Sósíalistaflokkurinn þorir og getur Haraldur Ingi Haraldsson skrifar 13. september 2021 13:31 Frá því að við Íslendingar urðum sjálfstæð þjóð hefur baráttan um yfirráð yfir hinum gjöfulu fiskimiðum við landi verið í okkar höndum . Við höfum háð 3 þorskastríð við stórveldi- við ofurefli – en sameinuð höfum við þjóðin sigrað – við unnum í raun og sanneika stórkostlegan sigur . Þetta var stórfengleg aðstaða að vera í en íslensk stjórnvöld köstuðu henni á glæ. Þrátt fyrir skýr lagaákvæði um annað smíðuðu þau kerfi sem fámenn auðstétt hefur getað nýtt sér til að sópa að sér ævintýralegum auðæfum sem eiga enga sína líka í gervallri Íslandssögunni. Fyrir okkur í Norðausturkjördæmi er er lykilatriði að hrinda þessari þróun. Nýtt kerfi er einn af hornsteinunum sem gerir okkur kleift að hefja tímabil uppbyggingar þar sem við byggjum upp innviði, húsnæði og samgöngur með félagslegum lausnum í kjördæminu Auður sægreifanna – efnahagsleg og pólitísk áhrif þeirra eru komin langt út yfir þau mörk sem lítið samfélag eins og okkar þolir. Það rífur niður lýðræðið skapar djúpstæða spillingu í stjórnmálakerfinu og teygir anga sína út um allt samfélag og einnig til annarra landa eins og við höfum furðu lostin fylgst með mútumálsrannsóksókn á hendur Samherja í Namibíu og viðbrögðum fyrirtækisins sem reiðir hnefann og skekur hann að okkur og starfrækti svokallaða skæruliðadeild til að spilla rannsókn á málum hér heima og erlendis. Þrjú þorskastríð á lýðveldistíma, sigur eftir sigur eftir sigur. En svo töpum við fyrir íslenskum stjórnvöldum sem færðu fámennum sérhagsmunaöflum það sem með réttu er okkar. Baráttan gegn því og endurheimt yfirráða allra landsmanna yfir fiskveiðiauðlindinni er það sem við köllum 4 þorskastríði. Sameinumst um þá baráttu og sækjum innblástur í fyrir sigra. Hin eyðandi öfl Flest okkar kannast við söguna af Fenrisúlfi. Þessi saga er dæmisaga. Hún er saga af samfélagi þar sem þeir sem búa í samfélaginu fóstra upp úfl og hafa gaman af látunum í honum í fyrstu. Úlfurinn gengur hins vegar á lagið og eftir því sem hann vex og fullorðnast verður hann sífellt meira til vandræða. Svo langt gengur það að hann er farinn að rífa, slíta og eyðileggja það sem byggt var upp. Þetta er óþolandi ástand og það þarf að bregðast við. Það þarf á sameiginlegu átaki allra að halda. Og þið vitið hvernig sagan endar eftir mikla fyrirhöfn, hugvit, kænsku og fórnir tekst að fjötra úlfinn og hættan er liðin hjá. Við erum í þessum sporum í dag. Við þurfum að bregðast eins við og í dæmisögunni um úlfinn Fenri. Verkfærin eru lýðræðisleg – að breyta lögum og byggja upp nýtt og sanngjarnt kerfi allri þjóðinni til hagsbóta. Það mun verka sem vítamínsprauta fyrir kjördæmið okkar valdefla byggðirnar og gera stóru byggðarkjarnana enn sterkari Misskipting auðs, óréttlætið og spillingin sem henni er samfara er fylgifiskur kvótakerfisins. Sægreifarnir --og þau stjórnmálaöfl sem ætla sér að slá skjaldborg um þá virðast ógnar sterk. Þau ætla sér að mynda næstu ríkistjórn til þess að geta varið þessa sérhagmuni og annarra. Við þurfum ekki að hræðast það við sjáum það af sögunni að við höfum sigrað ofureflið áður og við getum gert það aftur. Lykillinn af því er að standa saman og sækja aflið til þjóðarinnar. Til ykkar. Köstum af okkur klafanum – sigrum og færum kvótann heim – bindum hann við byggðirnar Sósíalistaflokkurinn vill verða verkfæri ykkar í þeirri baráttu Fyrsta grein laga um fiskveiðikerfið "2006 nr. 116 10. ágúst gr.Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum." Þetta eru lög í landinu og með lögum skal land byggja og ólögum eyða. Og núna 25 september snúum við vörn í sókn – 60 til 70 % landsmanna er á móti kvótakerfinu og aðeins lítill minnihluti meðmæltur. Færum þann almannavilja inn á Alþingi. 4 þorskastríðið er hafið. Sósíalistaflokkurinn þorir Sósíalistaflokkurinn getur Þú kjósandi góður hefur aflið til að gefa okkur – Þetta eru mikilvægustu kosningar í langan tíma – annarsvegar er hörð hægristefna með einkavæðingu og auðmannadekri og hinsvegar er kærleikur félagshyggjunnar og loksins raunveruleg andstaða við sérhagsmunastefnu stjórnvalda. Kjörklefinn stendur þér opinn til að til þess að velja á milli. Með því að setja x við j á kjördag hefjum við löngu tímabæra baráttu og hefjum nýtt tímabil andstöðu við auðvaldið og uppbyggingu félagslegra gilda " Skilum Rauðu – X-J 25. september Höfundur er oddviti Sósíalista í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Haraldur Ingi Haraldsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Frá því að við Íslendingar urðum sjálfstæð þjóð hefur baráttan um yfirráð yfir hinum gjöfulu fiskimiðum við landi verið í okkar höndum . Við höfum háð 3 þorskastríð við stórveldi- við ofurefli – en sameinuð höfum við þjóðin sigrað – við unnum í raun og sanneika stórkostlegan sigur . Þetta var stórfengleg aðstaða að vera í en íslensk stjórnvöld köstuðu henni á glæ. Þrátt fyrir skýr lagaákvæði um annað smíðuðu þau kerfi sem fámenn auðstétt hefur getað nýtt sér til að sópa að sér ævintýralegum auðæfum sem eiga enga sína líka í gervallri Íslandssögunni. Fyrir okkur í Norðausturkjördæmi er er lykilatriði að hrinda þessari þróun. Nýtt kerfi er einn af hornsteinunum sem gerir okkur kleift að hefja tímabil uppbyggingar þar sem við byggjum upp innviði, húsnæði og samgöngur með félagslegum lausnum í kjördæminu Auður sægreifanna – efnahagsleg og pólitísk áhrif þeirra eru komin langt út yfir þau mörk sem lítið samfélag eins og okkar þolir. Það rífur niður lýðræðið skapar djúpstæða spillingu í stjórnmálakerfinu og teygir anga sína út um allt samfélag og einnig til annarra landa eins og við höfum furðu lostin fylgst með mútumálsrannsóksókn á hendur Samherja í Namibíu og viðbrögðum fyrirtækisins sem reiðir hnefann og skekur hann að okkur og starfrækti svokallaða skæruliðadeild til að spilla rannsókn á málum hér heima og erlendis. Þrjú þorskastríð á lýðveldistíma, sigur eftir sigur eftir sigur. En svo töpum við fyrir íslenskum stjórnvöldum sem færðu fámennum sérhagsmunaöflum það sem með réttu er okkar. Baráttan gegn því og endurheimt yfirráða allra landsmanna yfir fiskveiðiauðlindinni er það sem við köllum 4 þorskastríði. Sameinumst um þá baráttu og sækjum innblástur í fyrir sigra. Hin eyðandi öfl Flest okkar kannast við söguna af Fenrisúlfi. Þessi saga er dæmisaga. Hún er saga af samfélagi þar sem þeir sem búa í samfélaginu fóstra upp úfl og hafa gaman af látunum í honum í fyrstu. Úlfurinn gengur hins vegar á lagið og eftir því sem hann vex og fullorðnast verður hann sífellt meira til vandræða. Svo langt gengur það að hann er farinn að rífa, slíta og eyðileggja það sem byggt var upp. Þetta er óþolandi ástand og það þarf að bregðast við. Það þarf á sameiginlegu átaki allra að halda. Og þið vitið hvernig sagan endar eftir mikla fyrirhöfn, hugvit, kænsku og fórnir tekst að fjötra úlfinn og hættan er liðin hjá. Við erum í þessum sporum í dag. Við þurfum að bregðast eins við og í dæmisögunni um úlfinn Fenri. Verkfærin eru lýðræðisleg – að breyta lögum og byggja upp nýtt og sanngjarnt kerfi allri þjóðinni til hagsbóta. Það mun verka sem vítamínsprauta fyrir kjördæmið okkar valdefla byggðirnar og gera stóru byggðarkjarnana enn sterkari Misskipting auðs, óréttlætið og spillingin sem henni er samfara er fylgifiskur kvótakerfisins. Sægreifarnir --og þau stjórnmálaöfl sem ætla sér að slá skjaldborg um þá virðast ógnar sterk. Þau ætla sér að mynda næstu ríkistjórn til þess að geta varið þessa sérhagmuni og annarra. Við þurfum ekki að hræðast það við sjáum það af sögunni að við höfum sigrað ofureflið áður og við getum gert það aftur. Lykillinn af því er að standa saman og sækja aflið til þjóðarinnar. Til ykkar. Köstum af okkur klafanum – sigrum og færum kvótann heim – bindum hann við byggðirnar Sósíalistaflokkurinn vill verða verkfæri ykkar í þeirri baráttu Fyrsta grein laga um fiskveiðikerfið "2006 nr. 116 10. ágúst gr.Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum." Þetta eru lög í landinu og með lögum skal land byggja og ólögum eyða. Og núna 25 september snúum við vörn í sókn – 60 til 70 % landsmanna er á móti kvótakerfinu og aðeins lítill minnihluti meðmæltur. Færum þann almannavilja inn á Alþingi. 4 þorskastríðið er hafið. Sósíalistaflokkurinn þorir Sósíalistaflokkurinn getur Þú kjósandi góður hefur aflið til að gefa okkur – Þetta eru mikilvægustu kosningar í langan tíma – annarsvegar er hörð hægristefna með einkavæðingu og auðmannadekri og hinsvegar er kærleikur félagshyggjunnar og loksins raunveruleg andstaða við sérhagsmunastefnu stjórnvalda. Kjörklefinn stendur þér opinn til að til þess að velja á milli. Með því að setja x við j á kjördag hefjum við löngu tímabæra baráttu og hefjum nýtt tímabil andstöðu við auðvaldið og uppbyggingu félagslegra gilda " Skilum Rauðu – X-J 25. september Höfundur er oddviti Sósíalista í Norðausturkjördæmi.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun