Jafnaðarmenn og verkalýðshreyfingin Kjartan Valgarðsson skrifar 29. júlí 2021 13:30 Ég heyrði af einstæðri, fjögurra barna móður um daginn sem vinnur venjulegan vinnudag og síðan aukavinnu um kvöld og helgar til að ná endum saman. Hún fær litlar sem engar barnabætur en myndi fá u.þ.b. andvirði launa aukavinnunnar ef tekjuskerðingar barnabótakerfisins yrðu afnumdar. Og hefði þá meiri tíma með börnum sínum. Fyrir þessa konu berst Samfylkingin. Fyrir þessa konu berst verkalýðshreyfingin. Samfylkingin er stjórnmálasamtök verkalýðshreyfingarinnar. Jafnaðarhreyfingin á Íslandi er runnin af sömu rót og hreyfing launafólks, á sér sameiginlega sögu, sama upphaf og sömu hugsjónir. Samfylkingin leggur m.a. áherslu á kjör fjölskyldna í komandi kosningabaráttu. Stefna okkar jafnaðarmanna er samhljóða stefnu ASÍ, við berjumst fyrir að fjölskyldur beri meir út býtum, að skattkerfið taki tillit til mismunandi framfærslubyrði með afnámi tekjuskerðinga í barnabótakerfinu og að þær verði greiddar út mánaðarlega. Það togast á hagsmunir í samfélaginu, stjórnmálabaráttan snýst að mestu um hvernig við eigum að skipta arðinum af samfélagsstarfseminni. Í þessu reiptogi togast á þeir sem eiga og þeir sem vinna. Þessi veruleiki er fyrir augunum á okkur á hverjum degi, í fyrirsögnum fjölmiðla, í samtölum vinnufélaga, í skrifum stjórnmálafólks og forystufólks stéttarfélaga. Íslenskir jafnaðarmenn berjast með launþegasamtökunum, toga með þeim í sömu átt og vinna með þeim að því að auka jöfnuð. Við stöndum á bremsunum með verkalýðshreyfingunni til að koma í veg fyrir einkavæðingu í heilbrigðis-, skóla- og velferðarkerfinu sem mun auka misskiptingu og ójöfnuð eins og veruleikinn í Svíþjóð er nú talandi dæmi um og sannarlega víti til að varast. Velferðar-, heilbrigðis- og skólakerfi okkar eru til að auka lífsgæði fólks og fjölskyldna, en ekki til að greiða eigendum fyrirtækja arð bæta almenna menntun og færni, en ekki til að breyta nemendum í viðskiptavini tryggja almenna heilbrigði allra án tillits til tekna, en ekki til að tryggja ofurgróða örfárra sérfræðilækna eða eigenda fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Erindi jafnaðarmanna og verkslýðshreyfingarinnar er skýrt: við vinnum saman að hagsmunum venjulegs, vinnandi fólks, innan og utan fjölskyldna, sambúðarfólks og einstæðra foreldra, fólks í vinnu og þeirra sem leita að vinnu. Þess vegna skipta kosningarnar í september svo miklu máli. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Kjartan Valgarðsson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég heyrði af einstæðri, fjögurra barna móður um daginn sem vinnur venjulegan vinnudag og síðan aukavinnu um kvöld og helgar til að ná endum saman. Hún fær litlar sem engar barnabætur en myndi fá u.þ.b. andvirði launa aukavinnunnar ef tekjuskerðingar barnabótakerfisins yrðu afnumdar. Og hefði þá meiri tíma með börnum sínum. Fyrir þessa konu berst Samfylkingin. Fyrir þessa konu berst verkalýðshreyfingin. Samfylkingin er stjórnmálasamtök verkalýðshreyfingarinnar. Jafnaðarhreyfingin á Íslandi er runnin af sömu rót og hreyfing launafólks, á sér sameiginlega sögu, sama upphaf og sömu hugsjónir. Samfylkingin leggur m.a. áherslu á kjör fjölskyldna í komandi kosningabaráttu. Stefna okkar jafnaðarmanna er samhljóða stefnu ASÍ, við berjumst fyrir að fjölskyldur beri meir út býtum, að skattkerfið taki tillit til mismunandi framfærslubyrði með afnámi tekjuskerðinga í barnabótakerfinu og að þær verði greiddar út mánaðarlega. Það togast á hagsmunir í samfélaginu, stjórnmálabaráttan snýst að mestu um hvernig við eigum að skipta arðinum af samfélagsstarfseminni. Í þessu reiptogi togast á þeir sem eiga og þeir sem vinna. Þessi veruleiki er fyrir augunum á okkur á hverjum degi, í fyrirsögnum fjölmiðla, í samtölum vinnufélaga, í skrifum stjórnmálafólks og forystufólks stéttarfélaga. Íslenskir jafnaðarmenn berjast með launþegasamtökunum, toga með þeim í sömu átt og vinna með þeim að því að auka jöfnuð. Við stöndum á bremsunum með verkalýðshreyfingunni til að koma í veg fyrir einkavæðingu í heilbrigðis-, skóla- og velferðarkerfinu sem mun auka misskiptingu og ójöfnuð eins og veruleikinn í Svíþjóð er nú talandi dæmi um og sannarlega víti til að varast. Velferðar-, heilbrigðis- og skólakerfi okkar eru til að auka lífsgæði fólks og fjölskyldna, en ekki til að greiða eigendum fyrirtækja arð bæta almenna menntun og færni, en ekki til að breyta nemendum í viðskiptavini tryggja almenna heilbrigði allra án tillits til tekna, en ekki til að tryggja ofurgróða örfárra sérfræðilækna eða eigenda fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Erindi jafnaðarmanna og verkslýðshreyfingarinnar er skýrt: við vinnum saman að hagsmunum venjulegs, vinnandi fólks, innan og utan fjölskyldna, sambúðarfólks og einstæðra foreldra, fólks í vinnu og þeirra sem leita að vinnu. Þess vegna skipta kosningarnar í september svo miklu máli. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun