Hugsum sjálfstætt – Nýtum kosningaréttinn Arnar Þór Jónsson og Vigfús Bjarni Albertsson skrifa 13. september 2021 19:00 Hefurðu ekki áhuga á að tala um stjórnmál? Nennirðu því ekki? Finnst þér að ekki megi ræða um stjórnmál við vini, ættingja eða á vinnustað? Við setjum þessar línur á blað til að vara við því að við vanrækjum stjórnmálin. Charles de Gaulle orðaði sambærilega hugsun með eftirfarandi hætti: „Stjórnmál eru of alvarlegt viðfangsefni til að eftirláta þau stjórnmálamönnum einum“. Ertu of upptekin(n) til að mæta á kjörstað? Finnst þér ekki skipta máli hvaða menntastefna er lögð skólastarfi til grundvallar, hvað við borgum í skatta og hvernig skattfé er ráðstafað, hvaða vaxtarskilyrði atvinnulífið býr við, hvaða atvinnumöguleika við höfum, hvernig heilbrigðiskerfið er skipulagt, hvaða reglur gilda um framleiðslu matvæla o.s.frv. Blasir ekki við, þegar við hugsum út í það, að stjórnmálin gegnsýra allt okkar daglega líf? Skattgreiðslur eru mál sem kjósendur ættu að láta sig varða, því hér er um að ræða fjármuni sem teknir eru beint úr launaumslagi okkar. Hefurðu reiknað út hversu stór hluti tekna þinna fer í skatta? Hvers konar skatta erum við að greiða? Hvað vinnum við stóran hluta ársins í þágu ríkisins? Hversu stóran hluta vinnudagsins? Hverjir hafa mest um það að segja hvernig þessum fjármunum okkar (sköttunum) er ráðstafað? Stjórnmálamenn auðvitað. Á hverju einasta ári þenst regluverkið út. Kjörnum fulltrúum er ætlað að hafa mest áhrif á þróun og innihald þessara reglna. Á hverju ári bætast við alls konar kröfur um framleiðslustaðla, sem hafa í för með sér aukinn kostnað fyrir fyrirtæki og neytendur. Stjórnmál ráða því hvaða öryggiskröfur eru gerðar, hvaða reglur gilda um ráðningar í störf, hvernig skipulagsmálum er háttað, samgöngum og hvaða kröfur eru gerðar til húsbygginga o.fl. Stjórnmál eru allt í kringum okkur. Fréttir snúast að miklu leyti um stjórnmál og lögin eru afsprengi pólitískrar umræðu. Framtíð lýðræðisins og lýðveldisins er háð því að við sýnum stjórnmálunum áhuga, látum til okkar taka á þeim vettvangi, tökum þátt í flokksstarfi, veitum stjórnmálamönnum aðhald, tjáum skoðanir okkar, hugsum sjálfstætt. Án alls þessa verður lýðræðið siðlausu stjórnarfari að bráð. Það viljum við ekki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá upphafi lagt áherslu á að efla sjálfstæði einstaklinganna innan samfélagsins með sanngirni og lífsgæði að leiðarljósi. Þessum markmiðum verður best náð með því að tryggja frelsi fólks til að beita hugsun sinni og kröftum innan leyfilegra takmarka, sjálfum sér og öðrum til hagsbóta. Lýðræðið hvílir á þeim grunni að frjálsir, þroskaðir og sjálfstæðir einstaklingar nýti kosningaréttinn skynsamlega. Atkvæði þitt skiptir máli. Ekki kjósa bara eitthvað. Arnar Þór skipar 5. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi og Vigfús Bjarni skipar skipar 6. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Arnar Þór Jónsson Vigfús Bjarni Albertsson Mest lesið Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Sjá meira
Hefurðu ekki áhuga á að tala um stjórnmál? Nennirðu því ekki? Finnst þér að ekki megi ræða um stjórnmál við vini, ættingja eða á vinnustað? Við setjum þessar línur á blað til að vara við því að við vanrækjum stjórnmálin. Charles de Gaulle orðaði sambærilega hugsun með eftirfarandi hætti: „Stjórnmál eru of alvarlegt viðfangsefni til að eftirláta þau stjórnmálamönnum einum“. Ertu of upptekin(n) til að mæta á kjörstað? Finnst þér ekki skipta máli hvaða menntastefna er lögð skólastarfi til grundvallar, hvað við borgum í skatta og hvernig skattfé er ráðstafað, hvaða vaxtarskilyrði atvinnulífið býr við, hvaða atvinnumöguleika við höfum, hvernig heilbrigðiskerfið er skipulagt, hvaða reglur gilda um framleiðslu matvæla o.s.frv. Blasir ekki við, þegar við hugsum út í það, að stjórnmálin gegnsýra allt okkar daglega líf? Skattgreiðslur eru mál sem kjósendur ættu að láta sig varða, því hér er um að ræða fjármuni sem teknir eru beint úr launaumslagi okkar. Hefurðu reiknað út hversu stór hluti tekna þinna fer í skatta? Hvers konar skatta erum við að greiða? Hvað vinnum við stóran hluta ársins í þágu ríkisins? Hversu stóran hluta vinnudagsins? Hverjir hafa mest um það að segja hvernig þessum fjármunum okkar (sköttunum) er ráðstafað? Stjórnmálamenn auðvitað. Á hverju einasta ári þenst regluverkið út. Kjörnum fulltrúum er ætlað að hafa mest áhrif á þróun og innihald þessara reglna. Á hverju ári bætast við alls konar kröfur um framleiðslustaðla, sem hafa í för með sér aukinn kostnað fyrir fyrirtæki og neytendur. Stjórnmál ráða því hvaða öryggiskröfur eru gerðar, hvaða reglur gilda um ráðningar í störf, hvernig skipulagsmálum er háttað, samgöngum og hvaða kröfur eru gerðar til húsbygginga o.fl. Stjórnmál eru allt í kringum okkur. Fréttir snúast að miklu leyti um stjórnmál og lögin eru afsprengi pólitískrar umræðu. Framtíð lýðræðisins og lýðveldisins er háð því að við sýnum stjórnmálunum áhuga, látum til okkar taka á þeim vettvangi, tökum þátt í flokksstarfi, veitum stjórnmálamönnum aðhald, tjáum skoðanir okkar, hugsum sjálfstætt. Án alls þessa verður lýðræðið siðlausu stjórnarfari að bráð. Það viljum við ekki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá upphafi lagt áherslu á að efla sjálfstæði einstaklinganna innan samfélagsins með sanngirni og lífsgæði að leiðarljósi. Þessum markmiðum verður best náð með því að tryggja frelsi fólks til að beita hugsun sinni og kröftum innan leyfilegra takmarka, sjálfum sér og öðrum til hagsbóta. Lýðræðið hvílir á þeim grunni að frjálsir, þroskaðir og sjálfstæðir einstaklingar nýti kosningaréttinn skynsamlega. Atkvæði þitt skiptir máli. Ekki kjósa bara eitthvað. Arnar Þór skipar 5. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi og Vigfús Bjarni skipar skipar 6. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun