Velsældin í „landi tækifæranna“ Aldís Schram skrifar 21. september 2021 21:00 Vegna bílslyss árið 2020 missti Una Bjarnhéðinsdóttir vinnuna og fór á örorkubætur þess valdandi að hún, einstæð móðirin, hefur nú ekki efni á hollustumat, tannlækni, læknum, sálfræðingi, sjúkraþjálfun, tryggingum, líkamsrækt, hárgreiðslu, fatnaði, strætómiðum, námskeiðum, leikhúsmiðum, tónleikamiðum, gjöfum, utanbæjarferðum og utanlandsferðum og getur ekki efnt það loforð við átta ára dóttur sína að hún megi fara í tónlistarskóla í vetur. Hvað á Una að gera? 1) Setja barnið í tónlistarskóla og lifa sjálf á loftinu? 2) Hækka yfirdráttarheimildina? 3) Betla mataraðstoð? 4) Gerast vændiskona? 5) Efna ekki loforðið við barnið sitt? Kvótakóngurinn í bænum hans Einars Benediktssonar seldi kvótann burt árið 2018, með þeim lyktum að Jón missti vinnuna og húsið og gerðist bæjarómagi, þess valdandi að hann á nú ekki fyrir útskriftargjöf handa sonarsyninum. Hvað á hann að gera? 1) Mæta með gjöf upp á 10.000 krónur og borða ekki í fimm daga í staðinn? 2) Taka lán hjá banka? 3) Ræna Samherja? 4) Mæta tómhentur í veisluna? 5) Mæta ekki í veisluna? Jón Sigurðsson, sem gert er að lifa af ellilífeyri, á ekki fyrir lyfjum. Hvað á hann að gera? 1) Leysa út lyfin og lifa á kattamat í staðinn? 2) Láta loka fyrir rafmagn, síma, hita, sjónvarp og tryggingar og leysa út lyfin? 3) Kaupa flugmiða til Danmerkur, aðra leiðina? 4) Leysa ekki út lyfin? 5) Bjóða til síðustu kvöldmáltíðar á Hótel Íslandi og láta skrifa hjá fjármálaráðherra? Er nema von að kjósendur spyrji sig hvað stjórnarflokksmenn ætli sér að gera, haldi þeir velli? 1) Svíkja gefin loforð um að bæta hag eldri borgara? 2) Skeyta ekki um skýrslu Vörðu um örbirgð fatlaðs fólks? 3) Hækka beina skatta á lág- og millitekjufólk en lækka veiðigjöldin og skatta á kvótakóngana? 4) Virða að vettugi skoðanakannanir sem m.a. sýna að meirihluti þjóðarinnar vill að markaðsgjald verði greitt fyrir afnot af fiskimiðum landsins, hátekjufólkið borgi stærri hluta í skatt og að ríkisvaldið beiti sér fyrir því að minnka tekjumun í landinu? 5) Hunsa enn og aftur tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 - m.a. þess efnis að 10% kjósenda geti lagt frumvarp til laga fyrir Alþingi, og þar með hindra að lýðræðislegur vilji landsmanna nái fram að ganga? Við vitum nú þegar svarið, því af ávöxtunum þekkjum við þá. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins í NV-kjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Vegna bílslyss árið 2020 missti Una Bjarnhéðinsdóttir vinnuna og fór á örorkubætur þess valdandi að hún, einstæð móðirin, hefur nú ekki efni á hollustumat, tannlækni, læknum, sálfræðingi, sjúkraþjálfun, tryggingum, líkamsrækt, hárgreiðslu, fatnaði, strætómiðum, námskeiðum, leikhúsmiðum, tónleikamiðum, gjöfum, utanbæjarferðum og utanlandsferðum og getur ekki efnt það loforð við átta ára dóttur sína að hún megi fara í tónlistarskóla í vetur. Hvað á Una að gera? 1) Setja barnið í tónlistarskóla og lifa sjálf á loftinu? 2) Hækka yfirdráttarheimildina? 3) Betla mataraðstoð? 4) Gerast vændiskona? 5) Efna ekki loforðið við barnið sitt? Kvótakóngurinn í bænum hans Einars Benediktssonar seldi kvótann burt árið 2018, með þeim lyktum að Jón missti vinnuna og húsið og gerðist bæjarómagi, þess valdandi að hann á nú ekki fyrir útskriftargjöf handa sonarsyninum. Hvað á hann að gera? 1) Mæta með gjöf upp á 10.000 krónur og borða ekki í fimm daga í staðinn? 2) Taka lán hjá banka? 3) Ræna Samherja? 4) Mæta tómhentur í veisluna? 5) Mæta ekki í veisluna? Jón Sigurðsson, sem gert er að lifa af ellilífeyri, á ekki fyrir lyfjum. Hvað á hann að gera? 1) Leysa út lyfin og lifa á kattamat í staðinn? 2) Láta loka fyrir rafmagn, síma, hita, sjónvarp og tryggingar og leysa út lyfin? 3) Kaupa flugmiða til Danmerkur, aðra leiðina? 4) Leysa ekki út lyfin? 5) Bjóða til síðustu kvöldmáltíðar á Hótel Íslandi og láta skrifa hjá fjármálaráðherra? Er nema von að kjósendur spyrji sig hvað stjórnarflokksmenn ætli sér að gera, haldi þeir velli? 1) Svíkja gefin loforð um að bæta hag eldri borgara? 2) Skeyta ekki um skýrslu Vörðu um örbirgð fatlaðs fólks? 3) Hækka beina skatta á lág- og millitekjufólk en lækka veiðigjöldin og skatta á kvótakóngana? 4) Virða að vettugi skoðanakannanir sem m.a. sýna að meirihluti þjóðarinnar vill að markaðsgjald verði greitt fyrir afnot af fiskimiðum landsins, hátekjufólkið borgi stærri hluta í skatt og að ríkisvaldið beiti sér fyrir því að minnka tekjumun í landinu? 5) Hunsa enn og aftur tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 - m.a. þess efnis að 10% kjósenda geti lagt frumvarp til laga fyrir Alþingi, og þar með hindra að lýðræðislegur vilji landsmanna nái fram að ganga? Við vitum nú þegar svarið, því af ávöxtunum þekkjum við þá. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins í NV-kjördæmi
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun