Nýtt leiðakerfi almenningssamgangna í Fjarðabyggð Jón Björn Hákonarson skrifar 4. september 2021 09:30 Nýtt kerfi almenningssamgangna hóf göngu sína í Fjarðabyggð í vikunni en með því er stigið stórt skref fram á við í að tengja enn betur saman okkar víðfeðma sveitarfélag . Mig langar því á þessum tímamótum að óska íbúum Fjarðabyggðar til hamingju með þennan merka áfanga. Um nokkurt skeið hefur verið til staðar ákall íbúa um bættar samgöngur á milli byggðakjarna í sveitarfélaginu. Hinu nýja leiðakerfi er ætlað að koma til móts við þær kröfur, enda hefur það verið vilji bæjarstjórnar um nokkurt skeið að koma á slíku samræmdu kerfi. Unnið hefur verið að uppsetningu á kerfinu að undanförnu. Grunnurinn að þeirri vinnu var lagður með skýrslu EFLU um nýtt leiðakerfi í Fjarðabyggð sem birt var í vor. Þar voru lagðar fram nokkrar tillögur að því hvernig nýtt og heildstætt leiðanet gæti litið út. Starfsmenn Fjarðabyggðar hafa síðan unnið hörðum höndum að því að setja saman kerfið og skilgreina þá þjónustu sem nauðsynleg er við rekstur þess. Í vor voru lögð fram drög að nýju leiðakerfi sem byggði á niðurstöðum EFLU. Hið nýja leiðakerfi byggir á tveimur leiðum sem tengja saman sex byggðakjarna sveitarfélagsins en auk þess er tengipunktur við ferjusiglingar frá Norðfirði til Mjóafjarðar sem gegna sama hlutverki lungann úr árinu. Á leið 1 eru eknar 12 ferðir á dag milli Norðfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og leið 2 ekur síðan 6 ferðir á dag milli Breiðdalsvíkur og Fáskrúðsfjarðar. Bæjarráð ákvað fyrr í sumar að fara í verðfyrirspurn meðal akstursaðila í Fjarðabyggð vegna reksturs kerfisins. Niðurstaða þeirrar verðfyrirspurnar var að gera samning við ÍS – Travel á Reyðarfirði um akstur beggja leiða í kerfinu. Nýtt leiðakerfi – betri tengingar. Hið nýja leiðakerfi byggir, eins og áður sagði, á tveimur leiðum. Leið 1 ekur á milli Norðfjarðar og Fáskrúðsfjarðar alla virka daga. Að morgni eru tvær ferðar frá Norðfirði til Fáskrúðsfjarðar og tvær ferðir frá Fáskrúðsfirði til Norðfjarðar. Eftir hádegi eru farnar fjórar ferðir frá Norðfirði til Fáskrúðsfjarðar og fjórar ferðir frá Fáskrúðsfirði til Norðfjarðar. Leið 2 ekur á milli Breiðdalsvíkur og Fáskrúðsfjarðar alla virka daga. Um er að ræða þrjár ferðir frá Breiðdalsvík til Fáskrúðsfjarðar og þrjár ferðir frá Fáskrúðsfirði til Breiðdalsvíkur. Þar sem þörfin fyrir akstur á Suðurfjörðum liggur ekki fyrir var ákveðið í byrjun að þjónustan á leið 2 yrði rekin sem svokölluð pöntunarþjónusta meðan væri verið að ná utan um þörfina og til að koma í veg fyrir að ekið sé með tóma vagna. Því þarf að panta í ferðir á leið 2 samkvæmt tímatöflu með a.m.k. 6 klukkustunda fyrirvara og fyrir fyrstu ferð að morgni þarf að vera búið að panta fyrir kl. 18:00 daginn áður. Ef notendur ætla sér að nýta sömu ferðir alla daga vikunnar þarf ekki að panta daglega, heldur einungis að koma upplýsingum á framfæri við akstursaðila. Þegar fyrir liggur hvernig þróunin verður í kerfinu, verður að sjálfsögðu skoðað hvort stytta megi pöntunartíma og hvernig því verður háttað. Tímatafla vagnanna á báðum leiðum miðar að því að reyna að koma sem mest til móts við þarfir notenda hvað varðar vinnu, tómstundir, skóla, og félagslíf þvert á sveitarfélagið og er hinu nýja leiðakerfi ætlað að leysa af hólmi annan akstur sem sveitarfélegið hefur staðið fyrir undanfarin ár. Með kerfinu fást betri tengingar milli byggðakjarna og möguleikar opnast til að sækja vinnu, skóla, tómstundir og þjónustu þvert á byggðakjarna sveitarfélagsins. Framundan eru lærdómsríkir mánuðir Litið er á verkefnið sem framundan er sem tilraunverkefni og verður afrakstur þess notaður til uppbyggingar á almenninssamgöngukerfi til framtíðar. Það er ljóst að framundan eru lærdómsríkir mánuðir, á það bæði við um notendur kerfisins og sveitarfélagið. Við munum rekast á einhverja veggi í þessu öllu saman, en það er þá bara tækifært til að bæta sig og byggja enn frekar undir kerfið. Innleiðing á svona kerfi mun taka tíma. Við þurfum öll að venjast því að nota slíkt kerfi og læra hvernig það þjónar okkur best. Til framtíðar litið er ég þó sannfærður um að hér sé um mikið framfara skref að ræða fyrir sveitarfélagið okkar. Öflugt og gott samgöngukerfi er fjölkjarna sveitarfélagi eins okkar lífsnauðsynlegt til að nýta betur þá innviði, og þann mannauð sem samfélagið býr að. Með nýju leiðakerfi er stigið stórt skref fram á við í þeim efnum, og verður spennandi að fylgast með því vaxa og dafna. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Jón Björn Hákonarson Fjarðabyggð Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Nýtt kerfi almenningssamgangna hóf göngu sína í Fjarðabyggð í vikunni en með því er stigið stórt skref fram á við í að tengja enn betur saman okkar víðfeðma sveitarfélag . Mig langar því á þessum tímamótum að óska íbúum Fjarðabyggðar til hamingju með þennan merka áfanga. Um nokkurt skeið hefur verið til staðar ákall íbúa um bættar samgöngur á milli byggðakjarna í sveitarfélaginu. Hinu nýja leiðakerfi er ætlað að koma til móts við þær kröfur, enda hefur það verið vilji bæjarstjórnar um nokkurt skeið að koma á slíku samræmdu kerfi. Unnið hefur verið að uppsetningu á kerfinu að undanförnu. Grunnurinn að þeirri vinnu var lagður með skýrslu EFLU um nýtt leiðakerfi í Fjarðabyggð sem birt var í vor. Þar voru lagðar fram nokkrar tillögur að því hvernig nýtt og heildstætt leiðanet gæti litið út. Starfsmenn Fjarðabyggðar hafa síðan unnið hörðum höndum að því að setja saman kerfið og skilgreina þá þjónustu sem nauðsynleg er við rekstur þess. Í vor voru lögð fram drög að nýju leiðakerfi sem byggði á niðurstöðum EFLU. Hið nýja leiðakerfi byggir á tveimur leiðum sem tengja saman sex byggðakjarna sveitarfélagsins en auk þess er tengipunktur við ferjusiglingar frá Norðfirði til Mjóafjarðar sem gegna sama hlutverki lungann úr árinu. Á leið 1 eru eknar 12 ferðir á dag milli Norðfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og leið 2 ekur síðan 6 ferðir á dag milli Breiðdalsvíkur og Fáskrúðsfjarðar. Bæjarráð ákvað fyrr í sumar að fara í verðfyrirspurn meðal akstursaðila í Fjarðabyggð vegna reksturs kerfisins. Niðurstaða þeirrar verðfyrirspurnar var að gera samning við ÍS – Travel á Reyðarfirði um akstur beggja leiða í kerfinu. Nýtt leiðakerfi – betri tengingar. Hið nýja leiðakerfi byggir, eins og áður sagði, á tveimur leiðum. Leið 1 ekur á milli Norðfjarðar og Fáskrúðsfjarðar alla virka daga. Að morgni eru tvær ferðar frá Norðfirði til Fáskrúðsfjarðar og tvær ferðir frá Fáskrúðsfirði til Norðfjarðar. Eftir hádegi eru farnar fjórar ferðir frá Norðfirði til Fáskrúðsfjarðar og fjórar ferðir frá Fáskrúðsfirði til Norðfjarðar. Leið 2 ekur á milli Breiðdalsvíkur og Fáskrúðsfjarðar alla virka daga. Um er að ræða þrjár ferðir frá Breiðdalsvík til Fáskrúðsfjarðar og þrjár ferðir frá Fáskrúðsfirði til Breiðdalsvíkur. Þar sem þörfin fyrir akstur á Suðurfjörðum liggur ekki fyrir var ákveðið í byrjun að þjónustan á leið 2 yrði rekin sem svokölluð pöntunarþjónusta meðan væri verið að ná utan um þörfina og til að koma í veg fyrir að ekið sé með tóma vagna. Því þarf að panta í ferðir á leið 2 samkvæmt tímatöflu með a.m.k. 6 klukkustunda fyrirvara og fyrir fyrstu ferð að morgni þarf að vera búið að panta fyrir kl. 18:00 daginn áður. Ef notendur ætla sér að nýta sömu ferðir alla daga vikunnar þarf ekki að panta daglega, heldur einungis að koma upplýsingum á framfæri við akstursaðila. Þegar fyrir liggur hvernig þróunin verður í kerfinu, verður að sjálfsögðu skoðað hvort stytta megi pöntunartíma og hvernig því verður háttað. Tímatafla vagnanna á báðum leiðum miðar að því að reyna að koma sem mest til móts við þarfir notenda hvað varðar vinnu, tómstundir, skóla, og félagslíf þvert á sveitarfélagið og er hinu nýja leiðakerfi ætlað að leysa af hólmi annan akstur sem sveitarfélegið hefur staðið fyrir undanfarin ár. Með kerfinu fást betri tengingar milli byggðakjarna og möguleikar opnast til að sækja vinnu, skóla, tómstundir og þjónustu þvert á byggðakjarna sveitarfélagsins. Framundan eru lærdómsríkir mánuðir Litið er á verkefnið sem framundan er sem tilraunverkefni og verður afrakstur þess notaður til uppbyggingar á almenninssamgöngukerfi til framtíðar. Það er ljóst að framundan eru lærdómsríkir mánuðir, á það bæði við um notendur kerfisins og sveitarfélagið. Við munum rekast á einhverja veggi í þessu öllu saman, en það er þá bara tækifært til að bæta sig og byggja enn frekar undir kerfið. Innleiðing á svona kerfi mun taka tíma. Við þurfum öll að venjast því að nota slíkt kerfi og læra hvernig það þjónar okkur best. Til framtíðar litið er ég þó sannfærður um að hér sé um mikið framfara skref að ræða fyrir sveitarfélagið okkar. Öflugt og gott samgöngukerfi er fjölkjarna sveitarfélagi eins okkar lífsnauðsynlegt til að nýta betur þá innviði, og þann mannauð sem samfélagið býr að. Með nýju leiðakerfi er stigið stórt skref fram á við í þeim efnum, og verður spennandi að fylgast með því vaxa og dafna. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun