Jöfnuður skapar sterkt samfélag Kjartan Valgarðsson skrifar 13. ágúst 2021 12:31 Verkalýðshreyfingin hefur frá upphafi barist fyrir bættum kjörum og auknum réttindum á tveimur vígstöðvum: í samningum við atvinnurekendur annars vegar og á alþingi hins vegar. Mikilvægustu vopn launþegasamtakanna í toginu við fjármagns- og fyrirtækjaeigendur eru samstaða og verkföll. Forystufólki verkalýðshreyfingarinnar hefur lengi verið ljós nauðsyn þess að eiga sína fulltrúa á þingi einnig. Framfarir fyrir launafólk nást annars vegar með samningum á vinnumarkaði, hins vegar með lögum og lagabreytingum sem jafnaðarmannaflokkar og sósíalistar ná fram. Saga verkalýðshreyfingar og jafnaðarmanna á 20. öld er saga mikilla sigra og framfara fyrir launafólk og heimili. Verkalýðshreyfingin og jafnaðarmenn voru sama hreyfingin í upphafi. Forystufólk vissi frá byrjun að berjast þyrfti á báðum vígstöðvum, á götum og á þingi. Jafnvel þó leiðir hafi skilið formlega um miðja öldina hefur eðli hreyfingarinnar ekki breyst. Jafnaðarmenn eru enn fulltrúar launafólks á þingi, framlengdur armur verkalýðshreyfingarinnar. Halda má fram með rökum að bestu samningar og framfaramál verkalýðshreyfingarinnar hafi náðst þegar hún hefur átt sína öflugustu fulltrúa á þingi. Nægir þar að nefna Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur, Eðvarð Sigurðsson, Guðmund J Guðmundsson, Jóhönnu Sigurðardóttur, Karl Steinar Guðnason, Björn Jónsson, svo aðeins nokkrir séu nefndir. Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands berst fyrir bættum kjörum og aðstæðum launafólks og fjölskyldna á Ísland og gegn ofríki hinna ríku, voldugu og öflugu. Samfylkingin er náttúrulegur bandamaður launþegasamtakanna. Fyrir jafnaðarmönnum og verkalýðshreyfingu eru kjarabarátta og kosningabarátta tvær hliðar sama penings. Alþýðusamband Íslands gaf fyrir nokkru út ritið „Það er nóg til – Áherslur ASÍ vegna þingkosninganna 2021.“ Jafnaðarmenn geta ekki einungis tekið undir allt sem þar stendur, heldur munum við í Samfylkingunni heyja okkar kosningabaráttu með sömu markmið og ASÍ: Afkomuöryggi fjölskyldna og launafólks, húsnæðisöryggi, sterkt opinbert heilbrigðiskerfi, áherslu á almenna menntun og síðast en ekki síst: Jöfnuð. Jöfnuðurinn er þungamiðja í kosningastefnu ASÍ, hann er það sem önnur markmið byggjast á. Og þar erum við jafnaðarmenn á sama báti og verkalýðshreyfingin. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Kjartan Valgarðsson Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Verkalýðshreyfingin hefur frá upphafi barist fyrir bættum kjörum og auknum réttindum á tveimur vígstöðvum: í samningum við atvinnurekendur annars vegar og á alþingi hins vegar. Mikilvægustu vopn launþegasamtakanna í toginu við fjármagns- og fyrirtækjaeigendur eru samstaða og verkföll. Forystufólki verkalýðshreyfingarinnar hefur lengi verið ljós nauðsyn þess að eiga sína fulltrúa á þingi einnig. Framfarir fyrir launafólk nást annars vegar með samningum á vinnumarkaði, hins vegar með lögum og lagabreytingum sem jafnaðarmannaflokkar og sósíalistar ná fram. Saga verkalýðshreyfingar og jafnaðarmanna á 20. öld er saga mikilla sigra og framfara fyrir launafólk og heimili. Verkalýðshreyfingin og jafnaðarmenn voru sama hreyfingin í upphafi. Forystufólk vissi frá byrjun að berjast þyrfti á báðum vígstöðvum, á götum og á þingi. Jafnvel þó leiðir hafi skilið formlega um miðja öldina hefur eðli hreyfingarinnar ekki breyst. Jafnaðarmenn eru enn fulltrúar launafólks á þingi, framlengdur armur verkalýðshreyfingarinnar. Halda má fram með rökum að bestu samningar og framfaramál verkalýðshreyfingarinnar hafi náðst þegar hún hefur átt sína öflugustu fulltrúa á þingi. Nægir þar að nefna Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur, Eðvarð Sigurðsson, Guðmund J Guðmundsson, Jóhönnu Sigurðardóttur, Karl Steinar Guðnason, Björn Jónsson, svo aðeins nokkrir séu nefndir. Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands berst fyrir bættum kjörum og aðstæðum launafólks og fjölskyldna á Ísland og gegn ofríki hinna ríku, voldugu og öflugu. Samfylkingin er náttúrulegur bandamaður launþegasamtakanna. Fyrir jafnaðarmönnum og verkalýðshreyfingu eru kjarabarátta og kosningabarátta tvær hliðar sama penings. Alþýðusamband Íslands gaf fyrir nokkru út ritið „Það er nóg til – Áherslur ASÍ vegna þingkosninganna 2021.“ Jafnaðarmenn geta ekki einungis tekið undir allt sem þar stendur, heldur munum við í Samfylkingunni heyja okkar kosningabaráttu með sömu markmið og ASÍ: Afkomuöryggi fjölskyldna og launafólks, húsnæðisöryggi, sterkt opinbert heilbrigðiskerfi, áherslu á almenna menntun og síðast en ekki síst: Jöfnuð. Jöfnuðurinn er þungamiðja í kosningastefnu ASÍ, hann er það sem önnur markmið byggjast á. Og þar erum við jafnaðarmenn á sama báti og verkalýðshreyfingin. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar