Sjáðu mörk Sævars Atla og Hjalta ásamt endurkomu Víkinga í Keflavík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júlí 2021 08:00 Leiknismenn unnu góðan 2-0 sigur á Stjörnunni í gær. Vísir/Hulda Margrét Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Leiknir Reykjavík vann 2-0 sigur á Stjörnunni og Víkingur kom til baka gegn Keflavík og vann 2-1 seiglusigur. Sævar Atli Magnússon var að sjálfsögðu á skotskónum er Leiknir Reykjavík tók á móti Stjörnunni. Eftir fína sókn Leiknis strax á 7. mínútu barst boltinn inn á teig þar sem Andrés Ramiro Escobar lagði hann á Sævar Atla sem átti skot í varnarmann og þaðan í netið. Um miðbik fyrri hálfleiks áttu heimamenn aftur fína sókn upp vinstri vænginn. Boltinn barst á Emil Berger sem lyfti honum fyrir markið þar sem Hjalti Sigurðsson stökk manna hæst og stangaði boltann í netið. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Klippa: Leiknir 2-0 Stjarnan Þegar rúmar 20 mínútur voru liðnar af leiknum fékk Adam Árni Róbertsson góða sendingu inn fyrir vörn Víkings. Hann átti í kjölfarið fyrirgjöf sem Sindri Þór Guðmundsson skallaði snyrtilega yfir Þórð Ingason í marki gestanna og staðan 1-0. Þannig var hún allt fram á 58. mínútu leiksins þegar varamaðurinn Kwame Quee sýndi skemmtileg tilþrif og átti frábæra fyrirgjöf á Nikolaj Hansen sem gat ekki annað en skorað. Hans 11. mark í sumar og staðan orðin 1-1. Tuttugu mínútum síðar skoraði Helgi Guðjónsson - annar varamaður - stórkostlegt mark en hann fór einkar illa með Magnús Þór Magnússon, fyrirliða Keflavíkur, í aðdraganda marksins. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Klippa: Keflavík 1-2 Víkingur Hér að neðan má sjá svo sjá markasyrpu umferðarinnar. Klippa: Markasyrpa Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Stjarnan Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - Stjarnan 2-0 | Auðvelt hjá Breiðhyltingum Leiknir vann 2-0 sigur á Stjörnunni í fallbaráttuslag kvöldsins í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. Leiknismenn slíta sig rækilega frá botnbaráttunni með sigrinum. 19. júlí 2021 22:55 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Víkingur 1-2 | Víkingar stigi frá toppnum eftir endurkomusigur Víkingur vann 2-1 endurkomusigur á Keflavík á heimavelli þeirra síðarnefndu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingar eru eftir sigurinn aðeins stigi frá toppliði Vals. 19. júlí 2021 22:15 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Sævar Atli Magnússon var að sjálfsögðu á skotskónum er Leiknir Reykjavík tók á móti Stjörnunni. Eftir fína sókn Leiknis strax á 7. mínútu barst boltinn inn á teig þar sem Andrés Ramiro Escobar lagði hann á Sævar Atla sem átti skot í varnarmann og þaðan í netið. Um miðbik fyrri hálfleiks áttu heimamenn aftur fína sókn upp vinstri vænginn. Boltinn barst á Emil Berger sem lyfti honum fyrir markið þar sem Hjalti Sigurðsson stökk manna hæst og stangaði boltann í netið. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Klippa: Leiknir 2-0 Stjarnan Þegar rúmar 20 mínútur voru liðnar af leiknum fékk Adam Árni Róbertsson góða sendingu inn fyrir vörn Víkings. Hann átti í kjölfarið fyrirgjöf sem Sindri Þór Guðmundsson skallaði snyrtilega yfir Þórð Ingason í marki gestanna og staðan 1-0. Þannig var hún allt fram á 58. mínútu leiksins þegar varamaðurinn Kwame Quee sýndi skemmtileg tilþrif og átti frábæra fyrirgjöf á Nikolaj Hansen sem gat ekki annað en skorað. Hans 11. mark í sumar og staðan orðin 1-1. Tuttugu mínútum síðar skoraði Helgi Guðjónsson - annar varamaður - stórkostlegt mark en hann fór einkar illa með Magnús Þór Magnússon, fyrirliða Keflavíkur, í aðdraganda marksins. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Klippa: Keflavík 1-2 Víkingur Hér að neðan má sjá svo sjá markasyrpu umferðarinnar. Klippa: Markasyrpa Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Stjarnan Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - Stjarnan 2-0 | Auðvelt hjá Breiðhyltingum Leiknir vann 2-0 sigur á Stjörnunni í fallbaráttuslag kvöldsins í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. Leiknismenn slíta sig rækilega frá botnbaráttunni með sigrinum. 19. júlí 2021 22:55 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Víkingur 1-2 | Víkingar stigi frá toppnum eftir endurkomusigur Víkingur vann 2-1 endurkomusigur á Keflavík á heimavelli þeirra síðarnefndu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingar eru eftir sigurinn aðeins stigi frá toppliði Vals. 19. júlí 2021 22:15 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - Stjarnan 2-0 | Auðvelt hjá Breiðhyltingum Leiknir vann 2-0 sigur á Stjörnunni í fallbaráttuslag kvöldsins í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. Leiknismenn slíta sig rækilega frá botnbaráttunni með sigrinum. 19. júlí 2021 22:55
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Víkingur 1-2 | Víkingar stigi frá toppnum eftir endurkomusigur Víkingur vann 2-1 endurkomusigur á Keflavík á heimavelli þeirra síðarnefndu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingar eru eftir sigurinn aðeins stigi frá toppliði Vals. 19. júlí 2021 22:15