Jökullaust Okið Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 12. júlí 2021 08:00 Ég hef alltaf haft gaman af landakortum. Í barnæsku varði ég mörgum stundum í að skoða örnefni og hæðapunkta, lögun fjarða, fjalla og jökla og farvegi fljóta og ímynda mér hvernig þetta liti allt saman út í alvörunni. Jökullinn Ok vakti sérstaka athygli mína vegna þess hve lítill hann virtist á kortinu. Ég gaf mér nefnilega að vegirnir á landakortinu væru í raunstærð og þannig ímyndaði ég mér Okjökul sem lítinn snjóskafl við hlið þjóðvegar 518 sem á kortinu virtist næstum jafn breiður og Okið. Jökull sem var Nú er ég ekki lengur barn og Okjökull er ekki lengur jökull. Í síðustu viku gekk ég upp á dyngju Oks og virti fyrir mér leifar þessa jökuls sem ég hugsaði svo mikið um sem barn. Árið 2014 var hann opinberlega sviptur stöðu sinni sem jökull og eftir liggja nokkrir snjóskaflar á víð og dreif auk eins nýjasta stöðuvatns Íslands – Blávatns – sem liggur ofan í gíg dyngjunnar. Okjökull er ekki einn um þessi örlög því a.m.k. 56 smájöklar víða um land hafa horfið frá aldamótum vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Ef fram fer sem horfir verða allir jöklar landsins horfnir innan 200 ára. Dauði Okjökuls hafði engar sérstakar hamfarir í för með sér, ekki frekar en brotthvarf hinna 55 smájöklanna. En bráðnun jökla er óþægilega áþreifanleg birtingarmynd hnattrænnar hlýnunar sem ekki sér fyrir endann á og er þegar farin að raska viðkvæmu jafnvægi í loftslagi og veðurfari jarðar. Árið 2014, árið sem Okjökull var opinberlega talinn af, var það heitasta á jörðinni frá upphafi mælinga og sló þar með fyrra hitametið frá árinu áður. Árið 2015 var ennþá heitara og árið 2016 var hitametið aftur slegið – fjórða árið í röð. Loftslagsbreytingar eru hafnar Loftslagsbreytingar eru ekki eitthvað sem gerist í framtíðinni, við lifum þær nú þegar og þær eru komnar til að vera. Hverjar endanlegar afleiðingar þeirra verða er að hluta til undir okkur komið og að hluta til undir því komið að við séum ekki þegar búin að hrinda af stað atburðarrás sem verður ekki snúið við. Í skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar frá 2018 segir t.a.m.: „Óafturkræft hrun á jöklum á Suðurskautslandinu kann að vera hafið. Það getur á nokkrum öldum valdið margra metra hækkun á sjávarborði heimshafanna.“ Þessar staðreyndir eru ekki settar fram til að valda kvíða eða vonleysi. Slíkar tilfinningar eru ekki vænlegar til árangurs enda ala þær af sér aðgerðaleysi. Mannkynið hefur enn möguleika á að halda hlýnun jarðar í skefjum og koma í veg fyrir verstu afleiðingar hennar. Til þess þurfum við m.a. að vera óhrædd við að endurskoða efnahagskerfi okkar og samfélagsskipan. En við verðum líka að átta okkur á því að loftslagsbreytingarnar eru hafnar og þær eru þegar farnar að valda skaða. Ofan við tjaldsvæðið í Húsafelli stendur jökullaust Okið til vitnisburðar um það. Við skulum sjá til þess að í framtíðinni geti afkomendur okkar virt fyrir sér Íslandskort sem er ekki alveg jökullaust. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Samfylkingin Umhverfismál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf haft gaman af landakortum. Í barnæsku varði ég mörgum stundum í að skoða örnefni og hæðapunkta, lögun fjarða, fjalla og jökla og farvegi fljóta og ímynda mér hvernig þetta liti allt saman út í alvörunni. Jökullinn Ok vakti sérstaka athygli mína vegna þess hve lítill hann virtist á kortinu. Ég gaf mér nefnilega að vegirnir á landakortinu væru í raunstærð og þannig ímyndaði ég mér Okjökul sem lítinn snjóskafl við hlið þjóðvegar 518 sem á kortinu virtist næstum jafn breiður og Okið. Jökull sem var Nú er ég ekki lengur barn og Okjökull er ekki lengur jökull. Í síðustu viku gekk ég upp á dyngju Oks og virti fyrir mér leifar þessa jökuls sem ég hugsaði svo mikið um sem barn. Árið 2014 var hann opinberlega sviptur stöðu sinni sem jökull og eftir liggja nokkrir snjóskaflar á víð og dreif auk eins nýjasta stöðuvatns Íslands – Blávatns – sem liggur ofan í gíg dyngjunnar. Okjökull er ekki einn um þessi örlög því a.m.k. 56 smájöklar víða um land hafa horfið frá aldamótum vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Ef fram fer sem horfir verða allir jöklar landsins horfnir innan 200 ára. Dauði Okjökuls hafði engar sérstakar hamfarir í för með sér, ekki frekar en brotthvarf hinna 55 smájöklanna. En bráðnun jökla er óþægilega áþreifanleg birtingarmynd hnattrænnar hlýnunar sem ekki sér fyrir endann á og er þegar farin að raska viðkvæmu jafnvægi í loftslagi og veðurfari jarðar. Árið 2014, árið sem Okjökull var opinberlega talinn af, var það heitasta á jörðinni frá upphafi mælinga og sló þar með fyrra hitametið frá árinu áður. Árið 2015 var ennþá heitara og árið 2016 var hitametið aftur slegið – fjórða árið í röð. Loftslagsbreytingar eru hafnar Loftslagsbreytingar eru ekki eitthvað sem gerist í framtíðinni, við lifum þær nú þegar og þær eru komnar til að vera. Hverjar endanlegar afleiðingar þeirra verða er að hluta til undir okkur komið og að hluta til undir því komið að við séum ekki þegar búin að hrinda af stað atburðarrás sem verður ekki snúið við. Í skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar frá 2018 segir t.a.m.: „Óafturkræft hrun á jöklum á Suðurskautslandinu kann að vera hafið. Það getur á nokkrum öldum valdið margra metra hækkun á sjávarborði heimshafanna.“ Þessar staðreyndir eru ekki settar fram til að valda kvíða eða vonleysi. Slíkar tilfinningar eru ekki vænlegar til árangurs enda ala þær af sér aðgerðaleysi. Mannkynið hefur enn möguleika á að halda hlýnun jarðar í skefjum og koma í veg fyrir verstu afleiðingar hennar. Til þess þurfum við m.a. að vera óhrædd við að endurskoða efnahagskerfi okkar og samfélagsskipan. En við verðum líka að átta okkur á því að loftslagsbreytingarnar eru hafnar og þær eru þegar farnar að valda skaða. Ofan við tjaldsvæðið í Húsafelli stendur jökullaust Okið til vitnisburðar um það. Við skulum sjá til þess að í framtíðinni geti afkomendur okkar virt fyrir sér Íslandskort sem er ekki alveg jökullaust. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun