Beygja, brekka, blindhæð, brú... Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 25. ágúst 2021 13:00 Á hverju hausti þegar skólarnir hefjast klóra ýmsir sér í kollinum yfir því hvaðan allt þetta fólk komi sem skyndilega virðist fylla götur bæjanna. Umferðin þyngist en innan fárra vikna finnur hún sér farveg og ökumenn breyta ferðaháttum sínum til að reyna að sneiða hjá mestu teppunum. Spá um íbúaþróun á höfuðborgarsvæðinu sýnir að næstu áratugi á fólki eftir að fjölga mjög með tilheyrandi álagi á gatnakerfið. Umferðin tekur þó breytingum ár frá ári. Hjól, jafnt rafknúin sem fótstigin, verða sífellt algengari allan ársins hring og rafmagnshlaupahjól eru nú við hvert fótmál. Þetta eru jákvæðar breytingar á samgöngumenningu okkar, fyrir lýðheilsu, loftslag og umhverfi, auk þess sem þeim fylgir mikill þjóðhagslegur sparnaður. Upp eru að vaxa nýjar kynslóðir sem líta ekki á bifreið sem jafn sjálfsagðan hlut sinnar daglegu tilveru og okkur er tamt sem eldri erum. Íslenska leiðin var sú að taka bílpróf sem allra næst sautján ára afmælisdeginum og þótti hálfskringilegt ef fullorðið fólk sinnti ekki um að næla sér í ökuréttindi. Þeir tímar eru óðum að breytast. Borgarlína, sem Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur lengi lagt áherslu á, jafnt í landsmálum sem á sveitarstjórnarstigi, mun með þéttu og öflugu leiðakerfi á höfuðborgarsvæðinu ýta enn frekar undir og styðja við breytta umferðarmenningu. Þessi ánægjulega þróun felur þó í sér nýjar og mögulega óvæntar áskoranir. Umferðarmenningin er orðin flóknari en svo að nauðsynleg kunnátta snúist um að kunna að fara um gangandi eða keyrandi. Öllum sem ferðast um í samfélaginu er mikilvægt að kunna góð skil á umferðarreglum og lögum. Samfélagið hefur til þessa treyst því að flest ungmenni læri í gegnum ökunám sitt að fara um á farartæki. Breytt samgöngumenning og nýtt gildismat unga fólksins kallar líklega á að við hugsum það upp á nýtt. Ein leið væri að færa hluta umferðarkennslunnar inn í skólakerfið í enn meiri mæli en nú þegar er gert. Slík fræðsla yrði jafnframt að vera á forsendum fleiri samgöngutækja en einkabílsins til að laga okkur að breyttum veruleika. Tökum fjölbreyttum ferðamátum fagnandi en styðjum um leið við fræðslu og þekkingu fólks til að ferðast öruggt. Höfundur er þingmaður og skipar annað sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Umferðaröryggi Mest lesið Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson Skoðun „Gakktu þá skrefi framar“ Jón Baldvin Hannibalsson Minningar Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir Skoðun Það er til fólk Bergur Ebbi Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar Skoðun Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Á hverju hausti þegar skólarnir hefjast klóra ýmsir sér í kollinum yfir því hvaðan allt þetta fólk komi sem skyndilega virðist fylla götur bæjanna. Umferðin þyngist en innan fárra vikna finnur hún sér farveg og ökumenn breyta ferðaháttum sínum til að reyna að sneiða hjá mestu teppunum. Spá um íbúaþróun á höfuðborgarsvæðinu sýnir að næstu áratugi á fólki eftir að fjölga mjög með tilheyrandi álagi á gatnakerfið. Umferðin tekur þó breytingum ár frá ári. Hjól, jafnt rafknúin sem fótstigin, verða sífellt algengari allan ársins hring og rafmagnshlaupahjól eru nú við hvert fótmál. Þetta eru jákvæðar breytingar á samgöngumenningu okkar, fyrir lýðheilsu, loftslag og umhverfi, auk þess sem þeim fylgir mikill þjóðhagslegur sparnaður. Upp eru að vaxa nýjar kynslóðir sem líta ekki á bifreið sem jafn sjálfsagðan hlut sinnar daglegu tilveru og okkur er tamt sem eldri erum. Íslenska leiðin var sú að taka bílpróf sem allra næst sautján ára afmælisdeginum og þótti hálfskringilegt ef fullorðið fólk sinnti ekki um að næla sér í ökuréttindi. Þeir tímar eru óðum að breytast. Borgarlína, sem Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur lengi lagt áherslu á, jafnt í landsmálum sem á sveitarstjórnarstigi, mun með þéttu og öflugu leiðakerfi á höfuðborgarsvæðinu ýta enn frekar undir og styðja við breytta umferðarmenningu. Þessi ánægjulega þróun felur þó í sér nýjar og mögulega óvæntar áskoranir. Umferðarmenningin er orðin flóknari en svo að nauðsynleg kunnátta snúist um að kunna að fara um gangandi eða keyrandi. Öllum sem ferðast um í samfélaginu er mikilvægt að kunna góð skil á umferðarreglum og lögum. Samfélagið hefur til þessa treyst því að flest ungmenni læri í gegnum ökunám sitt að fara um á farartæki. Breytt samgöngumenning og nýtt gildismat unga fólksins kallar líklega á að við hugsum það upp á nýtt. Ein leið væri að færa hluta umferðarkennslunnar inn í skólakerfið í enn meiri mæli en nú þegar er gert. Slík fræðsla yrði jafnframt að vera á forsendum fleiri samgöngutækja en einkabílsins til að laga okkur að breyttum veruleika. Tökum fjölbreyttum ferðamátum fagnandi en styðjum um leið við fræðslu og þekkingu fólks til að ferðast öruggt. Höfundur er þingmaður og skipar annað sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar
Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar
Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar