Það er kosið um jafnréttismál Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 14. september 2021 07:30 Ísland trónir efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum, um kynjajafnrétti. Það höfum við gert í rúman áratug. Af þessu getum við verið stolt. Þessi staða getur verið okkur hvatning um um að halda áfram sem og að berjast gegn bakslagi. Þessi staða getur líka leitt til að einhverjir trúi því að við séum komin í höfn. Tölur um kynbundinn launamun, tölur um kynbundið ofbeldi og upplifun kvenna um öryggi segja því miður aðra sögu. Íslenska leiðin Á Íslandi hafa verið sett framsækin lög um jafnrétti sem aðrar þjóðir hafa horft til, svo sem lög um fæðingarorlof með sjálfstæðum rétti beggja foreldra til orlofs sem sett voru árið 2000.Að baki var skýr hugmyndafræði um stuðning við foreldra og um leið sá skilningur að löggjöfin gæti ýtt undir jafnrétti á heimilum og vinnumarkaði. Frumvarp Viðreisnar um jafnlaunavottun vakti heimsathygli fyrir fyrir skýrar aðgerðir í þágu launajafnréttis. Annað frumvarp Viðreisnar er til marks um sterka jafnréttispólitík. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður lagði fram frumvarp um samþykkisregluna svokölluðu, þ.e. að skilgreina nauðgun út frá skorti á samþykki. Frumvarpið varð að lögum og í þeim felast grundvallarskilaboð um kynfrelsi. Í þessari nálgun er líka fólgið mikið tækifæri til forvarna og fræðslu. Viðreisn lagði jafnframt fram tillögur um fræðslu í skólum, t.d. um þýðingu samþykkis, kynfrelsis og um mörk í samskiptum. Sú tillaga hefur því miður ekki verið samþykkt. Það eru mikil vonbrigði enda eru forvarnir og fræðsla eitt mikilvægasta verkfærið til að sporna gegn kynbundnu ofbeldi. Þannig gætum við farið í markvissa vinnu til að uppræta kynbundið ofbeldi. Það á nefnilega alls ekkert að vera lögmál að stelpur og konur þurfi stöðugt að vera með hugann við öryggi sitt. Öll mál eru jafnréttismál Jafnlaunavottunin var tímamóta lagasetning í þágu launajafnréttis. Fyrir liggur hver staðan er um launajafnrétti. Við vitum líka að launamunur kynjanna er viðvarandi vandamál, útskýrður sem óútskýrður. Störf kvennastétta eru ekki metin að verðleikum og við sem samfélag finnum fyrir afleiðingum þess. Við finnum fyrir því hvernig gengur að manna í þau störf. Það voru þess vegna vonbrigði að eitt fyrsta skref Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra var að fresta gildistöku laganna þegar hann tók við embætti ráðherra. Lögin verða þess vegna ekki innleidd að fullu fyrr en í lok árs 2022. Alvarlegt bakslag í jafnréttismálum Alvarlegt bakslag varð svo í jafnréttismálum á vakt ríkisstjórnarinnar með dómsmáli menntamálaráðherra gegn konu sem leitaði réttar síns í kjölfar umdeildrar skipunar í embætti ráðuneytisstjóra. Jafnréttisnefnd kærumála komst að þeirri niðurstöðu að menntamálaráðherra hefði gerst brotleg við lög við skipun í embættið. Ráðherra brást við með því að stefna konunni fyrir dóm, í nafni íslenska ríkisins og á kostnað ríkisins. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt afdráttarlausan dóm í málinu og komist að þeirri niðurstöðu að jafnréttislög hafi verið brotin af hálfu ráðherra. Sú niðurstaða dugði ráðherranum ekki heldur, sem áfrýjaði málinu. Áfrýjunin er í nafni íslenska ríkisins og á kostnað okkar allra. Efnisleg niðurstaða Landsréttar í því máli liggur ekki fyrir, en þessi meðferð valds kristallar ákveðna afstöðu til meðferðar valds , opinberra fjármuna og ekki síst til jafnréttismála. Þessi meðferð valds dregur úr vilja og getu kvenna að leita réttar síns, þegar búast má við því að íslenska ríkið haldi þeim í málaferlum árum saman. Og þetta dómsmál er blettur á allri jafnréttispólitík ríkisstjórnarinnar. Jafnrétti í verki Góður árangur Íslands í jafnréttismálum er afrakstur markvissrar vinnu og lagasetningar. Jafnrétti hefur náðst fram með aðgerðum sem hafa leitt af sér viðhorfsbreytingu. Viðhorfsbreyting hefur sömuleiðis skilað af sér aðgerðum. Það er hringrás jafnréttis. Árangurinn náðist ekki bara með tímanum eða með biðinni heldur með því að vera markviss og metnaðarfull í jafnréttismálum. Við eigum að sýna árangrinum þá virðingu að halda áfram að vinna í sama anda, í stað þess að taka skref til baka. Það er verk að vinna í jafnréttismálum. Viðreisn hefur á fimm ára sögu sinni sýnt í verki að jafnrétti er leiðarljós í allri stefnu okkar. Grunninntak í stefnu Viðreisnar er að öll mál séu jafnréttismál. Þannig mun Viðreisn halda áfram að vinna á næsta kjörtímabili. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Jafnréttismál Viðreisn Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Ísland trónir efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum, um kynjajafnrétti. Það höfum við gert í rúman áratug. Af þessu getum við verið stolt. Þessi staða getur verið okkur hvatning um um að halda áfram sem og að berjast gegn bakslagi. Þessi staða getur líka leitt til að einhverjir trúi því að við séum komin í höfn. Tölur um kynbundinn launamun, tölur um kynbundið ofbeldi og upplifun kvenna um öryggi segja því miður aðra sögu. Íslenska leiðin Á Íslandi hafa verið sett framsækin lög um jafnrétti sem aðrar þjóðir hafa horft til, svo sem lög um fæðingarorlof með sjálfstæðum rétti beggja foreldra til orlofs sem sett voru árið 2000.Að baki var skýr hugmyndafræði um stuðning við foreldra og um leið sá skilningur að löggjöfin gæti ýtt undir jafnrétti á heimilum og vinnumarkaði. Frumvarp Viðreisnar um jafnlaunavottun vakti heimsathygli fyrir fyrir skýrar aðgerðir í þágu launajafnréttis. Annað frumvarp Viðreisnar er til marks um sterka jafnréttispólitík. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður lagði fram frumvarp um samþykkisregluna svokölluðu, þ.e. að skilgreina nauðgun út frá skorti á samþykki. Frumvarpið varð að lögum og í þeim felast grundvallarskilaboð um kynfrelsi. Í þessari nálgun er líka fólgið mikið tækifæri til forvarna og fræðslu. Viðreisn lagði jafnframt fram tillögur um fræðslu í skólum, t.d. um þýðingu samþykkis, kynfrelsis og um mörk í samskiptum. Sú tillaga hefur því miður ekki verið samþykkt. Það eru mikil vonbrigði enda eru forvarnir og fræðsla eitt mikilvægasta verkfærið til að sporna gegn kynbundnu ofbeldi. Þannig gætum við farið í markvissa vinnu til að uppræta kynbundið ofbeldi. Það á nefnilega alls ekkert að vera lögmál að stelpur og konur þurfi stöðugt að vera með hugann við öryggi sitt. Öll mál eru jafnréttismál Jafnlaunavottunin var tímamóta lagasetning í þágu launajafnréttis. Fyrir liggur hver staðan er um launajafnrétti. Við vitum líka að launamunur kynjanna er viðvarandi vandamál, útskýrður sem óútskýrður. Störf kvennastétta eru ekki metin að verðleikum og við sem samfélag finnum fyrir afleiðingum þess. Við finnum fyrir því hvernig gengur að manna í þau störf. Það voru þess vegna vonbrigði að eitt fyrsta skref Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra var að fresta gildistöku laganna þegar hann tók við embætti ráðherra. Lögin verða þess vegna ekki innleidd að fullu fyrr en í lok árs 2022. Alvarlegt bakslag í jafnréttismálum Alvarlegt bakslag varð svo í jafnréttismálum á vakt ríkisstjórnarinnar með dómsmáli menntamálaráðherra gegn konu sem leitaði réttar síns í kjölfar umdeildrar skipunar í embætti ráðuneytisstjóra. Jafnréttisnefnd kærumála komst að þeirri niðurstöðu að menntamálaráðherra hefði gerst brotleg við lög við skipun í embættið. Ráðherra brást við með því að stefna konunni fyrir dóm, í nafni íslenska ríkisins og á kostnað ríkisins. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt afdráttarlausan dóm í málinu og komist að þeirri niðurstöðu að jafnréttislög hafi verið brotin af hálfu ráðherra. Sú niðurstaða dugði ráðherranum ekki heldur, sem áfrýjaði málinu. Áfrýjunin er í nafni íslenska ríkisins og á kostnað okkar allra. Efnisleg niðurstaða Landsréttar í því máli liggur ekki fyrir, en þessi meðferð valds kristallar ákveðna afstöðu til meðferðar valds , opinberra fjármuna og ekki síst til jafnréttismála. Þessi meðferð valds dregur úr vilja og getu kvenna að leita réttar síns, þegar búast má við því að íslenska ríkið haldi þeim í málaferlum árum saman. Og þetta dómsmál er blettur á allri jafnréttispólitík ríkisstjórnarinnar. Jafnrétti í verki Góður árangur Íslands í jafnréttismálum er afrakstur markvissrar vinnu og lagasetningar. Jafnrétti hefur náðst fram með aðgerðum sem hafa leitt af sér viðhorfsbreytingu. Viðhorfsbreyting hefur sömuleiðis skilað af sér aðgerðum. Það er hringrás jafnréttis. Árangurinn náðist ekki bara með tímanum eða með biðinni heldur með því að vera markviss og metnaðarfull í jafnréttismálum. Við eigum að sýna árangrinum þá virðingu að halda áfram að vinna í sama anda, í stað þess að taka skref til baka. Það er verk að vinna í jafnréttismálum. Viðreisn hefur á fimm ára sögu sinni sýnt í verki að jafnrétti er leiðarljós í allri stefnu okkar. Grunninntak í stefnu Viðreisnar er að öll mál séu jafnréttismál. Þannig mun Viðreisn halda áfram að vinna á næsta kjörtímabili. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun