Börn sem kosta Birna Eik Benediktsdóttir skrifar 10. ágúst 2021 07:01 Til þess að sækja um umönnunarbætur máttu ekki þurfa á þeim að halda. Til þess að sækja um umönnunarbætur þarft þú sem foreldri eða forráðamaður að senda Tryggingastofnun Íslands kvittanir fyrir útlögðum kostnaði vegna sérstakra þarfa barns og má þá nefna sérfæði vegna ofnæmis, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, listþjálfun, læknisþjónustu, lyfjakostnað, sálfræðiþjónustu og fleira. Hvað ef foreldrar eru of fátækir til þess að sækja um bætur? Þetta kann að hljóma réttlátt og raunhæft í eyrum sumra en hvernig er það þegar barn með sérþarfir fæðist inn í fátæka fjölskyldu? Ef foreldrar barns eru báðir á lágmarkslaunum, hvað þá ef barnið á einhver systkini sem einnig eru á framfæri foreldrana, geta komið upp þær aðstæður að foreldrar sem í raun eiga rétt á umönnunarbótum vegna verulegs kostnaðar af umönnun barns eru of fátækir til þess að sækja um bæturnar. Þegar umsókn um umönnunarbætur þurfa að fylgja kvittanir fyrir útlögðum kostnaði vegna umrædds barns þýðir það að til þess að geta fengið umönnunarbætur þarftu fyrst að hafa átt efni á því að greiða fyrir þá sérþjónustu sem barn þitt hefur þörf fyrir og taka kvittun. Þeir foreldrar sem ekki geta greitt fyrir iðjuþjálfun, dýrt sérfræði, lyf eða aðrar sérþarfir barna sinna geta ekki fengið umönnunarbætur. Þannig virðist kerfið innréttað á þann hátt að það léttir undir bagga með þeim sem geta í raun bjargað sér, en þeir sem enga björg sér geta veitt lenda út undan. Að auki þurfa foreldrar barna með meðfæddar eða varanlegar fatlanir að endurnýja umsóknir sínar með reglulegu millibili þrátt fyrir vottorð sérfræðinga um varanlegt ástand barns. Eru hagsmunir barna hér hafðir að leiðarljósi? Þjónar þetta fyrirkomulag þeim helst er þurfa hvað brýnast á aðstoðinni að halda? Stefna Sósíalistaflokksins er að útrýma fátækt. Stefna Sósíalistaflokksins er að að tryggja börnum aðgengi að gjaldfrjálsri þjónustu. Stefna Sósíalistaflokksins er eina vitið. Höfundur skipar 2. sæti lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Til þess að sækja um umönnunarbætur máttu ekki þurfa á þeim að halda. Til þess að sækja um umönnunarbætur þarft þú sem foreldri eða forráðamaður að senda Tryggingastofnun Íslands kvittanir fyrir útlögðum kostnaði vegna sérstakra þarfa barns og má þá nefna sérfæði vegna ofnæmis, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, listþjálfun, læknisþjónustu, lyfjakostnað, sálfræðiþjónustu og fleira. Hvað ef foreldrar eru of fátækir til þess að sækja um bætur? Þetta kann að hljóma réttlátt og raunhæft í eyrum sumra en hvernig er það þegar barn með sérþarfir fæðist inn í fátæka fjölskyldu? Ef foreldrar barns eru báðir á lágmarkslaunum, hvað þá ef barnið á einhver systkini sem einnig eru á framfæri foreldrana, geta komið upp þær aðstæður að foreldrar sem í raun eiga rétt á umönnunarbótum vegna verulegs kostnaðar af umönnun barns eru of fátækir til þess að sækja um bæturnar. Þegar umsókn um umönnunarbætur þurfa að fylgja kvittanir fyrir útlögðum kostnaði vegna umrædds barns þýðir það að til þess að geta fengið umönnunarbætur þarftu fyrst að hafa átt efni á því að greiða fyrir þá sérþjónustu sem barn þitt hefur þörf fyrir og taka kvittun. Þeir foreldrar sem ekki geta greitt fyrir iðjuþjálfun, dýrt sérfræði, lyf eða aðrar sérþarfir barna sinna geta ekki fengið umönnunarbætur. Þannig virðist kerfið innréttað á þann hátt að það léttir undir bagga með þeim sem geta í raun bjargað sér, en þeir sem enga björg sér geta veitt lenda út undan. Að auki þurfa foreldrar barna með meðfæddar eða varanlegar fatlanir að endurnýja umsóknir sínar með reglulegu millibili þrátt fyrir vottorð sérfræðinga um varanlegt ástand barns. Eru hagsmunir barna hér hafðir að leiðarljósi? Þjónar þetta fyrirkomulag þeim helst er þurfa hvað brýnast á aðstoðinni að halda? Stefna Sósíalistaflokksins er að útrýma fátækt. Stefna Sósíalistaflokksins er að að tryggja börnum aðgengi að gjaldfrjálsri þjónustu. Stefna Sósíalistaflokksins er eina vitið. Höfundur skipar 2. sæti lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun