Áskorun til Landgræðslunnar Björn Halldórsson skrifar 2. september 2021 14:30 Eftir fremur kalt vor hér á Norðausturlandi fram í júní, kom loksins hlýtt sumar. Eftir að hlýnaði varð nokkuð hvasst með suðlægum áttum og var þá varla hægt að hafa opna glugga vegna moldroks. Við sáum varla til Kópaskers, sem er í innan við 9 kílómetra fjarlægð. Landið fýkur burt. Þótt töluvert sé unnið að því að stöðva gróður-/og jarðvegseyðingu með áburði og grasfræi, þá er víða neyarástand og brýn þörf á mun fljótvirkari aðferðum. Á myndinni hér að neðan sést hvar síðustu jarðvegsleifarnar eru að fara með vatni og vindum frá börðunum þremur til hægri. Fyrir nokkrum árum handsáði ég lúpínufræum meðfram gilinu til vinstri á myndinni. Það eru þessir grænu hálfmánar sem sjást þarna í röð. Fullyrða má, að aðeins ein raunhæf leið sé til að mynda samfellda gróðurþekju á þessu svæði og það er að sá lúpínu í það allt. Sama má segja um mörg önnur svæði víða um land, þar sem tilbúinn áburður og grasfræ mega sín lítils og er auk þess of dýr aðferð. Þess vegna skora ég undirritaður hér með á Landgræðsluna að fullnýta afkastagetu sína til að framleiða eins mikið af lúpínufræi og hægt er. Þetta þolir enga bið, það er ekki hægt að fórna þúsundum hektara á þeim forsendum að lúpínan sé að eyðileggja líffræðilega fjölbreytni. Á svæðinu á myndinni væri nær að tala um líffræðilegt gjaldþrot og því ekki verið að eyðileggja neitt með lúpínusáningum. Nýlega birtist grein á vísi.is, þar sem greinarhöfundur hvatti lesendur til að treysta náttúrunni og átti þá líklega við að ekki ætti að grípa inn í atburðarásina t.d með því að sá utanaðkomandi plöntum. Varðandi svæðið á myndinni, getum við fullkomlega treyst eyðingaröflum náttúrunnar til að ljúka við eyðilegginguna. Ef ekki er gripið inn í verður þarna ekki annað en grjót og möl sem fýkur og sverfur steina. Vandamál sem upp hafa komið vegna lúpínusáninga tel ég lítilvæg samanborið við þann gríðarlega vanda að hafa hana ekki. Vissulega hafa orðið og eru að verða „umhverfisslys“ með ógætilegri notkun og dreifingu sumra plantna og má nefna kerfil, njóla, bjarnarkló og sjálfsagt fleiri í því sambandi. Þeim þurfum við að mínu mati að berjast gegn, en lúpínan gæti verið okkar áburðarverksmiðja og búið í haginn fyrir aðrar plöntur. Notum hana á stóru auðnirnar, annað er ekki raunhæft. Við, sem þjóð getum ekki búið við núverandi ástand margra landsvæða, það er til skammar. Er Ísland ekki ein stærsta uppspretta ryks í Evrópu? Að aflétta beit á illa förnum afréttum getur verið skref í rétta átt, en gefur okkur ekki gróður og jarðveg við erfiðustu aðstæðurnar. Þar er þörf á öflugum aðgerðum sem kalla mætti neyðaraðstoð. Jarðvegs og gróðurlaust land er líkt og sjúklingur sem misst hefur húðina af stórum svæðum. Undirritaður hefur stundað uppgræðslu lands í meira en hálfa öld með ýmsum aðferðum og þekkir enga plöntu aðra en lúpínu, sem gæti stöðvað jarðvegseyðingu á erfiðustu svæðum og jafnvel bjargað öðrum plöntum, sem leynast í eyimörkum landsins. Með kveðju og þakklæti fyrir aðstoð við uppgræðsluna, Höfundur er bóndi á Valþjófsstöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Eftir fremur kalt vor hér á Norðausturlandi fram í júní, kom loksins hlýtt sumar. Eftir að hlýnaði varð nokkuð hvasst með suðlægum áttum og var þá varla hægt að hafa opna glugga vegna moldroks. Við sáum varla til Kópaskers, sem er í innan við 9 kílómetra fjarlægð. Landið fýkur burt. Þótt töluvert sé unnið að því að stöðva gróður-/og jarðvegseyðingu með áburði og grasfræi, þá er víða neyarástand og brýn þörf á mun fljótvirkari aðferðum. Á myndinni hér að neðan sést hvar síðustu jarðvegsleifarnar eru að fara með vatni og vindum frá börðunum þremur til hægri. Fyrir nokkrum árum handsáði ég lúpínufræum meðfram gilinu til vinstri á myndinni. Það eru þessir grænu hálfmánar sem sjást þarna í röð. Fullyrða má, að aðeins ein raunhæf leið sé til að mynda samfellda gróðurþekju á þessu svæði og það er að sá lúpínu í það allt. Sama má segja um mörg önnur svæði víða um land, þar sem tilbúinn áburður og grasfræ mega sín lítils og er auk þess of dýr aðferð. Þess vegna skora ég undirritaður hér með á Landgræðsluna að fullnýta afkastagetu sína til að framleiða eins mikið af lúpínufræi og hægt er. Þetta þolir enga bið, það er ekki hægt að fórna þúsundum hektara á þeim forsendum að lúpínan sé að eyðileggja líffræðilega fjölbreytni. Á svæðinu á myndinni væri nær að tala um líffræðilegt gjaldþrot og því ekki verið að eyðileggja neitt með lúpínusáningum. Nýlega birtist grein á vísi.is, þar sem greinarhöfundur hvatti lesendur til að treysta náttúrunni og átti þá líklega við að ekki ætti að grípa inn í atburðarásina t.d með því að sá utanaðkomandi plöntum. Varðandi svæðið á myndinni, getum við fullkomlega treyst eyðingaröflum náttúrunnar til að ljúka við eyðilegginguna. Ef ekki er gripið inn í verður þarna ekki annað en grjót og möl sem fýkur og sverfur steina. Vandamál sem upp hafa komið vegna lúpínusáninga tel ég lítilvæg samanborið við þann gríðarlega vanda að hafa hana ekki. Vissulega hafa orðið og eru að verða „umhverfisslys“ með ógætilegri notkun og dreifingu sumra plantna og má nefna kerfil, njóla, bjarnarkló og sjálfsagt fleiri í því sambandi. Þeim þurfum við að mínu mati að berjast gegn, en lúpínan gæti verið okkar áburðarverksmiðja og búið í haginn fyrir aðrar plöntur. Notum hana á stóru auðnirnar, annað er ekki raunhæft. Við, sem þjóð getum ekki búið við núverandi ástand margra landsvæða, það er til skammar. Er Ísland ekki ein stærsta uppspretta ryks í Evrópu? Að aflétta beit á illa förnum afréttum getur verið skref í rétta átt, en gefur okkur ekki gróður og jarðveg við erfiðustu aðstæðurnar. Þar er þörf á öflugum aðgerðum sem kalla mætti neyðaraðstoð. Jarðvegs og gróðurlaust land er líkt og sjúklingur sem misst hefur húðina af stórum svæðum. Undirritaður hefur stundað uppgræðslu lands í meira en hálfa öld með ýmsum aðferðum og þekkir enga plöntu aðra en lúpínu, sem gæti stöðvað jarðvegseyðingu á erfiðustu svæðum og jafnvel bjargað öðrum plöntum, sem leynast í eyimörkum landsins. Með kveðju og þakklæti fyrir aðstoð við uppgræðsluna, Höfundur er bóndi á Valþjófsstöðum.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun