Brauðgerðarkenningin Guðmundur Andri Thorsson skrifar 30. ágúst 2021 10:20 Við þekkjum brauðmolakenninguna – um að því ríkari sem auðmennirnir verða því betra sé það fyrir samfélagið í heild því að brauðmolar hrjóti af allsnægtarborðum hinna ríku niður til hinna. Þetta er ljót hugsun. Þetta er sú pæling að ranglætið borgi sig. Eiginlega var þetta afgreitt fyrir mörgun öldum með vísu sem eignuð hefur verið ýmsum kjaftforum mektarskáldum: „Það er dauði og djöfuls nauð, / er dyggðasnauðir fantar, / safna auð með augun rauð / en aðra brauðið vantar ...“ Brauð rímar við auð: og peningar – eru þeir ekki svolítið eins og hveiti? Sumum finnst skynsamlegt að það sé geymt í risastórum skemmum, og geymt þar bara og geymt. Aðrir telja að réttlætismál sé að gera hveitið upptækt og dreifa því, eða öllu heldur láta Flokkinn taka það; alræmdasta dæmið um slíkt var í Úkraínu á fjórða áratug 20. aldar á valdatíma kommúnista sem ráku bændur af jörðum sínum og þetta kornforðabúr Evrópu var tæmt til ríkisnota svo að úr varð ein hryllilegasta hungursneyð síðustu aldar og milljónir sultu í hel. Nei. Við þurfum að skapa hvata til þess að fólk sem á öll þessi lifandis býsn af hveiti skapi eitthvað gott og hollt úr því. Til dæmis gott brauð. Þar þarf augljóslega gagnsætt og gott markaðsfyrirkomulag – hæfilega mikið ger, en ekki of mikið því þá hefast það um of. Það þarf að mæla það, líta eftir því, hafa hönd í bagga. Það þarf með öðrum orðum stjórnvaldsákvarðanir sem ýta undir það að nota hveitið frekar en að geyma það. Þetta er brauðgerðarkenningin. Það þarf að beinlínis að koma því svo fyrir að það borgi sig frekar að búa til brauð en að geyma hveitið í kornhlöðum. Eða svo að ég hætti nú að bögglast með þessa líkingu: það þarf að skattleggja ofsagróða; ekki eðlilegan sparnað af eðlilegum tekjum heldur ofsagróða. Það þarf að gera það eftirsóknarvert fyrir auðugt fólk að fjárfesta í grænum lausnum, grænni orku – með skattaívilnunum – en tómt tjón og tap af því að fjárfesta í grárri orku og loftslagsógn. Það þarf að virkja það afl sem í auðmagninu býr – ríkisvaldið býr yfir tækjum og tólum til að búa til auðmagnsvirkjanir – en gæta þess að það verði ekki að eyðingarafli – eins og óheftur kapítalisminn verður – eða stíflað með öllu, eins og gerist í ríkisvæðingu kommúnismans. Jafnaðarmenn aðhyllast nefnilega brauðgerðarkenninguna. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Guðmundur Andri Thorsson Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Við þekkjum brauðmolakenninguna – um að því ríkari sem auðmennirnir verða því betra sé það fyrir samfélagið í heild því að brauðmolar hrjóti af allsnægtarborðum hinna ríku niður til hinna. Þetta er ljót hugsun. Þetta er sú pæling að ranglætið borgi sig. Eiginlega var þetta afgreitt fyrir mörgun öldum með vísu sem eignuð hefur verið ýmsum kjaftforum mektarskáldum: „Það er dauði og djöfuls nauð, / er dyggðasnauðir fantar, / safna auð með augun rauð / en aðra brauðið vantar ...“ Brauð rímar við auð: og peningar – eru þeir ekki svolítið eins og hveiti? Sumum finnst skynsamlegt að það sé geymt í risastórum skemmum, og geymt þar bara og geymt. Aðrir telja að réttlætismál sé að gera hveitið upptækt og dreifa því, eða öllu heldur láta Flokkinn taka það; alræmdasta dæmið um slíkt var í Úkraínu á fjórða áratug 20. aldar á valdatíma kommúnista sem ráku bændur af jörðum sínum og þetta kornforðabúr Evrópu var tæmt til ríkisnota svo að úr varð ein hryllilegasta hungursneyð síðustu aldar og milljónir sultu í hel. Nei. Við þurfum að skapa hvata til þess að fólk sem á öll þessi lifandis býsn af hveiti skapi eitthvað gott og hollt úr því. Til dæmis gott brauð. Þar þarf augljóslega gagnsætt og gott markaðsfyrirkomulag – hæfilega mikið ger, en ekki of mikið því þá hefast það um of. Það þarf að mæla það, líta eftir því, hafa hönd í bagga. Það þarf með öðrum orðum stjórnvaldsákvarðanir sem ýta undir það að nota hveitið frekar en að geyma það. Þetta er brauðgerðarkenningin. Það þarf að beinlínis að koma því svo fyrir að það borgi sig frekar að búa til brauð en að geyma hveitið í kornhlöðum. Eða svo að ég hætti nú að bögglast með þessa líkingu: það þarf að skattleggja ofsagróða; ekki eðlilegan sparnað af eðlilegum tekjum heldur ofsagróða. Það þarf að gera það eftirsóknarvert fyrir auðugt fólk að fjárfesta í grænum lausnum, grænni orku – með skattaívilnunum – en tómt tjón og tap af því að fjárfesta í grárri orku og loftslagsógn. Það þarf að virkja það afl sem í auðmagninu býr – ríkisvaldið býr yfir tækjum og tólum til að búa til auðmagnsvirkjanir – en gæta þess að það verði ekki að eyðingarafli – eins og óheftur kapítalisminn verður – eða stíflað með öllu, eins og gerist í ríkisvæðingu kommúnismans. Jafnaðarmenn aðhyllast nefnilega brauðgerðarkenninguna. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun