Loftslagið og dreifbýlið Ólafur Halldórsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifa 13. september 2021 18:31 Það er enginn vafi á því að loftslagsmál og loftslagsbreytingar eru eitt stærsta mál samtímans. Núna í ágúst síðastliðnum var ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna kynnt og þar kom skýrt fram að það þarf að grípa til frekari aðgerða til að stemma stigu við loftslagsvánni og þeirra er þörf strax. Sjálfbærni og náttúruvernd þurfa að vera lykilhugtök til framtíðar. Við höfum frábært tækifæri á Íslandi til að setja gott fordæmi og vera leiðandi í loftslagsmálum, en til þess þarf að bæta ýmislegt. Hvað getum við gert? Við eigum til dæmis langt í land hvað varðar samgöngur á Íslandi og þá sérstaklega á úti á landi. Við verðum að koma á loftslagsvænum samgöngum með endurnýjanlegum orkugjöfum, til þess verður að stuðla að aðgengi að þessum orkugjöfum um allt land. Einnig þarf að samnýta samgöngur mun meira, þar sem vörur og fólk er flutt með sama fararskjóta. Ríkið þarf að stuðla að því að almenningssamgöngur í dreifbýli verði efldar svo að þær verði samkeppnishæfur kostur gagnvart einkabílnum. Það þarf að byggja upp atvinnulífið í sátt við umhverfið og án þess að gengið sé á hagsmuni komandi kynslóða. Það er mikilvægt að náttúran fái alltaf að njóta vafans. Tími uppbyggingar á mengandi stóriðju á Íslandi er liðinn. Við eigum að leggja áherslu á að nýta nýjustu tækni og skapa fjölbreytt tækifæri fyrir fólk og þá spilar aukin fjarvinna og störf án staðsetningar líka stóran hlut. Einnig eru mikil tækifæri í endurheimt votlendis í kjördæminu, en bæði tún og óræktuð svæði eru víða ekki í notkun við landbúnað og matvælaframleiðslu. Þar má sums staðar fylla upp í skurðina. Við þurfum að aðstoða og hvetja bændur með frekari styrkjum til að endurheimta votlendi og þar með binda kolefni. Þetta eru nokkur mál sem við teljum að séu mikilvæg til endurbóta baráttunni gegn loftslagsvánni en þetta eru þó langt því frá einu málin. Á kjörtímabilinu hafa verið tekin stór skref í átt að umhverfisvænna samfélagi undir forystu Vinstri Grænna. Fyrsta fjármagnaða aðgerðaráætlunin gegn loftslagsvánni var sett fram sem leiddi til þess að framlög til loftslagsmála jukust um 736%, svartolía var bönnuð innan landhelgi Íslands, dregið var verulega úr plastnotkun, stórátak varð í friðlýsingum, markmið um kolefnishlutleysi árið 2040 var lögfest, loftslagsráð var stofnað og svona mætti lengi telja. Baráttunni er þó ekki lokið, hún er bara rétt að byrja og við þurfum að hafa hraðar hendur og ráðast í ennþá róttækari aðgerðir. Með árangur stjórnvalda á kjörtímabilinu í huga ásamt góðri einkunn Ungra umhverfissinna fyrir stefnu flokksins í umhverfismálum er full ljóst hvaða flokkur mun vinna áfram að þessum málum af krafti og er tilbúinn að gera það sem þarf. Það er flokkurinn sem hefur frá upphafi sett loftslagsmálin í forgang, Vinstrihreyfingin grænt framboð. Það skiptir máli hver stjórnar. Ólafur og Dagrún ósk skipa 8. sæti og 9. sæti fyrir Vinstri græn Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Loftslagsmál Landbúnaður Matvælaframleiðsla Stóriðja Samgöngur Umhverfismál Vinstri græn Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er enginn vafi á því að loftslagsmál og loftslagsbreytingar eru eitt stærsta mál samtímans. Núna í ágúst síðastliðnum var ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna kynnt og þar kom skýrt fram að það þarf að grípa til frekari aðgerða til að stemma stigu við loftslagsvánni og þeirra er þörf strax. Sjálfbærni og náttúruvernd þurfa að vera lykilhugtök til framtíðar. Við höfum frábært tækifæri á Íslandi til að setja gott fordæmi og vera leiðandi í loftslagsmálum, en til þess þarf að bæta ýmislegt. Hvað getum við gert? Við eigum til dæmis langt í land hvað varðar samgöngur á Íslandi og þá sérstaklega á úti á landi. Við verðum að koma á loftslagsvænum samgöngum með endurnýjanlegum orkugjöfum, til þess verður að stuðla að aðgengi að þessum orkugjöfum um allt land. Einnig þarf að samnýta samgöngur mun meira, þar sem vörur og fólk er flutt með sama fararskjóta. Ríkið þarf að stuðla að því að almenningssamgöngur í dreifbýli verði efldar svo að þær verði samkeppnishæfur kostur gagnvart einkabílnum. Það þarf að byggja upp atvinnulífið í sátt við umhverfið og án þess að gengið sé á hagsmuni komandi kynslóða. Það er mikilvægt að náttúran fái alltaf að njóta vafans. Tími uppbyggingar á mengandi stóriðju á Íslandi er liðinn. Við eigum að leggja áherslu á að nýta nýjustu tækni og skapa fjölbreytt tækifæri fyrir fólk og þá spilar aukin fjarvinna og störf án staðsetningar líka stóran hlut. Einnig eru mikil tækifæri í endurheimt votlendis í kjördæminu, en bæði tún og óræktuð svæði eru víða ekki í notkun við landbúnað og matvælaframleiðslu. Þar má sums staðar fylla upp í skurðina. Við þurfum að aðstoða og hvetja bændur með frekari styrkjum til að endurheimta votlendi og þar með binda kolefni. Þetta eru nokkur mál sem við teljum að séu mikilvæg til endurbóta baráttunni gegn loftslagsvánni en þetta eru þó langt því frá einu málin. Á kjörtímabilinu hafa verið tekin stór skref í átt að umhverfisvænna samfélagi undir forystu Vinstri Grænna. Fyrsta fjármagnaða aðgerðaráætlunin gegn loftslagsvánni var sett fram sem leiddi til þess að framlög til loftslagsmála jukust um 736%, svartolía var bönnuð innan landhelgi Íslands, dregið var verulega úr plastnotkun, stórátak varð í friðlýsingum, markmið um kolefnishlutleysi árið 2040 var lögfest, loftslagsráð var stofnað og svona mætti lengi telja. Baráttunni er þó ekki lokið, hún er bara rétt að byrja og við þurfum að hafa hraðar hendur og ráðast í ennþá róttækari aðgerðir. Með árangur stjórnvalda á kjörtímabilinu í huga ásamt góðri einkunn Ungra umhverfissinna fyrir stefnu flokksins í umhverfismálum er full ljóst hvaða flokkur mun vinna áfram að þessum málum af krafti og er tilbúinn að gera það sem þarf. Það er flokkurinn sem hefur frá upphafi sett loftslagsmálin í forgang, Vinstrihreyfingin grænt framboð. Það skiptir máli hver stjórnar. Ólafur og Dagrún ósk skipa 8. sæti og 9. sæti fyrir Vinstri græn Norðvesturkjördæmi.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun