Aldrei fleiri dáið í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2021 10:50 Búið er að sprauta 47,5 milljón skömmtum í rússneska arma en einungis 16,5 prósent um 146 milljóna íbúa Rússlands eru fullbólusett. Þessi mynd var tekin þann 12. júlí í einni stærstu bólusetningarmiðstöð Moskvu. AP/Pavel Golovkin Yfirvöld í Rússlandi skráðu 780 dauðsföll vegna Covid-19 í gær. Það er mannskæðasti dagurinn frá upphafi faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Alls greindust 24.702 smitaðir. Flestir hafa smitast af Delta-afbrigðinu svokallaða sem greindist fyrst á Indlandi og smitast auðveldar manna á milli. Eins og segir í grein Reuters hafa bólusetningar einnig gengið hægt í Rússlandi. Heilt yfir er vitað til þess að 5,8 milljónir Rússa hafi smitast af Covid-19 og að minnst 144.492 hafa dáið. Moscow Times segir frá því að dauðsföll frá upphafi faraldursins, borin saman við meðaltal sama tímabils á undanförnum árum gefi í skyn að mun fleiri hafi í raun dáið vegna faraldursins. Frá því faraldurinn hófst í Rússlandi hafa 483 þúsund fleiri dáið, miðað við undanfarin ár. Þrátt fyrir að Rússar hafi verið fyrstir til að skrá bóluefni gegn Covid-19 hefur gengið erfiðlega að bólusetja þjóðina. Reuters segir að búið sé að sprauta 47,5 milljónum skammta í rússneska arma en einungis 16,5 prósent um 146 milljóna íbúa Rússlands séu fullbólusett. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, hafði sett sér það markmið að bólusetja þrjátíu milljónir Rússa fyrir júní en var langt frá því. Treysta ekki yfirvöldum Nokkrar ástæður hafa verið nefndar fyrir þessari varkárni Rússa og meðal þeirra sem oftast er nefnd, er að Rússar treysti ekki yfirvöldum Rússlands og bóluefninu ekki heldur. NBC News ræddu til að mynda við Vasily Vlassov, prófessur í faraldursfræðum í Moskvu, sem sagðist ekki ætla að láta bólusetja sig. Hann hefði smitast í janúar og taldi sig varinn af mótefnum. „Rússar vita að þýskir bílar eru betri en rússneskir bílar og þeir eiga erfitt með að trúa því að rússneskt bóluefni sé betra,“ sagði prófessorinn. Annar íbúi Moskvu sagðist sömuleiðis ekki vilja rússneskt bóluefni. Spútnik V, algengasta bóluefni Rússlands, er talið vera öruggt og veita góða vörn gegn Covid-19. Notkun þess hefur verið samþykkt víða um heim. Erfiðlega hefur gengið að fá samþykki fyrir bóluefnið innan Evrópusambandsins. Lyfjastofnun Evrópu (EMA) frestaði í síðasta mánuði samþykkt bóluefnisins en í frétt Reuters segir að starfsmenn Gamaleya Institute, sem þróaði bóluefnið, hafi ekki getað útvegað upplýsingar og gögn sem þurfi við ferlið. Samkvæmt heimildarmönnum Reuters hafa ekki borist upplýsingar frá Rússlandi um tilraunir á bóluefninu og þróun þess. Samþykktarferli EMA hófst í mars og átti upprunalega að ljúka í maí eða júní. Vegna erfiðleika í samskiptum við Rússa hefur það þó dregist verulega. Nú er ekki búist við að ferlinu ljúki fyrr í haust. Nokkrir heimildarmenn Reuters sem hafa átt í samskiptum við Gamaleya Institute segja Rússana ekki vana að vinna með stofnunum eins og EMA. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem erfiðlega gengur að fá Spútnik V samþykkt í öðrum ríkjum. Það hefur einnig gerst í Brasilíu, Slóvakíu og Ungverjalandi en þar hefur einnig verið kvartað yfir skorti á gögnum og upplýsingum frá Rússlandi. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Flestir hafa smitast af Delta-afbrigðinu svokallaða sem greindist fyrst á Indlandi og smitast auðveldar manna á milli. Eins og segir í grein Reuters hafa bólusetningar einnig gengið hægt í Rússlandi. Heilt yfir er vitað til þess að 5,8 milljónir Rússa hafi smitast af Covid-19 og að minnst 144.492 hafa dáið. Moscow Times segir frá því að dauðsföll frá upphafi faraldursins, borin saman við meðaltal sama tímabils á undanförnum árum gefi í skyn að mun fleiri hafi í raun dáið vegna faraldursins. Frá því faraldurinn hófst í Rússlandi hafa 483 þúsund fleiri dáið, miðað við undanfarin ár. Þrátt fyrir að Rússar hafi verið fyrstir til að skrá bóluefni gegn Covid-19 hefur gengið erfiðlega að bólusetja þjóðina. Reuters segir að búið sé að sprauta 47,5 milljónum skammta í rússneska arma en einungis 16,5 prósent um 146 milljóna íbúa Rússlands séu fullbólusett. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, hafði sett sér það markmið að bólusetja þrjátíu milljónir Rússa fyrir júní en var langt frá því. Treysta ekki yfirvöldum Nokkrar ástæður hafa verið nefndar fyrir þessari varkárni Rússa og meðal þeirra sem oftast er nefnd, er að Rússar treysti ekki yfirvöldum Rússlands og bóluefninu ekki heldur. NBC News ræddu til að mynda við Vasily Vlassov, prófessur í faraldursfræðum í Moskvu, sem sagðist ekki ætla að láta bólusetja sig. Hann hefði smitast í janúar og taldi sig varinn af mótefnum. „Rússar vita að þýskir bílar eru betri en rússneskir bílar og þeir eiga erfitt með að trúa því að rússneskt bóluefni sé betra,“ sagði prófessorinn. Annar íbúi Moskvu sagðist sömuleiðis ekki vilja rússneskt bóluefni. Spútnik V, algengasta bóluefni Rússlands, er talið vera öruggt og veita góða vörn gegn Covid-19. Notkun þess hefur verið samþykkt víða um heim. Erfiðlega hefur gengið að fá samþykki fyrir bóluefnið innan Evrópusambandsins. Lyfjastofnun Evrópu (EMA) frestaði í síðasta mánuði samþykkt bóluefnisins en í frétt Reuters segir að starfsmenn Gamaleya Institute, sem þróaði bóluefnið, hafi ekki getað útvegað upplýsingar og gögn sem þurfi við ferlið. Samkvæmt heimildarmönnum Reuters hafa ekki borist upplýsingar frá Rússlandi um tilraunir á bóluefninu og þróun þess. Samþykktarferli EMA hófst í mars og átti upprunalega að ljúka í maí eða júní. Vegna erfiðleika í samskiptum við Rússa hefur það þó dregist verulega. Nú er ekki búist við að ferlinu ljúki fyrr í haust. Nokkrir heimildarmenn Reuters sem hafa átt í samskiptum við Gamaleya Institute segja Rússana ekki vana að vinna með stofnunum eins og EMA. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem erfiðlega gengur að fá Spútnik V samþykkt í öðrum ríkjum. Það hefur einnig gerst í Brasilíu, Slóvakíu og Ungverjalandi en þar hefur einnig verið kvartað yfir skorti á gögnum og upplýsingum frá Rússlandi.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira