Að skipta kökunni eða stækka? Bryndís Haraldsdóttir skrifar 6. september 2021 12:31 Það er furðulegt til þess að hugsa að nú þegar Ísland hefur risið hratt og vel upp úr fjármálakreppunni og tekist með sóma á við heimsfaraldur Kórónuveirunnar þá virðist pólitísk umræða margra stjórnmálaflokka snúast nær eingöngu um hvernig skipta eigi kökunni. Hvernig hægt sé að hækka skatta á ákveðin fyrirtæki eða ákveðið fólk til þess að færa fjármuni yfir til annara, eða bara allra hinna. En ég spyr, hvað með framtíð okkar sem lands og þjóðar? Hvernig tryggjum við áframhaldandi velsæld og framgang íslenskrar þjóðar? Er það með boðum og bönnum, skattahækkunum og opinberum millifærslukerfum? Ég held ekki. Áframhaldandi velsæld fólks byggir á öflugu íslensku atvinnulífi og auknum útflutningstekjum. Okkur hefur sannarlega gengið vel sem þjóð að selja fisk, fullnýta hráefni og draga úr kolefnissporum atvinnuvegarins. Við erum svo lánsöm að hafa hér hreina græna orku þannig að hér getum við framleitt t.d. ál með umhverfisvænni hætti en víða annarstaðar í heiminum. Ferðamenn hafa streymt til landsins á síðustu tveimur áratugum og orðið stoð í íslensku atvinnulífi. Ferðamannaiðnaðurinn hefur ekki bara gefið okkur gjaldeyri og fjölgað störfum út um land allt, heldur líka gefið okkur fjölbreytileika í ýmiskonar þjónustu og mannlífi. Fjöldi veitingastaða, kaffihúsa og ýmiskonar afþreying hefur fyrst og síðast orðið til vegna aukins fjölda ferðamanna en gagnast okkur öllum, til að gera lífið skemmtilegra. En til framtíðar getum við ekki einblínt á þessar atvinnugreinar við þurfum að horfa til atvinnuvega sem ekki eru drifnir áfram á auðlindanýtingu. Hugverksiðnaðurinn er framtíðin Hugverksiðnaðurinn er orðinn fjórða stoðin í íslensku efnahagslífi og í gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins. Hann á alla möguleika á að verða stærsta stoðin. Hugvitið getum við nefnilega endalaust virkjað. Fjölbreytni í gjaldeyrissköpun skiptir máli, eykur stöðugleika og hagvöxt og hjálpar okkur að takast á við sveiflur í ákveðnum atvinnugreinum. Með markvissum aðgerðum stjórnvalda hefur verið byggt undir þennan iðnað. Með hvötum til rannsóknar og nýsköpunar hafa fleiri fyrirtæki orðið til. Það sem skiptir miklu máli er að fyrirtæki velji að vera staðsett á Íslandi. Það að Ísland sé ákjósanlegur staður til að staðsetja fyrirtæki, sem vinna við rannsóknir og nýsköpun, er eitt það mikilvægasta sem stjórnvöld geta gert fyrir framtíð okkar og barna okkar. Þannig erum við að tryggja áframhaldandi öflugt atvinnulíf sem er forsenda velsældar heimilanna í landinu. Þannig erum við líka að fjölga atvinnutækifærum og gera Ísland að ákjósanlegum stað til að búa á til langrar framtíðar. Með öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi skapast skilyrði til að þjónusta íbúa á öllum aldri með enn betra heilbrigðiskerfi, menntakerfi, samgöngukerfi og löggæslu. Munum hvaðan peningarnir sem frambjóðendur tala nú um að verja í ýmiskonar málaflokka koma. Verum skynsöm og nýtum krafta okkar í að tryggja hér gott umhverfi fyrir atvinnulífið, fyrir nýsköpun, rannsóknir og skapandi greinar í stað þess að eyða kröftunum í allskonar formúlur og krúsidúllur um yfirfærslu fjármuna frá þeim „ríku“ til þeirra sem eru ekki mjög ríkir. Það er reyndar nokkuð örugg leið til að tryggja að hinir fjársterku velji að búa annarstaðar og skili þar af leiðandi litlu sem engu til íslensks samfélags. Setjum X við D og tryggjum bjarta framtíð lands og þjóðar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Sjá meira
Það er furðulegt til þess að hugsa að nú þegar Ísland hefur risið hratt og vel upp úr fjármálakreppunni og tekist með sóma á við heimsfaraldur Kórónuveirunnar þá virðist pólitísk umræða margra stjórnmálaflokka snúast nær eingöngu um hvernig skipta eigi kökunni. Hvernig hægt sé að hækka skatta á ákveðin fyrirtæki eða ákveðið fólk til þess að færa fjármuni yfir til annara, eða bara allra hinna. En ég spyr, hvað með framtíð okkar sem lands og þjóðar? Hvernig tryggjum við áframhaldandi velsæld og framgang íslenskrar þjóðar? Er það með boðum og bönnum, skattahækkunum og opinberum millifærslukerfum? Ég held ekki. Áframhaldandi velsæld fólks byggir á öflugu íslensku atvinnulífi og auknum útflutningstekjum. Okkur hefur sannarlega gengið vel sem þjóð að selja fisk, fullnýta hráefni og draga úr kolefnissporum atvinnuvegarins. Við erum svo lánsöm að hafa hér hreina græna orku þannig að hér getum við framleitt t.d. ál með umhverfisvænni hætti en víða annarstaðar í heiminum. Ferðamenn hafa streymt til landsins á síðustu tveimur áratugum og orðið stoð í íslensku atvinnulífi. Ferðamannaiðnaðurinn hefur ekki bara gefið okkur gjaldeyri og fjölgað störfum út um land allt, heldur líka gefið okkur fjölbreytileika í ýmiskonar þjónustu og mannlífi. Fjöldi veitingastaða, kaffihúsa og ýmiskonar afþreying hefur fyrst og síðast orðið til vegna aukins fjölda ferðamanna en gagnast okkur öllum, til að gera lífið skemmtilegra. En til framtíðar getum við ekki einblínt á þessar atvinnugreinar við þurfum að horfa til atvinnuvega sem ekki eru drifnir áfram á auðlindanýtingu. Hugverksiðnaðurinn er framtíðin Hugverksiðnaðurinn er orðinn fjórða stoðin í íslensku efnahagslífi og í gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins. Hann á alla möguleika á að verða stærsta stoðin. Hugvitið getum við nefnilega endalaust virkjað. Fjölbreytni í gjaldeyrissköpun skiptir máli, eykur stöðugleika og hagvöxt og hjálpar okkur að takast á við sveiflur í ákveðnum atvinnugreinum. Með markvissum aðgerðum stjórnvalda hefur verið byggt undir þennan iðnað. Með hvötum til rannsóknar og nýsköpunar hafa fleiri fyrirtæki orðið til. Það sem skiptir miklu máli er að fyrirtæki velji að vera staðsett á Íslandi. Það að Ísland sé ákjósanlegur staður til að staðsetja fyrirtæki, sem vinna við rannsóknir og nýsköpun, er eitt það mikilvægasta sem stjórnvöld geta gert fyrir framtíð okkar og barna okkar. Þannig erum við að tryggja áframhaldandi öflugt atvinnulíf sem er forsenda velsældar heimilanna í landinu. Þannig erum við líka að fjölga atvinnutækifærum og gera Ísland að ákjósanlegum stað til að búa á til langrar framtíðar. Með öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi skapast skilyrði til að þjónusta íbúa á öllum aldri með enn betra heilbrigðiskerfi, menntakerfi, samgöngukerfi og löggæslu. Munum hvaðan peningarnir sem frambjóðendur tala nú um að verja í ýmiskonar málaflokka koma. Verum skynsöm og nýtum krafta okkar í að tryggja hér gott umhverfi fyrir atvinnulífið, fyrir nýsköpun, rannsóknir og skapandi greinar í stað þess að eyða kröftunum í allskonar formúlur og krúsidúllur um yfirfærslu fjármuna frá þeim „ríku“ til þeirra sem eru ekki mjög ríkir. Það er reyndar nokkuð örugg leið til að tryggja að hinir fjársterku velji að búa annarstaðar og skili þar af leiðandi litlu sem engu til íslensks samfélags. Setjum X við D og tryggjum bjarta framtíð lands og þjóðar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar