Umhugsunarverð einkunnagjöf Sigþrúður Ármann skrifar 12. september 2021 16:31 Það er ánægjulegt að Ungir Umhverfissinnar, sem nýlega gáfu stjórnmálaflokkum einkunn fyrir stefnu sína í umhverfis- og loftlagsmálum, hafi endurskoðað einkunnagjöf Sjálfstæðisflokksins og hækkað. Það er gríðarlega mikilvægt að ungt fólk, rétt eins og við öll, láti sig umhverfis- og loftlagsmál varða og því ber að fagna framtaki hópsins. Ég fékk þann heiður að taka á móti einkunnarspjaldinu fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og var full tilhlökkunar. Aftur á móti varð ég strax hugsi um aðferðafræðina og þegar farið var að skoða upphaflega niðurstöðu flokksins varð strax ljóst að mistök hefðu átt sér stað. Ekki nóg að lofa, það þarf líka að framkvæma Í einkunnagjöf Ungra Umhverfissinna er eingöngu tekið mið af stefnuskrám flokkanna. Það væri hins vegar athugunar virði að gefa flokkunum einnig kost á að rökstyðja með hvaða hætti þeir hafa staðið fyrir raunverulegum aðgerðum sem samræmast mælikvörðunum sem lagt er upp með. Með öðrum orðum, hvort flokkarnir hafi látið verkin tala, til dæmis með lagafrumvörpum, þingályktunartillögum eða stuðningi við slíkar tillögur í atkvæðagreiðslum á Alþingi. Til samanburðar myndi það ólíklega teljast fullnægjandi að frammistaða fyrirtækja í umhverfismálum væri eingöngu metin út frá umhverfisstefnu þeirra. Líta þyrfti til þess hvað fyrirtæki hafa gert í reynd, hvaða árangri þau hafa raunverulega náð. Metnaðarfull markmið Sjálfstæðisflokkurinn hefur það í stefnuskrá sinni að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrst allra þjóða í heiminum. Þetta metnaðarfulla markmið er ekki að finna sem mælikvarða í prófi Ungra Umhverfissinna. Markmið Sjálfstæðisflokksins gengur því lengra en markmið Ungra Umhverfissinna sem er að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarin ár haft forystu um að móta stefnu og aðgerðir Íslands á leið okkar til fullra orkuskipta, til dæmis með þingsályktun Þórdísar Kolbrúnar, varaformanns Sjálfstæðisflokksins og orkumálaráðherra, um aðgerðaáætlun í orkuskiptum. Aðgerðaáætlun nýrrar Orkustefnu var kynnt í vetur og byrjað er að vinna eftir henni af fullum krafti. Orkusjóður styður við fjölmörg orkuskiptaverkefni sem draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda, en stærsta úthlutun sögunnar úr sjóðnum verður nú í september. Til viðbótar má nefna vinnu orkumálaráðherra við „Græna dregilinn“ og stóraukinn stuðning við nýsköpun, rannsóknir og þróun sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu um og hefur m.a. nýst grænum verkefnum. Þá má nefna frumvarp Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, sem varð að lögum í vor um skattalega hvata (stuðning) fyrir fyrirtæki sem fjárfesta í grænum lausnum og orkuskiptum. Frumvarpið er mikið framfaramál. Í einkunn Ungra Umhverfissina fær Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar núll stig fyrir stuðning í nýsköpum í tæknilausnum kolefnisföngunar og bindingar. Nefna mætti fleiri dæmi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn nýtur ekki sannmælis í mati Ungra Umhverfissinna. Áfram, gakk! Það myndi bæði dýpka og bæta einkunnagjöf þeirra sem láta sig málaflokkinn varða að taka tillit til þess sem flokkarnir hafa gert, þess sem þeir hafa sýnt í verki, í stað þess að horfa eingöngu á það sem þeir segjast ætla að gera í misjafnlega ítarlegum kosningastefnuskrám. Vart þarf að ítreka að það er langur vegur milli þess að skrifa löng orð á blað og að ráðast í raunverulegar aðgerðir. Með slíku aðhaldi þyrftu flokkarnir að svara enn betur fyrir aðgerðir sínar eða aðgerðaleysi í þeim mikilvægu málaflokkum sem umhverfis- og loftlagsmál eru og kjósendur gætu enn frekar glöggvað sig á raunverulegum áherslum stjórnmálaflokkanna, jafnt í orði sem í verki. Ég fagna frumkvæði Ungra Umhverfissinna og hvet þau áfram til góðra verka. Áfram, gakk! Höfundur skipar 6. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Umhverfismál Sjálfstæðisflokkurinn Sigþrúður Ármann Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að Ungir Umhverfissinnar, sem nýlega gáfu stjórnmálaflokkum einkunn fyrir stefnu sína í umhverfis- og loftlagsmálum, hafi endurskoðað einkunnagjöf Sjálfstæðisflokksins og hækkað. Það er gríðarlega mikilvægt að ungt fólk, rétt eins og við öll, láti sig umhverfis- og loftlagsmál varða og því ber að fagna framtaki hópsins. Ég fékk þann heiður að taka á móti einkunnarspjaldinu fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og var full tilhlökkunar. Aftur á móti varð ég strax hugsi um aðferðafræðina og þegar farið var að skoða upphaflega niðurstöðu flokksins varð strax ljóst að mistök hefðu átt sér stað. Ekki nóg að lofa, það þarf líka að framkvæma Í einkunnagjöf Ungra Umhverfissinna er eingöngu tekið mið af stefnuskrám flokkanna. Það væri hins vegar athugunar virði að gefa flokkunum einnig kost á að rökstyðja með hvaða hætti þeir hafa staðið fyrir raunverulegum aðgerðum sem samræmast mælikvörðunum sem lagt er upp með. Með öðrum orðum, hvort flokkarnir hafi látið verkin tala, til dæmis með lagafrumvörpum, þingályktunartillögum eða stuðningi við slíkar tillögur í atkvæðagreiðslum á Alþingi. Til samanburðar myndi það ólíklega teljast fullnægjandi að frammistaða fyrirtækja í umhverfismálum væri eingöngu metin út frá umhverfisstefnu þeirra. Líta þyrfti til þess hvað fyrirtæki hafa gert í reynd, hvaða árangri þau hafa raunverulega náð. Metnaðarfull markmið Sjálfstæðisflokkurinn hefur það í stefnuskrá sinni að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrst allra þjóða í heiminum. Þetta metnaðarfulla markmið er ekki að finna sem mælikvarða í prófi Ungra Umhverfissinna. Markmið Sjálfstæðisflokksins gengur því lengra en markmið Ungra Umhverfissinna sem er að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarin ár haft forystu um að móta stefnu og aðgerðir Íslands á leið okkar til fullra orkuskipta, til dæmis með þingsályktun Þórdísar Kolbrúnar, varaformanns Sjálfstæðisflokksins og orkumálaráðherra, um aðgerðaáætlun í orkuskiptum. Aðgerðaáætlun nýrrar Orkustefnu var kynnt í vetur og byrjað er að vinna eftir henni af fullum krafti. Orkusjóður styður við fjölmörg orkuskiptaverkefni sem draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda, en stærsta úthlutun sögunnar úr sjóðnum verður nú í september. Til viðbótar má nefna vinnu orkumálaráðherra við „Græna dregilinn“ og stóraukinn stuðning við nýsköpun, rannsóknir og þróun sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu um og hefur m.a. nýst grænum verkefnum. Þá má nefna frumvarp Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, sem varð að lögum í vor um skattalega hvata (stuðning) fyrir fyrirtæki sem fjárfesta í grænum lausnum og orkuskiptum. Frumvarpið er mikið framfaramál. Í einkunn Ungra Umhverfissina fær Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar núll stig fyrir stuðning í nýsköpum í tæknilausnum kolefnisföngunar og bindingar. Nefna mætti fleiri dæmi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn nýtur ekki sannmælis í mati Ungra Umhverfissinna. Áfram, gakk! Það myndi bæði dýpka og bæta einkunnagjöf þeirra sem láta sig málaflokkinn varða að taka tillit til þess sem flokkarnir hafa gert, þess sem þeir hafa sýnt í verki, í stað þess að horfa eingöngu á það sem þeir segjast ætla að gera í misjafnlega ítarlegum kosningastefnuskrám. Vart þarf að ítreka að það er langur vegur milli þess að skrifa löng orð á blað og að ráðast í raunverulegar aðgerðir. Með slíku aðhaldi þyrftu flokkarnir að svara enn betur fyrir aðgerðir sínar eða aðgerðaleysi í þeim mikilvægu málaflokkum sem umhverfis- og loftlagsmál eru og kjósendur gætu enn frekar glöggvað sig á raunverulegum áherslum stjórnmálaflokkanna, jafnt í orði sem í verki. Ég fagna frumkvæði Ungra Umhverfissinna og hvet þau áfram til góðra verka. Áfram, gakk! Höfundur skipar 6. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar