Grunnskólakerfið er ein mikilvægasta stoð samfélagsins okkar Lárus Helgi Ólafsson skrifar 15. september 2021 16:02 Grunnskólakerfið er ein mikilvægasta stoð samfélagsins okkar. Í skólum landsins eru unnin þrekvirkvirki á hverjum degi, þrátt fyrir þann þrönga stakk sem þeim er oft sniðinn. Eftir að hafa starfað við kennslu í 5 ár hef hef ég séð mörg mikilvæg skref tekin i rétta átt og jákvæða þróun á mörgum sviðum. Þrátt fyrir það eru ákveðnir hlutir sem ég hef staldrað við. Mikil þörf er fyrir að auka þann stuðning sem börn með greiningar fá í skólum, þar þyrfti í mörgum tilfellum að fá utanaðkomandi sérfræðiaðstoð. Því miður er það alltof oft þannig að skólarnir hafa einfaldlega ekki ráð á að sækja slíkan stuðning. Þá tel ég mjög mikilvægt að skólasálfræðingar starfi í hverjum einasta skóla til að tryggja greitt aðgengi barna að viðeigandi stuðningi í þeirra umhverfi. Við sem samfélag getum ekki gert neina fjárfestingu sem er mikilvægari en að tryggja börnunum okkar þá þjónustu sem þau þurfa, þegar þau þurfa á henni að halda. Eins velti ég vöngum yfir því námsefni sem skólum ber skylda að kenna. Það er um margt mjög líkt því námsefni sem kennt var þegar ég var sjálfur í grunnskóla. Þarna tel ég að við þurfum að gera stórátak, yfirfara námsefnið í heild og skoða hvað það er sem er nauðsynlegt að nemendur læri í grunnskólum í dag.Þarna er til dæmis vert að velta upp hvers vegna við erum ennþá að kenna dönsku sem skyldufag árið 2021. Væri ekki nær að hafa það sem valfag og bjóða einnig upp á nám í öðrum tungumálum líkt og þýsku, frönsku, spænsku og fleiri tungumálum? Það er tímaskekkja að eyða miklum tíma í að læra tungumál sem fáir eru spenntir að læra og kemur að öllum líkindum ekki til með að vera mikil not fyrir í framtíðinni. Þá var umræða um það í þjóðfélaginu nýlega að nemendur þurfi að sýna mun meiri færni í sundi en margur telur nauðsynlegt. Þetta er aðeins brot af því sem ég tel að þurfi að skoða betur í kjölinn. Við þurfum að efla lausnamiðaða hugsun, hópavinnu, samskipti, gagnrýna hugsun, umhverfisvitund, fjármálalæsi, seiglu og svo margt annað. Ekki það að grunnskólarnir séu ekki í einhverju mæli að vinna með ofangreind atriði í dag en sú vinna þarf að vera markvissari. Samfélagið hefur til að mynda kallað eftir aukinni kynfræðslu í skólum þar sem nemendum er m.a. kennt að virða mörk hvors annars og hefur mikilvægi þess sannað sig í undanförnum Metoo byltingum. Fjórða iðnbyltingin er í augsýn og stórtækrar tækniframfarir fram undan. Það er stór áskorun að undirbúa börn og ungmenni fyrir atvinnumarkað framtíðarinnar. Til þess að vinna það verkefni eins vel úr hendi og kostur er þurfum við að gera allt sem í valdi okkar stendur til að undirbúa skólakerfið fyrir þær breytingar sem eru framundan. Að mínu mati er kominn tími til þess að skipaður verði stýrihópur innan Stjórnarráðsins sem taki að sér að endurskoða ýtarlega þá hæfni sem grunnskólanemar ættu að hafa að loknu grunnskólanámi. Annars eigum við það á hættu að unga fólkið okkar sitji eftir á hakanum. Er til dæmis nauðsynlegt að við kunnum dönsku? Ég held í fullri alvöru ekki. Höfundur er kennari, handboltamaður og er í 6. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Grunnskólakerfið er ein mikilvægasta stoð samfélagsins okkar. Í skólum landsins eru unnin þrekvirkvirki á hverjum degi, þrátt fyrir þann þrönga stakk sem þeim er oft sniðinn. Eftir að hafa starfað við kennslu í 5 ár hef hef ég séð mörg mikilvæg skref tekin i rétta átt og jákvæða þróun á mörgum sviðum. Þrátt fyrir það eru ákveðnir hlutir sem ég hef staldrað við. Mikil þörf er fyrir að auka þann stuðning sem börn með greiningar fá í skólum, þar þyrfti í mörgum tilfellum að fá utanaðkomandi sérfræðiaðstoð. Því miður er það alltof oft þannig að skólarnir hafa einfaldlega ekki ráð á að sækja slíkan stuðning. Þá tel ég mjög mikilvægt að skólasálfræðingar starfi í hverjum einasta skóla til að tryggja greitt aðgengi barna að viðeigandi stuðningi í þeirra umhverfi. Við sem samfélag getum ekki gert neina fjárfestingu sem er mikilvægari en að tryggja börnunum okkar þá þjónustu sem þau þurfa, þegar þau þurfa á henni að halda. Eins velti ég vöngum yfir því námsefni sem skólum ber skylda að kenna. Það er um margt mjög líkt því námsefni sem kennt var þegar ég var sjálfur í grunnskóla. Þarna tel ég að við þurfum að gera stórátak, yfirfara námsefnið í heild og skoða hvað það er sem er nauðsynlegt að nemendur læri í grunnskólum í dag.Þarna er til dæmis vert að velta upp hvers vegna við erum ennþá að kenna dönsku sem skyldufag árið 2021. Væri ekki nær að hafa það sem valfag og bjóða einnig upp á nám í öðrum tungumálum líkt og þýsku, frönsku, spænsku og fleiri tungumálum? Það er tímaskekkja að eyða miklum tíma í að læra tungumál sem fáir eru spenntir að læra og kemur að öllum líkindum ekki til með að vera mikil not fyrir í framtíðinni. Þá var umræða um það í þjóðfélaginu nýlega að nemendur þurfi að sýna mun meiri færni í sundi en margur telur nauðsynlegt. Þetta er aðeins brot af því sem ég tel að þurfi að skoða betur í kjölinn. Við þurfum að efla lausnamiðaða hugsun, hópavinnu, samskipti, gagnrýna hugsun, umhverfisvitund, fjármálalæsi, seiglu og svo margt annað. Ekki það að grunnskólarnir séu ekki í einhverju mæli að vinna með ofangreind atriði í dag en sú vinna þarf að vera markvissari. Samfélagið hefur til að mynda kallað eftir aukinni kynfræðslu í skólum þar sem nemendum er m.a. kennt að virða mörk hvors annars og hefur mikilvægi þess sannað sig í undanförnum Metoo byltingum. Fjórða iðnbyltingin er í augsýn og stórtækrar tækniframfarir fram undan. Það er stór áskorun að undirbúa börn og ungmenni fyrir atvinnumarkað framtíðarinnar. Til þess að vinna það verkefni eins vel úr hendi og kostur er þurfum við að gera allt sem í valdi okkar stendur til að undirbúa skólakerfið fyrir þær breytingar sem eru framundan. Að mínu mati er kominn tími til þess að skipaður verði stýrihópur innan Stjórnarráðsins sem taki að sér að endurskoða ýtarlega þá hæfni sem grunnskólanemar ættu að hafa að loknu grunnskólanámi. Annars eigum við það á hættu að unga fólkið okkar sitji eftir á hakanum. Er til dæmis nauðsynlegt að við kunnum dönsku? Ég held í fullri alvöru ekki. Höfundur er kennari, handboltamaður og er í 6. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík norður.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar