Ógæfuför Hálendisfrumvarpsins Tómas Ellert Tómasson skrifar 2. september 2021 10:00 Er einhver búinn að gleyma furðulegu frumvarpi umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð? Framlagning frumvarpsins fór ekki vel af stað en með því var kastað rýrð á friðunar og verndarstarf sveitastjórnarmanna, félagasamtaka og almennings um land allt. Um leið virtist frumvarpinu vera ætlað að uppfylla draum vinstri manna um stofnanavæðingu og miðstýringu náttúruverndar í landinu. Til þess nutu þeir stuðnings forystumanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Þá fannst mörgum heldur dapurlegt að sjá forseta Alþingis í ræðustól mæla með frumvarpinu með þeim orðum að einungis „grenjandi minnihluti“ væri andsnúinn frumvarpinu með hátterni sem augljóslega var ekki forseta Alþingis sæmandi. Það þarf ekki að taka það fram að Miðflokkurinn hafnar alfarið hugmyndum um Hálendisþjóðgarð og mun halda áfram að berjast gegn þeim. Af hverju skyldi það vera? Jú, frumvarpið sjálft svarar því, en þar kemur orðið „ráðherra“ hvorki meira né minna en 75 sinnum fyrir! Er til skýrari vitnisburður um að ráðherra ætlar sér að taka yfir umgengnis- og yfirráðarétt þjóðarinnar á hálendi landsins? Ef frumvarpið verður samþykkt í óbreyttri eða lítið breyttri mynd, mun það bitna á þjóðinni um ókomna tíð. Miðflokkurinn hafnar svona vinnubrögðum og vill halda áfram að styðja við verndar og uppbyggingarstarf heimamanna um allt land. Miðstýringarárátta Almenningur í landinu hefur skilning á því að bera þurfi virðingu fyrir hálendinu, mikilvægt sé að ganga vel um það og nýta á skynsamlegan hátt. Í frumvarpi ráðherrans sem eins og fyrr segir var stutt af forystumönnum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, er engin tenging við þessa sýn almennings. Í frumvarpinu og greinargerðinni sem fylgir má finna á fimmtíu blaðsíðum undarlegar lýsingar á því, lýsingar sem verður best lýst sem hugarórum umhverfisráðherra. Af greinargerðinni mátti einnig sjá að lítið sem ekkert tillit var tekið til athugasemda og ábendinga sveitarfélaga, sérfræðinga og almennings við fyrirkomulag fyrirhugaðs Hálendisþjóðgarðs. Í raun var þeim sagt stríð á hendur, miðstýringaráráttan var alger. Það blasir við núna að útfærsla ráðherra hefur gjörsamlega mislukkast og óþægilega margar af greinum frumvarpsins orka mjög tvímælis. Þar var meðal annars lagt til að umhverfisráðherra geti með reglugerð sett reglur af eigin geðþótta: „um dvöl, umgengni og umferð í Hálendisþjóðgarði, þ.m.t. tjöldun og umferð gangandi, ríðandi og hjólandi vegfarenda, sem og um umferð vélknúinna ökutækja, báta, skipa, loftfara, flygilda og hvers konar annarra farartækja í þjóðgarðinum“. Auk þessa er ráðherra: „heimilt að banna akstur vélknúinna ökutækja á einstökum svæðum þjóðgarðsins allt árið um kring eða á tilteknum tímum ársins“. Fleiri greinar frumvarpsins eru undarlegar og margar þeirra bera þess merki að lítið hafi verið tekið mark á þeim ábendingum og athugasemdum sem þó komu fram í hinu svokallaða samráðsferli. Í þeim greinum Hálendisfrumvarpsins, sem fjallað er um stjórnun, eignarhald, valdheimildir, boð og bönn o.s.frv., kemur fram stjórnlyndi af stærðargráðu sem ekki hefur áður sést hér á landi. Og það gert með samþykki forystumanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks! Nú er mál að linni Með öllu þessu brambolti var reynt að fórna samstöðu þjóðarinnar um hálendi Íslands, allt vegna ásóknar breyskra manna í völd, manna sem samþykktu í stjórnarsáttmála að flýta stofnun Hálendisþjóðgarðs, hvernig sem það yrði gert og hvað sem það kostaði, í skiptum fyrir nokkra ráðherrastóla - og bílstjóra. Stjórnlyndið og þær takmarkanir á athafnafrelsi sem komu fram í Hálendisfrumvarpinu ættu að verða mönnum víti til varnaðar. Kæru landsmenn, Miðflokkurinn er eini flokkurinn sem hafnar afdráttarlaust hugmyndum um Hálendisþjóðgarð og mun halda áfram að berjast gegn þeim hugmyndum ásamt því að verja ferðafrelsi landsmanna, í eigin landi. Höfundur er byggingarverkfræðingur og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Hálendisþjóðgarður Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Skoðun Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Er einhver búinn að gleyma furðulegu frumvarpi umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð? Framlagning frumvarpsins fór ekki vel af stað en með því var kastað rýrð á friðunar og verndarstarf sveitastjórnarmanna, félagasamtaka og almennings um land allt. Um leið virtist frumvarpinu vera ætlað að uppfylla draum vinstri manna um stofnanavæðingu og miðstýringu náttúruverndar í landinu. Til þess nutu þeir stuðnings forystumanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Þá fannst mörgum heldur dapurlegt að sjá forseta Alþingis í ræðustól mæla með frumvarpinu með þeim orðum að einungis „grenjandi minnihluti“ væri andsnúinn frumvarpinu með hátterni sem augljóslega var ekki forseta Alþingis sæmandi. Það þarf ekki að taka það fram að Miðflokkurinn hafnar alfarið hugmyndum um Hálendisþjóðgarð og mun halda áfram að berjast gegn þeim. Af hverju skyldi það vera? Jú, frumvarpið sjálft svarar því, en þar kemur orðið „ráðherra“ hvorki meira né minna en 75 sinnum fyrir! Er til skýrari vitnisburður um að ráðherra ætlar sér að taka yfir umgengnis- og yfirráðarétt þjóðarinnar á hálendi landsins? Ef frumvarpið verður samþykkt í óbreyttri eða lítið breyttri mynd, mun það bitna á þjóðinni um ókomna tíð. Miðflokkurinn hafnar svona vinnubrögðum og vill halda áfram að styðja við verndar og uppbyggingarstarf heimamanna um allt land. Miðstýringarárátta Almenningur í landinu hefur skilning á því að bera þurfi virðingu fyrir hálendinu, mikilvægt sé að ganga vel um það og nýta á skynsamlegan hátt. Í frumvarpi ráðherrans sem eins og fyrr segir var stutt af forystumönnum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, er engin tenging við þessa sýn almennings. Í frumvarpinu og greinargerðinni sem fylgir má finna á fimmtíu blaðsíðum undarlegar lýsingar á því, lýsingar sem verður best lýst sem hugarórum umhverfisráðherra. Af greinargerðinni mátti einnig sjá að lítið sem ekkert tillit var tekið til athugasemda og ábendinga sveitarfélaga, sérfræðinga og almennings við fyrirkomulag fyrirhugaðs Hálendisþjóðgarðs. Í raun var þeim sagt stríð á hendur, miðstýringaráráttan var alger. Það blasir við núna að útfærsla ráðherra hefur gjörsamlega mislukkast og óþægilega margar af greinum frumvarpsins orka mjög tvímælis. Þar var meðal annars lagt til að umhverfisráðherra geti með reglugerð sett reglur af eigin geðþótta: „um dvöl, umgengni og umferð í Hálendisþjóðgarði, þ.m.t. tjöldun og umferð gangandi, ríðandi og hjólandi vegfarenda, sem og um umferð vélknúinna ökutækja, báta, skipa, loftfara, flygilda og hvers konar annarra farartækja í þjóðgarðinum“. Auk þessa er ráðherra: „heimilt að banna akstur vélknúinna ökutækja á einstökum svæðum þjóðgarðsins allt árið um kring eða á tilteknum tímum ársins“. Fleiri greinar frumvarpsins eru undarlegar og margar þeirra bera þess merki að lítið hafi verið tekið mark á þeim ábendingum og athugasemdum sem þó komu fram í hinu svokallaða samráðsferli. Í þeim greinum Hálendisfrumvarpsins, sem fjallað er um stjórnun, eignarhald, valdheimildir, boð og bönn o.s.frv., kemur fram stjórnlyndi af stærðargráðu sem ekki hefur áður sést hér á landi. Og það gert með samþykki forystumanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks! Nú er mál að linni Með öllu þessu brambolti var reynt að fórna samstöðu þjóðarinnar um hálendi Íslands, allt vegna ásóknar breyskra manna í völd, manna sem samþykktu í stjórnarsáttmála að flýta stofnun Hálendisþjóðgarðs, hvernig sem það yrði gert og hvað sem það kostaði, í skiptum fyrir nokkra ráðherrastóla - og bílstjóra. Stjórnlyndið og þær takmarkanir á athafnafrelsi sem komu fram í Hálendisfrumvarpinu ættu að verða mönnum víti til varnaðar. Kæru landsmenn, Miðflokkurinn er eini flokkurinn sem hafnar afdráttarlaust hugmyndum um Hálendisþjóðgarð og mun halda áfram að berjast gegn þeim hugmyndum ásamt því að verja ferðafrelsi landsmanna, í eigin landi. Höfundur er byggingarverkfræðingur og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun