Vítahringur vantrausts Einar Brynjólfsson skrifar 25. ágúst 2021 07:01 Skoðanakannanir hafa sýnt mörg undanfarin ár að almenningur ber mjög lítið traust til stjórnvalda og ýmissa stofnana, sérstaklega til Alþingis og ráðherra. Fyrir því eru einfaldar ástæður, en reyndar ansi margar. Þingmönnum og ráðherrum hefur nefnilega ítrekað tekist að klúðra málum, t.d. varðandi skipan dómara við Landsrétt, með því að halda skýrslum og upplýsingum frá almenningi, með því að fara ekki eftir eigin sóttvarnarreglum og svo mætti lengi telja. En hvar liggur vandinn? Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hefur oft látið rannsaka traust og vantraust á stjórnvöldum og stjórnkerfum aðildarlandanna. Í einni slíkri, Trust and Public Policy frá 2017, kemur fram að traust (eða vantraust) almennings snýr annars vegar að hæfni stjórnvalda til að sinna skyldum sínum. Hins vegar snýr það að því hvort stjórnvöld fari eftir þeim leikreglum og viðmiðum sem þau sjálf hafa sett. Í þessari rannsókn kemur skýrt fram að almenningur gerir kröfu um 1. að stjórnvöld sætti sig við skýrar leikreglur og; 2. að það endurspeglist þegar stórar og afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar; 3. að pólitískir leiðtogar sýni gott fordæmi, t.d. með því að stuðla að góðu aðgengi að upplýsingum og gagnsæi; 4. að sömu viðmið og leikreglur gildi í öllum kimum stjórnkerfisins, jafnt hjá embættisfólki og kjörnum fulltrúum. Þessir meginþættir falla vel að grunngildum Pírata, enda segir í grunnstefnu okkar m.a. að gagnsæi snúist um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna valdaminni, að almenningur þurfi að vera upplýstur fyrir lýðræðislega ákvarðanatöku og að upplýsingar eigi að vera aðgengilegar almenningi. Atvikin sem ég nefndi hér að ofan eru góð dæmi (eða vond) um það hvernig íslensk stjórnvöld reyna ítrekað að sveigja framhjá þessum meginþáttum sem almenningur gerir kröfu um. Píratar vilja rjúfa þennan vítahring vantrausts, með betra aðgengi að upplýsingum að vopni og síðast en ekki síst, auðmýkt gagnvart valdinu sem þeim er fært í hendur. Höfundur er oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi við Alþingiskosningarnar 25. september nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Skoðanakannanir hafa sýnt mörg undanfarin ár að almenningur ber mjög lítið traust til stjórnvalda og ýmissa stofnana, sérstaklega til Alþingis og ráðherra. Fyrir því eru einfaldar ástæður, en reyndar ansi margar. Þingmönnum og ráðherrum hefur nefnilega ítrekað tekist að klúðra málum, t.d. varðandi skipan dómara við Landsrétt, með því að halda skýrslum og upplýsingum frá almenningi, með því að fara ekki eftir eigin sóttvarnarreglum og svo mætti lengi telja. En hvar liggur vandinn? Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hefur oft látið rannsaka traust og vantraust á stjórnvöldum og stjórnkerfum aðildarlandanna. Í einni slíkri, Trust and Public Policy frá 2017, kemur fram að traust (eða vantraust) almennings snýr annars vegar að hæfni stjórnvalda til að sinna skyldum sínum. Hins vegar snýr það að því hvort stjórnvöld fari eftir þeim leikreglum og viðmiðum sem þau sjálf hafa sett. Í þessari rannsókn kemur skýrt fram að almenningur gerir kröfu um 1. að stjórnvöld sætti sig við skýrar leikreglur og; 2. að það endurspeglist þegar stórar og afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar; 3. að pólitískir leiðtogar sýni gott fordæmi, t.d. með því að stuðla að góðu aðgengi að upplýsingum og gagnsæi; 4. að sömu viðmið og leikreglur gildi í öllum kimum stjórnkerfisins, jafnt hjá embættisfólki og kjörnum fulltrúum. Þessir meginþættir falla vel að grunngildum Pírata, enda segir í grunnstefnu okkar m.a. að gagnsæi snúist um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna valdaminni, að almenningur þurfi að vera upplýstur fyrir lýðræðislega ákvarðanatöku og að upplýsingar eigi að vera aðgengilegar almenningi. Atvikin sem ég nefndi hér að ofan eru góð dæmi (eða vond) um það hvernig íslensk stjórnvöld reyna ítrekað að sveigja framhjá þessum meginþáttum sem almenningur gerir kröfu um. Píratar vilja rjúfa þennan vítahring vantrausts, með betra aðgengi að upplýsingum að vopni og síðast en ekki síst, auðmýkt gagnvart valdinu sem þeim er fært í hendur. Höfundur er oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi við Alþingiskosningarnar 25. september nk.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar