Skoðun

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að vera í næstu ríkisstjórn

Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stefna Sjálfstæðisflokksins er gömul og rótgróin en á jafn vel við í dag og árið 1929 þegar flokkurinn var stofnaður. Frjálslyndi í takt við skynsamlega íhaldssemi hefur tryggt þjóðinni þann árangur sem við höfum náð. Flokkurinn hefur frá stofnun verið sú stjórnmálahreyfing sem nýtur hvað mests fylgis og verið burðarás í íslensku samfélagi. Á þeirri tæpu öld sem liðin er frá stofnun flokksins hefur Ísland færst frá því að vera með fátækustu þjóðum Evrópu í það að vera með þeim ríkustu.

Það skiptir máli hver stjórnar

Undir stjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ríkissjóður haft bolmagn til að taka á móti heimsfaraldri með öflugum stuðningsaðgerðum sem tryggðu rekstrargrundvöll fyrirtækja og um leið afkomu heimilanna í landinu. Allir mælikvarðar benda til þess að aðgerðir okkar síðustu kjörtímabil og þær ákvarðanir sem teknar voru í ríkisfjármálum séu grundvöllur þeirrar viðspyrnu sem Ísland býr yfir nú þegar við búum okkur undir að vaxa út úr faraldrinum. Þetta er ekki sjálfsagt.

Tryggjum áframhaldandi velsæld á Íslandi

Tryggjum áframhaldandi ábyrga efnahagsstjórn, tryggjum lægri skatta í þágu heimila og fyrirtækja. Tryggjum rétt allra til heilbrigðisþjónustu, þjónustu sem snýst um einstaklinginn sem sækir þjónustuna en ekki um kerfið sem veitir hana. Ráðumst í uppstokkun á tryggingarkerfi öryrkja þar sem fjárhagslegt sjálfstæði þeirra er tryggt á sama tíma og hvati til atvinnuþátttöku er til staðar. Tryggjum áframhaldandi alþjóðasamstarf og alþjóðaviðskipti á okkar forsendum. Tryggjum stafræna byltingu í opinberri þjónustu, ekki síst í heilbrigðis- og velferðarmálum. Tryggjum möguleika eldra fólks til að láta að sér kveða á vinnumarkaði okkur öllum til hagsbóta. Tryggjum valfrelsi á öllum sviðum, líka í samgöngum.

Setjum X við D strax í dag og tryggjum að Ísland verði áfram land tækifæranna.

Höfundur skipar þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×