Án gerenda eru engir þolendur Brynja Dan Gunnarsdóttir skrifar 22. september 2021 10:01 Á síðustu vikum höfum við enn og aftur fengið áminningu um það þjóðfélagsmein sem kynbundið ofbeldi er. Það er á ábyrgð okkar allra að vinna gegn því með öllum tiltækum ráðum. Best væri auðvitað ef ofbeldi ætti sér aldrei stað. Því án gerenda eru engir þolendur. Forvarnir og fræðsla eiga að vera grunnstoðir vinnunnar gegn ofbeldi, ekki hvað síst meðal barna og ungmenna. Með forvörnum og fræðslu barna og ungmenna getum við stuðlað að því að fækka gerendum, þ.e. að gerendur verði hreinlega ekki til. Slíkt verkefni krefst samvinnu allra hlutaðeigandi aðila, m.a. skólayfirvalda, ríkis, sveitarfélaga og foreldra. Vissulega hefur margt verið gert. Þegar hafa verið samþykktar þingsályktanir um aðgerðir gegn ofbeldi og forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi meðal barna og ungmenna. Staða samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs hefur verið lögfest og viðamiklar lagabreytingar í þágu barna á vegum félags- og barnamálaráðherra. Þó er enn langt í land. Samvinna Efla þarf samvinnu milli lögreglu, sýslumanna og skóla- og velferðarsviða sveitarfélaganna. Þessir aðilar eru oft fyrstir til að greina erfiða stöðu barna. Lögregla og sýslumenn eru nauðsynlegur hluti innleiðingar kerfisbreytinga í þágu barna sem nú hafa verið lögfestar og þurfa þessir aðilar að taka fullan þátt. Tilkynningar Meginþorri ofbeldisatvika tilkynnast ekki. Sú staða er óviðunandi enýmsar ástæður eru fyrir því að einstaklingur ákveður að tilkynna ekki. Því verðum við að sýna skilning, en á sama tíma mynda umgjörð sem tekur á móti þolanda á þann hátt að hann sjái ekki eftir því að tilkynna ofbeldi. Bæta þarf rannsókn og saksókn mála sem varða kynferðisbrot og ofbeldi í nánum samböndum. Á sama tíma og við hvetjum þolendur til að kæra mál verðum við að tryggja að málin séu unnin bæði hratt og af mikilli fagmennsku. Leggja verður af hagræðingarkröfu við gerð fjárlaga þegar kemur að rannsókn og saksókn þessara mála. Jafnframt þarf að skýra lagaákvæði um bótaskyldu íslenska ríkisins vegna brota sem fyrnast í höndum ákæruvaldsins, þó slík fyrning eigi auðvitað helst að heyra sögunni til. Þróa verður áfram samstarf lögreglu og sveitarfélaga gegn ofbeldi, og fara í nauðsynlegar laga-og reglugerðarbreytingar til að styðja enn betur við þolendur og fá betri úrlausn fyrir gerendur. Ný og stafræn ógn Á síðastliðnum árum hefur ný ógn vaxið óðfluga. Stafræn ofbeldisbrot verða sífellt stærri þáttur kynbundins ofbeldis. Konur og stúlkur verða fyrir ofbeldi á netinu í formi líkamlegra hótana, kynferðislegrar áreitni og ofsókna af hendi eltihrella og nettrölla. Hvorki lög, réttarvörslukerfið eða þjónusta við þolendur virðist ná yfir þessa nýju og miklu ógn. Það liggur augum uppi að nauðsynlegt er að ganga í breytingar og framfarir á stafrænni löggæslu til að sporna við þessari þróun og ná utan um þau mál sem falla þarna undir. Við viljum bæta og uppfæra samfélagið okkar. Það gerum við með að koma í veg fyrir að gerendur beiti ofbeldi og með því taka utan um þolendur þegar ofbeldi á sér stað. Höfundur er í 2. sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynja Dan Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Kynferðisofbeldi Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum höfum við enn og aftur fengið áminningu um það þjóðfélagsmein sem kynbundið ofbeldi er. Það er á ábyrgð okkar allra að vinna gegn því með öllum tiltækum ráðum. Best væri auðvitað ef ofbeldi ætti sér aldrei stað. Því án gerenda eru engir þolendur. Forvarnir og fræðsla eiga að vera grunnstoðir vinnunnar gegn ofbeldi, ekki hvað síst meðal barna og ungmenna. Með forvörnum og fræðslu barna og ungmenna getum við stuðlað að því að fækka gerendum, þ.e. að gerendur verði hreinlega ekki til. Slíkt verkefni krefst samvinnu allra hlutaðeigandi aðila, m.a. skólayfirvalda, ríkis, sveitarfélaga og foreldra. Vissulega hefur margt verið gert. Þegar hafa verið samþykktar þingsályktanir um aðgerðir gegn ofbeldi og forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi meðal barna og ungmenna. Staða samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs hefur verið lögfest og viðamiklar lagabreytingar í þágu barna á vegum félags- og barnamálaráðherra. Þó er enn langt í land. Samvinna Efla þarf samvinnu milli lögreglu, sýslumanna og skóla- og velferðarsviða sveitarfélaganna. Þessir aðilar eru oft fyrstir til að greina erfiða stöðu barna. Lögregla og sýslumenn eru nauðsynlegur hluti innleiðingar kerfisbreytinga í þágu barna sem nú hafa verið lögfestar og þurfa þessir aðilar að taka fullan þátt. Tilkynningar Meginþorri ofbeldisatvika tilkynnast ekki. Sú staða er óviðunandi enýmsar ástæður eru fyrir því að einstaklingur ákveður að tilkynna ekki. Því verðum við að sýna skilning, en á sama tíma mynda umgjörð sem tekur á móti þolanda á þann hátt að hann sjái ekki eftir því að tilkynna ofbeldi. Bæta þarf rannsókn og saksókn mála sem varða kynferðisbrot og ofbeldi í nánum samböndum. Á sama tíma og við hvetjum þolendur til að kæra mál verðum við að tryggja að málin séu unnin bæði hratt og af mikilli fagmennsku. Leggja verður af hagræðingarkröfu við gerð fjárlaga þegar kemur að rannsókn og saksókn þessara mála. Jafnframt þarf að skýra lagaákvæði um bótaskyldu íslenska ríkisins vegna brota sem fyrnast í höndum ákæruvaldsins, þó slík fyrning eigi auðvitað helst að heyra sögunni til. Þróa verður áfram samstarf lögreglu og sveitarfélaga gegn ofbeldi, og fara í nauðsynlegar laga-og reglugerðarbreytingar til að styðja enn betur við þolendur og fá betri úrlausn fyrir gerendur. Ný og stafræn ógn Á síðastliðnum árum hefur ný ógn vaxið óðfluga. Stafræn ofbeldisbrot verða sífellt stærri þáttur kynbundins ofbeldis. Konur og stúlkur verða fyrir ofbeldi á netinu í formi líkamlegra hótana, kynferðislegrar áreitni og ofsókna af hendi eltihrella og nettrölla. Hvorki lög, réttarvörslukerfið eða þjónusta við þolendur virðist ná yfir þessa nýju og miklu ógn. Það liggur augum uppi að nauðsynlegt er að ganga í breytingar og framfarir á stafrænni löggæslu til að sporna við þessari þróun og ná utan um þau mál sem falla þarna undir. Við viljum bæta og uppfæra samfélagið okkar. Það gerum við með að koma í veg fyrir að gerendur beiti ofbeldi og með því taka utan um þolendur þegar ofbeldi á sér stað. Höfundur er í 2. sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun