Sjóslys við Akurey og leit á Esjunni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. september 2021 06:29 Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda útkalla vegna slysa í gærkvöldi og nótt. Í tveimur tilvikum voru björgunarsveitir einnig kallaðar til; annað varðaði sjóslys og hitt einstakling sem villtist á Esjunni. Í fyrra tilvikinu var um að ræða fjóra menn sem sigldu slöngubát sínum á sker sunnan við Akurey. Björgunarsveit kom mönnunum til bjargar, sem voru afar blautir og kaldir. Voru þeir fluttir á bráðamóttöku. Þá var björgunarsveit ræst út til leitar að manni sem hafði tapað áttum í vondu veðri á Esjunni. Maðurinn fannst rúmum tveimur og hálfum tíma eftir að beiðni um hjálp barst og var aðstoðaður til byggða. Lögregla var einnig kölluð til þegar ekið var á gangandi vegfaranda í miðborginni og var viðkomandi fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabifreið með áverka á mjöðm og fæti. Þá slasaðist einn þegar ekið var á kyrrstæða bifreið í póstnúmerinu 105. Var hann fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabifreið en ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin voru. Í Hafnarfirði koma lögregla manni til aðstoðar sem hafði dottið á höfuðið. Sjúkralið gerði að sárum hans og lögregla ók honum heim. Þá var lögregla kölluð til þegar ofurölvi maður féll á höfuðið í Breiðholti en hann hlaut áverka á höfði og var fluttur á bráðamóttöku. Kona sem féll á rafmagnshlaupahjóli í Breiðholti var sömuleiðis flutt á bráðamóttöku en engin slys urðu á fólki þegar ökumaður ók bifreið sinni útaf á Kjalarnesi. Þá slasaðist enginn þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni og ók á ljósastaur í Kópavogi. Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Björgunarsveitir Lögreglumál Esjan Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Í fyrra tilvikinu var um að ræða fjóra menn sem sigldu slöngubát sínum á sker sunnan við Akurey. Björgunarsveit kom mönnunum til bjargar, sem voru afar blautir og kaldir. Voru þeir fluttir á bráðamóttöku. Þá var björgunarsveit ræst út til leitar að manni sem hafði tapað áttum í vondu veðri á Esjunni. Maðurinn fannst rúmum tveimur og hálfum tíma eftir að beiðni um hjálp barst og var aðstoðaður til byggða. Lögregla var einnig kölluð til þegar ekið var á gangandi vegfaranda í miðborginni og var viðkomandi fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabifreið með áverka á mjöðm og fæti. Þá slasaðist einn þegar ekið var á kyrrstæða bifreið í póstnúmerinu 105. Var hann fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabifreið en ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin voru. Í Hafnarfirði koma lögregla manni til aðstoðar sem hafði dottið á höfuðið. Sjúkralið gerði að sárum hans og lögregla ók honum heim. Þá var lögregla kölluð til þegar ofurölvi maður féll á höfuðið í Breiðholti en hann hlaut áverka á höfði og var fluttur á bráðamóttöku. Kona sem féll á rafmagnshlaupahjóli í Breiðholti var sömuleiðis flutt á bráðamóttöku en engin slys urðu á fólki þegar ökumaður ók bifreið sinni útaf á Kjalarnesi. Þá slasaðist enginn þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni og ók á ljósastaur í Kópavogi.
Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Björgunarsveitir Lögreglumál Esjan Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira