Vítahringur vantrausts Einar Brynjólfsson skrifar 25. ágúst 2021 07:01 Skoðanakannanir hafa sýnt mörg undanfarin ár að almenningur ber mjög lítið traust til stjórnvalda og ýmissa stofnana, sérstaklega til Alþingis og ráðherra. Fyrir því eru einfaldar ástæður, en reyndar ansi margar. Þingmönnum og ráðherrum hefur nefnilega ítrekað tekist að klúðra málum, t.d. varðandi skipan dómara við Landsrétt, með því að halda skýrslum og upplýsingum frá almenningi, með því að fara ekki eftir eigin sóttvarnarreglum og svo mætti lengi telja. En hvar liggur vandinn? Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hefur oft látið rannsaka traust og vantraust á stjórnvöldum og stjórnkerfum aðildarlandanna. Í einni slíkri, Trust and Public Policy frá 2017, kemur fram að traust (eða vantraust) almennings snýr annars vegar að hæfni stjórnvalda til að sinna skyldum sínum. Hins vegar snýr það að því hvort stjórnvöld fari eftir þeim leikreglum og viðmiðum sem þau sjálf hafa sett. Í þessari rannsókn kemur skýrt fram að almenningur gerir kröfu um 1. að stjórnvöld sætti sig við skýrar leikreglur og; 2. að það endurspeglist þegar stórar og afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar; 3. að pólitískir leiðtogar sýni gott fordæmi, t.d. með því að stuðla að góðu aðgengi að upplýsingum og gagnsæi; 4. að sömu viðmið og leikreglur gildi í öllum kimum stjórnkerfisins, jafnt hjá embættisfólki og kjörnum fulltrúum. Þessir meginþættir falla vel að grunngildum Pírata, enda segir í grunnstefnu okkar m.a. að gagnsæi snúist um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna valdaminni, að almenningur þurfi að vera upplýstur fyrir lýðræðislega ákvarðanatöku og að upplýsingar eigi að vera aðgengilegar almenningi. Atvikin sem ég nefndi hér að ofan eru góð dæmi (eða vond) um það hvernig íslensk stjórnvöld reyna ítrekað að sveigja framhjá þessum meginþáttum sem almenningur gerir kröfu um. Píratar vilja rjúfa þennan vítahring vantrausts, með betra aðgengi að upplýsingum að vopni og síðast en ekki síst, auðmýkt gagnvart valdinu sem þeim er fært í hendur. Höfundur er oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi við Alþingiskosningarnar 25. september nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Skoðanakannanir hafa sýnt mörg undanfarin ár að almenningur ber mjög lítið traust til stjórnvalda og ýmissa stofnana, sérstaklega til Alþingis og ráðherra. Fyrir því eru einfaldar ástæður, en reyndar ansi margar. Þingmönnum og ráðherrum hefur nefnilega ítrekað tekist að klúðra málum, t.d. varðandi skipan dómara við Landsrétt, með því að halda skýrslum og upplýsingum frá almenningi, með því að fara ekki eftir eigin sóttvarnarreglum og svo mætti lengi telja. En hvar liggur vandinn? Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hefur oft látið rannsaka traust og vantraust á stjórnvöldum og stjórnkerfum aðildarlandanna. Í einni slíkri, Trust and Public Policy frá 2017, kemur fram að traust (eða vantraust) almennings snýr annars vegar að hæfni stjórnvalda til að sinna skyldum sínum. Hins vegar snýr það að því hvort stjórnvöld fari eftir þeim leikreglum og viðmiðum sem þau sjálf hafa sett. Í þessari rannsókn kemur skýrt fram að almenningur gerir kröfu um 1. að stjórnvöld sætti sig við skýrar leikreglur og; 2. að það endurspeglist þegar stórar og afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar; 3. að pólitískir leiðtogar sýni gott fordæmi, t.d. með því að stuðla að góðu aðgengi að upplýsingum og gagnsæi; 4. að sömu viðmið og leikreglur gildi í öllum kimum stjórnkerfisins, jafnt hjá embættisfólki og kjörnum fulltrúum. Þessir meginþættir falla vel að grunngildum Pírata, enda segir í grunnstefnu okkar m.a. að gagnsæi snúist um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna valdaminni, að almenningur þurfi að vera upplýstur fyrir lýðræðislega ákvarðanatöku og að upplýsingar eigi að vera aðgengilegar almenningi. Atvikin sem ég nefndi hér að ofan eru góð dæmi (eða vond) um það hvernig íslensk stjórnvöld reyna ítrekað að sveigja framhjá þessum meginþáttum sem almenningur gerir kröfu um. Píratar vilja rjúfa þennan vítahring vantrausts, með betra aðgengi að upplýsingum að vopni og síðast en ekki síst, auðmýkt gagnvart valdinu sem þeim er fært í hendur. Höfundur er oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi við Alþingiskosningarnar 25. september nk.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar