Texas er víða Gunnar Sigvaldason og Silja Bára Ómarsdóttir skrifa 14. september 2021 12:00 Margt hefur áunnist í baráttunni fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna yfir eigin líkama og því ekki skrýtið að okkur reki í rogastans þegar við heyrum af nýjum ómanneskjulegum þungunarrofslögum í Texas. En stjórnvöld í Texas eru ekkert einsdæmi, því miður. Víða um heim má sjá tilraunir stjórnvalda og stjórnmálahreyfinga til þess að skerða eða afnema réttindi kvenna og kynsegin fólks. Í Noregi heyrast meira að segja raddir úr meginstraumsstjórnmálum sem vilja þrengja að réttindum til þungunarrofs. Pólland er annað dæmi en pólsk stjórnvöld hafa beint sjónum að kynfrelsi og jafnrétti kynjanna um langt árabil. Til að mynda hafa verið settar miklar skorður við þungunarrofi í landinu. Þótt ástandið á Íslandi sé mun skárra finnum við íslenska stjórnmálamenn sem segjast styðja sjálfsákvörðunarrétt kvenna en þó aðeins með skilyrðum. Það sást á Alþingi þegar ný þungunarrofslög voru sett árið 2019. Það sem vakti athygli í þeirri umræðu voru andófsraddir sem endurómuðu algengar röksemdir og orðræðu úr ranni íhaldssinna víða um heim, sem gefa til kynna að líkamar kvenna séu ekki þeirra eigin og að þeim sé ekki treystandi til að taka réttar ákvarðanir er varða eigin líkama. Ekki einu sinni á landi sem iðulega toppar alþjóðlega lista yfir þau ríki sem mestum árangri hafa náð í jafnrétti kynjanna, getum við gengið að vísum stuðningi við raunverulegan sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Þótt tilraunum til að skerða kyn- og frjósemisréttindi sé stundum stillt upp sem afmörkuðum dæmum er erfitt að líta fram hjá því að það eru sterk öfl að verki í alþjóðastjórnmálum sem eru fjandsamleg konum og hagsmunum þeirra. Hugmyndir þeirra eru iðulega af sama meiði og andúð á hinsegin fólki. Þar koma saman íhalds- og afturhaldsöfl úr ranni stjórnmála og trúarstofnana sem hafa tekið höndum saman til að koma í veg fyrir útvíkkun frelsis og réttinda. Eða einfaldlega skerða þau réttindi sem fyrir eru, eins og í Texas. Þannig hafa ríki innan Sameinuðu þjóðanna, sem eiga fátt sameiginlegt, unnið saman að því að takmarka aðgengi kvenna að kyn- og frjósemisréttindum. Rótum þessara strauma hefur ekki verið gefinn nægjanlegur gaumur. Það er miður því áhrif þeirra á samfélag okkar og þar með líf eru óumdeilanleg. Grundvallarréttindi hafa aldrei verið sjálfgefin og einn af lærdómum sögunnar er að við ættum aldrei að vanmeta þá sem ganga skipulega til verks og hafa það markmið að valda bakslagi í réttindabaráttu kvenna og annarra. Það skiptir því höfuðmáli að þau okkar sem vilja standa vörð um þessi réttindi séu meðvituð um hættuna á bakslagi sem og tilbúin til að verjast því, þvert á landamæri og trúarbrögð. Gunnar Sigvaldason er doktorsnemi og Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ. Þau eru þátttakendur í alþjóðlegu verkefni sem rannsakar andstöðu íhaldsafla við baráttuna fyrir kyn- og frjósemisréttindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Sjá meira
Margt hefur áunnist í baráttunni fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna yfir eigin líkama og því ekki skrýtið að okkur reki í rogastans þegar við heyrum af nýjum ómanneskjulegum þungunarrofslögum í Texas. En stjórnvöld í Texas eru ekkert einsdæmi, því miður. Víða um heim má sjá tilraunir stjórnvalda og stjórnmálahreyfinga til þess að skerða eða afnema réttindi kvenna og kynsegin fólks. Í Noregi heyrast meira að segja raddir úr meginstraumsstjórnmálum sem vilja þrengja að réttindum til þungunarrofs. Pólland er annað dæmi en pólsk stjórnvöld hafa beint sjónum að kynfrelsi og jafnrétti kynjanna um langt árabil. Til að mynda hafa verið settar miklar skorður við þungunarrofi í landinu. Þótt ástandið á Íslandi sé mun skárra finnum við íslenska stjórnmálamenn sem segjast styðja sjálfsákvörðunarrétt kvenna en þó aðeins með skilyrðum. Það sást á Alþingi þegar ný þungunarrofslög voru sett árið 2019. Það sem vakti athygli í þeirri umræðu voru andófsraddir sem endurómuðu algengar röksemdir og orðræðu úr ranni íhaldssinna víða um heim, sem gefa til kynna að líkamar kvenna séu ekki þeirra eigin og að þeim sé ekki treystandi til að taka réttar ákvarðanir er varða eigin líkama. Ekki einu sinni á landi sem iðulega toppar alþjóðlega lista yfir þau ríki sem mestum árangri hafa náð í jafnrétti kynjanna, getum við gengið að vísum stuðningi við raunverulegan sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Þótt tilraunum til að skerða kyn- og frjósemisréttindi sé stundum stillt upp sem afmörkuðum dæmum er erfitt að líta fram hjá því að það eru sterk öfl að verki í alþjóðastjórnmálum sem eru fjandsamleg konum og hagsmunum þeirra. Hugmyndir þeirra eru iðulega af sama meiði og andúð á hinsegin fólki. Þar koma saman íhalds- og afturhaldsöfl úr ranni stjórnmála og trúarstofnana sem hafa tekið höndum saman til að koma í veg fyrir útvíkkun frelsis og réttinda. Eða einfaldlega skerða þau réttindi sem fyrir eru, eins og í Texas. Þannig hafa ríki innan Sameinuðu þjóðanna, sem eiga fátt sameiginlegt, unnið saman að því að takmarka aðgengi kvenna að kyn- og frjósemisréttindum. Rótum þessara strauma hefur ekki verið gefinn nægjanlegur gaumur. Það er miður því áhrif þeirra á samfélag okkar og þar með líf eru óumdeilanleg. Grundvallarréttindi hafa aldrei verið sjálfgefin og einn af lærdómum sögunnar er að við ættum aldrei að vanmeta þá sem ganga skipulega til verks og hafa það markmið að valda bakslagi í réttindabaráttu kvenna og annarra. Það skiptir því höfuðmáli að þau okkar sem vilja standa vörð um þessi réttindi séu meðvituð um hættuna á bakslagi sem og tilbúin til að verjast því, þvert á landamæri og trúarbrögð. Gunnar Sigvaldason er doktorsnemi og Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ. Þau eru þátttakendur í alþjóðlegu verkefni sem rannsakar andstöðu íhaldsafla við baráttuna fyrir kyn- og frjósemisréttindum.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun