Sósíalistar vita hvers virði málfrelsið er Andri Sigurðsson skrifar 23. júlí 2021 09:30 Við lifum á tímum þar sem örfá tæknifyrirtæki eru í einokunarstöðu yfir samskiptum okkar. Hvort sem það eru persónuleg samskipti okkar við vini eða fjölskyldu eða opinber samskipti. Vandamálið stækkar svo þegar fleiri og fleiri krefja þessa að þessir sömu aðila ritskoði og sótthreinsi samfélagsmiðla af óæskilegum skoðunum eins og hefur færst í vöxt. Þá kemur upp spurningin: hver á að ákveða hvað sé í lagi og hvað ekki? Quis custodiet ipsos custodes? Hver á að fylgjast með þeim sem fylgjast með okkur? Vandinn við að setja slíkt vald í hendur einkaaðila er að það leiðir óhjákvæmilega til ritskoðunar og heftingar tjáningarfrelsisins. Ritskoðun á stórum skala viðgengst á samfélagsmiðlum og leitarvélum og það eru ekki aðeins hægrimenn, Trump-stuðningsmenn, eða veirufaraldurs alarmistar sem verða fyrir barðinu á Silicon-Valley veldinu. Facebook hefur beitt mikilli ritskoðun gegn Palestínumönnum sem berjast fyrir frelsi sínu. Gegn fólki sem gagnrýnir Ísrael og gegn hinsegin fólki. En algóritmarnir hafa líka bitnað á pönkurum, sagnfræðingum, og kynlífsfræðingum. Þá vitum við að Google hefur tekið skref til að draga úr útbreiðslu upplýsinga frá sósíalistum, friðarsinnum, og sjálfstæðum fjölmiðlum sem hafa séð lestur dragast saman um helming á einni nóttu. Þetta eru aðeins örfá dæmi. Síðustu árin hefur það orðið furðu útbreidd skoðun fólks innan hinnar frjálslyndu miðju að ritskoðun einkafyrirtækja sé ekki skerðing á málfrelsi okkar. Rökin eru að fyrirtæki hafi fullan rétt á því að gera það sem þau vilja, þar með talið að ritskoða og ákveða hvers konar skoðanir og efni fái að birtast á samfélagsmiðlum. En í eina tíð voru það einmitt frjálslynd öfl og vinstrisinnuð um víðan heim sem börðust fyrir borgararéttindum og verndun tjáningarfrelsisins. En eitthvað hefur breyst og frjálslynt fólk er farið að snúa bakinu við tjáningarfrelsinu. Skýrasta dæmið um þetta er þegar tæknirisarnir í Bandaríkjunum fjarlægðu Donald Trump af samfélagsmiðlum og tóku niður samfélagsmiðilinn Parler án teljandi andstöðu nema frá fámennum hópi fjölmiðlamanna, mannréttindasamtaka og aktívista. Hið virta mannréttindafélag ACLU, sem hefur barist kröftuglega fyrir tjáningarfrelsinu í 100 ár, hefur varað við að fyrirtækin hafi of mikil völd og að nú þegar búið er að setja fordæmi geti þau tekið sig til og bannað í raun hvern sem er næst. Vinstrið og sósíalistar verða að taka sér stöðu með málfrelsi og hafna ritskoðunartilburðum stórfyrirtækjanna. Það eru einmitt sósíalistar sem vita hvers virði málfrelsið er. Á upphafsárum ACLU voru það ekki síst sósíalistar og kommúnistar sem gagnrýndu stríðsrekstur Bandaríkjanna í fyrri heimsstyrjöldinni sem nutu aðstoðar félagsins. Fáeinum áratugum seinna hófst McCarthy-tímabilið og sósíalistar voru útskúfaðir úr samfélaginu með skipulögðum hætti. Sósíalistar vita nefnilega að það verður málfrelsi okkar sem verður í hættu ef við gerum ekkert í málinu. Ef við komum ekki lögum yfir tæknirisana og berjumst fyrir auknum réttindum og málfrelsi í nýjum heimi verða sósíalistar og allir sem berjast gegn kerfinu fyrsta skotmarkið. Höfundur er vefhönnuður og félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum þar sem örfá tæknifyrirtæki eru í einokunarstöðu yfir samskiptum okkar. Hvort sem það eru persónuleg samskipti okkar við vini eða fjölskyldu eða opinber samskipti. Vandamálið stækkar svo þegar fleiri og fleiri krefja þessa að þessir sömu aðila ritskoði og sótthreinsi samfélagsmiðla af óæskilegum skoðunum eins og hefur færst í vöxt. Þá kemur upp spurningin: hver á að ákveða hvað sé í lagi og hvað ekki? Quis custodiet ipsos custodes? Hver á að fylgjast með þeim sem fylgjast með okkur? Vandinn við að setja slíkt vald í hendur einkaaðila er að það leiðir óhjákvæmilega til ritskoðunar og heftingar tjáningarfrelsisins. Ritskoðun á stórum skala viðgengst á samfélagsmiðlum og leitarvélum og það eru ekki aðeins hægrimenn, Trump-stuðningsmenn, eða veirufaraldurs alarmistar sem verða fyrir barðinu á Silicon-Valley veldinu. Facebook hefur beitt mikilli ritskoðun gegn Palestínumönnum sem berjast fyrir frelsi sínu. Gegn fólki sem gagnrýnir Ísrael og gegn hinsegin fólki. En algóritmarnir hafa líka bitnað á pönkurum, sagnfræðingum, og kynlífsfræðingum. Þá vitum við að Google hefur tekið skref til að draga úr útbreiðslu upplýsinga frá sósíalistum, friðarsinnum, og sjálfstæðum fjölmiðlum sem hafa séð lestur dragast saman um helming á einni nóttu. Þetta eru aðeins örfá dæmi. Síðustu árin hefur það orðið furðu útbreidd skoðun fólks innan hinnar frjálslyndu miðju að ritskoðun einkafyrirtækja sé ekki skerðing á málfrelsi okkar. Rökin eru að fyrirtæki hafi fullan rétt á því að gera það sem þau vilja, þar með talið að ritskoða og ákveða hvers konar skoðanir og efni fái að birtast á samfélagsmiðlum. En í eina tíð voru það einmitt frjálslynd öfl og vinstrisinnuð um víðan heim sem börðust fyrir borgararéttindum og verndun tjáningarfrelsisins. En eitthvað hefur breyst og frjálslynt fólk er farið að snúa bakinu við tjáningarfrelsinu. Skýrasta dæmið um þetta er þegar tæknirisarnir í Bandaríkjunum fjarlægðu Donald Trump af samfélagsmiðlum og tóku niður samfélagsmiðilinn Parler án teljandi andstöðu nema frá fámennum hópi fjölmiðlamanna, mannréttindasamtaka og aktívista. Hið virta mannréttindafélag ACLU, sem hefur barist kröftuglega fyrir tjáningarfrelsinu í 100 ár, hefur varað við að fyrirtækin hafi of mikil völd og að nú þegar búið er að setja fordæmi geti þau tekið sig til og bannað í raun hvern sem er næst. Vinstrið og sósíalistar verða að taka sér stöðu með málfrelsi og hafna ritskoðunartilburðum stórfyrirtækjanna. Það eru einmitt sósíalistar sem vita hvers virði málfrelsið er. Á upphafsárum ACLU voru það ekki síst sósíalistar og kommúnistar sem gagnrýndu stríðsrekstur Bandaríkjanna í fyrri heimsstyrjöldinni sem nutu aðstoðar félagsins. Fáeinum áratugum seinna hófst McCarthy-tímabilið og sósíalistar voru útskúfaðir úr samfélaginu með skipulögðum hætti. Sósíalistar vita nefnilega að það verður málfrelsi okkar sem verður í hættu ef við gerum ekkert í málinu. Ef við komum ekki lögum yfir tæknirisana og berjumst fyrir auknum réttindum og málfrelsi í nýjum heimi verða sósíalistar og allir sem berjast gegn kerfinu fyrsta skotmarkið. Höfundur er vefhönnuður og félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun