Villandi umræða um laun á milli markaða Þórarinn Eyfjörð skrifar 9. september 2021 12:00 Ýmislegt hefur verið rætt og ritað um opinberra starfsmenn á undanförnum vikum. Hefur því meðal annars verið haldið fram, að opinber rekstur sé að þenjast út með tilheyrandi fjölgun opinberra starfsmanna, og að launaþróun þeirra leiði launamyndun á atvinnumarkaði. Báðar þessar fullyrðingar eiga sér enga stoð. Laun á almenna markaðnum hærri Því hefur einnig verið haldið fram undanfarið að opinberir starfsmenn hafi hækkað í launum mun meira en starfsmenn á almenna markaðnum. Þeir sem halda þessu fram hafa ef til vill ekki nægjanlega haldgóðar upplýsingar. Staðreyndin er sú að kjarasamningsbundnar launahækkanir á öllum vinnumarkaðnum eru byggðar á Lífskjarasamningnum sem almenni vinnumarkaðurinn samdi um í byrjun árs 2019. Þar var samið um krónutölur en ekki prósentur. Vegna þess þá hækka lægri launin um töluvert hærri prósentu en hærri launin. Allir fá þó sömu hækkun í krónum talið og það var áherslan í kjarasamningunum. Þetta er ekki flókið reikningsdæmi. Annað sem hefur áhrif á mælingar á launasetningu opinberra starfsmanna er sú staðreynd að við styttingu vinnuvikunnar reiknast tímakaup opinberra starfsmanna hærra því vinnan er innt af hendi á færri klukkustundum en áður og hver klukkustund því mæld af Hagstofu Íslands sem hækkun á launavísitölu. Launin hafa þó ekkert hækkað. Réttindi gefin til að jafna laun milli markaða Annað sem stingur í augu er að hlutfall launa af rekstri ríkisins stendur í stað. Í því samhengi er nauðsynlegt að rifja upp að samkvæmt samkomulagi BSRB, BHM og KÍ við ríkið frá árinu 2016, á að jafna laun ríkisstarfsmanna við það sem gerist á almenna markaðnum. Á móti gáfu opinberir starfsmenn eftir réttindi sín í lífeyriskerfinu. Stéttarfélögin hafa þannig staðið við sinn hluta samkomulagsins en ekki er enn komin niðurstaða í hvernig leiðréttingar á launum opinberra starfsmanna verður háttað. Ljóst er að leiðréttingin mun að minnsta kosti kalla á um 16 prósent leiðréttingu að meðaltali. Opinberum starfsmönnum fækkar Á vef Fjármála- og efnahagsráðuneytisins opinberumsvif.is koma fram upplýsingar um þróun á starfsmannahaldi ríkisins á undanförnum árum. Þar má meðal annars sjá að launakostnaður sem hlutfall af heildarútgjöldum hefur verið í kring um 30 prósent á undanförnum árum og stendur nú í 32,4 prósent miðað við árið 2020. Sérstaka athygli vekur að hlutfallslega hefur opinberum starfsmönnum fækkað. Árið 2014 voru starfandi 113,5 opinberir starfsmenn á móti hverjum 1.000 íbúum í landinu. Þeir eru núna 109,5. Miðað við sama tímabil hefur hlutfall opinberra starfsmanna á vinnumarkaði lækkað úr 28 prósent í 27 prósent. Tekið er fram að flest launafólk hjá ríkinu vinni í velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfinu. Það er að segja í þeim kerfum sem tryggja að samfélagið veiti þjóðinni öryggi, velferð og þekkingu og þar með forsendur fyrir heilbrigðu atvinnulífi. Það hefur margoft komið fram að okkar fámenna þjóð vill traustan samfélagslegan rekstur og í þeirri framþróun sem samfélagið hefur verið í á undanförnum árum vekur það sérstaka athygli að opinberum starfsmönnum hafi ekki fjölgað. Sagan þar að baki er eflaust sú að álag í opinberum störfum hefur stóraukist og á sama tíma hefur starfsmönnum tekist að endurskipuleggja vinnubrögð og verkferla. Í umræðu um starfsmenn og rekstur í okkar mikilvægustu samfélagslegu stoðum, er æskilegt að halda til haga staðreyndum. Við höfum núna aðgang að vel framsettum upplýsingum og það er ekki til of mikils mælst að gera þá kröfu að umræðan taki mið af bestu þekkingu á hverjum tíma. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Kjaramál Þórarinn Eyfjörð Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ýmislegt hefur verið rætt og ritað um opinberra starfsmenn á undanförnum vikum. Hefur því meðal annars verið haldið fram, að opinber rekstur sé að þenjast út með tilheyrandi fjölgun opinberra starfsmanna, og að launaþróun þeirra leiði launamyndun á atvinnumarkaði. Báðar þessar fullyrðingar eiga sér enga stoð. Laun á almenna markaðnum hærri Því hefur einnig verið haldið fram undanfarið að opinberir starfsmenn hafi hækkað í launum mun meira en starfsmenn á almenna markaðnum. Þeir sem halda þessu fram hafa ef til vill ekki nægjanlega haldgóðar upplýsingar. Staðreyndin er sú að kjarasamningsbundnar launahækkanir á öllum vinnumarkaðnum eru byggðar á Lífskjarasamningnum sem almenni vinnumarkaðurinn samdi um í byrjun árs 2019. Þar var samið um krónutölur en ekki prósentur. Vegna þess þá hækka lægri launin um töluvert hærri prósentu en hærri launin. Allir fá þó sömu hækkun í krónum talið og það var áherslan í kjarasamningunum. Þetta er ekki flókið reikningsdæmi. Annað sem hefur áhrif á mælingar á launasetningu opinberra starfsmanna er sú staðreynd að við styttingu vinnuvikunnar reiknast tímakaup opinberra starfsmanna hærra því vinnan er innt af hendi á færri klukkustundum en áður og hver klukkustund því mæld af Hagstofu Íslands sem hækkun á launavísitölu. Launin hafa þó ekkert hækkað. Réttindi gefin til að jafna laun milli markaða Annað sem stingur í augu er að hlutfall launa af rekstri ríkisins stendur í stað. Í því samhengi er nauðsynlegt að rifja upp að samkvæmt samkomulagi BSRB, BHM og KÍ við ríkið frá árinu 2016, á að jafna laun ríkisstarfsmanna við það sem gerist á almenna markaðnum. Á móti gáfu opinberir starfsmenn eftir réttindi sín í lífeyriskerfinu. Stéttarfélögin hafa þannig staðið við sinn hluta samkomulagsins en ekki er enn komin niðurstaða í hvernig leiðréttingar á launum opinberra starfsmanna verður háttað. Ljóst er að leiðréttingin mun að minnsta kosti kalla á um 16 prósent leiðréttingu að meðaltali. Opinberum starfsmönnum fækkar Á vef Fjármála- og efnahagsráðuneytisins opinberumsvif.is koma fram upplýsingar um þróun á starfsmannahaldi ríkisins á undanförnum árum. Þar má meðal annars sjá að launakostnaður sem hlutfall af heildarútgjöldum hefur verið í kring um 30 prósent á undanförnum árum og stendur nú í 32,4 prósent miðað við árið 2020. Sérstaka athygli vekur að hlutfallslega hefur opinberum starfsmönnum fækkað. Árið 2014 voru starfandi 113,5 opinberir starfsmenn á móti hverjum 1.000 íbúum í landinu. Þeir eru núna 109,5. Miðað við sama tímabil hefur hlutfall opinberra starfsmanna á vinnumarkaði lækkað úr 28 prósent í 27 prósent. Tekið er fram að flest launafólk hjá ríkinu vinni í velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfinu. Það er að segja í þeim kerfum sem tryggja að samfélagið veiti þjóðinni öryggi, velferð og þekkingu og þar með forsendur fyrir heilbrigðu atvinnulífi. Það hefur margoft komið fram að okkar fámenna þjóð vill traustan samfélagslegan rekstur og í þeirri framþróun sem samfélagið hefur verið í á undanförnum árum vekur það sérstaka athygli að opinberum starfsmönnum hafi ekki fjölgað. Sagan þar að baki er eflaust sú að álag í opinberum störfum hefur stóraukist og á sama tíma hefur starfsmönnum tekist að endurskipuleggja vinnubrögð og verkferla. Í umræðu um starfsmenn og rekstur í okkar mikilvægustu samfélagslegu stoðum, er æskilegt að halda til haga staðreyndum. Við höfum núna aðgang að vel framsettum upplýsingum og það er ekki til of mikils mælst að gera þá kröfu að umræðan taki mið af bestu þekkingu á hverjum tíma. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun