Af skeinipappír og öryggiskennd Jón Ingi Hákonarson skrifar 22. september 2021 07:00 Ég, eins og margir Íslendingar, keyri beinustu leið í Costco og kaupi mér skeinipappír í hvert sinn sem áföll dynja á, hvort heldur eldfjöll gjósi eða landamæri lokist vegna heimsfaraldurs. Ekki það að mig skorti skeinipappír, þessi ósjálfráðu viðbrögð veita mér öryggiskennd. Hún er ómetanleg. Þegar Kófið skall á voru það helst ferðaþjónustan, veitingastaðir, barir og sviðslistir sem urðu fyrir höggi. Fólk sem starfar í þessum geirum missti, á núll einni, lífsviðurværi sitt. Fólk eins og ég, sem starfa á allt öðrum vettvangi, varð fyrir sáralitlum búsifjum. Eitt af fyrstu úrræðum ríkisstjórnarinnar var að auka endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts af iðnaðarvinnu við heimili o.fl. úr 60% í 100%. Það átti sem sagt að auka eftirspurn eftir iðnaðarmönnum sem voru ekki að glíma við eftirspurnarvanda og hjálpa fólki við að dytta að fasteignum sínum sem þurftu ekki lífsnauðsynlega aðstoð. Þessi skattaafsláttur er tekjumissir upp á um 9 milljarða fyrir ríkissjóð. Þessi efnahagsaðgerð skilaði engu til þeirra sem urðu fyrir efnahaglega högginu en jók á vanda ríkissjóðs. Það er því merkilegt að sjá afstöðu þeirra flokka, sem nú eru í framboði til þessa verkefnis „Allir vinna“. Þar er Viðreisn eini flokkurinn sem vill færa það til fyrra horfs, þar sem endurgreiðsluhlutfallið er 60% og tekjustreymi ríkissjóðs er sama tíma eflt um 9 milljarða. Þannig getur ríkið verið öflugra í sértækum aðgerðum til þeirra sem sannarlega urðu fyrir tekjufalli. Það er kannski ekki vinsælt en það er nauðsynlegt og skynsamlegt og í takt við þá ábyrgu fjármálastefnu sem flokkurinn hefur ávalt staðið fyrir. Þessi Costcoferð ríkisstjórnarinnar veitti henni örugglega öryggiskennd en nú er komin tími til að sleppa takinu á rúllunum og fara í sértækar aðgerðir sem bæta hag ríkissjóðs og þeirra sem misstu svo mikið. Almennar aðgerðir koma þeim yfirleitt best sem ekki þurfa hjálpina. Næsta ríkisstjórn þarf að koma með sértækar aðgerðir strax. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég, eins og margir Íslendingar, keyri beinustu leið í Costco og kaupi mér skeinipappír í hvert sinn sem áföll dynja á, hvort heldur eldfjöll gjósi eða landamæri lokist vegna heimsfaraldurs. Ekki það að mig skorti skeinipappír, þessi ósjálfráðu viðbrögð veita mér öryggiskennd. Hún er ómetanleg. Þegar Kófið skall á voru það helst ferðaþjónustan, veitingastaðir, barir og sviðslistir sem urðu fyrir höggi. Fólk sem starfar í þessum geirum missti, á núll einni, lífsviðurværi sitt. Fólk eins og ég, sem starfa á allt öðrum vettvangi, varð fyrir sáralitlum búsifjum. Eitt af fyrstu úrræðum ríkisstjórnarinnar var að auka endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts af iðnaðarvinnu við heimili o.fl. úr 60% í 100%. Það átti sem sagt að auka eftirspurn eftir iðnaðarmönnum sem voru ekki að glíma við eftirspurnarvanda og hjálpa fólki við að dytta að fasteignum sínum sem þurftu ekki lífsnauðsynlega aðstoð. Þessi skattaafsláttur er tekjumissir upp á um 9 milljarða fyrir ríkissjóð. Þessi efnahagsaðgerð skilaði engu til þeirra sem urðu fyrir efnahaglega högginu en jók á vanda ríkissjóðs. Það er því merkilegt að sjá afstöðu þeirra flokka, sem nú eru í framboði til þessa verkefnis „Allir vinna“. Þar er Viðreisn eini flokkurinn sem vill færa það til fyrra horfs, þar sem endurgreiðsluhlutfallið er 60% og tekjustreymi ríkissjóðs er sama tíma eflt um 9 milljarða. Þannig getur ríkið verið öflugra í sértækum aðgerðum til þeirra sem sannarlega urðu fyrir tekjufalli. Það er kannski ekki vinsælt en það er nauðsynlegt og skynsamlegt og í takt við þá ábyrgu fjármálastefnu sem flokkurinn hefur ávalt staðið fyrir. Þessi Costcoferð ríkisstjórnarinnar veitti henni örugglega öryggiskennd en nú er komin tími til að sleppa takinu á rúllunum og fara í sértækar aðgerðir sem bæta hag ríkissjóðs og þeirra sem misstu svo mikið. Almennar aðgerðir koma þeim yfirleitt best sem ekki þurfa hjálpina. Næsta ríkisstjórn þarf að koma með sértækar aðgerðir strax. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun