Fólk er jákvæðara gagnvart sósíalisma en kapítalisma Gunnar Smári Egilsson skrifar 16. júlí 2021 10:31 Samkvæmt könnun sem MMR gerði fyrir Sósíalistaflokk Íslands eru landsmenn jákvæðari gagnvart sósíalisma en kapítalisma. Það munar þó ekki miklu. 31% segjast vera mjög eða frekar jákvæð gagnvart sósíalisma en 29% mjög eða frekar jákvæð gagnvart kapítalisma. Konur vilja sósíalisma En þegar svörunum er skipt eftir kynjum kemur í ljós að 37% karla eru jákvæða gagnvart kapítalisma en aðeins 18% kvenna. 41% kvenna er hins vegar jákvæða gagnvart sósíalisma en aðeins 24% karla. Karlar skiptast nokkur jafnt í afstöðu sinni til kapítalisma, 37% jákvæðir og 36% neikvæðir. Aðeins 18% kvenna eru jákvæð gagnvart kapítalisma en 51% neikvæð. Og 24% karlanna eru jákvæðir gagnvart sósíalisma en 49% neikvæðir á meðan 41% kvennanna eru jákvæðar en aðeins 28% neikvæðar. Yngra fólk hlynntara sósíalisma Það er ekki hægt að sjá viðlíka mikinn mun eftir aldri, búsetu eða tekjum. Hin yngri, 18 til 29 ára, eru jákvæðari gagnvart sósíalisma (38%) en kapítalisma (31%). Og þau eru líka síður neikvæð gagnvart sósíalisma, 33% á móti 48% neikvæðni gagnvart kapítalisma. En þennan mun má líka sjá í næsta aldursflokk, 30-49 ára, þótt hann sé minni. Og þótt að ívið fleiri séu neikvæð gagnvart sósíalisma en kapítalisma meðal hinna eldri þá er fleiri meðal hinna elstu jákvæð gagnvart sósíalisma, 30%, á móti 25% sem eru jákvæð gagnvart kapítalisma. Lítill munur er á afstöðu eftir búsetu. Álíka margir eru jákvæðir gagnvart sósíalisma og kapítalisma á höfuðborgarsvæðinu en ívið fleiri jákvæð gagnvart sósíalisma úti á landi. Jákvæðari afstaða til sósíalisma með meiri menntun 24% fólks með grunnskólapróf segjast jákvæð gagnvart kapítalisma, jafn mörg og eru jákvæð gagnvart sósíalisma. Hjá fólki með framhaldskólamenntun eru 29% jákvæð gagnvart kapítalisma en 26% jákvæð gagnvart sósíalisma. 33% fólks með háskólamenntun eru jákvæð gagnvart kapítalisma en 40% gagnvart sósíalisma. Því meiri menntun, því jákvæðari afstaða til sósíalisma. Allir launaflokkar undir milljón á mánuði eru jákvæðari fyrir sósíalisma en kapítalisma og munar mestu hjá þeim sem hafa lægstu tekjurnar; þar er 37% jákvæðni gagnvart sósíalisma en 24% jákvæðni gagnvart kapítalisma. Hjá fólki með milljón eða meira snýst þetta við; 37% eru jákvæð gagnvart kapítalismanum en 28% jákvæð gagnvart sósíalisma. Og svipað má sjá varðandi stéttir. 42% stjórnenda eru jákvæð gagnvart kapítalisma en aðeins 17% jákvæð gagnvart sósíalisma. Meðal sérfræðinga, námsmanna og heimavinnandi fólks er á móti meiri jákvæðni gagnvart sósíalisma en kapítalisma. Þau sem fljóta ofan á sáttari við kapítalisma Samdregið þá eru karlar, betur launað fólk og hátt sett hrifnara af kapítalisma en sósíalisma. En konur, lægra launað fólk og lægra sett á vinnumarkaði er hrifnara að sósíalisma en kapítalisma. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Þau sem fljóta ofan á hinu kapítalíska kerfi eru jákvæðari gagnvart kerfinu en þau sem verða undir því. Og þrátt fyrir linnulausan áróður gegn sósíalisma innan hins kapítalíska þjóðskipulags þá er staðreyndin sú að fólk almennt, fyrir utan hóp hinna best settu, er með jákvæðari afstöðu til sósíalisma en kapítalisma. Sjálfstæðisflokksfólk í sér deild MMR flokkar svörin líka eftir hvað fólk kaus síðast. Þar sést að jákvæð afstaða til kapítalisma einskorðast við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 62% kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru jákvæð gagnvart kapítalisma og 50% kjósenda Viðreisnar. Næstir koma Framsókn og Miðflokkur með 27% og Píratar með 20%. 12% kjósenda Samfylkingar og Flokks fólksins eru jákvæð gagnvart kapítalisma og 5% kjósenda VG. Þessu er síðan öfugt farið með sósíalismann. 64% kjósenda VG eru jákvæð gagnvart sósíalisma, 60% kjósenda Samfylkingarinnar og 51% Pírata. Síðan kemur Viðreisn með 19%, Framsókn með 13%, Flokkur fólksins með 12% og Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur með 6%. Kapítalisminn með lítið fylgi utan Valhallar Þar sem Sjálfstæðisflokksfólk er með afgerandi afstöðu og ólíka öðru fólki er freistandi að telja það frá. Þegar við gerum það kemur í ljós að meðal Sjálfstæðisflokksfólks eru 62% jákvæð gagnvart kapítalismanum en 18% neikvæð. Á meðan að meðal allra annarra eru aðeins 20% jákvæð gagnvart kapítalismanum en 51% neikvæð. Og gagnvart sósíalismanum eru aðeins 6% kjósenda Sjálfstæðisflokksins jákvæð en 70% neikvæð á meðan á meðal allra annarra eru 39% jákvæð en 32% neikvæð. Það eru því ekki einkum vel launaðir karlar í háum stöðum sem lyfta kapítalismanum upp úr skítnum og halda aftur af sósíalismanum í almennri umræðu, heldur fyrst og fremst karlar í Sjálfstæðisflokknum, sem eru með hugmyndir um samfélagið sem eru rækilega á skjön við hugmyndir flestra annarra. Það magnaða er síðan að þessi fámenni hópur Sjálfstæðisflokksfólks með skrítnu skoðanirnar stjórnar ferðinni í samfélaginu. Nýfrjálshyggjan komin á öskuhaugana MMR spurði líka um afstöðu fólks til nýfrjálshyggju. Aðeins 14% landsmanna eru með jákvæða afstöðu til hennar en 52% neikvæða. Það er því ástæðulaust að eyða mörgum orðum á þessa stjórnmálaskoðun. Það er aðeins meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks sem finna má afgerandi meiri jákvæðni gagnvart nýfrjálshyggju en sósíalisma. Meðal stjórnenda sögðust 18% jákvæð gagnvart nýfrjálshyggju en 17% sósíalisma, en meðal allra annara hópa var mun meiri jákvæðni gagnvart sósíalisma en nýfrjálshyggju. Ef við klippum hið skrítna Sjálfstæðisflokksfólk aftur frá kemur í ljós að meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru 20% jákvæð gagnvart nýfrjálshyggju en 39% neikvæð á meðan meðal allra hinna eru aðeins 11% jákvæð gagnvart nýfrjálshyggju en 57% neikvæð. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt könnun sem MMR gerði fyrir Sósíalistaflokk Íslands eru landsmenn jákvæðari gagnvart sósíalisma en kapítalisma. Það munar þó ekki miklu. 31% segjast vera mjög eða frekar jákvæð gagnvart sósíalisma en 29% mjög eða frekar jákvæð gagnvart kapítalisma. Konur vilja sósíalisma En þegar svörunum er skipt eftir kynjum kemur í ljós að 37% karla eru jákvæða gagnvart kapítalisma en aðeins 18% kvenna. 41% kvenna er hins vegar jákvæða gagnvart sósíalisma en aðeins 24% karla. Karlar skiptast nokkur jafnt í afstöðu sinni til kapítalisma, 37% jákvæðir og 36% neikvæðir. Aðeins 18% kvenna eru jákvæð gagnvart kapítalisma en 51% neikvæð. Og 24% karlanna eru jákvæðir gagnvart sósíalisma en 49% neikvæðir á meðan 41% kvennanna eru jákvæðar en aðeins 28% neikvæðar. Yngra fólk hlynntara sósíalisma Það er ekki hægt að sjá viðlíka mikinn mun eftir aldri, búsetu eða tekjum. Hin yngri, 18 til 29 ára, eru jákvæðari gagnvart sósíalisma (38%) en kapítalisma (31%). Og þau eru líka síður neikvæð gagnvart sósíalisma, 33% á móti 48% neikvæðni gagnvart kapítalisma. En þennan mun má líka sjá í næsta aldursflokk, 30-49 ára, þótt hann sé minni. Og þótt að ívið fleiri séu neikvæð gagnvart sósíalisma en kapítalisma meðal hinna eldri þá er fleiri meðal hinna elstu jákvæð gagnvart sósíalisma, 30%, á móti 25% sem eru jákvæð gagnvart kapítalisma. Lítill munur er á afstöðu eftir búsetu. Álíka margir eru jákvæðir gagnvart sósíalisma og kapítalisma á höfuðborgarsvæðinu en ívið fleiri jákvæð gagnvart sósíalisma úti á landi. Jákvæðari afstaða til sósíalisma með meiri menntun 24% fólks með grunnskólapróf segjast jákvæð gagnvart kapítalisma, jafn mörg og eru jákvæð gagnvart sósíalisma. Hjá fólki með framhaldskólamenntun eru 29% jákvæð gagnvart kapítalisma en 26% jákvæð gagnvart sósíalisma. 33% fólks með háskólamenntun eru jákvæð gagnvart kapítalisma en 40% gagnvart sósíalisma. Því meiri menntun, því jákvæðari afstaða til sósíalisma. Allir launaflokkar undir milljón á mánuði eru jákvæðari fyrir sósíalisma en kapítalisma og munar mestu hjá þeim sem hafa lægstu tekjurnar; þar er 37% jákvæðni gagnvart sósíalisma en 24% jákvæðni gagnvart kapítalisma. Hjá fólki með milljón eða meira snýst þetta við; 37% eru jákvæð gagnvart kapítalismanum en 28% jákvæð gagnvart sósíalisma. Og svipað má sjá varðandi stéttir. 42% stjórnenda eru jákvæð gagnvart kapítalisma en aðeins 17% jákvæð gagnvart sósíalisma. Meðal sérfræðinga, námsmanna og heimavinnandi fólks er á móti meiri jákvæðni gagnvart sósíalisma en kapítalisma. Þau sem fljóta ofan á sáttari við kapítalisma Samdregið þá eru karlar, betur launað fólk og hátt sett hrifnara af kapítalisma en sósíalisma. En konur, lægra launað fólk og lægra sett á vinnumarkaði er hrifnara að sósíalisma en kapítalisma. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Þau sem fljóta ofan á hinu kapítalíska kerfi eru jákvæðari gagnvart kerfinu en þau sem verða undir því. Og þrátt fyrir linnulausan áróður gegn sósíalisma innan hins kapítalíska þjóðskipulags þá er staðreyndin sú að fólk almennt, fyrir utan hóp hinna best settu, er með jákvæðari afstöðu til sósíalisma en kapítalisma. Sjálfstæðisflokksfólk í sér deild MMR flokkar svörin líka eftir hvað fólk kaus síðast. Þar sést að jákvæð afstaða til kapítalisma einskorðast við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 62% kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru jákvæð gagnvart kapítalisma og 50% kjósenda Viðreisnar. Næstir koma Framsókn og Miðflokkur með 27% og Píratar með 20%. 12% kjósenda Samfylkingar og Flokks fólksins eru jákvæð gagnvart kapítalisma og 5% kjósenda VG. Þessu er síðan öfugt farið með sósíalismann. 64% kjósenda VG eru jákvæð gagnvart sósíalisma, 60% kjósenda Samfylkingarinnar og 51% Pírata. Síðan kemur Viðreisn með 19%, Framsókn með 13%, Flokkur fólksins með 12% og Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur með 6%. Kapítalisminn með lítið fylgi utan Valhallar Þar sem Sjálfstæðisflokksfólk er með afgerandi afstöðu og ólíka öðru fólki er freistandi að telja það frá. Þegar við gerum það kemur í ljós að meðal Sjálfstæðisflokksfólks eru 62% jákvæð gagnvart kapítalismanum en 18% neikvæð. Á meðan að meðal allra annarra eru aðeins 20% jákvæð gagnvart kapítalismanum en 51% neikvæð. Og gagnvart sósíalismanum eru aðeins 6% kjósenda Sjálfstæðisflokksins jákvæð en 70% neikvæð á meðan á meðal allra annarra eru 39% jákvæð en 32% neikvæð. Það eru því ekki einkum vel launaðir karlar í háum stöðum sem lyfta kapítalismanum upp úr skítnum og halda aftur af sósíalismanum í almennri umræðu, heldur fyrst og fremst karlar í Sjálfstæðisflokknum, sem eru með hugmyndir um samfélagið sem eru rækilega á skjön við hugmyndir flestra annarra. Það magnaða er síðan að þessi fámenni hópur Sjálfstæðisflokksfólks með skrítnu skoðanirnar stjórnar ferðinni í samfélaginu. Nýfrjálshyggjan komin á öskuhaugana MMR spurði líka um afstöðu fólks til nýfrjálshyggju. Aðeins 14% landsmanna eru með jákvæða afstöðu til hennar en 52% neikvæða. Það er því ástæðulaust að eyða mörgum orðum á þessa stjórnmálaskoðun. Það er aðeins meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks sem finna má afgerandi meiri jákvæðni gagnvart nýfrjálshyggju en sósíalisma. Meðal stjórnenda sögðust 18% jákvæð gagnvart nýfrjálshyggju en 17% sósíalisma, en meðal allra annara hópa var mun meiri jákvæðni gagnvart sósíalisma en nýfrjálshyggju. Ef við klippum hið skrítna Sjálfstæðisflokksfólk aftur frá kemur í ljós að meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru 20% jákvæð gagnvart nýfrjálshyggju en 39% neikvæð á meðan meðal allra hinna eru aðeins 11% jákvæð gagnvart nýfrjálshyggju en 57% neikvæð. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun