Heppni Jóna Guðbjörg Torfadóttir skrifar 18. september 2021 23:30 Í þessu þjóðfélagi sem við búum í ríður mjög á að vera heppin(n). Það veltur mjög á heppni hvaða spil eru á hendi í upphafi og ennfremur hvernig gengur að spila úr þeim. Það þarf lítið út af að bregða fyrir margan til að ágætis líf breytist í andhverfu sína. Ef vel á að vera þarf helst tvær útivinnandi manneskjur til að halda heimili. Flest þurfum við að standa skil á húsaleigu eða afborgun af húsnæðisláni ásamt því að eiga fyrir öðrum nauðsynjum um hver mánaðamót. Fólk sem hefur það ágætt, hefur í sig og á og stendur skil á sínu er mögulega sátt við ríkjandi ástand. Kanske er það jafnvel hrætt við einhverjar breytingar sem gætu dregið úr lífsgæðum þess. Það vill jú halda áfram að hafa það ágætt og það er ósköp eðlilegt. Það er þó jafn þarft að hugsa til þess hvað verður ef breytingar verða á mánaðarlegri innkomu sem við öll reiðum okkur á; ef heilsan gefur sig eða slys ber að höndum. Þá tekur við tekjumissir sem umturnar lífi fólks. Kanske ertu svo heppin(n) að þetta mun aldrei henda þig en viljum við eiga allt okkar undir því? Lyfja- og lækniskostnaður reynist mörgum þungur baggi og sér í lagi þegar innkoman er einungis lágar örorkubætur. Slíkri stöðu fylgir mikil skerðing lífsgæða og fátæktin bíður álengdar. Það er vont að vera óheppin(n) og nógu erfitt er að fást við heilsuleysi að ekki fylgi honum einnig afkomukvíði. Hann getur nefnilega verið býsna stuttur slóðinn frá ágætu og næsta áhyggjulausu lífi til biðraðarinnar hjá matarúthlutun Fjölskylduhjálparinnar. Sósíalismi snýst um að smíða samfélag þar sem enginn á að þurfa að lifa við afkomukvíða enda hefur margsinnis verið sýnt fram á að það er nóg til handa öllum. Það þarf bara að ráðast í að leiðrétta ýmsan ójöfnuð sem hefur fengið að viðgangast allt of lengi. Sósíalistaflokkurinn hefur markað sér skýrar stefnur í öllum helstu málaflokkum með það fyrir augum að hér fái að þrífast velferðarsamfélag fyrir okkur öll en ekki einungis þau sem eru með góð spil á hendi. Enda er löngu sýnt að það er vitlaust gefið. Setjum X við J í stað þess að reiða okkur á heppni! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Í þessu þjóðfélagi sem við búum í ríður mjög á að vera heppin(n). Það veltur mjög á heppni hvaða spil eru á hendi í upphafi og ennfremur hvernig gengur að spila úr þeim. Það þarf lítið út af að bregða fyrir margan til að ágætis líf breytist í andhverfu sína. Ef vel á að vera þarf helst tvær útivinnandi manneskjur til að halda heimili. Flest þurfum við að standa skil á húsaleigu eða afborgun af húsnæðisláni ásamt því að eiga fyrir öðrum nauðsynjum um hver mánaðamót. Fólk sem hefur það ágætt, hefur í sig og á og stendur skil á sínu er mögulega sátt við ríkjandi ástand. Kanske er það jafnvel hrætt við einhverjar breytingar sem gætu dregið úr lífsgæðum þess. Það vill jú halda áfram að hafa það ágætt og það er ósköp eðlilegt. Það er þó jafn þarft að hugsa til þess hvað verður ef breytingar verða á mánaðarlegri innkomu sem við öll reiðum okkur á; ef heilsan gefur sig eða slys ber að höndum. Þá tekur við tekjumissir sem umturnar lífi fólks. Kanske ertu svo heppin(n) að þetta mun aldrei henda þig en viljum við eiga allt okkar undir því? Lyfja- og lækniskostnaður reynist mörgum þungur baggi og sér í lagi þegar innkoman er einungis lágar örorkubætur. Slíkri stöðu fylgir mikil skerðing lífsgæða og fátæktin bíður álengdar. Það er vont að vera óheppin(n) og nógu erfitt er að fást við heilsuleysi að ekki fylgi honum einnig afkomukvíði. Hann getur nefnilega verið býsna stuttur slóðinn frá ágætu og næsta áhyggjulausu lífi til biðraðarinnar hjá matarúthlutun Fjölskylduhjálparinnar. Sósíalismi snýst um að smíða samfélag þar sem enginn á að þurfa að lifa við afkomukvíða enda hefur margsinnis verið sýnt fram á að það er nóg til handa öllum. Það þarf bara að ráðast í að leiðrétta ýmsan ójöfnuð sem hefur fengið að viðgangast allt of lengi. Sósíalistaflokkurinn hefur markað sér skýrar stefnur í öllum helstu málaflokkum með það fyrir augum að hér fái að þrífast velferðarsamfélag fyrir okkur öll en ekki einungis þau sem eru með góð spil á hendi. Enda er löngu sýnt að það er vitlaust gefið. Setjum X við J í stað þess að reiða okkur á heppni! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar