Villandi umræða um laun á milli markaða Þórarinn Eyfjörð skrifar 9. september 2021 12:00 Ýmislegt hefur verið rætt og ritað um opinberra starfsmenn á undanförnum vikum. Hefur því meðal annars verið haldið fram, að opinber rekstur sé að þenjast út með tilheyrandi fjölgun opinberra starfsmanna, og að launaþróun þeirra leiði launamyndun á atvinnumarkaði. Báðar þessar fullyrðingar eiga sér enga stoð. Laun á almenna markaðnum hærri Því hefur einnig verið haldið fram undanfarið að opinberir starfsmenn hafi hækkað í launum mun meira en starfsmenn á almenna markaðnum. Þeir sem halda þessu fram hafa ef til vill ekki nægjanlega haldgóðar upplýsingar. Staðreyndin er sú að kjarasamningsbundnar launahækkanir á öllum vinnumarkaðnum eru byggðar á Lífskjarasamningnum sem almenni vinnumarkaðurinn samdi um í byrjun árs 2019. Þar var samið um krónutölur en ekki prósentur. Vegna þess þá hækka lægri launin um töluvert hærri prósentu en hærri launin. Allir fá þó sömu hækkun í krónum talið og það var áherslan í kjarasamningunum. Þetta er ekki flókið reikningsdæmi. Annað sem hefur áhrif á mælingar á launasetningu opinberra starfsmanna er sú staðreynd að við styttingu vinnuvikunnar reiknast tímakaup opinberra starfsmanna hærra því vinnan er innt af hendi á færri klukkustundum en áður og hver klukkustund því mæld af Hagstofu Íslands sem hækkun á launavísitölu. Launin hafa þó ekkert hækkað. Réttindi gefin til að jafna laun milli markaða Annað sem stingur í augu er að hlutfall launa af rekstri ríkisins stendur í stað. Í því samhengi er nauðsynlegt að rifja upp að samkvæmt samkomulagi BSRB, BHM og KÍ við ríkið frá árinu 2016, á að jafna laun ríkisstarfsmanna við það sem gerist á almenna markaðnum. Á móti gáfu opinberir starfsmenn eftir réttindi sín í lífeyriskerfinu. Stéttarfélögin hafa þannig staðið við sinn hluta samkomulagsins en ekki er enn komin niðurstaða í hvernig leiðréttingar á launum opinberra starfsmanna verður háttað. Ljóst er að leiðréttingin mun að minnsta kosti kalla á um 16 prósent leiðréttingu að meðaltali. Opinberum starfsmönnum fækkar Á vef Fjármála- og efnahagsráðuneytisins opinberumsvif.is koma fram upplýsingar um þróun á starfsmannahaldi ríkisins á undanförnum árum. Þar má meðal annars sjá að launakostnaður sem hlutfall af heildarútgjöldum hefur verið í kring um 30 prósent á undanförnum árum og stendur nú í 32,4 prósent miðað við árið 2020. Sérstaka athygli vekur að hlutfallslega hefur opinberum starfsmönnum fækkað. Árið 2014 voru starfandi 113,5 opinberir starfsmenn á móti hverjum 1.000 íbúum í landinu. Þeir eru núna 109,5. Miðað við sama tímabil hefur hlutfall opinberra starfsmanna á vinnumarkaði lækkað úr 28 prósent í 27 prósent. Tekið er fram að flest launafólk hjá ríkinu vinni í velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfinu. Það er að segja í þeim kerfum sem tryggja að samfélagið veiti þjóðinni öryggi, velferð og þekkingu og þar með forsendur fyrir heilbrigðu atvinnulífi. Það hefur margoft komið fram að okkar fámenna þjóð vill traustan samfélagslegan rekstur og í þeirri framþróun sem samfélagið hefur verið í á undanförnum árum vekur það sérstaka athygli að opinberum starfsmönnum hafi ekki fjölgað. Sagan þar að baki er eflaust sú að álag í opinberum störfum hefur stóraukist og á sama tíma hefur starfsmönnum tekist að endurskipuleggja vinnubrögð og verkferla. Í umræðu um starfsmenn og rekstur í okkar mikilvægustu samfélagslegu stoðum, er æskilegt að halda til haga staðreyndum. Við höfum núna aðgang að vel framsettum upplýsingum og það er ekki til of mikils mælst að gera þá kröfu að umræðan taki mið af bestu þekkingu á hverjum tíma. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Kjaramál Þórarinn Eyfjörð Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ýmislegt hefur verið rætt og ritað um opinberra starfsmenn á undanförnum vikum. Hefur því meðal annars verið haldið fram, að opinber rekstur sé að þenjast út með tilheyrandi fjölgun opinberra starfsmanna, og að launaþróun þeirra leiði launamyndun á atvinnumarkaði. Báðar þessar fullyrðingar eiga sér enga stoð. Laun á almenna markaðnum hærri Því hefur einnig verið haldið fram undanfarið að opinberir starfsmenn hafi hækkað í launum mun meira en starfsmenn á almenna markaðnum. Þeir sem halda þessu fram hafa ef til vill ekki nægjanlega haldgóðar upplýsingar. Staðreyndin er sú að kjarasamningsbundnar launahækkanir á öllum vinnumarkaðnum eru byggðar á Lífskjarasamningnum sem almenni vinnumarkaðurinn samdi um í byrjun árs 2019. Þar var samið um krónutölur en ekki prósentur. Vegna þess þá hækka lægri launin um töluvert hærri prósentu en hærri launin. Allir fá þó sömu hækkun í krónum talið og það var áherslan í kjarasamningunum. Þetta er ekki flókið reikningsdæmi. Annað sem hefur áhrif á mælingar á launasetningu opinberra starfsmanna er sú staðreynd að við styttingu vinnuvikunnar reiknast tímakaup opinberra starfsmanna hærra því vinnan er innt af hendi á færri klukkustundum en áður og hver klukkustund því mæld af Hagstofu Íslands sem hækkun á launavísitölu. Launin hafa þó ekkert hækkað. Réttindi gefin til að jafna laun milli markaða Annað sem stingur í augu er að hlutfall launa af rekstri ríkisins stendur í stað. Í því samhengi er nauðsynlegt að rifja upp að samkvæmt samkomulagi BSRB, BHM og KÍ við ríkið frá árinu 2016, á að jafna laun ríkisstarfsmanna við það sem gerist á almenna markaðnum. Á móti gáfu opinberir starfsmenn eftir réttindi sín í lífeyriskerfinu. Stéttarfélögin hafa þannig staðið við sinn hluta samkomulagsins en ekki er enn komin niðurstaða í hvernig leiðréttingar á launum opinberra starfsmanna verður háttað. Ljóst er að leiðréttingin mun að minnsta kosti kalla á um 16 prósent leiðréttingu að meðaltali. Opinberum starfsmönnum fækkar Á vef Fjármála- og efnahagsráðuneytisins opinberumsvif.is koma fram upplýsingar um þróun á starfsmannahaldi ríkisins á undanförnum árum. Þar má meðal annars sjá að launakostnaður sem hlutfall af heildarútgjöldum hefur verið í kring um 30 prósent á undanförnum árum og stendur nú í 32,4 prósent miðað við árið 2020. Sérstaka athygli vekur að hlutfallslega hefur opinberum starfsmönnum fækkað. Árið 2014 voru starfandi 113,5 opinberir starfsmenn á móti hverjum 1.000 íbúum í landinu. Þeir eru núna 109,5. Miðað við sama tímabil hefur hlutfall opinberra starfsmanna á vinnumarkaði lækkað úr 28 prósent í 27 prósent. Tekið er fram að flest launafólk hjá ríkinu vinni í velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfinu. Það er að segja í þeim kerfum sem tryggja að samfélagið veiti þjóðinni öryggi, velferð og þekkingu og þar með forsendur fyrir heilbrigðu atvinnulífi. Það hefur margoft komið fram að okkar fámenna þjóð vill traustan samfélagslegan rekstur og í þeirri framþróun sem samfélagið hefur verið í á undanförnum árum vekur það sérstaka athygli að opinberum starfsmönnum hafi ekki fjölgað. Sagan þar að baki er eflaust sú að álag í opinberum störfum hefur stóraukist og á sama tíma hefur starfsmönnum tekist að endurskipuleggja vinnubrögð og verkferla. Í umræðu um starfsmenn og rekstur í okkar mikilvægustu samfélagslegu stoðum, er æskilegt að halda til haga staðreyndum. Við höfum núna aðgang að vel framsettum upplýsingum og það er ekki til of mikils mælst að gera þá kröfu að umræðan taki mið af bestu þekkingu á hverjum tíma. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun