi auðvitað helst að heyra sögunni til. Þróa verður áfram samstarf lögreglu og sveitarfélaga gegn ofbeldi, og fara í nauðsynlegar laga-og reglugerðarbreytingar til að styðja enn betur við þolendur og fá betri úrlausn fyrir gerendur. Ný og stafræn ógn Á síðastliðnum árum hefur ný ógn vaxið óðfluga. Stafræn ofbeldisbrot verða sífellt stærri þáttur kynbundins ofbeldis. Konur og stúlkur verða fyrir ofbeldi á netinu í formi líkamlegra hótana, kynferðislegrar áreitni og ofsókna af hendi eltihrella og nettrölla. Hvorki lög, réttarvörslukerfið eða þjónusta við þolendur virðist ná yfir þessa nýju og miklu ógn. Það liggur augum uppi að nauðsynlegt er að ganga í breytingar og framfarir á stafrænni löggæslu til að sporna við þessari þróun og ná utan um þau mál sem falla þarna undir. Við viljum bæta og uppfæra samfélagið okkar. Það gerum við með að koma í veg fyrir að gerendur beiti ofbeldi og með því taka utan um þolendur þegar ofbeldi á sér stað. Höfundur er í 2. sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun