Oftast eru vinsældir af hinu góða, en ekki alltaf Ole Anton Bieltvedt skrifar 12. júlí 2021 11:01 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur síðustu mánuði verið vinsælasti stjórnmálamaður landsins. Fylgi manna við hana, hennar vinsældir, hafa náð til allt að 67% landsmanna. En, hvernig má það vera? Fylgi hennar eigin flokks er ekki nema 11,9%, skv. könnun MMR 6. júlí sl., og hafði þá hrapað úr 16,9% í síðustu kosningum, niður í þetta. Nánast þriðjungur fylgisins horfið. Fyllsta ástæða er til að velta því fyrir sér, hvað hér hefur gerzt. Flokkur forsætisráðherra í dúndrandi falli, en forsætisráðherra sjálfur í fínustu málum. Þessu þurfa menn, kjósendur 25. september, að velta fyrir sért. Kannske var svarið og skýringin akkúrat að koma, nú í nýrri skoðanakönnun Maskínu á vegum fréttastofu Sýnar. Niðurstaðan er, að 88% sjálfstæðismanna og 82% framsóknar- manna eru ánægðir með ríkisstjórnina, og þar með, eða sérstaklega, með forsætisráðherrann, á sama tíma og aðeins 29% af stuðningsmönnum hennar eigin flokks eru ánægðir með ríkisstjórnina, og, væntanlega þá um leið, með hana. 71% á móti. Í stjórnmálum myndast vinsældir og óvinsældir ekki aðeins af því, hvaða stefnumálum stjórnmálamenn og flokkar hafa, heldur, öllu fremur, af því, hvaða stefnu þeir fylgja í framkvæmd. Yfirleitt eru stjórnmálamenn sæmilega heilir og sjálfum sér samkvæmir í stjórnaraðstöðu, og njóta þeir þá fulls stuðnings síns flokks og sinna kjósenda. En, í öðrum tilvikum gefa stjórnmálamenn eftir sína eigin stefnu og beygja sig undir vilja og stefnumál annarra manna og flokka, kannske til að komast í ríkisstjórn og ráðherrastóla. Í gegnum valdaaðstöðuna hyggjast þeir svo væntanlega koma sinni stefnu nokkuð að. Sýna lit. Réttlæta alla vega eftirgjöfina með því. Sú staðreynd, að ríkisstjórnin og forsætisráðherra njóta stuðnings 88% sjálfstæðismanna og 82% framsóknarmanna, sýnir auðvitað og sannar, að þessi ríkisstjórn, undir forystu og forsæti Katrínar Jakobsdóttur, hefur einmitt í öllum megin atriðum fylgt stefnu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, á sama hátt og óánægja 71% af stuðningsmönnum Vinstri grænna sýnir, að ríkisstjórnin hefur einmitt ekki fylgt stefnu þess flokks, jafn kaldhæðnislegt og ömurlegt og það er. Hinar miklu vinsældir forsætisráðherra byggjast því augljóslega á fylgi og vinsældum meðal þeirra, sem ættu að vera pólitískir andstæðingar, en urðu, vegna undanlátssemi og stefnusvika forsætisráðherra, að fylgismönnum og samherjum. Fyrir undirrituðum, eru þetta einhverjar hörmulegustu vinsældir sem völ er á. Rétt er að tíunda hér nokkuð þau helztu stefnumál, sem Vinstri grænir þóttust hafa, vorir kosnir út á, og hvernig um þau fór: - Friðun hvala, þá einkum langreyðar, sem engin önnur þjóð í veröldinni leyfir veiðar á. Í stað friðunar, veitti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur umfangmestu hvalveiðileyfi, sem sögur fara af; drepa mátti 2.130 dýr á tímabilinu 2019 til 2023. Það var reyndar sjávarútvegsráðherra, sem veitti þetta forkastanlega leyfi, en auðvitað ber forsætisráðherra ábyrgð á gjörðum allra sinna ráðherra, og verður að teljast af og frá, að þessi leyfisveiting hefði farið fram gegn einbeittum vilja forsætisráðherra. - „Stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendinu“, eins og segir í stjórnarsáttmála. Vilji til að fylgja stefnu var greinilega til staðar í byrjun, en úr þessu grunnstefnumáli Vinstri grænna varð ekkert. Eftirgjöf og undanlátssemi virðist hér hafa tekið völd. - „Stórfellt átak í loftslagsmálum“. Þetta líka stóra baráttumál VG - kannske það stærsta, sem átti að vera – endaði í niðurstöðu, sem fyrir undirrituðum er nánast lágkúra; 1,4 milljarði skyldi varið til loftslagsverndar á ári í 5 ár. Þessi fjárhæð er innan við 0,2% af ríkisútgjöldunum, og miðað við verga þjóðarframleiðslu 0,07%. Það er langt frá því, að það sé eitthvað stórkostlegt við þessa ráðstöfun, en þessi árangur er einn örfárra, sem VG náði fram, sumir hefðu sagt með lítilli sæmd. - Endurskoða átti lög um vernd, friðun og veiðar villtra dýra. Þetta komst þó inn í stjórnarsáttmálann, en ekki lengra. Í framkvæmdinni datt botninn úr þessu líka. - Stjórnarskrána átti líka að endurskoða, en hér fóru mál á sama veg; forsætisráðherra sat upp i með eitthvert eigið frumvarp, sem lítils eða einskis stuðnings naut. Forsætisráðherra sætti sig við, að öllum þessum málum, sem þó hafði verið samið um, væri ýtt út af borðinu, þegar til kom og á reyndi. Þetta var allt í anda sjálfstæðismanna og Framsóknar, en gegn stefnu Vinstri grænna. Árangurinn liggur nú fyrir; forsætisráðherra nýtur mikill vinsælda með sjálfstæðismanna og Framsóknar, en lítilla meðal eigin flokksmanna. Augljóst er, að ekki eru allar vinsældir af hinu góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur síðustu mánuði verið vinsælasti stjórnmálamaður landsins. Fylgi manna við hana, hennar vinsældir, hafa náð til allt að 67% landsmanna. En, hvernig má það vera? Fylgi hennar eigin flokks er ekki nema 11,9%, skv. könnun MMR 6. júlí sl., og hafði þá hrapað úr 16,9% í síðustu kosningum, niður í þetta. Nánast þriðjungur fylgisins horfið. Fyllsta ástæða er til að velta því fyrir sér, hvað hér hefur gerzt. Flokkur forsætisráðherra í dúndrandi falli, en forsætisráðherra sjálfur í fínustu málum. Þessu þurfa menn, kjósendur 25. september, að velta fyrir sért. Kannske var svarið og skýringin akkúrat að koma, nú í nýrri skoðanakönnun Maskínu á vegum fréttastofu Sýnar. Niðurstaðan er, að 88% sjálfstæðismanna og 82% framsóknar- manna eru ánægðir með ríkisstjórnina, og þar með, eða sérstaklega, með forsætisráðherrann, á sama tíma og aðeins 29% af stuðningsmönnum hennar eigin flokks eru ánægðir með ríkisstjórnina, og, væntanlega þá um leið, með hana. 71% á móti. Í stjórnmálum myndast vinsældir og óvinsældir ekki aðeins af því, hvaða stefnumálum stjórnmálamenn og flokkar hafa, heldur, öllu fremur, af því, hvaða stefnu þeir fylgja í framkvæmd. Yfirleitt eru stjórnmálamenn sæmilega heilir og sjálfum sér samkvæmir í stjórnaraðstöðu, og njóta þeir þá fulls stuðnings síns flokks og sinna kjósenda. En, í öðrum tilvikum gefa stjórnmálamenn eftir sína eigin stefnu og beygja sig undir vilja og stefnumál annarra manna og flokka, kannske til að komast í ríkisstjórn og ráðherrastóla. Í gegnum valdaaðstöðuna hyggjast þeir svo væntanlega koma sinni stefnu nokkuð að. Sýna lit. Réttlæta alla vega eftirgjöfina með því. Sú staðreynd, að ríkisstjórnin og forsætisráðherra njóta stuðnings 88% sjálfstæðismanna og 82% framsóknarmanna, sýnir auðvitað og sannar, að þessi ríkisstjórn, undir forystu og forsæti Katrínar Jakobsdóttur, hefur einmitt í öllum megin atriðum fylgt stefnu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, á sama hátt og óánægja 71% af stuðningsmönnum Vinstri grænna sýnir, að ríkisstjórnin hefur einmitt ekki fylgt stefnu þess flokks, jafn kaldhæðnislegt og ömurlegt og það er. Hinar miklu vinsældir forsætisráðherra byggjast því augljóslega á fylgi og vinsældum meðal þeirra, sem ættu að vera pólitískir andstæðingar, en urðu, vegna undanlátssemi og stefnusvika forsætisráðherra, að fylgismönnum og samherjum. Fyrir undirrituðum, eru þetta einhverjar hörmulegustu vinsældir sem völ er á. Rétt er að tíunda hér nokkuð þau helztu stefnumál, sem Vinstri grænir þóttust hafa, vorir kosnir út á, og hvernig um þau fór: - Friðun hvala, þá einkum langreyðar, sem engin önnur þjóð í veröldinni leyfir veiðar á. Í stað friðunar, veitti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur umfangmestu hvalveiðileyfi, sem sögur fara af; drepa mátti 2.130 dýr á tímabilinu 2019 til 2023. Það var reyndar sjávarútvegsráðherra, sem veitti þetta forkastanlega leyfi, en auðvitað ber forsætisráðherra ábyrgð á gjörðum allra sinna ráðherra, og verður að teljast af og frá, að þessi leyfisveiting hefði farið fram gegn einbeittum vilja forsætisráðherra. - „Stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendinu“, eins og segir í stjórnarsáttmála. Vilji til að fylgja stefnu var greinilega til staðar í byrjun, en úr þessu grunnstefnumáli Vinstri grænna varð ekkert. Eftirgjöf og undanlátssemi virðist hér hafa tekið völd. - „Stórfellt átak í loftslagsmálum“. Þetta líka stóra baráttumál VG - kannske það stærsta, sem átti að vera – endaði í niðurstöðu, sem fyrir undirrituðum er nánast lágkúra; 1,4 milljarði skyldi varið til loftslagsverndar á ári í 5 ár. Þessi fjárhæð er innan við 0,2% af ríkisútgjöldunum, og miðað við verga þjóðarframleiðslu 0,07%. Það er langt frá því, að það sé eitthvað stórkostlegt við þessa ráðstöfun, en þessi árangur er einn örfárra, sem VG náði fram, sumir hefðu sagt með lítilli sæmd. - Endurskoða átti lög um vernd, friðun og veiðar villtra dýra. Þetta komst þó inn í stjórnarsáttmálann, en ekki lengra. Í framkvæmdinni datt botninn úr þessu líka. - Stjórnarskrána átti líka að endurskoða, en hér fóru mál á sama veg; forsætisráðherra sat upp i með eitthvert eigið frumvarp, sem lítils eða einskis stuðnings naut. Forsætisráðherra sætti sig við, að öllum þessum málum, sem þó hafði verið samið um, væri ýtt út af borðinu, þegar til kom og á reyndi. Þetta var allt í anda sjálfstæðismanna og Framsóknar, en gegn stefnu Vinstri grænna. Árangurinn liggur nú fyrir; forsætisráðherra nýtur mikill vinsælda með sjálfstæðismanna og Framsóknar, en lítilla meðal eigin flokksmanna. Augljóst er, að ekki eru allar vinsældir af hinu góða.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun