Fyrstu kynni mín af stjórnmálaflokkum Stefán Atli Rúnarsson skrifar 21. september 2021 17:00 Enginn hefur skoðun á öllu, en allir hafa skoðun á einhverju sagði einhver fróð manneskja örugglega einhvern tímann. Ég hef aldrei verið mikið að velta mér upp úr stjórnmálum, en með aldrinum hefur áhuginn stigmagnast. Fyrstu minningar mínar af stjórnmálaflokki eru af Framsóknarflokknum. Ég var 6 ára drengur sem bjó í Grafarvogi og Framsóknarflokkurinn var að halda viðburð til þess að kynna sig, ég sá börn hlaupandi um með frostpinna, pylsur, grænar blöðrur og gleði. Ég gekk upp að manni sem ég komst síðar að því að hefði verið Halldór heitinn Ásgrímsson og spurði hann með minni mjúku barnsrödd, hvar er ísinn? Eftir að hafa fengið grænan ís frá framsóknarflokknum hefur þessi minning alltaf verið mér ofarlega í huga. Önnur minning sem ég á af íslenskum stjórnmálaflokkum er að afi minn heitinn hafi flaggað samfylkingar fánanum í sínum húsum og ef ég man rétt var hann líka með veggspjald af Jóhönnu Sigurðardóttur með áletruninni, minn tími mun koma hangandi upp á vegg. Fyrsta minning mín af Sjálfstæðisflokknum er Örn Árnason með hárkollu í Spaugstofunni að leika Davíð Oddsson. Eftir því sem maður verður eldri, allavega í mínu tilfelli. Fer maður að átta sig á því hversu mikil áhrif stjórnmál hafa á mann, á næstum alla vegu. Stefnumótunarstarf fyrirtækisins Íslands er í okkar höndum, höndum okkar borgaranna. Að lifa í lýðræðislegu ríki og að fá tækifæri til þess að kjósa sér þjóðarleiðtoga á fjögurra ára fresti finnst mér vera mjög hátíðlegt og eitthvað sem við ættum ALDREI að taka sem sjálfsögðum hlut. Þess vegna finnst mér sorglegt þegar fólk á mínum aldri hugsar sér ekki þess kost að mæta á kjörstað og segir jafnvel “ég nenni ekki að pæla í þessu, þetta mun ekki breyta neinu”. Auðvitað er erfitt að sjá breytingar þegar maður horfir kannski á lífið dag frá degi, viku fyrir viku. En þegar maður þysjar upp og skoðar áratuga myndina er hægt að sjá að með hverjum mánuðinum er samfélag okkar alltaf breytast, þökk sé tækniframförum. Látum ekki lýðræðið leka úr höndum okkar. Nýtum kosningaréttinn og kjósum 25. september. Höfundur er viðskiptafræðingur og fjölmiðlatæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Enginn hefur skoðun á öllu, en allir hafa skoðun á einhverju sagði einhver fróð manneskja örugglega einhvern tímann. Ég hef aldrei verið mikið að velta mér upp úr stjórnmálum, en með aldrinum hefur áhuginn stigmagnast. Fyrstu minningar mínar af stjórnmálaflokki eru af Framsóknarflokknum. Ég var 6 ára drengur sem bjó í Grafarvogi og Framsóknarflokkurinn var að halda viðburð til þess að kynna sig, ég sá börn hlaupandi um með frostpinna, pylsur, grænar blöðrur og gleði. Ég gekk upp að manni sem ég komst síðar að því að hefði verið Halldór heitinn Ásgrímsson og spurði hann með minni mjúku barnsrödd, hvar er ísinn? Eftir að hafa fengið grænan ís frá framsóknarflokknum hefur þessi minning alltaf verið mér ofarlega í huga. Önnur minning sem ég á af íslenskum stjórnmálaflokkum er að afi minn heitinn hafi flaggað samfylkingar fánanum í sínum húsum og ef ég man rétt var hann líka með veggspjald af Jóhönnu Sigurðardóttur með áletruninni, minn tími mun koma hangandi upp á vegg. Fyrsta minning mín af Sjálfstæðisflokknum er Örn Árnason með hárkollu í Spaugstofunni að leika Davíð Oddsson. Eftir því sem maður verður eldri, allavega í mínu tilfelli. Fer maður að átta sig á því hversu mikil áhrif stjórnmál hafa á mann, á næstum alla vegu. Stefnumótunarstarf fyrirtækisins Íslands er í okkar höndum, höndum okkar borgaranna. Að lifa í lýðræðislegu ríki og að fá tækifæri til þess að kjósa sér þjóðarleiðtoga á fjögurra ára fresti finnst mér vera mjög hátíðlegt og eitthvað sem við ættum ALDREI að taka sem sjálfsögðum hlut. Þess vegna finnst mér sorglegt þegar fólk á mínum aldri hugsar sér ekki þess kost að mæta á kjörstað og segir jafnvel “ég nenni ekki að pæla í þessu, þetta mun ekki breyta neinu”. Auðvitað er erfitt að sjá breytingar þegar maður horfir kannski á lífið dag frá degi, viku fyrir viku. En þegar maður þysjar upp og skoðar áratuga myndina er hægt að sjá að með hverjum mánuðinum er samfélag okkar alltaf breytast, þökk sé tækniframförum. Látum ekki lýðræðið leka úr höndum okkar. Nýtum kosningaréttinn og kjósum 25. september. Höfundur er viðskiptafræðingur og fjölmiðlatæknir.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun