Listi Miðflokksins fær blendnar viðtökur: „Þar skaut flokkurinn sig í fótinn, ef ekki hausinn“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júlí 2021 10:56 Hér má sjá listann sem var samþykktur á félagsfundi kjördæmisins í gær. Miðflokkurinn Nýsamþykktur framboðslisti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur vakið nokkra athygli og vafalaust komið mörgum talsvert á óvart. Enginn annar listi frá flokknum hefur fengið eins mikil viðbrögð á Facebook-síðu hans, þar sem listarnir eru kynntir, og er hann jafnframt sá eini sem hefur hlotið neikvæðar viðtökur meðal stuðningsmanna flokksins á þeim miðli. Þegar flokkurinn hefur birt lista sína á Facebook hafa þeir hingað til vakið lítil viðbrögð – aðeins fengið nokkrar jákvæðar athugasemdir, hamingjuóskir og baráttukveðjur fyrir kosningarnar. Það kvað við annan tón í gær þegar flokkurinn birti efstu sætin í Reykjavík suður því ásamt hinum hefðbundnu hamingjuóskum dyggra stuðningsmanna má finna afar harða gagnrýni á listann. Ljóst er af athugasemdunum að mörgum þykir Miðflokkurinn hér róa á heldur frjálslynd mið, með konu í oddvitasæti, samtals fjórar konur í efstu sex sætunum og tvær þeirra af erlendum uppruna. „Nei takk kýs ekki saumaklúbb,“ skrifar einn stuðningsmaður flokksins til dæmis á Facebook. Sama staða er uppi í Reykjavík norður hjá flokknum; fjórar konur í efstu sex sætunum og kona sem leiðir listann. Þegar sá listi var kynntur fyrr í mánuðinum vakti hann þó engan vegin eins mikil viðbrögð og listinn í suðri. „Ekki hægt að kjósa flokk sem velur ekki hæfileika, heldur kyn. Sýnist þetta fólk ekki til stórræða, aldrei séð það áður,“ skrifar einn við færsluna. Fyrir honum virðist listinn í Reykjavík suður vera dropinn sem fyllti mælinn: „Það sama á við um aðra lista Miðflokks, allt óþekkt fólk nema formaðurinn sjálfur. Þarna skaut flokkurinn sig í fótinn, ef ekki hausinn!“ „Er þetta einhver nýr flokkur?“ Það er Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins, sem leiðir listann í Reykjavík suður. Í öðru sætinu situr Danith Chan, gjaldkeri Miðflokksins í kraganum, en eiginmaður hennar, Sveinn Óskar Sigurðsson, er oddviti flokksins í Mosfellsbæ. „Hahaha SDG [Sigmundur Davíð Gunnlaugsson] að reyna að breyta Miðflokknum í Kvennalistann til að eiga sjens í að ná inn manni/konu eftir að kannanir sýna að flokkurinn er að þurrkast út….“ skrifar einn við færsluna á Facebook. Miðflokkurinn hefur átt erfitt uppdráttar í borginni en hann náði aðeins inn einum manni á þing í Reykjavíkurkjördæmunum í síðustu kosningum, Þorsteini B. Sæmundssyni í suðri. Hann tapaði baráttunni um oddvitasæti fyrir komandi kosningar fyrir Fjólu Hrund í ráðgefandi oddvitakjöri flokksins í kjördæminu um helgina og er því á leið af þingi. „Hendið út reynslumanni með kjörþokka, nei takk!“ skrifar einn stuðningsmaður flokksins á Facebook sem virðist sakna þingmannsins. „Er þetta einhver nýr flokkur?“ spyr annar. „Miðflokkurinn rær á gruggug mið, eins og hinir flokkarnir. Það veit ekki á neitt gott og óvíst með aflann,“ segir enn annar. Segir sig úr flokknum Listinn virðist þá einhverjum hreinlega tilefni til úrsagnar úr flokknum: „Ekki erfitt val, mun segja mig úr flokknum á morgun!“ skrifar einn við færsluna. Það er að minnsta kosti ljóst af umræðum við færsluna að margir sem hugðust kjósa flokkinn í kjördæminu hafa nú hætt við. Hversu marga nýja stuðningsmenn listinn á svo eftir að draga til sín verður að koma í ljós á næstu vikum. Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavík Miðflokkurinn Jafnréttismál Tengdar fréttir Átökin komu Fjólu í opna skjöldu „Þetta kom mér svona bæði og á óvart en ég er bara mjög spennt fyrir framhaldinu og að feta mig áfram í þessu nýja hlutverki,“ segir Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins. 24. júlí 2021 20:32 Þorsteinn segir niðurstöðuna engan dóm yfir pólitískum ferli sínum Þorsteinn Sæmundsson mun ekki fá sæti á lista Miðflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar, eftir ráðgefandi oddvitakjör flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann segir það engan dóm yfir pólitískum ferli sínum en viðurkennir að hann sé keppnismaður og sé ósáttur að því leyti að hann eigi nóg inni. 25. júlí 2021 13:25 Miðflokkurinn nálægt því að þurrkast út af þingi Miðflokkurinn er nálægt því að þurrkast út af Alþingi samkvæmt nýrri könnun og mælist með einungis 5,3% fylgi. Fylgið hefur dregist saman um rúman helming frá síðustu kosningum. 18. apríl 2021 18:31 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Þegar flokkurinn hefur birt lista sína á Facebook hafa þeir hingað til vakið lítil viðbrögð – aðeins fengið nokkrar jákvæðar athugasemdir, hamingjuóskir og baráttukveðjur fyrir kosningarnar. Það kvað við annan tón í gær þegar flokkurinn birti efstu sætin í Reykjavík suður því ásamt hinum hefðbundnu hamingjuóskum dyggra stuðningsmanna má finna afar harða gagnrýni á listann. Ljóst er af athugasemdunum að mörgum þykir Miðflokkurinn hér róa á heldur frjálslynd mið, með konu í oddvitasæti, samtals fjórar konur í efstu sex sætunum og tvær þeirra af erlendum uppruna. „Nei takk kýs ekki saumaklúbb,“ skrifar einn stuðningsmaður flokksins til dæmis á Facebook. Sama staða er uppi í Reykjavík norður hjá flokknum; fjórar konur í efstu sex sætunum og kona sem leiðir listann. Þegar sá listi var kynntur fyrr í mánuðinum vakti hann þó engan vegin eins mikil viðbrögð og listinn í suðri. „Ekki hægt að kjósa flokk sem velur ekki hæfileika, heldur kyn. Sýnist þetta fólk ekki til stórræða, aldrei séð það áður,“ skrifar einn við færsluna. Fyrir honum virðist listinn í Reykjavík suður vera dropinn sem fyllti mælinn: „Það sama á við um aðra lista Miðflokks, allt óþekkt fólk nema formaðurinn sjálfur. Þarna skaut flokkurinn sig í fótinn, ef ekki hausinn!“ „Er þetta einhver nýr flokkur?“ Það er Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins, sem leiðir listann í Reykjavík suður. Í öðru sætinu situr Danith Chan, gjaldkeri Miðflokksins í kraganum, en eiginmaður hennar, Sveinn Óskar Sigurðsson, er oddviti flokksins í Mosfellsbæ. „Hahaha SDG [Sigmundur Davíð Gunnlaugsson] að reyna að breyta Miðflokknum í Kvennalistann til að eiga sjens í að ná inn manni/konu eftir að kannanir sýna að flokkurinn er að þurrkast út….“ skrifar einn við færsluna á Facebook. Miðflokkurinn hefur átt erfitt uppdráttar í borginni en hann náði aðeins inn einum manni á þing í Reykjavíkurkjördæmunum í síðustu kosningum, Þorsteini B. Sæmundssyni í suðri. Hann tapaði baráttunni um oddvitasæti fyrir komandi kosningar fyrir Fjólu Hrund í ráðgefandi oddvitakjöri flokksins í kjördæminu um helgina og er því á leið af þingi. „Hendið út reynslumanni með kjörþokka, nei takk!“ skrifar einn stuðningsmaður flokksins á Facebook sem virðist sakna þingmannsins. „Er þetta einhver nýr flokkur?“ spyr annar. „Miðflokkurinn rær á gruggug mið, eins og hinir flokkarnir. Það veit ekki á neitt gott og óvíst með aflann,“ segir enn annar. Segir sig úr flokknum Listinn virðist þá einhverjum hreinlega tilefni til úrsagnar úr flokknum: „Ekki erfitt val, mun segja mig úr flokknum á morgun!“ skrifar einn við færsluna. Það er að minnsta kosti ljóst af umræðum við færsluna að margir sem hugðust kjósa flokkinn í kjördæminu hafa nú hætt við. Hversu marga nýja stuðningsmenn listinn á svo eftir að draga til sín verður að koma í ljós á næstu vikum.
Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavík Miðflokkurinn Jafnréttismál Tengdar fréttir Átökin komu Fjólu í opna skjöldu „Þetta kom mér svona bæði og á óvart en ég er bara mjög spennt fyrir framhaldinu og að feta mig áfram í þessu nýja hlutverki,“ segir Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins. 24. júlí 2021 20:32 Þorsteinn segir niðurstöðuna engan dóm yfir pólitískum ferli sínum Þorsteinn Sæmundsson mun ekki fá sæti á lista Miðflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar, eftir ráðgefandi oddvitakjör flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann segir það engan dóm yfir pólitískum ferli sínum en viðurkennir að hann sé keppnismaður og sé ósáttur að því leyti að hann eigi nóg inni. 25. júlí 2021 13:25 Miðflokkurinn nálægt því að þurrkast út af þingi Miðflokkurinn er nálægt því að þurrkast út af Alþingi samkvæmt nýrri könnun og mælist með einungis 5,3% fylgi. Fylgið hefur dregist saman um rúman helming frá síðustu kosningum. 18. apríl 2021 18:31 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Átökin komu Fjólu í opna skjöldu „Þetta kom mér svona bæði og á óvart en ég er bara mjög spennt fyrir framhaldinu og að feta mig áfram í þessu nýja hlutverki,“ segir Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins. 24. júlí 2021 20:32
Þorsteinn segir niðurstöðuna engan dóm yfir pólitískum ferli sínum Þorsteinn Sæmundsson mun ekki fá sæti á lista Miðflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar, eftir ráðgefandi oddvitakjör flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann segir það engan dóm yfir pólitískum ferli sínum en viðurkennir að hann sé keppnismaður og sé ósáttur að því leyti að hann eigi nóg inni. 25. júlí 2021 13:25
Miðflokkurinn nálægt því að þurrkast út af þingi Miðflokkurinn er nálægt því að þurrkast út af Alþingi samkvæmt nýrri könnun og mælist með einungis 5,3% fylgi. Fylgið hefur dregist saman um rúman helming frá síðustu kosningum. 18. apríl 2021 18:31