Má bjóða þér að bíða? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 2. september 2021 07:01 Við erum öll sammála um að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á að vera jafnt fyrir alla, óháð efnahag og óháð búsetu. Um það er enginn ágreiningur í íslenskum stjórnmálum. Við höfum í gegnum tíðina átt býsna gott kerfi sem byggist á norrænni hugmyndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Svo þarf að vera áfram. Að ríkið greiði fyrir þjónustuna þarf hins vegar ekki að þýða að bara ríkið megi veita þjónustuna. Lærdómur heimsfaraldurs er að saman vegnar okkur betur. Helsta arfleið ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálunum er engu að síður að hafa keyrt harða stefnu þar sem framlagi sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu er hafnað. Afleiðingin er Íslandsmet í biðlistum eftir heilbrigðisþjónustu. Á biðlista hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins voru um 350 börn í byrjun ársins, þar sem um 2 ára bið er núna. Um 900 börn bíða þjónustu talmeinafræðinga. Biðin eftir þeirri þjónustu er frá 17 mánuðum og upp í 36 mánuði. Allir geta séð hvaða afleiðingar það hefur á barn og fjölskyldu þess þegar grundvallarþjónusta er ekki aðgengileg mánuðum og árum saman. Það er óboðleg staða. Biðlistar eru eftir sjúkraþjálfurum, sálfræðingum, talmeinafræðingum o.fl. Og biðlistar eru sérstaklega langir á landsbyggðunum. Lappirnar dregnar Börn jafnt sem aldraðir bíða á vakt ríkisstjórnarinnar. Biðlisti eftir plássi á hjúkrunarheimilum lengist en um 450 manns biðu í upphafi ársins. Allt það fólk á fjölskyldu sem bíður með þeim og býr við óvissu og álag vegna langrar biðar. Um helmingi fleiri hafa verið lengur en þrjá mánuði á biðlista eftir hnéaðgerðum núna en voru í upphafi kjörtímabilsins. Biðlistar eru auðvitað ekki nýtt vandamál og tilvist þeirra verður vitaskuld ekki alfarið skrifuð á ríkisstjórnina. En sú stefna að lengja biðlista eftir heilbrigðisþjónustu skrifast hins vegar því miður á þessa stjórn. Stjórnin er nefnilega markviss í aðgerðum sem vitað er að hægja á kerfinu. Foreldrar barna, sem bíða eftir talmeinafræðingi eða sálfræðingi, sjá það alveg örugglega ekki sem stóra svarið hvort sálfræðingurinn sé ríkisstarfsmaður. Það sem skiptir foreldrana máli er að þjónusta barnsins sé góð, aðgengileg og niðurgreidd af ríkinu. Í dag er svo ekki, enda hefur heilbrigðisráðherra dregið lappirnar um að tryggja fjármögnun sem getur veitt fjölskyldum þá þjónustu. Þrátt fyrir að sálfræðifrumvarp Viðreisnar hafi verið samþykkt og sé orðið að lögum, með heimild til þess að gera samning við sálfræðinga, þá dugar það ekki til því ríkisstjórnin er í stríði við sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu. Samstarf skilar árangri Ríkisstjórnarflokkarnir hafa gengið í takti um þessa stefnu allt kjörtímabilið. Allt þetta kjörtímabil hafa þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stutt þessa stefnu VG. Viðreisn vill að við einblínum á þjónustu fremur en rekstarform. Lærdómur heimsfaraldurs er að saman vegnar okkur betur. Við upplifðum gott samtarf opinbera kerfisins og fulltrúa einkaframtaksins að því verkefni að verja heilbrigði þjóðarinnar. Við nýttum einfaldlega krafta þeirra fagaðila sem hér starfa og það reyndist vitaskuld þjóna hagsmunum almennings vel. Viðreisn vill að við gefum gaum þeim tækifærum sem eru í heilbrigðisþjónustunni og hættum að bjóða fólki upp á sífellda bið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Við erum öll sammála um að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á að vera jafnt fyrir alla, óháð efnahag og óháð búsetu. Um það er enginn ágreiningur í íslenskum stjórnmálum. Við höfum í gegnum tíðina átt býsna gott kerfi sem byggist á norrænni hugmyndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Svo þarf að vera áfram. Að ríkið greiði fyrir þjónustuna þarf hins vegar ekki að þýða að bara ríkið megi veita þjónustuna. Lærdómur heimsfaraldurs er að saman vegnar okkur betur. Helsta arfleið ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálunum er engu að síður að hafa keyrt harða stefnu þar sem framlagi sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu er hafnað. Afleiðingin er Íslandsmet í biðlistum eftir heilbrigðisþjónustu. Á biðlista hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins voru um 350 börn í byrjun ársins, þar sem um 2 ára bið er núna. Um 900 börn bíða þjónustu talmeinafræðinga. Biðin eftir þeirri þjónustu er frá 17 mánuðum og upp í 36 mánuði. Allir geta séð hvaða afleiðingar það hefur á barn og fjölskyldu þess þegar grundvallarþjónusta er ekki aðgengileg mánuðum og árum saman. Það er óboðleg staða. Biðlistar eru eftir sjúkraþjálfurum, sálfræðingum, talmeinafræðingum o.fl. Og biðlistar eru sérstaklega langir á landsbyggðunum. Lappirnar dregnar Börn jafnt sem aldraðir bíða á vakt ríkisstjórnarinnar. Biðlisti eftir plássi á hjúkrunarheimilum lengist en um 450 manns biðu í upphafi ársins. Allt það fólk á fjölskyldu sem bíður með þeim og býr við óvissu og álag vegna langrar biðar. Um helmingi fleiri hafa verið lengur en þrjá mánuði á biðlista eftir hnéaðgerðum núna en voru í upphafi kjörtímabilsins. Biðlistar eru auðvitað ekki nýtt vandamál og tilvist þeirra verður vitaskuld ekki alfarið skrifuð á ríkisstjórnina. En sú stefna að lengja biðlista eftir heilbrigðisþjónustu skrifast hins vegar því miður á þessa stjórn. Stjórnin er nefnilega markviss í aðgerðum sem vitað er að hægja á kerfinu. Foreldrar barna, sem bíða eftir talmeinafræðingi eða sálfræðingi, sjá það alveg örugglega ekki sem stóra svarið hvort sálfræðingurinn sé ríkisstarfsmaður. Það sem skiptir foreldrana máli er að þjónusta barnsins sé góð, aðgengileg og niðurgreidd af ríkinu. Í dag er svo ekki, enda hefur heilbrigðisráðherra dregið lappirnar um að tryggja fjármögnun sem getur veitt fjölskyldum þá þjónustu. Þrátt fyrir að sálfræðifrumvarp Viðreisnar hafi verið samþykkt og sé orðið að lögum, með heimild til þess að gera samning við sálfræðinga, þá dugar það ekki til því ríkisstjórnin er í stríði við sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu. Samstarf skilar árangri Ríkisstjórnarflokkarnir hafa gengið í takti um þessa stefnu allt kjörtímabilið. Allt þetta kjörtímabil hafa þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stutt þessa stefnu VG. Viðreisn vill að við einblínum á þjónustu fremur en rekstarform. Lærdómur heimsfaraldurs er að saman vegnar okkur betur. Við upplifðum gott samtarf opinbera kerfisins og fulltrúa einkaframtaksins að því verkefni að verja heilbrigði þjóðarinnar. Við nýttum einfaldlega krafta þeirra fagaðila sem hér starfa og það reyndist vitaskuld þjóna hagsmunum almennings vel. Viðreisn vill að við gefum gaum þeim tækifærum sem eru í heilbrigðisþjónustunni og hættum að bjóða fólki upp á sífellda bið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun