Kvótakerfið og veiðigjaldið er sitt hvor hliðin á sama peningi Jón Ingi Hákonarson skrifar 1. september 2021 08:01 Kvótakerfið og veiðigjaldið er sitt hvor hliðin á sama peningi. Kvótakerfið er heimild útgerða til að veiða ákveðinn hluta leyfilegs afla og veiðigjaldið er árgjaldið sem greitt er, enda eðlilegt að greitt sé fyrir aðgang að takmarkaðri náttúruauðlind. Þessu er oft hrært saman. Kvótakerfið hefur sannað gildi sitt, greinin er gífurlega ábatasöm og sjálfbærni fiskistofna er staðreynd. Okkur hefur ekki tekist eins vel til við að semja um sanngjarna skiptingu ábatans á milli eigenda og kvótahafa. Markmið laga um veiðigjald eru að gjaldið skuli standa undir kostnaði ríkisins og tryggja þjóðinni sanngjarna hlutdeild í afkomu þeirra sem fá að nýta sjávarauðlind Íslendinga. Í lögunum segir: „Veiðigjald er lagt á í þeim tilgangi að mæta kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu og til að tryggja þjóðinni í heild beina og sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar á nytjastofnum sjávar.“ Veiðigjaldið byggir því á tveimur stoðum, útlögðum kostnaði ríkisins annars vegar og sanngjarnri hlutdeild hins vegar. Það er varla í anda þessa markmiðs að reikna veiðigjaldið einvörðungu sem ákveðið hlutfall af aflaverðmæti útgerðarinnar. Kostnaður ríkisins við að halda utan um kerfið ræðst af öðrum þáttum en aflaverðmæti. Hluta veiðigjaldsins ætti því að miða út frá kostnaði ríkisins við að halda úti eftirliti, öryggi, rannsóknum og alls þess sem til fellur en ágóðahluti þjóðarinnar má vera tengdur aflaverðmæti hvers árs. Stór meirihluti þjóðarinnar vill sanngjarnari skiptingu þess auðs sem sjávarútvegurinn skapar. Nýleg könnun sýnir að 77 prósent þjóðarinnar vilji að greitt sé markaðsgjald fyrir aflaheimildir. Það er því undarlegt að útgerðin vilji ekki leggja sitt af mörkum til að vinna að sameiginlegri sátt um sjávarútveginn. Hættan er alltaf fyrir hendi að gremja landsmanna aukist um of og upp komi sú staða að kvótakerfið verði endurskipulagt út frá heift í stað skynsemi. Þá er voðinn vís bæði fyrir útgerð og þjóð. Hugmyndir Viðreisnar eru hófsamar og til þess fallnar að skapa langþráða sátt um þessa höfuðatvinnugrein landsins. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kvótakerfið og veiðigjaldið er sitt hvor hliðin á sama peningi. Kvótakerfið er heimild útgerða til að veiða ákveðinn hluta leyfilegs afla og veiðigjaldið er árgjaldið sem greitt er, enda eðlilegt að greitt sé fyrir aðgang að takmarkaðri náttúruauðlind. Þessu er oft hrært saman. Kvótakerfið hefur sannað gildi sitt, greinin er gífurlega ábatasöm og sjálfbærni fiskistofna er staðreynd. Okkur hefur ekki tekist eins vel til við að semja um sanngjarna skiptingu ábatans á milli eigenda og kvótahafa. Markmið laga um veiðigjald eru að gjaldið skuli standa undir kostnaði ríkisins og tryggja þjóðinni sanngjarna hlutdeild í afkomu þeirra sem fá að nýta sjávarauðlind Íslendinga. Í lögunum segir: „Veiðigjald er lagt á í þeim tilgangi að mæta kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu og til að tryggja þjóðinni í heild beina og sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar á nytjastofnum sjávar.“ Veiðigjaldið byggir því á tveimur stoðum, útlögðum kostnaði ríkisins annars vegar og sanngjarnri hlutdeild hins vegar. Það er varla í anda þessa markmiðs að reikna veiðigjaldið einvörðungu sem ákveðið hlutfall af aflaverðmæti útgerðarinnar. Kostnaður ríkisins við að halda utan um kerfið ræðst af öðrum þáttum en aflaverðmæti. Hluta veiðigjaldsins ætti því að miða út frá kostnaði ríkisins við að halda úti eftirliti, öryggi, rannsóknum og alls þess sem til fellur en ágóðahluti þjóðarinnar má vera tengdur aflaverðmæti hvers árs. Stór meirihluti þjóðarinnar vill sanngjarnari skiptingu þess auðs sem sjávarútvegurinn skapar. Nýleg könnun sýnir að 77 prósent þjóðarinnar vilji að greitt sé markaðsgjald fyrir aflaheimildir. Það er því undarlegt að útgerðin vilji ekki leggja sitt af mörkum til að vinna að sameiginlegri sátt um sjávarútveginn. Hættan er alltaf fyrir hendi að gremja landsmanna aukist um of og upp komi sú staða að kvótakerfið verði endurskipulagt út frá heift í stað skynsemi. Þá er voðinn vís bæði fyrir útgerð og þjóð. Hugmyndir Viðreisnar eru hófsamar og til þess fallnar að skapa langþráða sátt um þessa höfuðatvinnugrein landsins. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun