Frelsi eða fátækt Oddný G. Harðardóttir skrifar 17. september 2021 14:30 „Heimurinn væri öruggari og farsælli ef fleiri bandamenn væru eins og Norðurlöndin“ sagði Barack Obama forseti Bandaríkjanna eftir fund með forsætisráðherrum Norðurlandanna vorið 2016. Í Bandaríkjunum er það kallað að „ameríski draumurinn“ hafi ræst, þegar fátækt fólk brýtur af sér hlekki fátæktar og tryggir sér og sínum góða afkomu, menntun og bætta stöðu í samfélaginu. Sá draumur er mun líklegri til að rætast á Norðurlöndum en í Bandaríkjunum.Norræna módelið sem Obama vildi líta til féll ekki af himnum ofan. Það byggir á jöfnuði, samhjálp og félagslegu öryggi og hefur skotið norrænu ríkjunum á topp allra lista yfir ríki þar sem best er að búa. Grunn norræna módelsins og stoðirnar sem undir því standa byggðu jafnaðarmenn í samstarfi við sterka verkalýðshreyfingu og stéttarfélög og hafa staðist ágang frjálshyggjunnar. Stoðirnar þrjár, góð hagstjórn, velferð fyrir alla og skipulagður vinnumarkaður, standa saman eins og fætur undir þrífættum stól: ef ein stoðin brotnar fellur allt. Á Íslandi, einu ríkasta ríki heims, þrífst fátækt. Þúsundir barna búa hér við sárafátækt eins og greiningar hafa því miður ítrekað sýnt. Öryrkjar og eldra fólk með litlar tekjur eru föst í fátæktargildru. Þau eiga allt sitt undir stjórnvöldum, að greiðslurnar sem þau fá frá hinu opinbera dugi fyrir mannsæmandi lífi. Svo er ekki nú um stundir. Við þeim blasir fátækt og í kjölfarið minnka möguleikarnir sem fólk hefur í lífinu – fátæktin er í sjálfu sér frelsisskerðing. Þetta þarf ekki að vera svona en er það vegna rangra pólitískra ákvarðana. Hættan á að verða atvinnulaus eða lenda í veikindum og örorku vegna starfsins er mest meðal verkafólks og lágtekjuhópa. Til þess að allir njóti frelsis er ekki nóg að opna einum og einum einstaklingi leið til að brjótast út úr fátækt. Það þarf að sjá til þess að enginn þurfi að búa við fátækt. Til þess að útrýma henni þarf einbeittan pólitískan vilja og aðgerðir sem beinast gegn því sem skapar fátæktina. Samfylkingin horfir til norræna módelsins og vinnur af heilum hug að því að jafna leikinn. Með óskertum barnabótum að meðallaunum og lífeyri sem aldrei verður lægri en lágmarkslaun ásamt því að draga verulega úr skerðingum lífeyrissjóðsgreiðslna og launatekna, bætum við kjör barnafjölskyldna, eldra fólks og öryrkja. Við í Samfylkingunni stöndum fyrir mannúð, jafnrétti og samhjálp af því að við getum ekki annað, af því að það er það sem jafnaðarmenn gera. Höfundur skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir,Dóra Björk Jóhannsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
„Heimurinn væri öruggari og farsælli ef fleiri bandamenn væru eins og Norðurlöndin“ sagði Barack Obama forseti Bandaríkjanna eftir fund með forsætisráðherrum Norðurlandanna vorið 2016. Í Bandaríkjunum er það kallað að „ameríski draumurinn“ hafi ræst, þegar fátækt fólk brýtur af sér hlekki fátæktar og tryggir sér og sínum góða afkomu, menntun og bætta stöðu í samfélaginu. Sá draumur er mun líklegri til að rætast á Norðurlöndum en í Bandaríkjunum.Norræna módelið sem Obama vildi líta til féll ekki af himnum ofan. Það byggir á jöfnuði, samhjálp og félagslegu öryggi og hefur skotið norrænu ríkjunum á topp allra lista yfir ríki þar sem best er að búa. Grunn norræna módelsins og stoðirnar sem undir því standa byggðu jafnaðarmenn í samstarfi við sterka verkalýðshreyfingu og stéttarfélög og hafa staðist ágang frjálshyggjunnar. Stoðirnar þrjár, góð hagstjórn, velferð fyrir alla og skipulagður vinnumarkaður, standa saman eins og fætur undir þrífættum stól: ef ein stoðin brotnar fellur allt. Á Íslandi, einu ríkasta ríki heims, þrífst fátækt. Þúsundir barna búa hér við sárafátækt eins og greiningar hafa því miður ítrekað sýnt. Öryrkjar og eldra fólk með litlar tekjur eru föst í fátæktargildru. Þau eiga allt sitt undir stjórnvöldum, að greiðslurnar sem þau fá frá hinu opinbera dugi fyrir mannsæmandi lífi. Svo er ekki nú um stundir. Við þeim blasir fátækt og í kjölfarið minnka möguleikarnir sem fólk hefur í lífinu – fátæktin er í sjálfu sér frelsisskerðing. Þetta þarf ekki að vera svona en er það vegna rangra pólitískra ákvarðana. Hættan á að verða atvinnulaus eða lenda í veikindum og örorku vegna starfsins er mest meðal verkafólks og lágtekjuhópa. Til þess að allir njóti frelsis er ekki nóg að opna einum og einum einstaklingi leið til að brjótast út úr fátækt. Það þarf að sjá til þess að enginn þurfi að búa við fátækt. Til þess að útrýma henni þarf einbeittan pólitískan vilja og aðgerðir sem beinast gegn því sem skapar fátæktina. Samfylkingin horfir til norræna módelsins og vinnur af heilum hug að því að jafna leikinn. Með óskertum barnabótum að meðallaunum og lífeyri sem aldrei verður lægri en lágmarkslaun ásamt því að draga verulega úr skerðingum lífeyrissjóðsgreiðslna og launatekna, bætum við kjör barnafjölskyldna, eldra fólks og öryrkja. Við í Samfylkingunni stöndum fyrir mannúð, jafnrétti og samhjálp af því að við getum ekki annað, af því að það er það sem jafnaðarmenn gera. Höfundur skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun