Verkalýðurinn Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 21. ágúst 2021 18:30 Hver er hinn Íslenski verkalýður? Hver má vinna fyrir verkalýðinn og þegar verkalýðsbarátta er háð, hverjir tilheyra þá baráttunni? Nú þegar framboðslistar stjórnmálaflokka birtast hver á fætur öðrum vegna Alþingiskosninga þann 25. september næstkomandi veltir fólk því eðlilega fyrir sér hverjir skipa þá lista, hvaða reynslu þeir hafa, bakgrunn og hvaða stétt þeir tilheyra. Í því samhengi þykir mér áhugavert að skoða þetta út frá hvaða stétt fólk tilheyrir og hvort það megi kalla það verkalýð. Það hefur verið ákall eftir málsvara verkamanna á framboðslistum og er undirritaður einn af þeim. Það er þarfur og nauðsynlegur málsvari inn á Alþingi okkar Íslendinga. En þá vaknar þessi spurning, hver er hinn Íslenski verkalýður? Að tilheyra verkalýðnum er ekki bara að vera ómenntaður og vinna líkamlega vinnu við það að grafa skurði. Að tilheyra verkalýðnum er svo miklu miklu djúpstæðari pæling. Kennarar eru verkalýður, þeir vinna vanþakklátt starf á launum sem er vart hægt að hrópa húrra fyrir. Hjúkrunarfræðingar eru verkalýður, korter í að brenna út vegna álags í okkar rjúkandi brunarúst af heilbrigðiskerfi en sjá ekki leið út, vegna þess að án þess að vinna ómanneskjulega mikið og undir álagi ná þeir oft ekki endum saman. Ég tek þessi dæmi um tvö háskólamenntuð störf til þess að sýna fram á breiddina. Verkalýðurinn er líka ræstingarfólkið, bifvélavirkjarnir, smiðirnir, o.s.frv. En hver má þá vinna fyrir verkalýðinn? Það er þekkt stef að tala um að barátta verkalýðshreyfingarinnar í gegnum árin hafi m.a. verið til þess að veita fólki tækifæri og rétt til þess að mennta sig. Það er léleg afsökun fyrir skorti á öðrum en hámenntuðum í baráttunni. Barátta verkalýðshreyfingarinnar í gegnum árin fyrir rétti okkar og tækifærum til menntunar á ekki að vera ástæða þess að verkamenn tæplega sjást í framboði í dag. Þingmenn eiga t.d. að vinna fyrir verkalýðinn, en mikill meirihluti þingheims er hámenntaður og það að ekki sé að finna fleiri iðnmenntaða, ómenntaða eða sjálflærða í þeim hóp er ekki vegna þess að baráttan í gegnum tíðina hefur verið fyrir rétti og tækifærum fólks til að mennta sig, heldur vegna þess að stjórnmálaflokkar hafa kerfislægt útilokað þetta fólk frá nokkrum frama eða tækifærum. Hverjir tilheyra baráttunni? Við tilheyrum öll baráttunni. Baráttan fyrir bættum kjörum lýðsins er okkur öllum mikilvæg og nauðsynleg. Hámenntaðir og ómenntaðir. Innfæddir og innflytjendur. Í ábyrgðarstöðum og ábyrgðarlausum. Af öllum kynjum. Þetta snýst um að gefa okkur öllum færi á að vinna fyrir bættum kjörum. Menntun þín á ekki sjálfkrafa að gera þig marktækari eða merkilegri í umræðunni, hvað þá sem kandídat á alþingi. Ég er ekki og verð aldrei talsmaður þess að menntun eigi að gera þig hæfari eða óhæfari til þess að gegna ábyrgðarstöðum eins og að sitja á Alþingi Íslendinga. En það sem ég mun aftur á móti alltaf vera talsmaður fyrir er að við tökum ómenntaða manninn alvarlega, rétt eins og þann hámenntaða. Gefum öllum tækifæri og vinnum að sannarlegum fjölbreytileika. Aðeins þegar því er náð náum við sannarlega bættum kjörum lýðsins. Höfundur starfar innan Verkalýðshreyfingarinnar og skipar 3.sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Hver er hinn Íslenski verkalýður? Hver má vinna fyrir verkalýðinn og þegar verkalýðsbarátta er háð, hverjir tilheyra þá baráttunni? Nú þegar framboðslistar stjórnmálaflokka birtast hver á fætur öðrum vegna Alþingiskosninga þann 25. september næstkomandi veltir fólk því eðlilega fyrir sér hverjir skipa þá lista, hvaða reynslu þeir hafa, bakgrunn og hvaða stétt þeir tilheyra. Í því samhengi þykir mér áhugavert að skoða þetta út frá hvaða stétt fólk tilheyrir og hvort það megi kalla það verkalýð. Það hefur verið ákall eftir málsvara verkamanna á framboðslistum og er undirritaður einn af þeim. Það er þarfur og nauðsynlegur málsvari inn á Alþingi okkar Íslendinga. En þá vaknar þessi spurning, hver er hinn Íslenski verkalýður? Að tilheyra verkalýðnum er ekki bara að vera ómenntaður og vinna líkamlega vinnu við það að grafa skurði. Að tilheyra verkalýðnum er svo miklu miklu djúpstæðari pæling. Kennarar eru verkalýður, þeir vinna vanþakklátt starf á launum sem er vart hægt að hrópa húrra fyrir. Hjúkrunarfræðingar eru verkalýður, korter í að brenna út vegna álags í okkar rjúkandi brunarúst af heilbrigðiskerfi en sjá ekki leið út, vegna þess að án þess að vinna ómanneskjulega mikið og undir álagi ná þeir oft ekki endum saman. Ég tek þessi dæmi um tvö háskólamenntuð störf til þess að sýna fram á breiddina. Verkalýðurinn er líka ræstingarfólkið, bifvélavirkjarnir, smiðirnir, o.s.frv. En hver má þá vinna fyrir verkalýðinn? Það er þekkt stef að tala um að barátta verkalýðshreyfingarinnar í gegnum árin hafi m.a. verið til þess að veita fólki tækifæri og rétt til þess að mennta sig. Það er léleg afsökun fyrir skorti á öðrum en hámenntuðum í baráttunni. Barátta verkalýðshreyfingarinnar í gegnum árin fyrir rétti okkar og tækifærum til menntunar á ekki að vera ástæða þess að verkamenn tæplega sjást í framboði í dag. Þingmenn eiga t.d. að vinna fyrir verkalýðinn, en mikill meirihluti þingheims er hámenntaður og það að ekki sé að finna fleiri iðnmenntaða, ómenntaða eða sjálflærða í þeim hóp er ekki vegna þess að baráttan í gegnum tíðina hefur verið fyrir rétti og tækifærum fólks til að mennta sig, heldur vegna þess að stjórnmálaflokkar hafa kerfislægt útilokað þetta fólk frá nokkrum frama eða tækifærum. Hverjir tilheyra baráttunni? Við tilheyrum öll baráttunni. Baráttan fyrir bættum kjörum lýðsins er okkur öllum mikilvæg og nauðsynleg. Hámenntaðir og ómenntaðir. Innfæddir og innflytjendur. Í ábyrgðarstöðum og ábyrgðarlausum. Af öllum kynjum. Þetta snýst um að gefa okkur öllum færi á að vinna fyrir bættum kjörum. Menntun þín á ekki sjálfkrafa að gera þig marktækari eða merkilegri í umræðunni, hvað þá sem kandídat á alþingi. Ég er ekki og verð aldrei talsmaður þess að menntun eigi að gera þig hæfari eða óhæfari til þess að gegna ábyrgðarstöðum eins og að sitja á Alþingi Íslendinga. En það sem ég mun aftur á móti alltaf vera talsmaður fyrir er að við tökum ómenntaða manninn alvarlega, rétt eins og þann hámenntaða. Gefum öllum tækifæri og vinnum að sannarlegum fjölbreytileika. Aðeins þegar því er náð náum við sannarlega bættum kjörum lýðsins. Höfundur starfar innan Verkalýðshreyfingarinnar og skipar 3.sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun