Að muna bara best eftir sjálfum sér Árni Múli Jónasson skrifar 24. ágúst 2021 20:01 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir: „Ísland á að vera land tækifæranna fyrir alla. Til að svo megi verða þarf að styrkja sérstaklega stöðu þeirra sem höllum fæti standa. Gerð verður úttekt á kjörum tekjulægstu hópanna í íslensku samfélagi, tillögur til úrbóta settar fram og þeim fylgt eftir.“ Ríkisstjórnin hefur algjörlega gleymt þessu loforði sem hún gaf fötluðu fólki þegar hún tók við völdum í okkar auðuga landi 30. nóvember 2017. Fatlað fólk, sem getur ekki eða fær ekki tækifæri til að afla sér tekna og verður að láta örorkubætur duga fyrir allri sinni framfærslu, er tvímælalaust tekjulægsti hópurinn í íslensku samfélagi. Mjög margt fatlað fólk þarf nú að láta u.þ.b. 300 þúsund krónur á mánuði duga fyrir allri sinni framfærslu; húsaleigu, mat, fötum, lyfjum, tyggingum, síma, interneti ... Ríkisstjórnin hefur þó alls ekki gleymt öllum, eins og lesa má um í leiðara Kjarnans 24. ágúst sl. (https://kjarninn.is/skodun/hvernig-verdleggur-samfelag-folk/) Þar kemur fram að þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ausið fé úr ríkissjóði til að verja fyrirtæki fyrir áhrifum af heimsfaraldri kórónuveiru hafi forstjórar margra þeirra ekki beinlínis þurft að lepja dauðann úr skel. „Tíu tekjuhæstu forstjórarnir voru með samtals 176,9 milljónir króna í tekjur á mánuði árið 2020 og voru átta af þeim með yfir tólf milljónir krona. Tuttugu forstjórar voru með yfir sex milljónir króna“, segir í umfjöllun Kjarnans. Og þó að ráðherrarnir hafi gleymt fötluðu fólki og kjörum þessa tekjulægsta hóps í íslensku samfélagi hafa þeir munað bara býsna vel eftir sjálfum sér, eins og fram kemur í umfjöllun Kjarnans frá 9. ágúst sl. (https://kjarninn.is/skyring/laun-radherra-a-islandi-hafa-haekkad-um-874-thusund-a-fimm-arum/) Þar kemur þetta fram: „Grunnlaun ráðherra hafa hækkað enn meira í krónum talið. Þeir voru með 1.257.425 krónur í laun snemmsumars 2016 en fá nú 2.131.788 krónur á mánuði. Laun þeirra hafa því hækkað um 874.363 krónur á tímabilinu, eða um 70 prósent.“ Ef þér finnst eitthvað verulega skakkt við þennan viðskilnað ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hvet ég þig eindregið til að kynna þér stefnu Sósíalistaflokksins (https://sosialistaflokkurinn.is/stefnan/). Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir: „Ísland á að vera land tækifæranna fyrir alla. Til að svo megi verða þarf að styrkja sérstaklega stöðu þeirra sem höllum fæti standa. Gerð verður úttekt á kjörum tekjulægstu hópanna í íslensku samfélagi, tillögur til úrbóta settar fram og þeim fylgt eftir.“ Ríkisstjórnin hefur algjörlega gleymt þessu loforði sem hún gaf fötluðu fólki þegar hún tók við völdum í okkar auðuga landi 30. nóvember 2017. Fatlað fólk, sem getur ekki eða fær ekki tækifæri til að afla sér tekna og verður að láta örorkubætur duga fyrir allri sinni framfærslu, er tvímælalaust tekjulægsti hópurinn í íslensku samfélagi. Mjög margt fatlað fólk þarf nú að láta u.þ.b. 300 þúsund krónur á mánuði duga fyrir allri sinni framfærslu; húsaleigu, mat, fötum, lyfjum, tyggingum, síma, interneti ... Ríkisstjórnin hefur þó alls ekki gleymt öllum, eins og lesa má um í leiðara Kjarnans 24. ágúst sl. (https://kjarninn.is/skodun/hvernig-verdleggur-samfelag-folk/) Þar kemur fram að þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ausið fé úr ríkissjóði til að verja fyrirtæki fyrir áhrifum af heimsfaraldri kórónuveiru hafi forstjórar margra þeirra ekki beinlínis þurft að lepja dauðann úr skel. „Tíu tekjuhæstu forstjórarnir voru með samtals 176,9 milljónir króna í tekjur á mánuði árið 2020 og voru átta af þeim með yfir tólf milljónir krona. Tuttugu forstjórar voru með yfir sex milljónir króna“, segir í umfjöllun Kjarnans. Og þó að ráðherrarnir hafi gleymt fötluðu fólki og kjörum þessa tekjulægsta hóps í íslensku samfélagi hafa þeir munað bara býsna vel eftir sjálfum sér, eins og fram kemur í umfjöllun Kjarnans frá 9. ágúst sl. (https://kjarninn.is/skyring/laun-radherra-a-islandi-hafa-haekkad-um-874-thusund-a-fimm-arum/) Þar kemur þetta fram: „Grunnlaun ráðherra hafa hækkað enn meira í krónum talið. Þeir voru með 1.257.425 krónur í laun snemmsumars 2016 en fá nú 2.131.788 krónur á mánuði. Laun þeirra hafa því hækkað um 874.363 krónur á tímabilinu, eða um 70 prósent.“ Ef þér finnst eitthvað verulega skakkt við þennan viðskilnað ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hvet ég þig eindregið til að kynna þér stefnu Sósíalistaflokksins (https://sosialistaflokkurinn.is/stefnan/). Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun