Kvótann heim Georg Eiður Arnarson skrifar 20. september 2021 20:31 Ég hef aðeins að undanförnu verið spurður að því hvað þetta þýði í stefnu Flokks fólksins, kvótann heim? Svarið er nokkuð margþætt, en sem dæmi: Að sjálfsögðu viljum við að þeir sem lögðu grunninn að sjávarbyggðum og uppbyggingu landsins á sínum tíma þ.e.a.s. trilluútgerðir á landsvísu geti haldið áfram að lifa og dafna á landsbyggðinni, en séu ekki bara keyptar upp af stórútgerðinni sem hefur aðgang að bönkunum. Liður í því er m.a. að koma á frjálsum handfæraveiðum, en ég er ekki talsmaður einhverra öfga og hef því talað fyrir því að byrja á því að lengja núverandi strandveiðikerfi með því að bæta við hinum mjög svo umdeilda byggðakvóta og tryggja þannig strax 6 mánuði í vor, apríl til og með september. Hins vegar er það eitt af forgangsmálum Flokks fólksins að gefa handfæraveiðar alfarið frjálsar. Kvótann heim þýðir líka, að þjóðin fái sanngjarnann arð af auðlindinni, tökum dæmi: Í dag eru veiðigjöldin á þorski liðlega 16 krónur á kílóið. Flest stærstu útgerðarfyrirtækin leigja frá sér aflaheimildir og þar hefur leigan verið upp undir 300 kr. á kílóið, stóran hluta á síðasta fiskveiðiári og mun klárlega hækka á því næsta sökum niðurskurðar Hafró. En hvað á þá veiðigjaldið að vera? Klárlega ættu þeir sem stunda það að leigja frá sér aflaheimildir að greiða veiðigjöld fyrir aðganginn að sjávarauðlindinni en hvert það veiðigjald ætti að vera liggur ekki ljóst fyrir, en ég tel þó að það væri best að hafa það sem fasta prósentu en krónutölu. Lykilatriðið er þó fyrst og fremst að losna við þetta andskotans kvótaleigubrask. En kvótann heim þýðir líka að í bæjarfélagi eins og mínu sem er Vestmannaeyjabær, hafa frá hruni, eftir því sem ég best veit, verið seld í burtu úr byggðalaginu, á annan tug þúsunda aflaheimilda. Sumir af þessum bátum landa vissulega hér hluta af árinu, en eignarhaldið á kvótanum er farið. Við viljum fá það aftur heim. En hvar liggja hagsmunir sjómanna þegar kemur að stefnu Flokks fólksins? Það er mjög auðvelt að svara því. Við viljum skilja á milli veiða og vinnslu og verð á afla á að miðast við markaðsverð á hverjum tíma sem klárlega myndi hækka tekjur sjómanna verulega. Með því losna sjómenn við að ísa yfir fisk sem settur er í gáma og seldur úr landi af fyrirtækjunum, en sjómennirnir fá aðeins verðlagsstofuverðið. En hvernig kemur þá stefna Flokks fólksins í sjávarútvegsmálum út fyrir starfsfólk frystihúsanna? Lykilatriðið í þessu er að við komumst að því hvað er raunverulega mikið af fiski í hafinu í kringum Ísland. Um leið með því að fækka kvótabundnum tegundum, verður framboðið um miklu meira en það er í dag og um leið eru mun meiri möguleikar á sérhæfingu í vinnslu á tegundum sem nú eru vannýttar (sjá grein mína: Hvernig getum við bætt Íslenskan sjávarútveg). Sama má segja um skoðun mína varðandi uppsjávarveiðar þar sem ég set fram þá hugmynd að settur verði á lágmarkskvóti í loðnuveiðum til þriggja ára, sem myndi um leið tryggja bæði útgerð og vinnslu ákveðinn og mun meiri stöðugleika en í dag. Ég var spurður að því um daginn, hvers vegna að setja á lágmarksloðnukvóta til þriggja ára í ljósi þess, að hér erum við eiginlega bara með tæplega hálfa loðnuvertíð síðustu þrjú árin. Mig langar til að svara því sérstaklega. Tökum síðustu 2 árin. Árið 2020 er engin loðna veidd. Hafró fann ekki nægilegt magn til þess að hægt væri að leyfa veiðar og lauk rannsóknum sínum eftir því sem ég veit best um miðjan mars 2020. En merkilegt nokk, um miðjan apríl sama ár fyllast allir firðir af loðnu fyrir norðan land og ekki bara það, heldur rak töluvert af loðnu á land í Færeyjum. Varðandi þessa loðnu fyrir norðan, þá man ég ekki betur en að fiskifræðingar hafi einhvern tímann látið hafa eftir sér að ef hlýnunin héldi áfram, þá gæti hugsanlega komið sá tími að loðnan gengi ekki sinn vanalega hring. Loðnuvertíðin 2021. Um mánaðarmótin jan/febr. gáfu fiskifræðingar það út, að ekki hefði mælst nægilega mikið af loðnu til þess að leyfa veiðar og útlitið væri ekki gott vegna þess að eina óvissan væri hvað mikið væri af loðnu undir ísröndinni fyrir norðan land. 6 dögum síðar finnst stór loðnutorfa fyrir austan land og skyndilega eru leyfðar veiðar, reyndar mjög litlar, en nokkrir skipstjórar hér í Eyjum orðuðu það við mig í mars mánuði að það væri ekki eins og loðnan gengi bara með landinu, heldur virtist hún á köflum koma upp úr köntunum. Veruleikinn er sá, að þó svo að ég hafi verið sjómaður hér í Vestmannaeyjum liðlega 35 ár, þá er ég enn að læra og ég er nú farinn að hallast að því að fiskurinn fari ekki eftir einhverri reglustiku, ekki frekar en sjórinn og þess vegna m.a. hef ég kallað eftir því að sjónarmið sjómannsins fái rödd á Alþingi íslendinga. Það er ekki síst vegna þessa sem ég er í framboði nú. Höfundur skipar 2. sæti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Sjávarútvegur Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef aðeins að undanförnu verið spurður að því hvað þetta þýði í stefnu Flokks fólksins, kvótann heim? Svarið er nokkuð margþætt, en sem dæmi: Að sjálfsögðu viljum við að þeir sem lögðu grunninn að sjávarbyggðum og uppbyggingu landsins á sínum tíma þ.e.a.s. trilluútgerðir á landsvísu geti haldið áfram að lifa og dafna á landsbyggðinni, en séu ekki bara keyptar upp af stórútgerðinni sem hefur aðgang að bönkunum. Liður í því er m.a. að koma á frjálsum handfæraveiðum, en ég er ekki talsmaður einhverra öfga og hef því talað fyrir því að byrja á því að lengja núverandi strandveiðikerfi með því að bæta við hinum mjög svo umdeilda byggðakvóta og tryggja þannig strax 6 mánuði í vor, apríl til og með september. Hins vegar er það eitt af forgangsmálum Flokks fólksins að gefa handfæraveiðar alfarið frjálsar. Kvótann heim þýðir líka, að þjóðin fái sanngjarnann arð af auðlindinni, tökum dæmi: Í dag eru veiðigjöldin á þorski liðlega 16 krónur á kílóið. Flest stærstu útgerðarfyrirtækin leigja frá sér aflaheimildir og þar hefur leigan verið upp undir 300 kr. á kílóið, stóran hluta á síðasta fiskveiðiári og mun klárlega hækka á því næsta sökum niðurskurðar Hafró. En hvað á þá veiðigjaldið að vera? Klárlega ættu þeir sem stunda það að leigja frá sér aflaheimildir að greiða veiðigjöld fyrir aðganginn að sjávarauðlindinni en hvert það veiðigjald ætti að vera liggur ekki ljóst fyrir, en ég tel þó að það væri best að hafa það sem fasta prósentu en krónutölu. Lykilatriðið er þó fyrst og fremst að losna við þetta andskotans kvótaleigubrask. En kvótann heim þýðir líka að í bæjarfélagi eins og mínu sem er Vestmannaeyjabær, hafa frá hruni, eftir því sem ég best veit, verið seld í burtu úr byggðalaginu, á annan tug þúsunda aflaheimilda. Sumir af þessum bátum landa vissulega hér hluta af árinu, en eignarhaldið á kvótanum er farið. Við viljum fá það aftur heim. En hvar liggja hagsmunir sjómanna þegar kemur að stefnu Flokks fólksins? Það er mjög auðvelt að svara því. Við viljum skilja á milli veiða og vinnslu og verð á afla á að miðast við markaðsverð á hverjum tíma sem klárlega myndi hækka tekjur sjómanna verulega. Með því losna sjómenn við að ísa yfir fisk sem settur er í gáma og seldur úr landi af fyrirtækjunum, en sjómennirnir fá aðeins verðlagsstofuverðið. En hvernig kemur þá stefna Flokks fólksins í sjávarútvegsmálum út fyrir starfsfólk frystihúsanna? Lykilatriðið í þessu er að við komumst að því hvað er raunverulega mikið af fiski í hafinu í kringum Ísland. Um leið með því að fækka kvótabundnum tegundum, verður framboðið um miklu meira en það er í dag og um leið eru mun meiri möguleikar á sérhæfingu í vinnslu á tegundum sem nú eru vannýttar (sjá grein mína: Hvernig getum við bætt Íslenskan sjávarútveg). Sama má segja um skoðun mína varðandi uppsjávarveiðar þar sem ég set fram þá hugmynd að settur verði á lágmarkskvóti í loðnuveiðum til þriggja ára, sem myndi um leið tryggja bæði útgerð og vinnslu ákveðinn og mun meiri stöðugleika en í dag. Ég var spurður að því um daginn, hvers vegna að setja á lágmarksloðnukvóta til þriggja ára í ljósi þess, að hér erum við eiginlega bara með tæplega hálfa loðnuvertíð síðustu þrjú árin. Mig langar til að svara því sérstaklega. Tökum síðustu 2 árin. Árið 2020 er engin loðna veidd. Hafró fann ekki nægilegt magn til þess að hægt væri að leyfa veiðar og lauk rannsóknum sínum eftir því sem ég veit best um miðjan mars 2020. En merkilegt nokk, um miðjan apríl sama ár fyllast allir firðir af loðnu fyrir norðan land og ekki bara það, heldur rak töluvert af loðnu á land í Færeyjum. Varðandi þessa loðnu fyrir norðan, þá man ég ekki betur en að fiskifræðingar hafi einhvern tímann látið hafa eftir sér að ef hlýnunin héldi áfram, þá gæti hugsanlega komið sá tími að loðnan gengi ekki sinn vanalega hring. Loðnuvertíðin 2021. Um mánaðarmótin jan/febr. gáfu fiskifræðingar það út, að ekki hefði mælst nægilega mikið af loðnu til þess að leyfa veiðar og útlitið væri ekki gott vegna þess að eina óvissan væri hvað mikið væri af loðnu undir ísröndinni fyrir norðan land. 6 dögum síðar finnst stór loðnutorfa fyrir austan land og skyndilega eru leyfðar veiðar, reyndar mjög litlar, en nokkrir skipstjórar hér í Eyjum orðuðu það við mig í mars mánuði að það væri ekki eins og loðnan gengi bara með landinu, heldur virtist hún á köflum koma upp úr köntunum. Veruleikinn er sá, að þó svo að ég hafi verið sjómaður hér í Vestmannaeyjum liðlega 35 ár, þá er ég enn að læra og ég er nú farinn að hallast að því að fiskurinn fari ekki eftir einhverri reglustiku, ekki frekar en sjórinn og þess vegna m.a. hef ég kallað eftir því að sjónarmið sjómannsins fái rödd á Alþingi íslendinga. Það er ekki síst vegna þessa sem ég er í framboði nú. Höfundur skipar 2. sæti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun