Af skeinipappír og öryggiskennd Jón Ingi Hákonarson skrifar 22. september 2021 07:00 Ég, eins og margir Íslendingar, keyri beinustu leið í Costco og kaupi mér skeinipappír í hvert sinn sem áföll dynja á, hvort heldur eldfjöll gjósi eða landamæri lokist vegna heimsfaraldurs. Ekki það að mig skorti skeinipappír, þessi ósjálfráðu viðbrögð veita mér öryggiskennd. Hún er ómetanleg. Þegar Kófið skall á voru það helst ferðaþjónustan, veitingastaðir, barir og sviðslistir sem urðu fyrir höggi. Fólk sem starfar í þessum geirum missti, á núll einni, lífsviðurværi sitt. Fólk eins og ég, sem starfa á allt öðrum vettvangi, varð fyrir sáralitlum búsifjum. Eitt af fyrstu úrræðum ríkisstjórnarinnar var að auka endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts af iðnaðarvinnu við heimili o.fl. úr 60% í 100%. Það átti sem sagt að auka eftirspurn eftir iðnaðarmönnum sem voru ekki að glíma við eftirspurnarvanda og hjálpa fólki við að dytta að fasteignum sínum sem þurftu ekki lífsnauðsynlega aðstoð. Þessi skattaafsláttur er tekjumissir upp á um 9 milljarða fyrir ríkissjóð. Þessi efnahagsaðgerð skilaði engu til þeirra sem urðu fyrir efnahaglega högginu en jók á vanda ríkissjóðs. Það er því merkilegt að sjá afstöðu þeirra flokka, sem nú eru í framboði til þessa verkefnis „Allir vinna“. Þar er Viðreisn eini flokkurinn sem vill færa það til fyrra horfs, þar sem endurgreiðsluhlutfallið er 60% og tekjustreymi ríkissjóðs er sama tíma eflt um 9 milljarða. Þannig getur ríkið verið öflugra í sértækum aðgerðum til þeirra sem sannarlega urðu fyrir tekjufalli. Það er kannski ekki vinsælt en það er nauðsynlegt og skynsamlegt og í takt við þá ábyrgu fjármálastefnu sem flokkurinn hefur ávalt staðið fyrir. Þessi Costcoferð ríkisstjórnarinnar veitti henni örugglega öryggiskennd en nú er komin tími til að sleppa takinu á rúllunum og fara í sértækar aðgerðir sem bæta hag ríkissjóðs og þeirra sem misstu svo mikið. Almennar aðgerðir koma þeim yfirleitt best sem ekki þurfa hjálpina. Næsta ríkisstjórn þarf að koma með sértækar aðgerðir strax. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Ég, eins og margir Íslendingar, keyri beinustu leið í Costco og kaupi mér skeinipappír í hvert sinn sem áföll dynja á, hvort heldur eldfjöll gjósi eða landamæri lokist vegna heimsfaraldurs. Ekki það að mig skorti skeinipappír, þessi ósjálfráðu viðbrögð veita mér öryggiskennd. Hún er ómetanleg. Þegar Kófið skall á voru það helst ferðaþjónustan, veitingastaðir, barir og sviðslistir sem urðu fyrir höggi. Fólk sem starfar í þessum geirum missti, á núll einni, lífsviðurværi sitt. Fólk eins og ég, sem starfa á allt öðrum vettvangi, varð fyrir sáralitlum búsifjum. Eitt af fyrstu úrræðum ríkisstjórnarinnar var að auka endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts af iðnaðarvinnu við heimili o.fl. úr 60% í 100%. Það átti sem sagt að auka eftirspurn eftir iðnaðarmönnum sem voru ekki að glíma við eftirspurnarvanda og hjálpa fólki við að dytta að fasteignum sínum sem þurftu ekki lífsnauðsynlega aðstoð. Þessi skattaafsláttur er tekjumissir upp á um 9 milljarða fyrir ríkissjóð. Þessi efnahagsaðgerð skilaði engu til þeirra sem urðu fyrir efnahaglega högginu en jók á vanda ríkissjóðs. Það er því merkilegt að sjá afstöðu þeirra flokka, sem nú eru í framboði til þessa verkefnis „Allir vinna“. Þar er Viðreisn eini flokkurinn sem vill færa það til fyrra horfs, þar sem endurgreiðsluhlutfallið er 60% og tekjustreymi ríkissjóðs er sama tíma eflt um 9 milljarða. Þannig getur ríkið verið öflugra í sértækum aðgerðum til þeirra sem sannarlega urðu fyrir tekjufalli. Það er kannski ekki vinsælt en það er nauðsynlegt og skynsamlegt og í takt við þá ábyrgu fjármálastefnu sem flokkurinn hefur ávalt staðið fyrir. Þessi Costcoferð ríkisstjórnarinnar veitti henni örugglega öryggiskennd en nú er komin tími til að sleppa takinu á rúllunum og fara í sértækar aðgerðir sem bæta hag ríkissjóðs og þeirra sem misstu svo mikið. Almennar aðgerðir koma þeim yfirleitt best sem ekki þurfa hjálpina. Næsta ríkisstjórn þarf að koma með sértækar aðgerðir strax. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun