Er Viðreisn bændaflokkur? Sigurjón Vídalín Guðmundsson skrifar 14. september 2021 12:31 Því hefur lengi verið haldið fram af íhaldsflokkunum að Viðreisn sé á móti bændum og landbúnaði á Íslandi. Slíkt gæti ekki verið fjarri sannleikanum. Þvert á móti vill Viðreisn sjá veg bænda sem mestan og sveitir landsins lifna við og blómstra á ný. Hvað veldur slæmri stöðu bænda? Afkoma bænda í dag er bein afleiðing landbúnaðarstefnu sem rekin hefur verið af íhaldsflokkunum undanfarna áratugi. Afleiðingin er sú að margar jarðir hafa lagst í eyði, jafnvel er hægt að ganga svo langt að segja að heilu sveitirnar séu komnar í eyði, í flestum tilfellum vegna þess að afurðaverð og styrkjakerfi landbúnaðarins hefur ekki dugað til að bændur geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Margir þeirra sem skrimta áfram á jörðum sínum geta gert það með því að vinna úti með búrekstrinum. Bændur geta sem sagt margir hverjir ekki lifað af búskapnum einum saman eins og æskilegast væri og því er kerfinu sem þeim er ætlað að vinna undir að stærstum hluta að kenna. Kerfið sem á að vinna með bændum vinnur á móti þeim í mörgum tilfellum ásamt því að afurðaverð til bænda er lágt. Þar kemur til hitt vandamálið sem bændur eru að glíma við en afurðastöðvakerfið og ýmsir milliliðir taka til sín stærstan hluta verðmætanna sem bændur framleiða. Hvernig er hægt að bæta afkomu bænda? Viðreisn talar fyrir því að frelsa bændur, breyta kerfinu á þann hátt að það vinni fyrir bændur og með bændum. Í dag er við lýði framleiðsluhvatakerfi sem byggir á því að framleiða einhverja fyrirfram ákveðna afurð, lambakjöt eða mjólk sem dæmi. Vandamálið er að slíkt kerfi tekur ekki mið af markaðnum hverju sinni og því finna bændur sig í því að vera framleiða vöru sem ekki er raunveruleg eftirspurn eftir og verðið því lágt. Með því að breyta kerfinu á þann hátt að bændur fái styrki til að breyta um búhætti og færa sig yfir í landbúnaðarframleiðslu og breytta landnýtingu sem gefur þeim meiri möguleika á framfleyta sér og fjölskyldum sínum fæli í sér margvísan ávinning fyrir bændur og samfélagið í heild. Dæmi um breytta búhætti sem bændur gætu horft til væru aukin kornrækt, ræktun ýmissa nytjaplantna, skógrækt, nýsköpun á sviði mjólkurframleiðslu og kjötafurða, lífrænn landbúnaður og ferðaþjónusta. Bændur vita best hvaða möguleika þeir hafa til að ná sem mestu út úr sinni jörð og sínu búi. Stuðningurinn við þá á því að miðast að því að styðja þá til þess en ekki að binda þá á bása sem hentar þeim ekki. Eru vistbændur framtíðarbændur okkar Íslendinga? Í Vísi þann 9. sept. sl. birtist grein sem fjallaði um samantekt þriggja náttúruverndarsamtaka á landbúnaðarstefnu þeirra flokka sem nú bjóða fram til alþingis. Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar svaraði m.a. á eftirfarandi hátt: „...Viðreisn vill tryggja nýliðun og fjölbreytileika innan landbúnaðarins með því að opna fyrir að bændur geti notið styrkja óháð framleiðslu á kjöti eða mjólk. Við leggjum áherslu á aukið frelsi og ný og fjölbreytt atvinnutækifæri svo sem í gegnum nýsköpun í grænni matvælaframleiðslu, ræktun nýrra nytjaplantna, vernd og endurheimt vistkerfa, skógrækt og framleiðslu timburafurða og ferðaþjónustu. Við erum raunverulega að tala um styrki til búháttarstyrkja þar sem að bændur geta með umhverfismiðuðu styrkjakerfi gerst vistbændur og haft ávinning af...“ Ég tek heilshugar undir með Hönnu Katrínu og er sannfærður um að bændur geti haft af því miklar tekjur inn í framtíðina við að binda kolefni og stunda vistvænan landbúnað. Ég hef óbilandi trú á íslenskum bændum og vill veg þeirra sem mestan. Til þess þarf að breyta um stefnu og ég trúi að stefna Viðreisnar sé rétta stefnan til þess. Þess vegna segi ég hiklaust að Viðreisn er sannarlega bændaflokkur og svarið við upphafsspurningunni er því JÁ. Höfundur skipar 3. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Sigurjón Vídalín Guðmundsson Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Því hefur lengi verið haldið fram af íhaldsflokkunum að Viðreisn sé á móti bændum og landbúnaði á Íslandi. Slíkt gæti ekki verið fjarri sannleikanum. Þvert á móti vill Viðreisn sjá veg bænda sem mestan og sveitir landsins lifna við og blómstra á ný. Hvað veldur slæmri stöðu bænda? Afkoma bænda í dag er bein afleiðing landbúnaðarstefnu sem rekin hefur verið af íhaldsflokkunum undanfarna áratugi. Afleiðingin er sú að margar jarðir hafa lagst í eyði, jafnvel er hægt að ganga svo langt að segja að heilu sveitirnar séu komnar í eyði, í flestum tilfellum vegna þess að afurðaverð og styrkjakerfi landbúnaðarins hefur ekki dugað til að bændur geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Margir þeirra sem skrimta áfram á jörðum sínum geta gert það með því að vinna úti með búrekstrinum. Bændur geta sem sagt margir hverjir ekki lifað af búskapnum einum saman eins og æskilegast væri og því er kerfinu sem þeim er ætlað að vinna undir að stærstum hluta að kenna. Kerfið sem á að vinna með bændum vinnur á móti þeim í mörgum tilfellum ásamt því að afurðaverð til bænda er lágt. Þar kemur til hitt vandamálið sem bændur eru að glíma við en afurðastöðvakerfið og ýmsir milliliðir taka til sín stærstan hluta verðmætanna sem bændur framleiða. Hvernig er hægt að bæta afkomu bænda? Viðreisn talar fyrir því að frelsa bændur, breyta kerfinu á þann hátt að það vinni fyrir bændur og með bændum. Í dag er við lýði framleiðsluhvatakerfi sem byggir á því að framleiða einhverja fyrirfram ákveðna afurð, lambakjöt eða mjólk sem dæmi. Vandamálið er að slíkt kerfi tekur ekki mið af markaðnum hverju sinni og því finna bændur sig í því að vera framleiða vöru sem ekki er raunveruleg eftirspurn eftir og verðið því lágt. Með því að breyta kerfinu á þann hátt að bændur fái styrki til að breyta um búhætti og færa sig yfir í landbúnaðarframleiðslu og breytta landnýtingu sem gefur þeim meiri möguleika á framfleyta sér og fjölskyldum sínum fæli í sér margvísan ávinning fyrir bændur og samfélagið í heild. Dæmi um breytta búhætti sem bændur gætu horft til væru aukin kornrækt, ræktun ýmissa nytjaplantna, skógrækt, nýsköpun á sviði mjólkurframleiðslu og kjötafurða, lífrænn landbúnaður og ferðaþjónusta. Bændur vita best hvaða möguleika þeir hafa til að ná sem mestu út úr sinni jörð og sínu búi. Stuðningurinn við þá á því að miðast að því að styðja þá til þess en ekki að binda þá á bása sem hentar þeim ekki. Eru vistbændur framtíðarbændur okkar Íslendinga? Í Vísi þann 9. sept. sl. birtist grein sem fjallaði um samantekt þriggja náttúruverndarsamtaka á landbúnaðarstefnu þeirra flokka sem nú bjóða fram til alþingis. Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar svaraði m.a. á eftirfarandi hátt: „...Viðreisn vill tryggja nýliðun og fjölbreytileika innan landbúnaðarins með því að opna fyrir að bændur geti notið styrkja óháð framleiðslu á kjöti eða mjólk. Við leggjum áherslu á aukið frelsi og ný og fjölbreytt atvinnutækifæri svo sem í gegnum nýsköpun í grænni matvælaframleiðslu, ræktun nýrra nytjaplantna, vernd og endurheimt vistkerfa, skógrækt og framleiðslu timburafurða og ferðaþjónustu. Við erum raunverulega að tala um styrki til búháttarstyrkja þar sem að bændur geta með umhverfismiðuðu styrkjakerfi gerst vistbændur og haft ávinning af...“ Ég tek heilshugar undir með Hönnu Katrínu og er sannfærður um að bændur geti haft af því miklar tekjur inn í framtíðina við að binda kolefni og stunda vistvænan landbúnað. Ég hef óbilandi trú á íslenskum bændum og vill veg þeirra sem mestan. Til þess þarf að breyta um stefnu og ég trúi að stefna Viðreisnar sé rétta stefnan til þess. Þess vegna segi ég hiklaust að Viðreisn er sannarlega bændaflokkur og svarið við upphafsspurningunni er því JÁ. Höfundur skipar 3. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar