Villandi umræða um laun á milli markaða Þórarinn Eyfjörð skrifar 9. september 2021 12:00 Ýmislegt hefur verið rætt og ritað um opinberra starfsmenn á undanförnum vikum. Hefur því meðal annars verið haldið fram, að opinber rekstur sé að þenjast út með tilheyrandi fjölgun opinberra starfsmanna, og að launaþróun þeirra leiði launamyndun á atvinnumarkaði. Báðar þessar fullyrðingar eiga sér enga stoð. Laun á almenna markaðnum hærri Því hefur einnig verið haldið fram undanfarið að opinberir starfsmenn hafi hækkað í launum mun meira en starfsmenn á almenna markaðnum. Þeir sem halda þessu fram hafa ef til vill ekki nægjanlega haldgóðar upplýsingar. Staðreyndin er sú að kjarasamningsbundnar launahækkanir á öllum vinnumarkaðnum eru byggðar á Lífskjarasamningnum sem almenni vinnumarkaðurinn samdi um í byrjun árs 2019. Þar var samið um krónutölur en ekki prósentur. Vegna þess þá hækka lægri launin um töluvert hærri prósentu en hærri launin. Allir fá þó sömu hækkun í krónum talið og það var áherslan í kjarasamningunum. Þetta er ekki flókið reikningsdæmi. Annað sem hefur áhrif á mælingar á launasetningu opinberra starfsmanna er sú staðreynd að við styttingu vinnuvikunnar reiknast tímakaup opinberra starfsmanna hærra því vinnan er innt af hendi á færri klukkustundum en áður og hver klukkustund því mæld af Hagstofu Íslands sem hækkun á launavísitölu. Launin hafa þó ekkert hækkað. Réttindi gefin til að jafna laun milli markaða Annað sem stingur í augu er að hlutfall launa af rekstri ríkisins stendur í stað. Í því samhengi er nauðsynlegt að rifja upp að samkvæmt samkomulagi BSRB, BHM og KÍ við ríkið frá árinu 2016, á að jafna laun ríkisstarfsmanna við það sem gerist á almenna markaðnum. Á móti gáfu opinberir starfsmenn eftir réttindi sín í lífeyriskerfinu. Stéttarfélögin hafa þannig staðið við sinn hluta samkomulagsins en ekki er enn komin niðurstaða í hvernig leiðréttingar á launum opinberra starfsmanna verður háttað. Ljóst er að leiðréttingin mun að minnsta kosti kalla á um 16 prósent leiðréttingu að meðaltali. Opinberum starfsmönnum fækkar Á vef Fjármála- og efnahagsráðuneytisins opinberumsvif.is koma fram upplýsingar um þróun á starfsmannahaldi ríkisins á undanförnum árum. Þar má meðal annars sjá að launakostnaður sem hlutfall af heildarútgjöldum hefur verið í kring um 30 prósent á undanförnum árum og stendur nú í 32,4 prósent miðað við árið 2020. Sérstaka athygli vekur að hlutfallslega hefur opinberum starfsmönnum fækkað. Árið 2014 voru starfandi 113,5 opinberir starfsmenn á móti hverjum 1.000 íbúum í landinu. Þeir eru núna 109,5. Miðað við sama tímabil hefur hlutfall opinberra starfsmanna á vinnumarkaði lækkað úr 28 prósent í 27 prósent. Tekið er fram að flest launafólk hjá ríkinu vinni í velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfinu. Það er að segja í þeim kerfum sem tryggja að samfélagið veiti þjóðinni öryggi, velferð og þekkingu og þar með forsendur fyrir heilbrigðu atvinnulífi. Það hefur margoft komið fram að okkar fámenna þjóð vill traustan samfélagslegan rekstur og í þeirri framþróun sem samfélagið hefur verið í á undanförnum árum vekur það sérstaka athygli að opinberum starfsmönnum hafi ekki fjölgað. Sagan þar að baki er eflaust sú að álag í opinberum störfum hefur stóraukist og á sama tíma hefur starfsmönnum tekist að endurskipuleggja vinnubrögð og verkferla. Í umræðu um starfsmenn og rekstur í okkar mikilvægustu samfélagslegu stoðum, er æskilegt að halda til haga staðreyndum. Við höfum núna aðgang að vel framsettum upplýsingum og það er ekki til of mikils mælst að gera þá kröfu að umræðan taki mið af bestu þekkingu á hverjum tíma. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Kjaramál Þórarinn Eyfjörð Mest lesið Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Sjá meira
Ýmislegt hefur verið rætt og ritað um opinberra starfsmenn á undanförnum vikum. Hefur því meðal annars verið haldið fram, að opinber rekstur sé að þenjast út með tilheyrandi fjölgun opinberra starfsmanna, og að launaþróun þeirra leiði launamyndun á atvinnumarkaði. Báðar þessar fullyrðingar eiga sér enga stoð. Laun á almenna markaðnum hærri Því hefur einnig verið haldið fram undanfarið að opinberir starfsmenn hafi hækkað í launum mun meira en starfsmenn á almenna markaðnum. Þeir sem halda þessu fram hafa ef til vill ekki nægjanlega haldgóðar upplýsingar. Staðreyndin er sú að kjarasamningsbundnar launahækkanir á öllum vinnumarkaðnum eru byggðar á Lífskjarasamningnum sem almenni vinnumarkaðurinn samdi um í byrjun árs 2019. Þar var samið um krónutölur en ekki prósentur. Vegna þess þá hækka lægri launin um töluvert hærri prósentu en hærri launin. Allir fá þó sömu hækkun í krónum talið og það var áherslan í kjarasamningunum. Þetta er ekki flókið reikningsdæmi. Annað sem hefur áhrif á mælingar á launasetningu opinberra starfsmanna er sú staðreynd að við styttingu vinnuvikunnar reiknast tímakaup opinberra starfsmanna hærra því vinnan er innt af hendi á færri klukkustundum en áður og hver klukkustund því mæld af Hagstofu Íslands sem hækkun á launavísitölu. Launin hafa þó ekkert hækkað. Réttindi gefin til að jafna laun milli markaða Annað sem stingur í augu er að hlutfall launa af rekstri ríkisins stendur í stað. Í því samhengi er nauðsynlegt að rifja upp að samkvæmt samkomulagi BSRB, BHM og KÍ við ríkið frá árinu 2016, á að jafna laun ríkisstarfsmanna við það sem gerist á almenna markaðnum. Á móti gáfu opinberir starfsmenn eftir réttindi sín í lífeyriskerfinu. Stéttarfélögin hafa þannig staðið við sinn hluta samkomulagsins en ekki er enn komin niðurstaða í hvernig leiðréttingar á launum opinberra starfsmanna verður háttað. Ljóst er að leiðréttingin mun að minnsta kosti kalla á um 16 prósent leiðréttingu að meðaltali. Opinberum starfsmönnum fækkar Á vef Fjármála- og efnahagsráðuneytisins opinberumsvif.is koma fram upplýsingar um þróun á starfsmannahaldi ríkisins á undanförnum árum. Þar má meðal annars sjá að launakostnaður sem hlutfall af heildarútgjöldum hefur verið í kring um 30 prósent á undanförnum árum og stendur nú í 32,4 prósent miðað við árið 2020. Sérstaka athygli vekur að hlutfallslega hefur opinberum starfsmönnum fækkað. Árið 2014 voru starfandi 113,5 opinberir starfsmenn á móti hverjum 1.000 íbúum í landinu. Þeir eru núna 109,5. Miðað við sama tímabil hefur hlutfall opinberra starfsmanna á vinnumarkaði lækkað úr 28 prósent í 27 prósent. Tekið er fram að flest launafólk hjá ríkinu vinni í velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfinu. Það er að segja í þeim kerfum sem tryggja að samfélagið veiti þjóðinni öryggi, velferð og þekkingu og þar með forsendur fyrir heilbrigðu atvinnulífi. Það hefur margoft komið fram að okkar fámenna þjóð vill traustan samfélagslegan rekstur og í þeirri framþróun sem samfélagið hefur verið í á undanförnum árum vekur það sérstaka athygli að opinberum starfsmönnum hafi ekki fjölgað. Sagan þar að baki er eflaust sú að álag í opinberum störfum hefur stóraukist og á sama tíma hefur starfsmönnum tekist að endurskipuleggja vinnubrögð og verkferla. Í umræðu um starfsmenn og rekstur í okkar mikilvægustu samfélagslegu stoðum, er æskilegt að halda til haga staðreyndum. Við höfum núna aðgang að vel framsettum upplýsingum og það er ekki til of mikils mælst að gera þá kröfu að umræðan taki mið af bestu þekkingu á hverjum tíma. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun