Tveir loddarar lofa vegi Þorsteinn Sæmundsson skrifar 8. júlí 2021 18:00 Ein fyndnasta uppákoma ársins varð nú í vikunni þegar borgarstjóri og samgönguráðherra skrifuðu undir ,,viljayfirlýsingu“ um byggingu Sundabrautar. Í ljós kom á fundinum að þeir eru ekki sammála um hvort brautin skuli lögð í göng eða um brú. Í ljós kom einnig að Sundabraut á samkvæmt ,,viljayfirlýsingunni“ að vera tilbúin eftir tíu ár! Semsagt að loknum tvennum alþingiskosningum og tvennum borgarstjórnarkosningum þegar umboð loddaranna tveggja verða löngu útrunnin. Þetta hlýtur að vera einn lengsti gúmmítékki sögunnar og minnir á þegar frambjóðandinn sagði við aðstoðarmanninn:,,Skrifaðu flugvöll!“ í undanfara kosninga hér um árið. Úr því loforði varð ekki heldur neitt. Rétt er að minna á að Sundabraut var fyrst lofað árið 1998 af borgarstjóra Samfylkingarinnar í tengslum við sameiningu Kjalarness og Reykjavíkur. Það hillir því undir að Sundabraut verði tekin í notkun rúmum þrjátíu árum eftir að henni var fyrst lofað þ.e. ef maður trúir ,,viljayfirlýsingu“ loddaranna tveggja.Það hefði hugsanlega mátt taka mark á ,,viljayfirlýsingu“ loddaranna ef minnstu upplýsingar um legu og tímasetningu hefðu fylgt. Rétt er að minna á að nú er gert ráð fyrir landtöku Sundabrautar í miðju athafnasvæði Samskipa. Fram hefur komið að ekkert hefur verið rætt við fyrirtækið vegna þessa en óljósar yfirlýsingar um nýjan viðlegukant hafa verið ámálgaðar.Kostnaðargreining er ekki til. Í næsta nágrenni á að endurreisa kynlífshjálpartækjabúð og breyta í barnaheimili. Minnir upphaf þeirrar framkvæmdar mjög á braggabyggingu sem löngu er orðin fræg að endemum og keyrð var áfram á lögbrotum eins og títt er um framkvæmdir og útboð Reykjavíkurborgar. Það er því að engu hafandi þó tveir loddarar komi saman og skelli í góm fyrir framan ljósmyndara um leið og þeir undirrita ómerkilegan kosningavíxil. Höfundur er þingmaður Miðflokkins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Samgöngur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ein fyndnasta uppákoma ársins varð nú í vikunni þegar borgarstjóri og samgönguráðherra skrifuðu undir ,,viljayfirlýsingu“ um byggingu Sundabrautar. Í ljós kom á fundinum að þeir eru ekki sammála um hvort brautin skuli lögð í göng eða um brú. Í ljós kom einnig að Sundabraut á samkvæmt ,,viljayfirlýsingunni“ að vera tilbúin eftir tíu ár! Semsagt að loknum tvennum alþingiskosningum og tvennum borgarstjórnarkosningum þegar umboð loddaranna tveggja verða löngu útrunnin. Þetta hlýtur að vera einn lengsti gúmmítékki sögunnar og minnir á þegar frambjóðandinn sagði við aðstoðarmanninn:,,Skrifaðu flugvöll!“ í undanfara kosninga hér um árið. Úr því loforði varð ekki heldur neitt. Rétt er að minna á að Sundabraut var fyrst lofað árið 1998 af borgarstjóra Samfylkingarinnar í tengslum við sameiningu Kjalarness og Reykjavíkur. Það hillir því undir að Sundabraut verði tekin í notkun rúmum þrjátíu árum eftir að henni var fyrst lofað þ.e. ef maður trúir ,,viljayfirlýsingu“ loddaranna tveggja.Það hefði hugsanlega mátt taka mark á ,,viljayfirlýsingu“ loddaranna ef minnstu upplýsingar um legu og tímasetningu hefðu fylgt. Rétt er að minna á að nú er gert ráð fyrir landtöku Sundabrautar í miðju athafnasvæði Samskipa. Fram hefur komið að ekkert hefur verið rætt við fyrirtækið vegna þessa en óljósar yfirlýsingar um nýjan viðlegukant hafa verið ámálgaðar.Kostnaðargreining er ekki til. Í næsta nágrenni á að endurreisa kynlífshjálpartækjabúð og breyta í barnaheimili. Minnir upphaf þeirrar framkvæmdar mjög á braggabyggingu sem löngu er orðin fræg að endemum og keyrð var áfram á lögbrotum eins og títt er um framkvæmdir og útboð Reykjavíkurborgar. Það er því að engu hafandi þó tveir loddarar komi saman og skelli í góm fyrir framan ljósmyndara um leið og þeir undirrita ómerkilegan kosningavíxil. Höfundur er þingmaður Miðflokkins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun