Hvernig víkka skal út þjóðgarð: Áfangi 101 á náttúruverndarbraut ríkisins Ágústa Ágústsdóttir skrifar 30. ágúst 2021 08:00 Árið er 1939. Svörtu foksandarnir sem fylgja Jökulsá á Fjöllum og þekja nyrðsta hluta Kelduhverfis á stóru svæði, eru smám saman að gleypa í sig landið. Bændur eru ráðalausir og reyna hvað þeir geta að verja tún sín og lönd, með litlum árangri. Sandgræðsla ríkisins kemur til og býður aðstoð við að hefta sandfok og græða landið. En til að fá þessa hjálp verða bændur að afsala sér landinu til Sandgræðslunnar. Neyð manna er það mikil að þeir skrifa undir nánast hvað sem er fyrir hjálpina. Þó er gefið loforð um að þessum löndum verði skilað aftur þegar uppgræðslu ljúki, enda sé það ekki tilgangur Sandgræðslunnar að eiga land. Í samningana er sett kaupréttarákvæði sem gefur mönnum rétt til að kaupa lönd sín aftur. Árið er 2003. Kynningarfundur er haldinn um haustið á vegum UST þar sem náttúruverndaráætlun 2004-2008 er kynnt til leiks. Nauðsynlegt er talið að friðlýsa nánast allt land norðan þjóðvegar 85 í Kelduhverfi þrátt fyrir að landið sé að mestu í umsjá Landgræðslu ríkisins og ástand þess talið mjög gott. Þar er m.a. mikil hætta talin stafa af virkjun jarðhita á svæðinu. Árið 2018 er farið af stað með friðun alls vatnasvið Jökulsár á Fjöllum. Í fararbroddi er Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra ásamt UST. Veruleg andstaða mætir þeim frá heimamönnum með svæðið norðan þjóðvegar 85. Farvegur Jökulsár á Fjöllum er á þessu svæði síbreytilegur og landfræðileg staðsetning friðunar því ómöguleg. Á svæðinu eru einnig margskonar hagsmunir varðandi nýtingu auðlinda, svo sem hitaveita, fiskeldi, ræktun, stangveiði og landgræðsla. Ákvörðun er síðar tekin um að friðlýsa Jöklu niður að brú, að mörkum sandanna norðan þjóðvegar. Sama ár eða 5. apríl 2018 er landeigendum stefnt fyrir héraðsdóm af Landgræðslu ríkisins, ríkissjóði Íslands og Bjarna Benediktsyni fjármálaráðherra „til viðurkenningar á eignarrétti stefnanda á afmarkaðri landspildu samkvæmt afsali frá 1939“. Dómskröfur eru að viðurkennt verði með dómi að stefnandi sé eigandi að landi því sem afsalað var frá 11 jörðum 1939 og „að viðurkennt verði að veiðiréttur fyrir eignarlandinu á vatnasviði Litluárvatna tilheyri stefnanda“. Málið er s.s. aðallega höfðað sem veiðihlunnendamál en eftir stóru skjálftana 1976 seig jörð á söndunum þar sem nú stendur Skjálftavatn. Úr því rennur veiðiáin Litlaá. Frá þessum tíma hefur málið verið tvíflutt fyrir héraðsdómi. Því er skotið upp til Landsréttar sem vísar því aftur heim í hérað.Í þriðja sinn er málið tekið fyrir en án niðurstöðu þar sem dómari fer í leyfi án þess að kveða upp dóm í málinu. Nýr dómari er nú skipaður og því verður málið flutt aftur, allt frá grunni. Búið er að boða nýtt þinghald þann 14.9.2021. Þó staðfestir bæði héraðsdómur og Landsréttur kauprétt landeigenda á landi því sem afsalað er árið 1939. Eigendur ákveðinna jarða tilkynna að þeir hyggjast nýta kaupréttinn, enda heimild til þess samkvæmt 6. gr. fjárlaga. Fjármálaráðuneytið lætur meta þennan hluta lands, sem landeigendur fallast á. En í stað þess að samningar eru gerðir fá þeir tilkynningu frá starfsmanni ráðuneytisins þess efnis að ríkið geti ekki selt þar sem í lögum um landgræðslu frá 2018 sé lagt bann við sölu lands sé það að hluta til eða að öllu leyti á náttúruverndarsvæði samkvæmt náttúruverndarlögum. Þetta kemur landeigendum mjög á óvart enda hafði þeim aldrei verið tilkynnt stæði til að friðlýsa landið. Þá vakna þær spurningar hvernig ríkið geti friðlýst lönd án þess að fyrir liggi skýr niðurstaða um eignarhald á viðkomandi landi og síðan hvenær lög geti haft afturvirk áhrif og í þessu tilviki um 80 ár? Í áraraðir hefur það verið yfirlýst markmið Vatnajökulsþóðgarðs að hann nái frá sjó til sjávar. Þessi hluti landsins er síðasta vígið á þeirri leið. Enginn heilvita maður fengist til að trúa því að halli ríkissjóðs sé svo mikill að ástæða sé til að sóa tugi milljónum króna af skattfé íslendinga, í ítrekuð réttahöld höfðuð af Landgræðslunni, vegna veiðihlunninda í Litluá. En þá á þekkir Bjarni Ben reyndar mæta vel sem veiðimaður. Það er í raun stórfurðulegt að yfirvöld dragi íbúa heillar sveitar í réttarsal aftur og aftur til að reyna með lagaklækjum að hafa af þeim land sem þeir afsöluðu til Sandgræðslunnar í góðri trú um að landið yrði afhent aftur að uppgræðslu lokinni. Þá má geta þess að landeigendur óskuðu ítrekað eftir viðræðum við Landgræðsluna áður en málið fór fyrir dóm en þeirri beiðni var hafnað. Skorað hefur verið á stefnanda að láta málið niður falla og ganga til samninga. Höfundur er verktaki, sauðfjár- og ferðaþjónustubóndi og skipar 4. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Ágústa Ágústsdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Árið er 1939. Svörtu foksandarnir sem fylgja Jökulsá á Fjöllum og þekja nyrðsta hluta Kelduhverfis á stóru svæði, eru smám saman að gleypa í sig landið. Bændur eru ráðalausir og reyna hvað þeir geta að verja tún sín og lönd, með litlum árangri. Sandgræðsla ríkisins kemur til og býður aðstoð við að hefta sandfok og græða landið. En til að fá þessa hjálp verða bændur að afsala sér landinu til Sandgræðslunnar. Neyð manna er það mikil að þeir skrifa undir nánast hvað sem er fyrir hjálpina. Þó er gefið loforð um að þessum löndum verði skilað aftur þegar uppgræðslu ljúki, enda sé það ekki tilgangur Sandgræðslunnar að eiga land. Í samningana er sett kaupréttarákvæði sem gefur mönnum rétt til að kaupa lönd sín aftur. Árið er 2003. Kynningarfundur er haldinn um haustið á vegum UST þar sem náttúruverndaráætlun 2004-2008 er kynnt til leiks. Nauðsynlegt er talið að friðlýsa nánast allt land norðan þjóðvegar 85 í Kelduhverfi þrátt fyrir að landið sé að mestu í umsjá Landgræðslu ríkisins og ástand þess talið mjög gott. Þar er m.a. mikil hætta talin stafa af virkjun jarðhita á svæðinu. Árið 2018 er farið af stað með friðun alls vatnasvið Jökulsár á Fjöllum. Í fararbroddi er Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra ásamt UST. Veruleg andstaða mætir þeim frá heimamönnum með svæðið norðan þjóðvegar 85. Farvegur Jökulsár á Fjöllum er á þessu svæði síbreytilegur og landfræðileg staðsetning friðunar því ómöguleg. Á svæðinu eru einnig margskonar hagsmunir varðandi nýtingu auðlinda, svo sem hitaveita, fiskeldi, ræktun, stangveiði og landgræðsla. Ákvörðun er síðar tekin um að friðlýsa Jöklu niður að brú, að mörkum sandanna norðan þjóðvegar. Sama ár eða 5. apríl 2018 er landeigendum stefnt fyrir héraðsdóm af Landgræðslu ríkisins, ríkissjóði Íslands og Bjarna Benediktsyni fjármálaráðherra „til viðurkenningar á eignarrétti stefnanda á afmarkaðri landspildu samkvæmt afsali frá 1939“. Dómskröfur eru að viðurkennt verði með dómi að stefnandi sé eigandi að landi því sem afsalað var frá 11 jörðum 1939 og „að viðurkennt verði að veiðiréttur fyrir eignarlandinu á vatnasviði Litluárvatna tilheyri stefnanda“. Málið er s.s. aðallega höfðað sem veiðihlunnendamál en eftir stóru skjálftana 1976 seig jörð á söndunum þar sem nú stendur Skjálftavatn. Úr því rennur veiðiáin Litlaá. Frá þessum tíma hefur málið verið tvíflutt fyrir héraðsdómi. Því er skotið upp til Landsréttar sem vísar því aftur heim í hérað.Í þriðja sinn er málið tekið fyrir en án niðurstöðu þar sem dómari fer í leyfi án þess að kveða upp dóm í málinu. Nýr dómari er nú skipaður og því verður málið flutt aftur, allt frá grunni. Búið er að boða nýtt þinghald þann 14.9.2021. Þó staðfestir bæði héraðsdómur og Landsréttur kauprétt landeigenda á landi því sem afsalað er árið 1939. Eigendur ákveðinna jarða tilkynna að þeir hyggjast nýta kaupréttinn, enda heimild til þess samkvæmt 6. gr. fjárlaga. Fjármálaráðuneytið lætur meta þennan hluta lands, sem landeigendur fallast á. En í stað þess að samningar eru gerðir fá þeir tilkynningu frá starfsmanni ráðuneytisins þess efnis að ríkið geti ekki selt þar sem í lögum um landgræðslu frá 2018 sé lagt bann við sölu lands sé það að hluta til eða að öllu leyti á náttúruverndarsvæði samkvæmt náttúruverndarlögum. Þetta kemur landeigendum mjög á óvart enda hafði þeim aldrei verið tilkynnt stæði til að friðlýsa landið. Þá vakna þær spurningar hvernig ríkið geti friðlýst lönd án þess að fyrir liggi skýr niðurstaða um eignarhald á viðkomandi landi og síðan hvenær lög geti haft afturvirk áhrif og í þessu tilviki um 80 ár? Í áraraðir hefur það verið yfirlýst markmið Vatnajökulsþóðgarðs að hann nái frá sjó til sjávar. Þessi hluti landsins er síðasta vígið á þeirri leið. Enginn heilvita maður fengist til að trúa því að halli ríkissjóðs sé svo mikill að ástæða sé til að sóa tugi milljónum króna af skattfé íslendinga, í ítrekuð réttahöld höfðuð af Landgræðslunni, vegna veiðihlunninda í Litluá. En þá á þekkir Bjarni Ben reyndar mæta vel sem veiðimaður. Það er í raun stórfurðulegt að yfirvöld dragi íbúa heillar sveitar í réttarsal aftur og aftur til að reyna með lagaklækjum að hafa af þeim land sem þeir afsöluðu til Sandgræðslunnar í góðri trú um að landið yrði afhent aftur að uppgræðslu lokinni. Þá má geta þess að landeigendur óskuðu ítrekað eftir viðræðum við Landgræðsluna áður en málið fór fyrir dóm en þeirri beiðni var hafnað. Skorað hefur verið á stefnanda að láta málið niður falla og ganga til samninga. Höfundur er verktaki, sauðfjár- og ferðaþjónustubóndi og skipar 4. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun