Langþreyttir foreldrar leikskólabarna í Reykjavík Helga Jóna Eiríksdóttir skrifar 7. september 2021 14:31 Til þeirra sem málið varðar. Ég er foreldri tveggja barna á leikskólaaldri. Yngri sonur minn er að hefja skólagöngu sína í leikskóla hjá Reykjavíkurborg núna á föstudaginn, hann er rúmlega tveggja ára. Eldri sonur minn er að hefja síðasta vetur sinn á leikskólanum. Á þessum þremur árum sem þessi eldri hefur verið á leikskólanum hefur aðeins fyrsta árið hans þar verið eðlilegt, ef svo mætti segja. Á öðru árinu hans, í janúar 2020, hófst verkfall félagsmanna í Eflingu sem stóð fram í miðjan mars. Hafði það nokkuð mikla skerðingu í för með sér, meðal annars að hvert barn fékk aðeins úthlutað 1-2 dögum í viku (fyrst hálfa og hálfa daga en svo heila daga) í leikskólanum og ekki var boðið upp á mat, s.s. morgunmat og hádegismat. Eðlilega var þetta mjög erfiður tími fyrir alla og ekki síst börnin sem upplifðu rótleysi. Ofan í verkföll fáum við heimsfaraldur yfir okkur. Hertar samkomutakmarkanir kölluðu á að tekið var fyrir allt flæði innan leikskólans. Börnin máttu áfram bara koma 2-3 daga í viku og foreldrar fengu skipulagið viku fram í tímann. Sóttkví og skipulagsdagar duttu einnig inn. Það sem bjargaði okkur í þessu ástandi var að vera í fæðingarorlofi með yngri soninn. En það þýddi auðvitað bara aukið álag heima fyrir. Ekki skánaði þetta ástand fyrr en með vorinu. Næsti vetur leið svo með sóttvarnarnatakmörkunum og skertum opnunartíma (aðeins opið til kl. 16:00) þar sem sótthreinsa þurfti leikskólann í lok hvers dags. Lúsapóstum fækkaði, sem var jú ánægjulegt. En svo fór að bera á manneklu í kjölfar lokunnar grunnskóla vegna COVID-19. Í mars 2021 var nemendum skipt upp í hópa sem hver fékk úthlutaðan ákveðinn dag í vikunni sem hann mætti mæta. Sem betur fer var þetta ástand aðeins viðvarandi í stuttan tíma. Yngri sonurinn var þarna kominn á einkarekinn ungbarnaleikskóla í Reykjavík og fékk hann að mæta alla daga. Á móti kom þó að starfsdagar þessara tveggja leikskóla voru ekki samræmdir svo þar voru 12 dagar yfir skólaárið sem einnig þurfti að taka frí eða fá pössun fyrir annan hvorn drenginn. En nú er nýtt skólaár að hefjast og ekki hefur tekist að manna leikskólann í vetur. Líklega spilar þar saman stytting vinnuvikunnar (verkefni sem ekki fylgdi fjármagn með til að framkvæma það) og lág laun í boði. Við foreldrarnir stöndum því nú frammi fyrir því að fá aðeins 80% vistun þó samningurinn kveði á um 100% vistun. Það þýðir að vegna manneklu fá drengirnir mínir að mæta í skólann fjóra daga í viku. Sem betur fer fá þeir þó vistun sömu fjóra dagana svo við foreldrarnir þurfum bara að finna annað úrræði einn dag í viku. Munum við líklega reyna að skiptast á og fá aðstoð frá ömmum og öfum. Við búum einnig við skilning á vinnustað ef við þurfum stöku sinnum að hafa litla aðstoðarmenn með í vinnunni. En við erum heppin, við höfum stuðningsnet. Það búa ekki allir svo vel. Þetta er orðinn langur tími sem foreldrar barna hafa þurft að finna pössun með stuttum fyrirvara. Ég hef ekki tölu á hversu margir dagar eða vikur þetta eru orðnar í heildina. Eins og gefur að skilja eru foreldrar orðnir langþreyttir á að geta ekki treyst á að vistun barna þeirra sé tryggð. Ekki nóg með það að fá ekki vistun á vegum sveitarfélagsins fyrr en börnin eru tveggja til tveggja og hálfs árs, eins og í tilfelli beggja drengjanna okkar, þá ertu ekki einu sinni öruggur með vistunina þegar barnið er loksins komið inn á leikskóla. Í 28. gr. barnasáttmálans segir að aðildarríki viðurkenna rétt barns til menntunar og skulu þau tryggja að réttur þessi nái fram að ganga stig af stigi og þannig að allir njóti sömu tækifæra. Eins og staðan er núna er barnið mitt ekki að njóta sömu réttinda og önnur börn til menntunar. Auðvitað skertist starfsemi flestra leikskóla í verkfalli og heimsfaraldri en heilt yfir hefur barnið mitt (og önnur í sömu stöðu) notið færri menntunarstunda en þær ættu að vera samkvæmt aðalnámskrá leikskóla. Nú sjáum við svo fram á vetur með fjögurra daga skólaviku í stað fimm ef ekki næst að fá starfsfólk til að sinna þessum mikilvægu einstaklingum, framtíð landsins. Mig langar til að minna á að þetta er lögmætt verkefni sveitarfélagsins. Sveitarfélög bera ábyrgð á starfsemi leikskóla. Þau skulu hafa forustu um að tryggja börnum leikskóladvöl og bera ábyrgð á heildarskipan skólahalds í leikskólum sveitarfélags, þróun einstakra leikskóla, húsnæði og búnaði leikskóla, sérúrræðum leikskóla, sérfræðiþjónustu, mati og eftirliti, öflun og miðlun upplýsinga og á framkvæmd leikskólastarfs í sveitarfélagi. Ég hef fullan skilning á erfiðum aðstæðum og starfsfólk leikskólans hefur lagt sig fram um að reyna að hafa lífið í eins eðlilegum skorðum og takmarkanir hafa leyft svo börnin upplifi ekki streitu og vanlíðan. En fyrir marga foreldra er þetta orðið of mikið og fólk fer að óttast um afkomu sína. Ég skora á Reykjavíkurborg að bregðast við hið fyrsta og tryggja öllum börnum menntun og sömu tækifæri. Virðingarfyllst, Helga Jóna Eiríksdóttir Höfundur er foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Til þeirra sem málið varðar. Ég er foreldri tveggja barna á leikskólaaldri. Yngri sonur minn er að hefja skólagöngu sína í leikskóla hjá Reykjavíkurborg núna á föstudaginn, hann er rúmlega tveggja ára. Eldri sonur minn er að hefja síðasta vetur sinn á leikskólanum. Á þessum þremur árum sem þessi eldri hefur verið á leikskólanum hefur aðeins fyrsta árið hans þar verið eðlilegt, ef svo mætti segja. Á öðru árinu hans, í janúar 2020, hófst verkfall félagsmanna í Eflingu sem stóð fram í miðjan mars. Hafði það nokkuð mikla skerðingu í för með sér, meðal annars að hvert barn fékk aðeins úthlutað 1-2 dögum í viku (fyrst hálfa og hálfa daga en svo heila daga) í leikskólanum og ekki var boðið upp á mat, s.s. morgunmat og hádegismat. Eðlilega var þetta mjög erfiður tími fyrir alla og ekki síst börnin sem upplifðu rótleysi. Ofan í verkföll fáum við heimsfaraldur yfir okkur. Hertar samkomutakmarkanir kölluðu á að tekið var fyrir allt flæði innan leikskólans. Börnin máttu áfram bara koma 2-3 daga í viku og foreldrar fengu skipulagið viku fram í tímann. Sóttkví og skipulagsdagar duttu einnig inn. Það sem bjargaði okkur í þessu ástandi var að vera í fæðingarorlofi með yngri soninn. En það þýddi auðvitað bara aukið álag heima fyrir. Ekki skánaði þetta ástand fyrr en með vorinu. Næsti vetur leið svo með sóttvarnarnatakmörkunum og skertum opnunartíma (aðeins opið til kl. 16:00) þar sem sótthreinsa þurfti leikskólann í lok hvers dags. Lúsapóstum fækkaði, sem var jú ánægjulegt. En svo fór að bera á manneklu í kjölfar lokunnar grunnskóla vegna COVID-19. Í mars 2021 var nemendum skipt upp í hópa sem hver fékk úthlutaðan ákveðinn dag í vikunni sem hann mætti mæta. Sem betur fer var þetta ástand aðeins viðvarandi í stuttan tíma. Yngri sonurinn var þarna kominn á einkarekinn ungbarnaleikskóla í Reykjavík og fékk hann að mæta alla daga. Á móti kom þó að starfsdagar þessara tveggja leikskóla voru ekki samræmdir svo þar voru 12 dagar yfir skólaárið sem einnig þurfti að taka frí eða fá pössun fyrir annan hvorn drenginn. En nú er nýtt skólaár að hefjast og ekki hefur tekist að manna leikskólann í vetur. Líklega spilar þar saman stytting vinnuvikunnar (verkefni sem ekki fylgdi fjármagn með til að framkvæma það) og lág laun í boði. Við foreldrarnir stöndum því nú frammi fyrir því að fá aðeins 80% vistun þó samningurinn kveði á um 100% vistun. Það þýðir að vegna manneklu fá drengirnir mínir að mæta í skólann fjóra daga í viku. Sem betur fer fá þeir þó vistun sömu fjóra dagana svo við foreldrarnir þurfum bara að finna annað úrræði einn dag í viku. Munum við líklega reyna að skiptast á og fá aðstoð frá ömmum og öfum. Við búum einnig við skilning á vinnustað ef við þurfum stöku sinnum að hafa litla aðstoðarmenn með í vinnunni. En við erum heppin, við höfum stuðningsnet. Það búa ekki allir svo vel. Þetta er orðinn langur tími sem foreldrar barna hafa þurft að finna pössun með stuttum fyrirvara. Ég hef ekki tölu á hversu margir dagar eða vikur þetta eru orðnar í heildina. Eins og gefur að skilja eru foreldrar orðnir langþreyttir á að geta ekki treyst á að vistun barna þeirra sé tryggð. Ekki nóg með það að fá ekki vistun á vegum sveitarfélagsins fyrr en börnin eru tveggja til tveggja og hálfs árs, eins og í tilfelli beggja drengjanna okkar, þá ertu ekki einu sinni öruggur með vistunina þegar barnið er loksins komið inn á leikskóla. Í 28. gr. barnasáttmálans segir að aðildarríki viðurkenna rétt barns til menntunar og skulu þau tryggja að réttur þessi nái fram að ganga stig af stigi og þannig að allir njóti sömu tækifæra. Eins og staðan er núna er barnið mitt ekki að njóta sömu réttinda og önnur börn til menntunar. Auðvitað skertist starfsemi flestra leikskóla í verkfalli og heimsfaraldri en heilt yfir hefur barnið mitt (og önnur í sömu stöðu) notið færri menntunarstunda en þær ættu að vera samkvæmt aðalnámskrá leikskóla. Nú sjáum við svo fram á vetur með fjögurra daga skólaviku í stað fimm ef ekki næst að fá starfsfólk til að sinna þessum mikilvægu einstaklingum, framtíð landsins. Mig langar til að minna á að þetta er lögmætt verkefni sveitarfélagsins. Sveitarfélög bera ábyrgð á starfsemi leikskóla. Þau skulu hafa forustu um að tryggja börnum leikskóladvöl og bera ábyrgð á heildarskipan skólahalds í leikskólum sveitarfélags, þróun einstakra leikskóla, húsnæði og búnaði leikskóla, sérúrræðum leikskóla, sérfræðiþjónustu, mati og eftirliti, öflun og miðlun upplýsinga og á framkvæmd leikskólastarfs í sveitarfélagi. Ég hef fullan skilning á erfiðum aðstæðum og starfsfólk leikskólans hefur lagt sig fram um að reyna að hafa lífið í eins eðlilegum skorðum og takmarkanir hafa leyft svo börnin upplifi ekki streitu og vanlíðan. En fyrir marga foreldra er þetta orðið of mikið og fólk fer að óttast um afkomu sína. Ég skora á Reykjavíkurborg að bregðast við hið fyrsta og tryggja öllum börnum menntun og sömu tækifæri. Virðingarfyllst, Helga Jóna Eiríksdóttir Höfundur er foreldri.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar