Frelsi eða fátækt Oddný G. Harðardóttir skrifar 17. september 2021 14:30 „Heimurinn væri öruggari og farsælli ef fleiri bandamenn væru eins og Norðurlöndin“ sagði Barack Obama forseti Bandaríkjanna eftir fund með forsætisráðherrum Norðurlandanna vorið 2016. Í Bandaríkjunum er það kallað að „ameríski draumurinn“ hafi ræst, þegar fátækt fólk brýtur af sér hlekki fátæktar og tryggir sér og sínum góða afkomu, menntun og bætta stöðu í samfélaginu. Sá draumur er mun líklegri til að rætast á Norðurlöndum en í Bandaríkjunum.Norræna módelið sem Obama vildi líta til féll ekki af himnum ofan. Það byggir á jöfnuði, samhjálp og félagslegu öryggi og hefur skotið norrænu ríkjunum á topp allra lista yfir ríki þar sem best er að búa. Grunn norræna módelsins og stoðirnar sem undir því standa byggðu jafnaðarmenn í samstarfi við sterka verkalýðshreyfingu og stéttarfélög og hafa staðist ágang frjálshyggjunnar. Stoðirnar þrjár, góð hagstjórn, velferð fyrir alla og skipulagður vinnumarkaður, standa saman eins og fætur undir þrífættum stól: ef ein stoðin brotnar fellur allt. Á Íslandi, einu ríkasta ríki heims, þrífst fátækt. Þúsundir barna búa hér við sárafátækt eins og greiningar hafa því miður ítrekað sýnt. Öryrkjar og eldra fólk með litlar tekjur eru föst í fátæktargildru. Þau eiga allt sitt undir stjórnvöldum, að greiðslurnar sem þau fá frá hinu opinbera dugi fyrir mannsæmandi lífi. Svo er ekki nú um stundir. Við þeim blasir fátækt og í kjölfarið minnka möguleikarnir sem fólk hefur í lífinu – fátæktin er í sjálfu sér frelsisskerðing. Þetta þarf ekki að vera svona en er það vegna rangra pólitískra ákvarðana. Hættan á að verða atvinnulaus eða lenda í veikindum og örorku vegna starfsins er mest meðal verkafólks og lágtekjuhópa. Til þess að allir njóti frelsis er ekki nóg að opna einum og einum einstaklingi leið til að brjótast út úr fátækt. Það þarf að sjá til þess að enginn þurfi að búa við fátækt. Til þess að útrýma henni þarf einbeittan pólitískan vilja og aðgerðir sem beinast gegn því sem skapar fátæktina. Samfylkingin horfir til norræna módelsins og vinnur af heilum hug að því að jafna leikinn. Með óskertum barnabótum að meðallaunum og lífeyri sem aldrei verður lægri en lágmarkslaun ásamt því að draga verulega úr skerðingum lífeyrissjóðsgreiðslna og launatekna, bætum við kjör barnafjölskyldna, eldra fólks og öryrkja. Við í Samfylkingunni stöndum fyrir mannúð, jafnrétti og samhjálp af því að við getum ekki annað, af því að það er það sem jafnaðarmenn gera. Höfundur skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
„Heimurinn væri öruggari og farsælli ef fleiri bandamenn væru eins og Norðurlöndin“ sagði Barack Obama forseti Bandaríkjanna eftir fund með forsætisráðherrum Norðurlandanna vorið 2016. Í Bandaríkjunum er það kallað að „ameríski draumurinn“ hafi ræst, þegar fátækt fólk brýtur af sér hlekki fátæktar og tryggir sér og sínum góða afkomu, menntun og bætta stöðu í samfélaginu. Sá draumur er mun líklegri til að rætast á Norðurlöndum en í Bandaríkjunum.Norræna módelið sem Obama vildi líta til féll ekki af himnum ofan. Það byggir á jöfnuði, samhjálp og félagslegu öryggi og hefur skotið norrænu ríkjunum á topp allra lista yfir ríki þar sem best er að búa. Grunn norræna módelsins og stoðirnar sem undir því standa byggðu jafnaðarmenn í samstarfi við sterka verkalýðshreyfingu og stéttarfélög og hafa staðist ágang frjálshyggjunnar. Stoðirnar þrjár, góð hagstjórn, velferð fyrir alla og skipulagður vinnumarkaður, standa saman eins og fætur undir þrífættum stól: ef ein stoðin brotnar fellur allt. Á Íslandi, einu ríkasta ríki heims, þrífst fátækt. Þúsundir barna búa hér við sárafátækt eins og greiningar hafa því miður ítrekað sýnt. Öryrkjar og eldra fólk með litlar tekjur eru föst í fátæktargildru. Þau eiga allt sitt undir stjórnvöldum, að greiðslurnar sem þau fá frá hinu opinbera dugi fyrir mannsæmandi lífi. Svo er ekki nú um stundir. Við þeim blasir fátækt og í kjölfarið minnka möguleikarnir sem fólk hefur í lífinu – fátæktin er í sjálfu sér frelsisskerðing. Þetta þarf ekki að vera svona en er það vegna rangra pólitískra ákvarðana. Hættan á að verða atvinnulaus eða lenda í veikindum og örorku vegna starfsins er mest meðal verkafólks og lágtekjuhópa. Til þess að allir njóti frelsis er ekki nóg að opna einum og einum einstaklingi leið til að brjótast út úr fátækt. Það þarf að sjá til þess að enginn þurfi að búa við fátækt. Til þess að útrýma henni þarf einbeittan pólitískan vilja og aðgerðir sem beinast gegn því sem skapar fátæktina. Samfylkingin horfir til norræna módelsins og vinnur af heilum hug að því að jafna leikinn. Með óskertum barnabótum að meðallaunum og lífeyri sem aldrei verður lægri en lágmarkslaun ásamt því að draga verulega úr skerðingum lífeyrissjóðsgreiðslna og launatekna, bætum við kjör barnafjölskyldna, eldra fólks og öryrkja. Við í Samfylkingunni stöndum fyrir mannúð, jafnrétti og samhjálp af því að við getum ekki annað, af því að það er það sem jafnaðarmenn gera. Höfundur skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun