Fókus á ferðaþjónustu! Helgi Héðinsson skrifar 11. september 2021 07:00 Á síðasta áratug hefur ferðaþjónusta á Íslandi blómstrað. Fjöldi erlendra ferðamanna fjórfaldaðist frá 2010 til ársins 2019. Þessum vexti hafa fylgt margvísleg tækifæri fyrir byggðir landsins og víða má sjá uppbyggingu, tækifæri, mikinn kraft og lífleg samfélög um land allt. Umræðan í kringum ferðaþjónustuna hefur þó að einhverju leyti einkennst af vaxtarverkjum þar sem áherlan er æði oft á neikvæðar hliðar, fremur en þá staðreynd að ferðaþjónustan renndi þriðju stoðinni undir atvinnulíf landsins og átti gríðarstóran þátt í þeim efnahagsbata sem nú gerir okkur kleyft að vaxta út úr Covid kreppunni. Öllum er ljóst að fólk og fyrirtæki í ferðaþjónustu urðu fyrir miklu og sértæku áfalli af völdum Covid. Tekjufall varð í mörgum tilfellum gríðarlegt og ef ekki hefðu komið til mjög markvissar aðgerðir stjórnvalda hefðu mörg þeirra staðið frammi fyrir gjaldþroti á liðnum vetri, ef ekki fyrr. Nú horfir hins vegar til betri vegar og ferðaþjónustan mun taka hratt og vel við sér, enda býr Ísland að einstakri náttúrufegurð, mannlífi og nú í hinum sí heitari heimi, loftslagi sem er bærilegt að sumarlagi. Nýverið birtu Pétur Snæbjörnsson og félagar grein hér á vefnum sem ber heitið Framtíð ferðaþjónustu á Íslandi þar sem velt er vöngum yfir því hvernig hafi tekist að vinna í takt við þá stefnu sem við ræðum jafnan á tillidögum og snýr gjarnan að því að ná til hinna betur borgandi, stuðla að sjálfbærni og því að dreifa ferðamönnum. Niðurstöður þeirra eru sumpart sláandi og sýna svart á hvítu hversu mikið verk við eigum óunnið og hve illa okkur hefur í reynd tekist til. Sem dæmi voru árið 2009 um 51% af gestakomum á höfuðborgarsvæðinu, en það hlutfall var 63% árið 2019. Á sama tímabili fjölgaði ferðamönnum úr tæplega hálfri milljón í ríflega tvær. Þetta gerist á sama tíma og talað er um mikilvægi þess að dreifa ferðamönnum um landið. Ein afleiðing þessa er að upplifun margra var átroðningur á mjög afmörkuðum svæðum, sem er eiginlega með ólíkindum þegar litið er til þess að nánast hvergi eru færri ferðamenn miðað við stærð lands en á Íslandi. Áhrifin á fasteignamarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu eru þekktmeð tilkomu Airbnb. Hvað hina betur borgandi varðar þá liggur fyrir að meðaleyðsla ferðamanna hefur dregist saman um nærri þriðjung á umræddu tímabili. Sjálfbærni í ferðaþjónustu er svo nánast á byrjunarreit og í raun er það verulegt umhugsunarefni hversu skammt við erum komin í þeim efnum og því miður var andrýmið á Covid tímanum ekki nýtt með nægilega markvissum hætti. Á því sviði er aðkallandi að auka menntun, fræðslu og stuðla að skilvirkri uppbyggingu á ferðamannastöðum og stofnunum ferðaþjónustunnar sem nú eru á víð og dreif um stjórnkerfið. Hvað þarf að gera? Það er ódýrt að benda á það sem miður er án þess að koma með tillögur að því sem betur má fara og það er ljóst að í hinum nýja heimi sem blasir við okkur eftir Covid og á tímum loftlagsbreytinga er þörf á ítarlegri naflaskoðun. Í fyrsta lagi verðum við að horfa til jafnvægis á milli efnahags-, umhverfis- og samfélagslegra áhrifa í ferðaþjónustu þar sem uppbygging og starfsemi tekur mið af sjálfbærni og sjálfbærri nýtingu auðlinda. Í öðru lagi, líkt og fram kemur í grein Péturs og félaga, þurfum við að horfa til markvissari aðgerða sem styðja við dreifingu ferðamanna eða öllu heldur tækifæri þeirra til að dreifa sér sjálfir, ekki síst um gullfallega landsbyggðina. Í því samhengi mætti horfa til allra samgöngukerfa landsins með samþættingu að leiðarljósi. Sérstaklega er nauðsynlegt að horfa til uppbyggingar flugvallanna á Akureyri og Egilsstöðum og ryðja úr vegi hindrunum á þeirri vegferð, til að mynda ofuráherslu ISAVIA á uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Í þriðja lagi þurfum við að bæta uppbyggingu og aðgangsstýringu á fjölförnustu ferðamannastöðum landsins sem í raun ættu að lúta sömu lögmálum og auðlindir sjávar þar sem áherslan er á sjálfbæra nýtingu á grunni rannsókna. Slík áhersla myndi styrkja uppbyggingu áfangastaða um land allt, en einnig styrkja upplifun gesta okkar og ímynd landsins til lengri tíma. Í fjórða lagi þarf áhersla í markaðsstarfi að taka mið af þeim markmiðum sem sett eru með það fyrir augum að laða hingað verðmætari ferðamenn en nú er. Að lokum er löngu tímabært að ferðaþjónustan fái viðeigandi vægi og rödd innan stjórnkerfisins. Höfundur hefur starfað í ferðaþjónustu í 16 ár og skipar 4. sætið á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Helgi Héðinsson Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta áratug hefur ferðaþjónusta á Íslandi blómstrað. Fjöldi erlendra ferðamanna fjórfaldaðist frá 2010 til ársins 2019. Þessum vexti hafa fylgt margvísleg tækifæri fyrir byggðir landsins og víða má sjá uppbyggingu, tækifæri, mikinn kraft og lífleg samfélög um land allt. Umræðan í kringum ferðaþjónustuna hefur þó að einhverju leyti einkennst af vaxtarverkjum þar sem áherlan er æði oft á neikvæðar hliðar, fremur en þá staðreynd að ferðaþjónustan renndi þriðju stoðinni undir atvinnulíf landsins og átti gríðarstóran þátt í þeim efnahagsbata sem nú gerir okkur kleyft að vaxta út úr Covid kreppunni. Öllum er ljóst að fólk og fyrirtæki í ferðaþjónustu urðu fyrir miklu og sértæku áfalli af völdum Covid. Tekjufall varð í mörgum tilfellum gríðarlegt og ef ekki hefðu komið til mjög markvissar aðgerðir stjórnvalda hefðu mörg þeirra staðið frammi fyrir gjaldþroti á liðnum vetri, ef ekki fyrr. Nú horfir hins vegar til betri vegar og ferðaþjónustan mun taka hratt og vel við sér, enda býr Ísland að einstakri náttúrufegurð, mannlífi og nú í hinum sí heitari heimi, loftslagi sem er bærilegt að sumarlagi. Nýverið birtu Pétur Snæbjörnsson og félagar grein hér á vefnum sem ber heitið Framtíð ferðaþjónustu á Íslandi þar sem velt er vöngum yfir því hvernig hafi tekist að vinna í takt við þá stefnu sem við ræðum jafnan á tillidögum og snýr gjarnan að því að ná til hinna betur borgandi, stuðla að sjálfbærni og því að dreifa ferðamönnum. Niðurstöður þeirra eru sumpart sláandi og sýna svart á hvítu hversu mikið verk við eigum óunnið og hve illa okkur hefur í reynd tekist til. Sem dæmi voru árið 2009 um 51% af gestakomum á höfuðborgarsvæðinu, en það hlutfall var 63% árið 2019. Á sama tímabili fjölgaði ferðamönnum úr tæplega hálfri milljón í ríflega tvær. Þetta gerist á sama tíma og talað er um mikilvægi þess að dreifa ferðamönnum um landið. Ein afleiðing þessa er að upplifun margra var átroðningur á mjög afmörkuðum svæðum, sem er eiginlega með ólíkindum þegar litið er til þess að nánast hvergi eru færri ferðamenn miðað við stærð lands en á Íslandi. Áhrifin á fasteignamarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu eru þekktmeð tilkomu Airbnb. Hvað hina betur borgandi varðar þá liggur fyrir að meðaleyðsla ferðamanna hefur dregist saman um nærri þriðjung á umræddu tímabili. Sjálfbærni í ferðaþjónustu er svo nánast á byrjunarreit og í raun er það verulegt umhugsunarefni hversu skammt við erum komin í þeim efnum og því miður var andrýmið á Covid tímanum ekki nýtt með nægilega markvissum hætti. Á því sviði er aðkallandi að auka menntun, fræðslu og stuðla að skilvirkri uppbyggingu á ferðamannastöðum og stofnunum ferðaþjónustunnar sem nú eru á víð og dreif um stjórnkerfið. Hvað þarf að gera? Það er ódýrt að benda á það sem miður er án þess að koma með tillögur að því sem betur má fara og það er ljóst að í hinum nýja heimi sem blasir við okkur eftir Covid og á tímum loftlagsbreytinga er þörf á ítarlegri naflaskoðun. Í fyrsta lagi verðum við að horfa til jafnvægis á milli efnahags-, umhverfis- og samfélagslegra áhrifa í ferðaþjónustu þar sem uppbygging og starfsemi tekur mið af sjálfbærni og sjálfbærri nýtingu auðlinda. Í öðru lagi, líkt og fram kemur í grein Péturs og félaga, þurfum við að horfa til markvissari aðgerða sem styðja við dreifingu ferðamanna eða öllu heldur tækifæri þeirra til að dreifa sér sjálfir, ekki síst um gullfallega landsbyggðina. Í því samhengi mætti horfa til allra samgöngukerfa landsins með samþættingu að leiðarljósi. Sérstaklega er nauðsynlegt að horfa til uppbyggingar flugvallanna á Akureyri og Egilsstöðum og ryðja úr vegi hindrunum á þeirri vegferð, til að mynda ofuráherslu ISAVIA á uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Í þriðja lagi þurfum við að bæta uppbyggingu og aðgangsstýringu á fjölförnustu ferðamannastöðum landsins sem í raun ættu að lúta sömu lögmálum og auðlindir sjávar þar sem áherslan er á sjálfbæra nýtingu á grunni rannsókna. Slík áhersla myndi styrkja uppbyggingu áfangastaða um land allt, en einnig styrkja upplifun gesta okkar og ímynd landsins til lengri tíma. Í fjórða lagi þarf áhersla í markaðsstarfi að taka mið af þeim markmiðum sem sett eru með það fyrir augum að laða hingað verðmætari ferðamenn en nú er. Að lokum er löngu tímabært að ferðaþjónustan fái viðeigandi vægi og rödd innan stjórnkerfisins. Höfundur hefur starfað í ferðaþjónustu í 16 ár og skipar 4. sætið á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun